Dagur - 09.01.1952, Síða 6

Dagur - 09.01.1952, Síða 6
6 D A G U K Miðvikudaginn 9. janúar 1952 Þorp í álögum Saga eftir Julia Tm 'tf t Yenni FRA BOKAMARKAÐINUM Ég elska þig, jörð 18. DAGUR. VvA/vAAWn (Framhald). Á pappírnum leit það þannig út, að stofna mætti slíka smiðju hvar sem væri á landinu, en hann vissi með sjálfum sér, að sú var samt ekki reyndin. Hann var vaxinn úr þessum jarðvegi, í Ár- móti, og skapandi máttur hans var tengdur þessu umhverfi. — Timbrið, sem hann notaði, óx í grenndinni, og þessar spýtur hafði hann teglt og tálgað síðan hann var barn. Hann hafði fengið auga fyrir einfaldleika formsins í fábreyttu lífi þessa afskekkta sveitaþorps. Hann sá enga skýja- borg þar sem Ármót var. Hann hafði ekki gert sér neinar gylli- vonir. þegar hann flutti heim aft- ur fyriv fullt og allt. Bærinn var í senn vondur og góður, smá- smugulegur og örlátur, nöldrun- arsamur en þó spéhræddur. En þetta voru allt mannlegir breysk- leikar, hugsaði hann, og fylgdu hverjum bæ. En svo var enn eitthvað sér- stætt við Ármót, og það var þetta neitthvað“, sem gerði gæfumun- inn í augum hans. Bærinn átti berkju og dug. Aðrir bæir, sem íraumur tímans og framfarannt hafði fallið fram hjá, höfðu visn- að og dáið, urðu einis og nátt- tröll í morgunskímu eða í mesta lagi fornfálegir bæir, sem ferða- menn gistu til þess eins að sjá bjarma af horfinni tíð. Þegar Ármótsbær var sviptur því að vera flutningamiðstöð eft- ir að flutningaprammarnir hurfu af fljótinu og skipaskurðunum, lá við borð að bæjarmenn legðu ár- ar í bát. En svo höfðu menn rétt sig úr kútnum. Akrarnir, sem höfðu framleitt korn og hey til sölu á fjarlægum morkuðum, voru settir undir nautpening. — Verkamennirnir frá kornökrun- um og múrsteinsgerðinni höfðu fengið atvinnu á mjólkurbúgörð- unum, eða þeir höfðu sett upp dálítil trésmíðaverkstæði eða aðra iðju. Það var starfað meira í Ármóti en á gullaldartímabili bæjarins, en hann hafði samt aldrei aftur eygt gullöldina. En bærinn var ekki líkur neinni aft- urgöngu, þetta var starfandi og framsækið byggðarlag. Ef hon- um gæti aðeins auðnast að opna augu Faith fyrir þessu gæti kennt henni að elska þá hluti, sem hann elskaði og sem tilheyrðu lífinu hér, — ef hann aðeins gæti fengið hana til þess að dvelja nægilega lengi til þess að uppgötva þá. Það mátti því ekki hræða hana, svo að hún hrektist á brott. Hann hugsaði til þess méð skelfingu, hver reynslutími þessir síðustu dagar hlytu að hafa verið fyrir hana. En samt átti hún hér heima til frambúðar, hann var sann- færður um það. Ef bær hefði verið skapaður fyrir nokkra konu, fyrir þrár hennar, gáfur og þörf, þá mátti segja að Ármót hentaði Faith, væri hennar heima, þótt hún sæi það ekki enn. Amis var órótt. Hann greip frakkann sinn, yfirgaf smiðjuna, gelck til pósthússins. Hann gekk óhikað og rösklega upp að af- greiðsluborðinu og sagði við Rósu í tón, sem hann vonaði að hljómaði hversdagslega og áhyggjulaust: „Má eg taka póstinn til frk. Goodbind, Rósa?“ Hún horfði á hann, andúð — og kannske ótti — lýsti í augum hennar, en hún var þögul. Hún greip bréfin úr hólfinu og rétti honum, án þess að segja orð. En hann fann starandi augnaráð hennar standa í bakið á sér, þeg- ar hann gekk út. En hann leit ekki við henni og hann lét sem hann sæi ekki kuldalegt tillit fjöída fólks, er hann mætti á leið sinni gegnum bæinn, út til múr- steinagerðarinnar. Þegar hann kom upp á tröppurnar hjá Faith, stanzaði hann, hikaði andartak, en barði svo að dyrum. Ekkert svar; ekkert hljóð, eng- in merki um hreyfingu innan dyra. Samt vissi hann, að hún var þar. Hann barði aftur; sagði svo: „Faith,“ blíðlega, biðjandi. Vissi, að hún heyrði vel til hans. En ekkert svar heýrðist. Ef hann gæti snert