Dagur - 06.02.1952, Síða 4

Dagur - 06.02.1952, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 6. fehrúar 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Simi 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er I. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. &SSSS$SSSSSSSS55$SSS54í55SSS55S$S45S5iyS$S5S«S55SÍ 59' Sannleikuriim í málinu“ vaxandi í þéttbýlinu. Dýrtíð eykst enn í landinu. Sú tíð hlýtur að renna upp, að forustumenn þjóðarinnar verða að gera hið sama og Nikías Aþeningur, er hann skrifaði heim til ættjarðar- innar hversu leiðangurinn til Syrakúsu hefði farið út um þúf- ur: „Eðli yðar er erfitt að stjórna, sem þér vitið bezt sjálfir. . . . og þar sem eg þekki einnig það eðli yðar, að vilja aðeins heyra góðar fréttir — en þér eruð þó fljótir til vandlætingar ef reynslan er ekki eins hagkvæm og vonir standa til — hef eg ákveðið að velja örugg- ustu leiðina og segja yður allan sannleikann í málinu." Hvort.mundi ekki þörf á slíkri skýrslu um okkar Syrakúsu- leiðangur á fund frjálsara at- vinnu- og viðskiptaskiptalífs og um efnahagsástand íslenzku þjóðarinnar almennt nú í upp- hafi þessa árs? Fólkið í landinu veit of lítið um hlut Marshall- peninga í daglegri nauðsynjaöfl- un þjóðarinnar og um möguleik- ana til þess að þjóðin geti staðið óstudd á eigin fótum. Meðan sambandið milli framleiðslunnar og efnahags hvers heimilis er hulið sjónum fjölmennis í land- inu, meðan vinnuaflið er illa hag- nýtt, meðan framleiðslugetan er ekki notuð til hins ýtrasta, getur formúla Nikíasar Aþenings naumast orðið skemmtilestur, en þekking á meininu er undanfari lækningarinnar. Þjóðin þarf þess með að heyra „allan sannleikann í málinu.“ TVÆR AF FORUSTUÞJÓÐUM Evrópu hafa Húsmæðrajiáttur undir grænni torfu Húsmæðraþátturinn í útvarpinu virðist kominn í tölu þeirra dagskrárliða í þeirri virðulegu stofnun, sem „lýsa eins og stjömur, en slokkna, hverfa“. Þessi lýsing á þættinum er líklega of háfleyg. Að- alatriðið er, að þessi þáttur er kominn undir græna toarfu við hliðina á mörgum öðrum nýjungum, sem dagskrárstjórnin hefur fitjað upp á á liðnum árum. Uthaldsleysi er alláberandi einkenni á dagskrár- stjórninni. Manni virðizt, að „þættir“ sem byrjað er á, séu bundnir við ákveðnar persónur og ef þær forfallast, forfallast þátturinn með þeim eða deyr. Þetta er öfugstreymi og í mótsögn við einkunnar- þessa síðustu daga neyðst til þess að hörfa úr framvarðstöðum frjálsrar verzlunar og haftalauss ríkisbúskapar. Bæði Bretar og Frakkar hafa til- kynnt nýjar takmarkanir á innflutningi frá doll- aralöndum og að auki á viðskiptum við þjóðir greiðslubandalags Evrópu. Þær hafa hert gjald- eyriseftirlit og sett takmarkanir á farareyri ferða- manna. Fleiri ráðstafanir til sparnaðar hafa verið geðar, bæði á sviði utanríkisviðskipta og vettvangi innanlandsstjórnar; Bretar hafa t. d. sagt upp 10.000 starfsmönnum er áður voru á launaskrám ríkissjóðs. Bæði áhorfendur og heimamenn viður- kenna, að nauðsyn* hafi rekið stjórnir þessara landa til þessara ráðstafana, enda eru þær ekki ætlaðar til frambúðar. Þær eru afleiðing verðlags- þróunarinnar á heimsmarkaðnum og erfiðra ut- anríkisviðskipta er aftur stafa frá stríðshættunni og því mikla