Dagur - 12.03.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 12.03.1952, Blaðsíða 8
8 Dagur Miðvikudaginn 12. marz 1952 Vertícf er nýlega haíin hjá tog- bátunum íyrir Norðurlandi Flest Akureyrarskipin farin á veiðar Hin nýja Snorralaug í Reykjavík Myndin cr frá hinu nýja þvottahúsi, sem SÍS hefur stofnsett í Rvík og búið sjálfvirkum Laundromat þvottavélum. Hefiu; aðsókn verið mjög mikil síðan húsið var opnað og á nýjung þessi vaxandi vin- sældum að fagna höfuðborgiimi. íí iigmennasanibaiid Eyjaf jarðar liefur ráciið fastan íþróítakennara allt árið Frá ársþingi félagsins í síðastliðinni viku Nýlega er hafin vorvertíð hjá togbátum liér fyrir Norðurlandi. Siglfirðingar urðu fyrstir á mið- in, á Sigurði og Skildi, í sl. viku, og fengu þegar dágóðan afla. Fékk Sigurður þá 27 lestir, þ. á. m. talsvert af ýsu og kola. Leggur hann upp í Olafsfirði. Onnur skip, sem farin eru: Stígandi, Ol- afsfirði, Haukur, Ólf., Súlan, Ak- ureyri, Njörður, Akureyri, Stiaman, Akureyri, Garðar, Ak. og Kristján, Akureyri, sem nú er gerður út frá Ólafsfirði. Á veiðar búast: Snæfell og Sæfinnur. — Unnið er að því að skipta um vél í Auði og mun hún fara á lúðu- veiðar fyrir Vesturlandi. Dalvík- urbátarnir Bjarrni, Hannes Haf- stein og Björgvin róa með línu. Hefur afli verið tregur, mest 3000 pund í róðri. Fremur rýr veiði. Síðustu fréttir af togbátunum, sem eru á veiðum á miðsvæðinu hér úti fyrir, eru að afli sé held- ur tregur það sem af er. En sjó- menn eru vongóðir að afli muni glæðast. Skipin leggja fiskinn upp til hraðfrystingar í Siglufirði, Ól- afsfirði og Dalvík. Skipin bruíust út. Lagís á Pollinum og Oddeyrar- ál í sí. viku torveldaði siglingar togbátanna héðan á miðin, en þeir brutust út fyrir helgina. Hafði Póstbáturinn Drangur þegar rifið vök í ísinn á föstudagskvöld og komst leiðar sinnar á laugardag. Hekla komst að Torfunefs- bryggju á laugardagskvöld. ísa- lög þessi eru að verulegu leyti úr sögunni nú. Hljómleikar Karlakórs Akureyrar Karlakór' Akureyrar hafði hljómleika í Nýja-Bíó sl. sunnu- dag undir stjóm Áskels Jónsson- ar. Píanóundirleik önnuðust Þyri Eydal og Áskell Jónsson. Á söngskránni voru 12 lög, þ. á. m. eftir Björgvin Guðmunds- son, Áskel Snorrason og Áskel Jónsson .Einsöngvari var Eiríkur Stefánsson og vakti bann sérstaka athygli með blæfagurri bassarödd sinni, sem lofar miklu með auk- inni þjálfun. Kórinn bar söng- stjóranum vitni um vandvirkni og smekkvísi. Hann hefur mörgum ágætum söngmönnwm á að skipa og er vel þjálfaður. Var söng- skemmtunin því hin ánægjuleg- asta. Áheyrendur klöppuðu söng- mönnunum óspart lof í lófa. Ljóðabók eftir Davíð Áskelsson Komin er út Ijóðabók eftir Da- víð Áskelsson, tónskálds Snorra- sonar hér í bæ, og er þetta fyrsta bók hans. Áður hefur hann birt eitthvað af kvæðum sínum í blöð- um og tímaritum. Bókin heitir Völt er veraldar blíða. í henni eru 22 kvæði. Bókarinnar verður nánar getið hér í blaðinu síðar. í STUTTU MÁLI RÚSSAR hafa landhelgis- gæzlu, sem bragð er að. Þeir eru harðhenntir við danska og sænska fiskimenn á Eystrasali og halda þeim oft mánuðum