Dagur - 12.03.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 12.03.1952, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 12. marz 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudcgi. Argangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. i Prentverk Odds 'Björnisonar h.f. Þegar mótvægið brestur í»AÐ MUN hafa komið í ljós, þegar lokið var við að vinna úr manntali því, er tekið var um sl. áramót, að fólki hefur fækkað hér í bænum á liðnu ári. Hér er ekki um háar tölur að ræða, en samt boða þær þáttaskil. Um langan aldur hefur fólkinu fjölgað á Akureyri. Hér hefur þróast allfjölbreytt atvinnulíf. Samvinnufélögin hófu að gera bæinn að mikilvægri iðnaðarmiðstöð fyrir áratugum og hafa haldið þeirri uppbyggingu áfram. Margvíslegur annar iðnaður hefur þróast hér, enda liggur bær- ftnn vel við samgöngum, hefur átt kost raforku og er mikilvæg verzlunarmiðstöð. Erfiðleikar út- gerðarinnar á síðustu árum fóru að nokkru leyti fram hjá Akureyri, því að útgerðar gætti hér hlutfallslega minna en víða annars staðar. En nú hefur kreppt að iðnaðinum og þá eru verksum- merkin fljót að koma í ljós. Vafalaust má telja, að ef samdráttur verður áfram í iðnaðinum, muni fólkinu enn fækka hér. Hvert hefur fólkið farið? Engar skýrslur liggja fyrir um það. En líklegast er — óg raunar víst — að langflest hefur farið til .Reykjavíkur. Þangað liggur straumurinn enn, þrátt fyrir allt. IIÉR í BLAÐINU hefur áður verið bent á, að aðstaðan, sem iðnaðinum hefur verið búin, hlýtur að kreppa að Akureyri fremur en öðrum stöðum áj landinu. Krafa bæjarmanna hér hlýtur því að vera að ríkisvaldið endurskoði afstöðu sína til iðn- aðarins og skapi þeim iðnaði, sem heilbrigður er og á tvímælalausan rétt'til þroska, viðunandi starfs- aðstöðu í þjóðfélaginu. Iðnaður Akureyringa stendur á gömlum merg, er ekki stundarfyrirbæri frá stríðsárum og vöruskortstímum, heldur á hann að vera til frambúðar. Stærstu iðnfyrirtækin hér nota innlend hráefni til framleiðslunnar að veru- legu leyti, og um allan iðnað bæjarmanna má segja, að sakir reynslu og kunnáttu, standist hann sámjöfnuð við það bezta í innlendum iðnaði. Það væri því tjón fyrir þjóðarbúskapinn í heild, ef þessari atvinnugrein hnignaði .Við höfum ekkert ::é til þess að greiða erlendum mönnum vinnu þeirra við iðnaðarframleiðslu á sama tíma og starfsmenn og vélar hér hafa lítið verk að vinna. Breytt viðhorf til iðnaðarins sýnist í alla staði eftirsóknarverðara fyrir ríkisvaldið en að þessi bær bætist í hóp þeirra bæjarfélaga, sem hafa fast- ar hallærisnefndir við dyr ríkisstjórnarinnar allt árið. ATVINNUFRAMKVÆMDIRNAR hér á Akur- eyri og vöxtur bæjarfélagsins hafa á liðnum árum 'skapað ofurlítið mótvægi í þjóðfélaginu gegn ægi- valdi og ofvexti höfuðstaðarins. Fólksfækkunin hér á sl. ári bendir til þess að þarna séu líka að verða þáttaskil. Þrátt fyrir ofvöxt höfuðborgar- innar, húsnæðisleysi hennar og atvinnuleysi þessa stundina, er það samt staðreynd, að þar er tiltölu- lega mest um framkvæmdir, þar er fjármagnið og þar er valdið samþjappað. Fyrir dyrum standa ýmsar stórframkvæmdir þar á vegum ríkisins. Að auki eru svo sögusagnir um stórfelldar fram- kvæmdir á vegum varnarliðsins. Allt þetta verkar eins og segull á fólkið úti á landi, sem