átaki, sem frjálsir menn um heim allan gera til þess að bægja kúgun komm- únismans og svartnætti mannhaturs- og miðalda- hyggjunnar frá dyrum sínum. Þessi þróun hefur orðið á meginlandi Evrópu þrátt fyrir þá megin- áherzlu, sem þjóðirnar þar hafa lagt á eflingu framleiðslunnar. Ár eftir ár hefur það verið brýnt fyrir brezku þjóðinni — hver svo sem við völdin hefur setið — að efnahagslegt sjálfstæði væri und- irstaða alls velfarnaðar. Meiri framleiðsla hefur verið kjörorð allra stétta. Nú er sýnt, að þegar að höndum ber í senn óhagstæða verðlagsþróun og þverrandi erlenda aðstoð, hefur þessi aukning ekki verið nægileg og þess vegna er gripið til víð- tækra sparnaðarráðstafana jafnframt því sem hafin er ný sókn til framleiðsluaukningar. ÞAÐ ER EÐLILEGT að menn velti því fyrir sér, hvernig íslandi muni farnazt í því hlutverki að vera óasis frjálsra viðskipta og haftalauss rík- isbúskapar mitt í sandauðn vaxandi hafta og rík- iseftirlits nágrannaþjóðanna. Að vísu er frelsiðenn aðeins fjarlæg hilling á mörgum sviðum atvinnu- lífsins. En samt eru þvinganir þær, er ríkisbáknið leggur á þegnana í dag ekki nema svipur hjá sjón miðað við ástandið sem ríkti hér meðan hin sósí- alíska skipulagning ríkisembæftismannanna var í algleymingi. En ef umheimurinn ánetjast hafta- kerfinu á ný, verður okkar frelsi skammlíft, nema til komi þjóðarvakning að halda því og glata því ekki aftur. Og leiðin til þess er aðeins ein: að efla framleiðsluna á öllum sviðum og auka útflutn- ingsverðmætið jafr.framt því, sem verðlagsmálum hér heima fyrir er haldið í skefjum. ÞAÐ TAKMARKAÐA frelsi, sem við bjuggum við sl. ár, skilaði stórauknu útflutningsverðmæti, en jafnframt ískyggilega háum greiðsluhalla við útlönd. Ríkisbúskapur okkar hvílir enn að alltof miklu leyti á beinni erlendri fjárhagsaðstoð. Ef litast er um í þjóðfélaginu í dag, verður ekki sagt, að byrlega blósi á þessu nýbyrjaða ári að viðhalda viðskiptafrelsinu og fullum afköstum atvinnuveg- anna. Fjárhagsgrundvöllur sjávarútvegsins er ótraustur og kaupdeilur eru við sjóndeildarhring. Vinnuafl þjóðarinnar og véltækni er hvergi nærri fullnýtt til framleiðsluaukningar. Atvinnuleysi er FOKDREIFAR Þjóðlíf úr skorðum. Utvarpið hefur sagt okkur frá 43—48 cm. snjófalli í Reykjavík. Og sunnanblöðin segja frá því, undir stórum fyrirsögnum, að höfuðstaðarbúar hafi sumir hverjir þurft að moka sig út úr húsum sínum eftir ofanhríðar síðustu dagana. Samkvæmt þessu hefur lífið í höfuðborginni að þessu leyti nálgast það, sem er i hversdagslegt hér um Norður- land a. m. k. og í flestum lands- hlutum að því ætla má, öðrum en Reykjanesinu og sjávarsíðunni við Faxafl. En svo er að sjá, sem fólk þar syðra sé óviðbúið að mæta erfiðleikum snjóaveturs. Mild tíð liðinna ára hefur skapað þó skoðun hjá mörgum, að vetr- arhörkur séu aðeins í annálum eða í mesta lagi í minningum grá- skeggjaðra öldunga. Þessi stað- reynd vekur þó spurningu, hvort við íslendingar séum ekki orðnir heldur andvaralausir um við- búnað til að mæta hörðum veðr- um, hvort við höfum ekki í hug- um okkar flutt landið á suðlægar breiddargráður af því að veðrin hafa leikið við okkur nú um all- langa hríð. Vonandi fáurn við ekki yfir okkur harðindakaflana