Dagur - 06.02.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 06.02.1952, Blaðsíða 2
2 D A G U R MiSvikudaginn 6. febrúar 1952 Dagskrármál landbúnaðarins: Verður hænsnakjöt ódýrasta kjötið? Fyrir stuttu síðan birtist í blað- inu „Samvirke“ grein um árang- ur Bandaríkjamanna í hænsna- rækt til kjötframleiðslu, eftir hr. O. Brake-Petersen, búnaðar- ráðunaut Dana í Bandaríkjunum. Verður hér á eftir greint frá helztu atriðum greinarinnar. Árið 1945 settu Bandarikja- menn í gang mikla „agitasjon“ fyrir aukinni, ódýrari og betri framleiðslu á hænsnakjöti til manneldis. Þótt neyzla hænsna- kjöts hafi jafnan verið töluverð í Bandaríkjunum, bá hefur kjúkl ingakjötið ávallt verið dýrt, og því ekki almennings að neyta þess hversdagslega. Til þess tíma hafði aðaláherzlan verið lögð á eggjaframleiðsluna og kynbætui- hænsna, fyrst og fremst snúist um að fá afurðir varphænunnar sem mestar, og hefur viðar en í Bandaríkjunum náðst undra- verður árangur á því sviði. Hænsnaræktarmenn, vísinda- menn og eitt af stærstu neyzlu- vörufirmum Bandaríkjanna taka nú höndum saman og hugsa sér að skapa algjörlega nýtt viðhorf í sambandi við framleiðslu hænsnakjöts. Hafið er víðtækt úrval úr beztu hænsnakynjunum til að velja „kjúkling framtíðar- innar“, þekkt kyn eru krossuð saman og þannig koma fram nýir einstaklingar með nýja erfðaeig- inleika, sem henta til að skapa framtíðarkjúklinginn. Vísinda- mennirnir setja saman og reyna fjölmargar fóðurblöndur til þess áð ala kjúklingana á. Matvöru- firmað hefur m. a. eftirlit með slátrun og matreiðslu á til- raunadýrunum og vandláir mat- menn dæma svo um útlit og bragðgæði. Þá er ennfremur kom ið af stað samkeppni og sýning- m á kjúklingum. Fyrst í ein- stökum fylkjum, en síðar lands- sýning fyrir öll Bandaríkin og var fyrsta sýning í þessu sam- bandi haldin 1948. Heiðursverð- laun sýningarinnar voru um 80 þús. ísl. krónur, auk þess voru að sjálfsögðu fjölmargir dýrindis silfurmunir eins og venja er á bandarískum sýningum. Dóm- endur sýningarinnar tóku tillit til allra atriða, er vörðuðu uppeldi kjúklinganna með hliðsjón af kostnaði öllum, auk útlits og gæða kjötsins. Sá hænsnaeigandi, sem hlaut heiðursverðlaun sýningarinnar hafði á sýningunni 12 vikna gamla kjúklinga, sem voru af- komendur hænsnakýnjanna Corn ish og New Hampshire. Slátrun- arþungi þeirra var rúml. 3 pund eða 1,62 kg. Fóðumotkun var 3,17 kg á hvert kg vaxtarauka. Fóðumotkun hvers kjúklings var því alls 5,1 kg. Var þessi litla fóð- ureyðsla talin mjög undraverður árangur á svo stuttum tíma, eða frá því að samkeppni þessi hófst. Þess má geta, að bezti árangur Dana í þessu efni, er til þessa, í fóðumotkun, 3,9 kg á hvert kg vasltarauka, og eru þó Danir engir aukvisar á þessu sviði, fremur aðrir, er varða landbún- að. Með landssýningunni 1948 er ekki stungið við fótum og sam- keppni hætt um „kjúkling fram- tíðarinnar“, nú færist nýtt líf í þessa starfsemi og áhugi al- mennings verður mikill, því að nú má sjá hilla undir þann möguleika, að völ verði á óvenju ljúffengu og ódýru hænsnakjöti. —o— Síðastliðið ár er aftur haldin landssýning með engu minni þátttöku en 1948. Sá, sem hlýtur heiðursverðlaunin er sami hænsnaræktarmaður og hlaut þau á fyrri sýningunni. Heiðu.rs- verðlaun lilýtur hann nú fyrir 12 vikna kjúklinga. Nú er slátur- þunginn nærri fjögur pund eða 