býr við vax- andi atvinnuleysi og fjármagnsskort. Væntanlega dylst stjórnarvöldunum ekki, hver hætta er þarna á ferð. Ef mótvægið úti á landi brestur nú að verulegu leyti, yerður óstöðvandi straumur súð- ur á bóginn. íbúatala höfuðstað- arins hækkar þá um þúsUndir á ári og innan tíðar verður mest allt þjóðfélagið þar saman komið. Þá er orðið fullseint að snúa við. ALLT SÍÐAN á stríðsárunum hefur æ meira af fé og valdi í málefnum landsmanna sogast suður. Miðdepillinn þar hefur sí- fellt hlaðið utan á sig. Því lengur sem líður, því meíri verður kraft- ur hans að auka við sig. Þeir, sem eiga að stjórna, sjá stundum lítið annað en þörfina að halda hon- um við og efla hann. En á sama tíma hrakár lífsskilyrðunum annars staðar. Þegar vissu marki er náð í þessari þróun, verður straumurinn suður óstöðvandi. — Fólkið hefur flutt úr sveitunum í bæina og þorpin. En þegar það fer fyrir alvöru að flytja úr bæj- um og þorpum úti á landi til Reykjavíkur, er ljóst, að hættu- stund er upprunnin fyrir þjóð- félagið. Margt hjálpast að,að auka þessa hættu. Hrörnun iðnaðarins hér er eitt af því, sem þar er að verki. Efling iðnaðar og atvinnu héi' um slóðir er því tvöföld nauðsyn. Það ættu valdhafar og peningastofnanir að íhuga. FOKDREIFAR Hvers vegna fer enginn austur? KOMMÚNISTABLÖÐIN hér á landi leggja meginkapp á að fræða okkur um sældarlífið aust- an járntjaldsins og mannvonzku vestrænna þjóða, sérstaklega Bandaríkjamanna. — Kennir margra grasa í þeim fréttaflutn- ingi og er þai' margt skrítið ef að er gáð, svo skrítið, að maður undrast að sæmilega greindir menn — sem blaðamenn komm- únista óneitanlega eru — skuli láta annað eins frá sér fara. En í þessu efni verðui' að reikna með ofsatrúnni — hinni blindu aðdá- un. Hún lokar fyrir skynsemi og rökvísa hugsun. Líklega finnst vesalings mönnunum allur áróð- urinn, sem þeir birta, sannleikan- um ..líkastur. Þetta eru sorgleg örlög fólki, sem gott upplag var í, en þannig fer nú margur efni- viðurinn forgörðum. Kommúnistar hampa mjög þeim fregnum um þessar mundir, að ýmsir íslendingar hyggi á burtflutning af landinu. Segja þessar fyrirætlanir sanna eymd- ai'ástandið hér og vonzku ríkis- stjórnarinnar. Hvert skyldi svo þetta fólk ætla að fara? Maður skyldi ætla, að þegar kommúnisti, eða einhver honum nákominn, vill flytjast af landi burt, hyggi hann helzt á sæluvist austan járntjaldsins. En hver er reynsl- an? Aðeins einn íslendingur mun hafa leitað eftir því að fá að flytja til Rússlands. Skorti hann ekki trúna, en landvistaríeyfi fékkst ekki fyrir því. Rússnesk stjórnar- völd sögðu þvert nei. AJlir aðrir, sem horfið hafa af landi burt eða hyggjast gera það, sækja í aðrar áttir. Langflestir til Bandaríkj- anna og Kanada og til annarra engilsaxneskra byggða. Skyldi rétttrúnaðarmönnunum ekki þykja það skrítið, að þrátt fyrir allar lýsingar á dýrðinni í austri og eymdinni í vestri, er eins og engan langi til kommúnistanna en marga að kynnast hinu voða- lega fólki vestan Atlantshafsins? Rýr árangur virðist þetta af ára- tuga látlausu prédikunarstarfi. Eitt rekur sig á annars horn. ÞAÐ ER GÖMUL SAGA, að það sem þykir fullgott heima fyr- ir er hneisa í annars garði. Nýlega birti Þjóðviljinn stórletraða fyr- irsögn um að negrasöngvarinn Paul