alræmdu aftur, en slíkt er þó aðeins von og engin vissa. Ungt fólk heldur stundum að talið um illa árferði sé allt sprottið af ves- öld þeirri, sem hér var landlæg á fyrri árum, og af getuleysi for- feðra okkar, sem ekki réðu yfir mikilli tækni, að mæta vandan- um. Engin hætta sé á vandræðum nú. Létt verk að bægja þeim frá með nýjum tækjum og vélum. En sú staðreynd, að nær hálfri þjóðinni hefur orðið svo mjög um 43—48 cm. snjólag, vekur þá spurningu, hvernig mundi verða umhorfs sums staðar á landi hér, ef að höndum bæri vetur á borð við árin 1881—1888 og þó einkum í lok 17 .aldar? Hvað mundi verða úr tækninni? I LÝSINGU ÍSLANDS eftir Þorvald Thoroddsen er greint frá lífinu í harðindaskorpu þeirri, er hófst 1688. Ætli okkur þætti ekki nóg um slíkan vetur nú, þrátt fyrir alla tæknina og getuna? — Þessi harðindakafli hélzt út öld- ina. Árið 1692 var frostavetur svo mikill, að alla flóa og firði lagði langt út frá landi. Árið 1694 voru hafísar við Norður- og Austur- land og alla leið að Eyrarbakka og Vestmannaeyjum, lá ísinn fram yfir alþing. Árið 1695 var vetur „harður um allt land með snjóum og norðanstormum, ísa- lögum, hörkum og frostum.“ Hafís kom snemma, lá við Norð- urland fi'am um þingtíma, kom vestur og suður fyrir land um sumarmál. Hinn 14. apríl 1695 rak hann inn á Faxaflóa og fyllti hverja vík. Mátti ganga á ísnum frá Akranesi til Reykjavíkur, Næsti vetur, 1696, var „hesta- bani“. Þá féll búpeningur um gjörvallt land. Veturinn 1699 „sá eigi auðan sjó af Skaga á Akra- nesi fyrir lagnaðarís. Þá var rið- ið úr Garði yfir Stakksfjörð inn I á Vatnsleysuströnd. . . . “ Er þetta allt nú gleymt og þurfum við aldrei framar að ótt- ast svona árferði? Enginn kann því að svara, svo að treysta megi. En hvernig yrði ástandið í landi hér við slík tíðindi? Nú þarf ekki nema 43 cm. snjólag til þess að setja þjóðlífið úr skorðum ef marka má frásögn útvarpsins. •— Það er ísland, er við byggjum, en ekki suðrænar strendur. Landið er enn á sama stað og það var 1692—1700 og 1881—1888. Þ a k k a r o r ð Eins og kunnugt er brann hús- ið nr. 66 við Hafnarstræti til kaldra kola sl. fimmtudag. — Vindur var hvass austan, og lagði því eldinn yfir að Sjónar- hæð. Hef eg engan áhorfanda hitt, sem taldi nokkrar líkur til, með- an eldurinn var í algleymingi. að Sjónarhæð yrði varin. Er slökkviliðið kom, var það yfirleitt vongott og taldi sig geta varið húsið. Gekk það líka að starfi sínu með einbeittni og at- orku. Margir aðrir lögðu einnig hönd að verki, þegar færi gafst. Sumir komu eldbitnir úr baróttu sinni við bálið. Hélt þó ekkert gaflhlað og fallin þekja þeim föstum á verðinum, heldur skyldurækni eða hjálpfýsi. Af hálfu fjarverandi húsráð- enda hér, sem sárt hefði þótt að koma heim að brunnum rústUm, þakka eg af alhug slökkviliðinu og hverjum þeim, sem lagði fram krafta sína þennan dag. í vetur hefur komið fyrir, að óskiljanleg eldhræðsla hefur gripið mig. Hef eg þá beðið Guð að gefa það, að Sjónarhæð brynni ekki. Þessa bæn endurtók eg af öllu hjarta, þegar eg sá, að kviknað var í hjá nágrönnum mínum. Eg bað eigi um, að ekki skyldi kvikna í húsinu, heldur hitt, að það brynni ekki. Bænum mínum tel eg Guð hafa svarað 'og það á svo augljósan