1,93 kg. Fóðureyðslan er orðin ótrúlega lítil, því að nú þurfti ekki nema 2,5 kg fóður til fram- leiðslu á 1 kg af kjúklingakjöti eða rúmlega 4,8 kg alls til upp- eldis nærri 2ja kg kjúklings. Geta hænsnaeigendur sjálfir eða aðrir reiknað út hvað hæfilegt verð mætti vera á hænsnakjötinu mið- að við þessa fóðureyðslu. Beztu kjúklingarnir á sýning- unni 1951 hafa verið kynbættir á margan hátt. Bringan er breið og djúp — 31/2—4 tommur á breidd. Svo er hún kjötfyllt, að varla mótar fyrir bringubeini. Flúðin, eða hamurinn, er mjúkur og hæfilega feitur. Lærin eru mjög vöðvafyllt og laus við smábein. Að fóðurrannsóknum hefur samtímis verið unnið mjög mikið og þessi hraði vöxtur og litla fóð- ureyðsla þessara umræddu kjúklinga er þeim rannsóknum einnig mikið að þakka. Hænsna- fóðurblöndur innihalda nú mjög lítið af tréni, í þær er sett B-víta- mín og auk þess nýjustu vaxtar- efni. í heild er fóðurblandan orð- in meira samþjöppuð og kjarn- meiri, svo að hænsnin éta meira í hvert sinn. Eftirfarandi fóður’- blanda var notuð til að fóðra verðlaunákjuklingana, en þeir voru úr ríkinu Pennsylvania. — Efnin eru gefin upp í %: Gulur niaís, malaður 56.27 Alfa-Afla 5.00 Fiskimjöl ' 5.00 Kjötbeinmjöl 2.00 Salt 0.30 Soyabaunamjöl 18.00 Mais-glutenmjöl 5.00 Mysuduft 3.00 Þurrger 3.00 Krft. 1.75 Beinamjöl 0.60 d-aktiveret animalsk- stérol 0.05 Magníumsúlfat 0.02 Ni\ 54 riboflavin-bl. 0.006 Fóðurblanda þessi er mjög vís- indalega samsett og minnir meira á lyfseðil en venjulega fóður- blöndu. í grein sinni getur Brake-Pet- ersen að lokum um heimsókn á nýtízku hænsnabúgarð í Arkans- as, þar sem hænsnaræktin var byggð á kjötframleiðslu. Á þess- um búgarði voru 22 þúsund kjúklingar og hirti einn maður kjúklingana að öllu leyti. Hæsnin voru öll í einu húsi, hólfuðu sundur, þannig, að 1000 kjúkling- ar voru í hverju hólfi. Gólfpláss var ekki meira en svo, að 14 kjúklingar voru um hvem fer- meter. Fullkomin tækni var not- uð við alla fóðrun. Fóðrið rann sjálfkrafa inn í fóðurtrogin svo og vatn. Hænsnahúsið hafði ekki verið mokað í fjögur ár og er þessi háttur á hirðingu hænsna ein af nýjustu uppfyndingum Bandaríkjamanna. Rannsóknir hafa leitt í ljós að í áburði hænsnahúsanna myndast sérstök efnasambönd, sem em bakteríu- drepandi og því mjög hagstæð þrifum hænsnanna. Á þessum búgarði hafði aðeins 4% drepist af kjúklingunum árlega, sem telzt mjög lítið. Árleg framleiðsla var 95 þúsund kjúklingar til slátr- unar. Kjúklingunum var slátrað 11 vikna gömlum. Á. J. LEIÐRÉTTING. í síðasta landbúnaðarþætti féll niður skýringarlína með töflurmi um áburðarverð: 2. dálkur er verðið 1951, 3. dálkur verðið 1952 og loks er hækkunin á verðinu prósentvís. í STUTTU MÁLI EINN LIÐUR í ófræginga- stríði konunúnista gegn Banda ríkjunum er að ýkja mjög erf- leika svertingja þar í landi og segja þá eiga við ægilega kúg- un að búa. Kjör svertingja fara stöðugt batnandi vestra, þó viðurkenna stjóman'öld Iandsins og aðrir ábyrgir aðil- ar, að langt sé í land að leysa það mikla vandamál til fulls. Nýlega flutti kunn svertingja- kona, Edith Sampson, erindi á vegum danska Kvenfélaga- sambandsins um þessi efni. — Hún sagði, að kynþáttavanda- málið vestra væri nú nær því að Ieysast en nokkru simii fyrr. Kjör negra færu hrað- batnandi. T. d. um efnahag þeirra skýrði hún svo frá, áð ein milljón amerískra negra