Dagur


Dagur - 06.02.1952, Qupperneq 6

Dagur - 06.02.1952, Qupperneq 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 6. febrúar 1952 Þorp í álögum -^>r. Saga eftir Julia Truitt Yenni 21. DAGUR. (Framhald.) Þarna hefur hún falið pening- ana öll þessi ár, hugsaði Eva, því að þarna gat hún séð þá og þuklað á þeim daglega. Lem mundi hafa gizkað á staðinn ef hann hefði munað eftir hnútnum á vasakliitnum hennar í gamla daga. „Þú hefðir aldrei getað látið þér detta það í hug,“ sagði Pearl með stolthreim í röddinni, „en þetta er hægt með hagsýni hér og sparsemi þar. Hér eru seðlar, sem Lem hafði ekki hugmynd um að komu inn á heimilið. Þetta eru fimmtán þúsund, Eva. Þú færð aldrei aftur svona tilboð.“ Eitt andartak fannst Evu svo þröngt um raddböndin, að hún gæti ekki komið upp nokkru orði. Hún studdi sig við rennvott te- borðið og dró andann djúpt. , „Ut með þig, út úr þessu húsi,“ hvíslaði hún. Pearl starði á hana, eins og hún skildi ekki orðanna hljóðan. „Farðu,“ endurtók Eva og kom ekki upp fleiri orðum fyrir geðs- hræringu, þótt þau hrúguðust upp inni fyrir. . . . farðu, farðu héðan sem fyrst — láttu pening- ana þína í svörtu töskuna og komdu aldrei nálægt þessu húsi aftur, forynjan þín, ógeðið þitt, stattu upp úr stólnum hans pabba, stólnum hans Jónatans, farðu út úr þessu herbergi, sem geymir svo margar fagrar minn- ingar, út, út, út. . . . hugsaði Eva. „Jæja, svo að peningarnir mín- ir eru ekki nógu góðir fyrir ung- frú Evu Larch,“ sagði hún. „Og þetta hús er kannske líka of fínt fyrir fólk í okkar stöðu. En það var nógu gott fyrir pabba þinn, sem talaði fagurlega um siðgæði og læddist svo út á kvöldin út í pólska húsið í eyrunum. Og ung- frú Eva Larch lítur niður á okk- ur hin — eins og skítinn á skón- um sínum. En kannske er þessi staður ekki eftirsóknarverður. Líklegt mundi Lem ekki kæra sig um hann. Þú getur boðið Roxie Drumheller húsið.“ Pearl sat hreyfingarlaus um stund, eins og hún tryði ekki sín- um eigin eyrum. En svo stóð hún upp. Hún skalf á beinunum með- an hún tróð seðlunum aftur í töskuna og batt fyrir opið og snaraðist út. Einu andartaki lengur sást sigri hrósandi andlitssvipur hennar í dyragættinni, en svo snerist hún á hæl og hvarf. Eva hlustaði eftir þyngslalegu fótataki hennar þar til útidyrnar aðskildu þær. Hún horfði í kring um sig í stofunni og henni- fannst allt í einu hún vera gömul og þreytt. Hún vissi þá, að þessi stofa mundi aldrei verða hin sama aftur. Hún fór að sýsla við að tína upp brotin úr tepottinum og þurrka upp teið af borði og gólfi. —o— Bóka- og hannyrðaklúbbur Ármótsbæjar var ekki svipur hjá sjón lengur. Flestir félagsmenn- irnir höfðu hlaupizt á brott án nokkurs fyrirvara. Þeir, sem enn sóttu fundi, litu grunsemdar- augum til náungans þá sjaldan þeir áræddu að taka augun af saumaskapnum. Það var eins og félagskonurnar treystu engu lengur nema dúkbleðlunum, sem þær höfðu milli handanna. Hinn vikulegi upplestur May Önnu Parker var enginn viðburður lengur. Þær hlustuðu varla á hana. Þessar uppdiktuðu hug- leiðingar hennar voru hvort eð var svo víðsfjarri gráum og glórulausum raunveruleikanum, sem umvafði Ármótasbæ upp á síðkastið. En May Anna Parker hélt hug- hraust áfram að lesa yfir hálf- tómum bekkjunum. Utan úr fundarherberginu barst hvorki lófatak né aðfinnslur. Engir að- dáendur söfnuðust umhverfis hana lengur og sögðu, með hrifn- ingarglampa í augunum. „Ekki veit eg hvernig þú ferð að því hafa þetta svona skemmtilegt May Anna!