saman í austurþýzkum eða pólskum höfnum, enda þótt fiskimennirnir fullyrði, að þeir komi ekki nálægt 12-mílna Iandhelginni sem Rússar verja með vopnavaidi. Austur á Kyrrahafi eru þeir ekki síður harðskeyttir. Nýlega sendi Ridgcvvay yfirhershöfðingi í Japan liarðorð rnótmæli til Moskva í tilefni af töku jap- anskra fiskibáta. f orðsending- unni segir, að rússnesk her- skip hafi síðan í stríðslok tek- ið 178 japönsk fiskskip og flutt til rússneskra hafna. Af þeim hefur aðeins 114 verið skilað aftur, 9 voru gerð upptæk með rá og reiða, en 33 eru liorfin og hafa Rússar enga skýrslu gef- ið um örlög þeirra. Ridgeway heldur því fram, að bátar þessir hafi allir verið að veið- um á löglegum miðum Japana. -k DANSKA hafrannsóknar- skipið „Galathea“ heldur áfram för sinni um Kyrrahaf og er vísindalegur árangur þessa danska leiðangurs þegar hinn merkasti. Nýjustu fréttir af „Galath^a“ herma, að fund- izt hafi 4 fisktegundir, sem áður voru ókunnar með öllu. Fiska þessa fékk skipið í svo- nefndri Kermadec-gröf, all- skammt frá Nýja-Sjálandi, en þar er dýpi allt að 9000 metra. Skipið hefur sérstakan útbún- að til að draga hotnvörpu á þessu dýpi. ST J ÓRN ARSKIPTIN í Egyptalandi að imdanförnu eru þáítur í köldu stríði milli foringja Wafdistaflokksins, Nahas Pasha, og Farúks kon- ungs. Þeir hafa lengi vcrið hatursmenn. Þegar konungi þótti sýnt að Ali Maher Pasha ætlaði ekki að koma fram ábyrgð á hendur Nahas og ílokki hans fyrir brenuuna og manndrápin í Cairó í jan., setti konungur Ali Maher af og fól Hilaly Pasha stjórnarforust- una. Sá hefur nú ákært stjóm Nahas fyrir þrennurnar. Er- lend blöð segja að í þessu tafli sé konungdómur Farúks að veði og hinn aldni Nahas kunni enn að klóra honum, þótt hann hafi orðið að setja niður í bráð. -K DANIR hafa í hyggju að stofna til mikillar hreindýra- ræktar á Grænlandi og hafa gert tilraun með lappnesk hreindýr á Vestur-Grsenlandi. Grænlandsstjóm hefur nú fengið skýrslur um málið frá norskum Lappa, sem fenginn var til þess að hafa umsjón með tilraun þessari og segir þar að Grænland sé mun betur fallið til hreindýraræktar en sjálft Lappland. Er nú ætlun- in að fjölga mjög hreindýrum og verða norsk og lappnesk dýr send til Grænlands. M NJÓSNAMÁL kommúnista í Svíþjóð (sænskur liðsforingi og ritstjóri kommúnistablaðs uppvísir að stórfelldum njósuum um hervamir Svía) hafa nú dregið dilk á eftir sér fyrir sænska kommúnista- flokkinn. í trúnaðarmanna- kosningum í verltlýðsfélögmn hafa kommúnistar falíið unn- vörpum, m. a. í félögum, er lengi hafa lotið stjóm þeirra, m. a. í verklýðsfélaginuíGauta borg. Þar hafa kommúnistar stjómað í 15 ár, en féllu nú. Þrítugasta og fyrsta ársþmg Ungmennasambands Eyjafjarðar var lialdið á Akureyri 8. og 9. marz sl. Sóttu það yfir 40 íulltrú- ar frá öllum félögum sambands- ins. Þingforseti var Helgi Símonar- son bóndi frá Þverá. Starfsemi UMSE hafði aukizt að miklum mun í síðastliðnu ári, en mun þó enn aukast í ár, sem sjá má m. a. af því ,að nú hefur UMSE ráðið íþróttakennara allt árið. Á hann jafníramt að vera eins konar framkvæmdastjóri sambandsins