hátt ,að vel mættu fleiri en eg kannast við það og muna það ,enda hafa ýms- ir sagt, að það væri mildi eða kraftaverk, að Sjónarhæð brann ekki. Eg þakka því Guði af öllu hjarta og viðurkenni varðveizlu hans. Sæmundur G. Jóhannesson. orð allra útvarpsstöðva veraldar nema íslenzka ríkisútvarpsins: The show must go on. Leikurinn verður að uppfærast ,hvað sem líður heilsu ein- stakra persóna. Maður kemur í manns stað. Opin- berar stofnanir eins og ríkisútvarp eða Þjóðleikhús geta ekki leyft sér að hengja fasta dagskrárliði al- gerlega ó einstakar persónur. Þættirnir eiga að vera til sjálfra sín vegna. Þessi grundvallaratriði í út- varpsrekstri virðast dyljast þeim vísu landsfeðrum, sem semja dagskrána fyrir okkur. ----o---- Um húsmæðraþáttinn er það annars að segja, að dagskráin er fátækari eftir að hann er horfinn, enda þótt hann hlyti misjafna dóma í lifanda lífi. Hér var byrjun, sem stóð til bóta. Nær hefði verið að endurbæta þennan þátt og auka með nýjum starfs- kröftum en leggja árar í bát og gefast upp við fyrstu byrjunarörðugleika. Húsmæðraþáttur í útvarpinu, sem vel er stjórnað, getur auk skemmtunar, haft þjóðhagslega þýðingu. Þar má leiðbeina um aukna hagsýni í heimilisrekstri, um hagnýtari matargerð, rafmagnsnotkun og sitt hvað fleira. Gott húsráð getur beinis sparað þjóðfélaginu stór útgjöld. Rík- isstofnun, eins og útvarpið, á að þjóna hagsmunum þjóðarinnar með leiðbeiningum sem miða að auk- inni, almennri hagsýni. Slíkt er mjög áberandi í viðhorfi t. d. danska og brezka útvarpsins í hús- mæðrafræðslu þeirri, er þar er rekin. NOTIÐ ÞIÐ OFNINN? í húsmæðraþætti í dönsku blaði var þessi grein nú á dögunum. Getur hún átt við íslenzk heimili ekki síður en dönsk: „Oft furðar maður sig á því, hve hrædd húsmóð- irin virðist vera við að nota ofninn á eldavélinni sinni; margar hafa ekki hugmynd um hversu vænt þeim mundi þykja um ofninn, ef þær kæmust upp á það lag að nota hann meira en þær gera nú. Eg hef verið gestur á heimilum í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem allar stæri'i máltíðir voru lag- aðar í ofni. Notkun ofnsins fremur en potta gefur húsmóðurinni meiri tíma til að sinna gestum sínum. Að vísu eru ofnar margi-a amerískra eldavéla full- komnari en á okkar vélum, en ókkar ofnar eru eigi að síður ágætir. Það er hvíld, að koma að máltíð lokinni í eldhús, sem ekki er fullt af óhreinum pottum og pönnum, sem bíða þar uppþvottarins. Reynið næst, er þið hafið fisk- eða kjötré'tt, að steikja hann í ofni. Það er líka hægt að baka eftfr- matinn í ofni — og jafnvel sjóða grænmetið þar líka!“ Þannig er ábending danska blaðsins og er nokkur sannleikur í henni fólginn. ÞORSKUR 1 OFNI. Þetta danska blað gefur eftirfarandi uppskrift af heilum þorski, steiktum í ofni: Fiskurinn er hreins- aður eins og venjulega. Síðan er eftirfarandi „fars“ búið til og fyllt í hann: 150 gr. franskbrauðsmylsna, fín, gjarnan úr gömlum brauðendum, blandað í alls konar kryddi eftir smekk, 125 gr. tólg, rifin niður á grófu raspjái'ni, látið á disk, litlu af hveiti stráð undir til að hindra að tólgin klessist. Tvö egg eru sett í þetta, eða 1 egg og dálítil mjólk. Úr þessu er (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.