ættu bíl, æ fleiri negrar eru nú kjörnir til trúnaðarstarfa fyrir ríki og bæi. * DÖNSK BLÖÐ SEGJA, að Dani skorti 750.000 tonn af kolum og 800.000 tonn af koksi til þess að komast klakklaust yfir þennan. vetur. Eldsneyti allt er stranglega skammtað í Danmörk. Amerískur þingmaður sagði í þingræðu á dögimum, að Bandaríkjamenn ættu að gera Breíum þami greiða að kippa að sér hendinni með alla fjár- hagsaðstoð til þess að þjóðin sæi með eigin augum hversu fcágbórið fjárhagsástand henn- ar væri í reyndinni. „Það er jafn vcnlaust verk, sagði þing- maðurinn „að ' endurreisa efnahag Bretlands og ætla sér að endurlífga dautt hross.“ Butler, fjárm.ráðherra Breta, var lítið hrifinn af þessari á- bendingu þingmannsins. Hami sagði í ræðu í London í s. 1. viku: „Brezka ríkisstjómin og forsætisráðherra hennar, er ekki neitt sérstaltlega hrifin af svona orðbragði. Og hvað viðkemur efnahag Breta, vil eg segja þingmannhnun það eitt, að það er líf í þeim gamla dog enn. En við yður, herrar mínir segi eg: Það er hepp- inna manna háttur, að hætta peningum sínum á ókunnan hest.“ (í veðreiðum.) -K Ameríska kvikmyndaleik- konan Tallulah Bankhcad vann nýlega mál er hún höfð- aði gegn ráðskonu sinni, en sú hafði sagt að hún hefði mátt leggja fram fé til að kaupa „eiturlyf, kokain, marijuana, brugg, brennivín, „sex“ og trúða“ handa kvikmyndadís- inni! * Talið er, að Lincoln Mac Veagh, sendiherra Banda- ríkjanna í Lissabon, verði næsti sendiherra þeirra á Spáni. MacVeagh var eitt sinn sendiherra í Reykjavík. -k Sjö fangar brutust nýiega út úr ríkisfangelsinu í Bogota í Columbía í Suður-Ameriku og komust í frumskóginn. Eft- ir 38 daga komu sex þcirra til byggða og gáfu sig fram. Þeir sögðust hafa drepið, soðið og étið hhm sjöunda í útilegunni. Varð sá feitasti fyrir valinú'. -k Prófessor Sukenik við he- brczka háskólann í Jerúsalem hefur tilkynnt, að merkur fom skjalafundur hafi orðið í hell- isskúta við Jeríkó. Fundur þessi, segir prófessorinn, mun valda þáttaskilum í biblíu- rannsóknum. Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga er ákveðinn sunnud. 17. þ. m., kl. 2 e. h., í íþróttahiisi Akureyrar (Félagsheimili í. B. A.). Fundarstörf sam- kvæmt félagslögum. STJÓRNIN. Austfirðingamót verður haldið föstudaginn 15. febrúar næstkomandi að Hótel Norðurland, og hefst með kaffidrykkju kl. 8.30 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Norðurland miðviku- daginn 13. febrúar, frá kl. 4—7 e. h. og fimmtudaginn 14. febr- úar, frá kl. 4—7 og 8—10 e. h. Móisnefndin. Fermingarföt Höfum dökkblátt gaberdine í fermingarföt. Verðið kr. 196.00 pr. metra. Sjáum um saumaskap, ef óskað er. AÐALFUNDUR Akureyrardeildar KEA er hér með boðaður á ný, þar sem áður auglýstur fundur varð eigi lögmætur. Fundurinn verður haldinn að Hótel K.E.A. fimmtudaginn 14. þ. m„ og hefst kl. 8.30 e. h. Enn er heimilt að leggja fram lista til fulltrúakósninga á aðalfund K.E.A., þó eigi síðar en mánudaginn 11. þ. m. DEILDARSTJQRNIN. 1 Sardínur 1 OLIU OG TOMAT Kr. 3.00 dósin, venjuleg stærð, og kr. 5.00 stórar dósir. Þetta er ódýrasta og bezta áleggið á allt brauð! Kaupfélag Eyfirðinga Nýletiduvörudeildin og útibú. STRASYKUR kr. 4.65 pr. kg Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. Hraðfryst hvítkál fæst í öllum útibúum og Kjötbúð KEA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.