Robeson væri fangi í Bandaríkjunum. Maður skyldi ætla, að amerísk stjórnarvöld hefðu stungið Robeson í tugthús- ið. En í sjálfri greininni var skýrt frá því, að „fangelsið" væri gjör- völl Bandaríkin. Robeson mátti lifa þar og leika sér að vild. En stjómarvöldin vildu ekki fá hon- um vegabréf til þess að ferðast úr landi. Sögðu að hann gerði landi sínu hvorki heiðúr né gagn á kommúnistaráðstefnum í öðrum löndum. Þjóðviljinn var ákaflega hneykslaður á þessu athæfi og þessari svívirðilegú fangelsun! En hvað skyldu margir Rússar vera fangar með þessum hætti? Þar í landi geta menn ekki ferðast til útlanda í einkaerindum. Það er bláft áfram glæpsamlegt athæfi að ætla sér úr landi nema í opin- berum stjórnarerindum. Daglega er skotið á flóttafólk á landa- merkjum allra kommúnistaríkj- anna. Þúsundir vilja fara, en leyfi fást ekki. Þjóðviljinn er líklega búinn að gleyma örlögum rúss- nesku kvennanna, sem. giftust brezkum borgurum á stríðsárun- um, en fá ekki að fara úr landi. Ráðstjórnin eyðilagði þessi hjóna bönd. Neitaði alveg að veita kon- unum fararleyfi. En þótt komm- únistar þykist gleymnir geta þeir verið vissir um, að almenningur í öllum löndum man vel þessa at- burði. Fregnin af „fangelsun" Paul Robeson fer því heldur illa á síðum Þjóðviljans og annarra kommúnistamálgagna. Skrítin iðja. Kommúnistar hér hafa mikið dálæti á kínversku kommúnista- stjórninni og trúa henni betur til allra góðra hluta en þeim ríkis- stjórnum, sem okkur eru ná- komnari hér í okkar álfu. Þjóð- viljinn hefur t. d. birt með feitum fyrirsögnum þær ásakanir kín- verskra kommúnista, að herir Sameinuðu þjóðanna í Kóreu ástundi sýklahernað. Frásögn blaðsins öll er þannig sniðin, að ætlast er til þess að íslendingar trúi því að vestrænar menningar- þjóðir hafi framið þennan glæp, enda þótt forustumenn þeirra hafi lýst því yfir, að fregnin sé uppspuni frá rótum. Það er skrít- in iðja, að ætla að kenna íslend- ingum að virða og meta mon- gólska forustumenn meira en leiðtoga nágrannaþjóða okkar hér í álfu. En þessa atvirinu haf samt nokkrir útvaldir kommún istískir ofsatrúarménn. Blindin og auðsveipnin ríður sannarlega ekki við einteyming. Menningar starfsemi friðarpostulanna í Kína er samt sennilega betur og sannar lýst í bréfi, sem hinn kunni ís lenzki prestur og menritamaður Jóhann Hannesson hefur nýlega skrifað og er birt í 4. tbl. Bjarrna þ. á. Bréf þetta er dagsett í Hong Kong 17. janúar og þar segir séra Jóhann m. a. á þessa leið: Bréf séra Jóhanns Hannessonar. „... . INNI ÍLANDINU (Kína) fer ástandið stöðugt versnandi. Samúð manna með hinni nýju stjórn fer að sama skapi þverr- andi. Því miður verður ekki sagt, að samúð manna með gömlu stjórninni á Formósu fari að sama skapi vaxandi, því að það er mörgum af hennar göllum kenna, (Framhald á 7. slðu). Sigurför súrmjólkurinnar Mataræði og heilsufar er umræðúefni, sem tekur vaxandi rúm í erlendum blöðum um þessar mundir. í fyrra kom út bók í Bandaríkjunum, sem varð fljótlega metsölubók: Look Younger — Live Longer, eftir Gaylord Hauser, én hann ér JónasKristjánsson þeirra Bandaríkjamanna. Hauser þessi segir margt um mataræðið, sem minnir á okkar náttúrulækn- ingavísindi hér heima, og svo sitt hvað fleira. Bók hans hefur verið þýdd á -margar