hana.... feimni hennar og hlédrægni höfðu ævinlega gufað upp við fyrsta handtakið, við snertingu, og á augabragði féllu veggirnir, sem hún hafði hlaðið upp í kringum sig. Eftir það var hlýja og innileiki í skiptum þeirra. Hann fann hvernig hálsvöðvarnir titruðu við tilhugsunina. Hann hallaði sér þéttings fast upp að hurðinni og barði léttilega á hana með flötum lófanum. „Opnaðu, Faith,“ sagði hann. En það var steinhljóð eftir sem áður. Hann þrýsti andlitinu upp að hrjúfri hurðinni, unz hann fann brostinn málningarflötinn við andlit sér. Hann lét hendina íalla niður hurðina, unz hún stað- næmdist á látúns-handfanginu. Hann tók í það. Þá vissi hann það fyrir víst. Hún var þarna, stóð hinum megin við hurðina, hreyf- ingarlaus, nægilega nærri til þess að heyra til hans, vita hverja hreyfingu — nægilega nærri.... Hann stóð í sömu sporum langa hríð. Svo gekk hann aftur á bak frá dyrunum, lét. bréfabunkann detta á pallinn, snerist á hælti og skundaði burt. (Framhald). Meðlimir Austfirðinga- félagsins Góðir félagsmenn, og aðrir Austfirðingar! Enn er hér á Akureyri, okkar kæra bæ, félagsskapur, sem Austfirðingafélag heitir, og eins og að líkum lætur samanstendur af fólki af Austurlandi, úr sveit og fjörðum. Flest þar fætt og uppalið og á sínar minningar um liðna ævi í átthögunum. Ekki er tilgangurinn með lín- um þessum, að i-æða eða meta g'ildi endurminninga manneskj- unnar frá æskustöðvunum, það verður hver og einn að gera með sjálfum sér í ró og næði og kom- ast þannig að þeirri niðurstöðu, sem er eðli hans samkvæmast. Tilgangurinn er einrmgis sá, áð komast eftir því, hvort félags- menn vilja á yfirstandandi vetri taka þátt í fyrirhuguðu Aust- firðingamóti, eins og því kann að verða fyrir komið og tilkynna það hið fyrsta „Mótsnefndinni". Nefndin telur sér ekki fært að vinna verk sitt í algerri óvissu um það, hvort „Mótið“ sækja segjum 50—80 — eða 130 manns. Það verður ekki hjá því kom- izt að nefna einhverja tölu í sam- bandi við útvegun húsnæðis og annars, sem að þessu lýtur, og öllum má vera ljóst, sem um mál- efnið hugsa. Mótsnefnd mun þó reyna að gæta hófs í kostnaði, sem eflaust er í margra augum kostur, þótt öðrum kunni að þykja varhuga- vert, þannig, að þá verði farið inn á smásálarlegan sparnað og nurl. Rót sína á stofnun Austfirð- ingafélþgsins að rekja til þess, að Austfirðingar, sem hér bjuggu og búa enn, ættaðir úr sveit og fjörðum Austux-lands, fundu hjá sér hina mannlegu kennd, að vilja minnast liðinna stunda frá uppvaxtarárum, sem eru ein- kennilega samgrónar náttúi’lega gerðum mönnum, að skaphöfn allri og eðli. Fleira er einnig á stefnuskrá félagsins, en það, að koma saman og skemmta sér. í því sambandi mætti minna á það, að félagið lætur sér annt um allt þai-ft og þjóðlegt, sem snertir meðal annars og ekki sízt Aust- ui’land. Stórar drykkju- og átveizlur eru ekki fi-emur vioeigandi ein- mitt í sambandi við Austfii’ðinga- mót, þótt vissulega eigi þær sinn töframátt í margra augum. Hitt verður að líta á, að sem flestum, sem þess óska, gefist hér kostur á að skemmta sér við samræður, söng og dans, enda er ekki á allra færi að sitja dýrar veizlur. Ætl- unin er sú, að sem flestum gefist kostur á að vera með í því einu sinni á ári hverju, að minnast við æsku sína og föðurtún. Góðir meðlimir! Tilkynnið þátt- töku yðar fyrir 20. janúar næstk. til undirritaðra, sem nú skipa Mótsnefnd og sem í nafni Aust- fii-ðingafélagsins, hér með óska ykkur öllum farsældar á komandi ái’i, með þökk fyrir hið liðna. • Akui’eyi’i, 6. janúar 1952. Margrét Jónsdóttir, Fjólug. 1. Ingibjörg Eiríksd., Grænuvellir 4. Oddur Kristjánsson, H.m.str. 15. Jón Hinriksson, Strandg. 