“ Þær fórp af fundinum ein og ein og enginn bauðst til að verða henni samferða heim á leið. Hún horfði á eftir þeim með þungum huga. Það var þykkja á brá er hún sópaði blöðum sínum sam- an og snaraðist í yfirhöfnina. Það ætlaði ekki að veitast' létt fyrir May Önnu Parker að missa kon- ungsríkið. Þetta sama kvöld — við kvöld- verðarborðið — leit hún mæðu- lega til manns síns. Hann var eins og þeir hinir í Ármótsbæ — kunni ekki að meta hana — hætt- ur að taka tillit til hennar eða að skipta sér af henni. Allt í einu fannst henni hún ekki geta borið þennan kross lengur. „Hvaða gagn er að öllum laga- lærdómi þínum,“ sagði hún „ef þið getið ekkert gert til þess að klekkja á kvenmanninum? Ef athæfi hennar er ekki glæpsam- legt þá skil eg það orð ekki leng- ur.“ Lúcíus leit ólundarlega upp úr dagblaðinu. „Hu—m—m? Glæp- samlegt. Stórt orð, góða mín. — Það verður ekki sannað fyrir rétti. Það er tvennt ólíkt, að vita og sanna. Roxie hefur alltaf ver- ið mjög varkár." May Anna espaðist um allan helming. Svo að hann .var þar í huganum, karlinn! Gat verið, að hann væri einn af......? Augun urðu hörð og köld. „Við höfum víst verið að hugsa um mismunandi glæpi. Eg átti við (Framhald.) 8 m/m Kanpfélag Eyfirðinga Véla- og varalilutadeild. HANSA-gluggatjöld hentug fyrir alla glugga. Umboðsmaður: Þórður V. Sveinsson. Sími 1955. f- ■■■ - --- ÚTSALA Ýmsar vörur með innkaups- verði. G. Funch-Rasmussen. Dekk, 1 st., 1000x18, til sölu. Jón Ólafsson frá Gilsá. Eldri-dansa-klúbbur Dansleikur að Lóni laugar- daginn 9. febrúar n. k. Hefst kl. 10 e. h. STJÓRNIN. Kvenúr tapaðist síðastl. þriðjudag, frá Pylsugerð Kea að Bóka- búð Eddu. Finnandi vin- samlegast skili því í Pylsu- gerð Iíea. Fundarlaun. GEFJUNAR- DÚKAR GARN LOPI er bezta skjólið gegn vetrarkuldanum. ★ Gefjunarvörur fást í öllum kaupfélögum landsins. Ullarverkmiðjan GEFJUN AKUREYRI. Nylosol nylon-sokkarnir kosta nú aðeins kr. 37.50 parið. Verzlunin Eyjafjörður h.f. BÍLL Góður 4—6-manna bíll ósk- ast. Jeppi kemur einng til greina. — Tilboð, merkt Jlíll 900, sendist afgr. Dags fyrir 17. febrúar. Saumavél óskast. Má vera notuð. Upplýsingar í síma 1924. Jeppi Til sölu er góð, yfirbyggð Jeppa-bifreið nú þegar. Allar upplýsingar gefur Sigfús Jónsson, Arnarstöðum. Sími um Saurbæ. ECOBRA-teikniáhöld Nýkomið mikið úrval af ECOBRA-teikni- áhöldum, svo sem: Teiknibestik, sirklar, teiknifjaðrir og reikningsstokkar. Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. Finnskt birki i nýkomið. Höfum nú fyrirligjandi GÓLFDÚKA- LIM í stórum og smáum dósum. Timburhús KEA.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.