tungur, og sum erlend blöð hafa birt þætti úr henni daglega, t. d. eitt af dagblöðum Kaupmannaháfnar. Eitt af því, sem Gaylord Hauser kennir er súrmjólkurát. Súr- mjólk sú eða gerlamjólk er hlaup af gerli og er hún sama og þjóðarréttur Júgóslafa og Búlgara, yughort eða jugort. Júgóslafar og Búlgarar verða allra manna elztir og það er að þakka súrmjólkuráti segja þessir kennimenn. Nú er farið að Jramleiða jugort í stórum stíl í Bandaríkjunum og selja til- búna í cellophane-umbúðum. Þykir þetta fínt fæði og í samræmi við tízku. Það hljóp heldur betur á snærið hjá súrmjólkurframleiðendunum þegar blaðamaður nokkur Ijóstaði því upp, að Eisenhower væri súrmjólkurmaður og þættist engan starfsdag geta byrjað nema borða sína súrmjólk. Eftir það vai'ð súrmjólkurát fínt í París. Þangað kom líka einn af framleiðendunum tfrá Bandaríkj unum og talaði fyrir vörunni m. a. í viðtali við Parísarútgáfu New York Herald Tribune. Allir segja þeir, að súr- mjólkin sé hin heilsusamlegasta fæða og ekki verð- ur komið neinni tölu á allar þær bakteríur í maga og þöi'mum, sem hún vinnur á. Hún eykur bæði langlífi og vellíðan segja þeir. Ekki hef eg séð þess- um fullyrðingum andmælt með rökúm. En hvað sem sannleiksgildi þeirra alli'a líður er víst, að gerlamjólk, súi'mjólk eða jugort eða hvað menn nú vilja kalla þetta mjólkux-hlaup er ágætis morgun- matur eins og margir íslendingar þekkja af reynslu. Ekki þai-f heldur að kaupa vöruna í neinum cello- phane-umbúðum, heldur er tilbúningurinn á færi hverrar húsmóður. Galdurinn er sá einn, að ná í geril, og hann er víða til. Volgi’i mjólk er hellt á gerilinn og látið standa sólarhring. Þá er gerillinn tekinn úr, en hlaupið af mjólkinni borðað, t. d. með púðursykri út á. Þetta er í senn hentugur og hollur morgunmatur, og hver veit nema maður bæti við sig svo og svo mörgum ævidögum með þessum hætti í leiðinni. Look Younger — Live Longer? Hver vill ekki öðlast þau hnoss? Vafalaust er sig- úi-för 'súi’mjólkui'innar tengd þeirri ósk, en hvað sem henni annars líður er hér á ferð fæðutegund, sem hætt er að mæla með, og nóg um.það í bili. KAFFI! í danska Berlingi stóð þessi klausa í sl. viku: — Þér verðið að afsaka kaffið, 'kagði eg við franska gestinn, eg er hrædd um að það sé í þynnra lagi. En það er kaffinu sjálfu að kerina, því að eg nota ekki kaffibæti. — Kaffið sjálft er nógu gott, — betra en franska kaffið, — sagði hann um leið og hann sáup á boll- anum, en eg er hræddur um að þér hafið ekki farið rétt að við tilbúninginn. — Jæja, — sagði eg ofurlítið súr á svipinn, því að eg hafði látið eina matskeið fyrir hvei-n bolla og hellt pokann þrisvár fullan. — Hve lengi ei'uð þér að búa til kaffið? Fimm mínútur? Þér hellið öllu vatninu á í einu, er það ekki? Með því móti fer ekki nema 10% af því í gegnum sjálft kaffið ,en 90% út um hliðar pokans. Og hið sama skeður er þér hellið upp á aftur. Mað- ur má nefnilega ekki hella meii'a vatni á í einu en kaffið sýgur í sig á stundinni — svo bíður maður þangað til það er runnið í gegn. Og svo koll af kolli. Vatnið vei'ður auðvitað að sjóða allan tímann. Það tekur 20 mínútur að búa til kaffið. En það borgar sig. Þetta ráð virðist ósköp leiðinlegt við fyrstu sýn. (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.