35. Gísli Kristjánsson, H.m.str. 28. JÖRÐ Jörð óskast til ábúðar í næstu fardögum. Kaup geta komið til greina. Jóhannes Qlafsson, Rauðhúsum, Saurbæjarhreppi. Svo nefnist lítil ljóðabók, sem kom út fyi’ir jólin hjá forlagi Pálma H. Jónssonar, en höfund- ui’inn er Sigui’steinn Magnússon, skólastjói’i í Olafsfirði. Hér hefur nýtt skáld hvatt sér hljóðs. Að vísu hafa áður heyrzt kvæði eftir Sigurstein í útvarp- inu, en þetta er fyrsta ljóðabókin, sem hann lætur frá sér fara. Er nú eftir að vita, hvar honum vei’ður vísað til sætis á bekk Bi-aga. í bók þessari eru 47 kvæði ýmislegs efnis. Þó vii’ðist mér við skjótan yfii’lestur kvæðanna, það einkum vera náttúrubarnið, sem hér talar. Bókin hefst á kvæðinu: Blessuð vei-tu mold, og fyi’sta er- indið hljóðar svo: Blessuð voi’tu mold, svo mjúk og hrein, er miðlar öllum dýrstu jai’ðargæðum, en mildum höndum græðir rein við rein og rósum stráir fyrir mannsins fætui’. — Blessuð vertu mikla lífsins lind. Vort líf er tengt við þínar innstu rætur. Hann yrkir um Voi’nótt á Vaðlaheiði: Þar ómar loft af ljúfum svanakliði og lindir hjala blítt í grænum tóm. Hann yrkir um vorkomuna og sér lífið sigra dauðann: Þar blundar sem ungbam í reifum hver rót, sem rís upp úr duftinu himni mót, þá skuggar og skammdegi dvín. Hann yrkir um sólsetur og fjallaþoku, bi’imið og lágnætti í Skagafii’ði, allt góð kvæði. Hann yi’kir um haustnóttina og segir: — Sólnanna faðir, eg sé hvar þú býrð í séx’hvei’ju blómi, í himinsins dýrð. — Eg lýt þér í kyri'ðinni klökkur. Það er enginn bai'lómur eða harmagi’átur í kvæðum Sigur- steins. í kvæði Eg elska þig, jörð segir hann: Eg elska þig, jörð, — eg elska lífsins brag, í fögnuð lít eg fram á sérhvern dag, og alls staðar finn eg dásemd þína og dýrð. Ó, himneska fegui’ð, sem í flestu býrð, gleði mín öll og gæfa er helguð þér. Eg elska þig, jörð, og allt, sem gafstu mér. Hér er bjartsýni og lífstrú boð- uð svartsýnum heimi. En Sigursteinn yrkir um fleira en fegurð náttúrunnar og gróandi mold. í bók þessai’i eru nokkur veigamikil kvæði og fremst þeirra er Djákninn á Myi-ká, vel kveðið og fullt af forneskju. Helga í Hillnakoti er líka gott kvæði um fátæka sveitakonu, sem gaf af fátækt sinni, en af auði hjai’ta sí'ns. Móðurarfur er eitt bezta kvæð- ið í bókinni, hlýtt og látlaust. —• Munu það vei’a minningar höf- .undai’ sjálfs um góða móður, sem háði hai’ða lífsbaráttu til að koma mörgum börnum til manns. Man eg kyrrlát kvöldin, er kom hún öllu í ró, öllu í röð og reglu og í’ekkjur okkar bjó. Þá laut hún yfir litlu og lágu í'úmin hljótt, breiddi yfir börnin og bauð þeim góða nótt. Hún bað þau lesa bænir og biðja fyrir sér þann einn, sem ávallt heyrir það allt, sem hugsað er. Síðan hefur hennar hljóða bænamál ætíð verið vökull vörður minni sál. Kvæðið endar á þessari vísu: — Margs er enn að minnast. Mín tunga er hljóð. — Eg hef í fátækt hlotið heimsins dýi-sta sjóð. Þá yrkir Sigui'steinn um Hall- grím norðanpóst. Stíflu í Fljótum og margt fleii-a. Hann er ekkert „atómskáld“, heldur kveður hann undir gömlum og Ijúfum háttum og kveður víða vel. Kannske á hann eftir að stilla strengi sína eitthvað betur, áður en hann verður tekinn í hóp hinna stæi'i'i spámanna. En hann á mai'ga sti-engi og nær oft fallegum tón- um. í kvæðinu Vöxtur segir hann svo: Yfir sínum akri ötull hver skal vaka og leita þar að leyndu lífi undir klaka. Þar veit eg vei’ur allar vaxa af sömu rótum, og vöxtui’inn er vegur hins veika að drottins fótum. Ef Sigui’steinn fer eftir þessu heilræði, á hann vafalaust eftir að vaxa sem skáld, fjölga sti’engj- unum í höi’pu sinni og stilla þá betur. Hannes J. Magnússon. ÚR tapaðist 3. janúar á leiðinni Norðurg. að Landsbankan- um. Vinsaml. skilist í Norð- urgötu 54 eða á afgreiðslu blaðsins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.