cg ráðunautur. Hinn nýji starfs- maður er Hermann Sigti'yggsson íþróttakennari á Akureyri.. Á þessum aðalfundi sóttu 4 íþrótta- og ungmenanfélög um upptö.ku í sapibandið. Var tveim þeirra þegar veitt upptaka: UMF Framtíðin í Hrafnagilshreppi og UMF Dagsbrún í Glæsibæjar- hreppi. Eru hin tvö væntaleg í sambandið þegar er þau hafa breytt lögum sínum til samræmis við lög UMSE og UMFÍ. Eru það íþróttafélagið „Skjöldur“ í Hris- ey og UMF Saurbæjarhrepps. 80 ræður. Á þessu þingi voru félagsmálin rædd af kappi. Voru fluttar rúm- lega 80 ræður og tók fast að hehningur fulltrúanna til máls. — Á sambandsþingum UMSE hafa jafnan verið fjörugar umræður og var svo enn, og þrátt íyrir ýmsan skoðanamun var þó grunntónninn alltaf sá að láta ekki viðgang og vöxt UMSE gjalda skoðanamunar minni mála. Kosningar. Fráfarandi stjóm baðst undan endurkosningu. Stjórnina skipa nú: Valdimar Óskarsson, Dalvík, héraðsstjóri, Björn Daníelsson, Dalvík, ritari, Halldór Jóhannes- son frá Sandá, gjaldkeri, og með- stjómendur: Jón Stefánsson. Dalvík, og Halldór Jónsson frá Jarðbrú. Þingið ákvað að gefa 5000 kr. til sjúkrahússins, og var það helmingur sjóðseignar sambands- ins. Þinginu lauk með kaffidrykkju að Hótel KEA. Þar voru ræður fluttar, þinggjörð lesin upp og samþykkt og þingi slitið. Togaraverkfallinii aflýst í sl. viku náðist samkomulag milli deiluaðila í togaradeilunni og var verkfallinu aflýst eftir að samningar höfðu verið sam- þykktir af báðum aðilum. Tog- arasjómenn féllust á samningana 130 atkv. meirihluta, 600 greiddu atkvæði. Samkomulag varð um 12 stunda hvíld á öllum veiðum og um sömu vísitöluuppbót á kaup og gildir í landi, svo og hækkun aflaverðlauna á saltfisk- veiðum. Aðeins fáir togarar höfðu stöðvast, en vinnutjón varð í landi af déilunni, því að togaramir hurfu frá landinu um tíma óg komu ekki í höfn. Nýjar hjúkrunárkonur Nýlega eru útskrifaðar 8 nýjar hjúkrunarkonur frá Hjúkrunar- kvennaskóla íslands. I þeim hópi eru Guðlaug Knstín Þór, Akur- eyri, Guðný Margrét Magnús- dóttilr, Raufarhöfn, Mary A. Sig- urjónsdóttir, Húsavík, og Snjó- laug Guðrún Jónsdóttir frá Kald- bak við Húsavík. Skipakomur á næstmini Strandferðaskipið Hekla verð- ur næsta skip, er hingað kemur, en von er einnig á Goðafossi, að sunnan, og Hvassaíelli, frá út- löndum, austan fyrir land. Flytur skipið kol. VERNHARÐUR EGGERTSSON, er fórst af „Eyfirðingi“ við Orkneyjar í sl. mánuði, var bor- inn til grafar hér á Akureyri í gær. ÝMISLEGT FRÁ BÆJARSTJÓRN BÆJARRÁÐ hefur heimilað bæjarstjóra að geía út yfirlýsingu til þeirra, er þess óska og ætla að sækja um væntanleg ríkislán til smáíbúðabygginga, að þeir fái lóð hjá bænum til byggingar. — Bæj- arráð hefur falið bæjarstjóra að sækja um lán til íbúða samkv. lögum um byggingarlán til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði og leita jafnframt allra upplýsinga um lánskjör. — Jóhannes Guðjónsson bakarameistari hefur fengið leyfi bæjarstjórnar til þess að reka veitingasölu. Mim hann opna veitingastofu við Hafnarstræti, þar sem áður var skrifstofa Loftleiða h.f. — Þá hefur Fulitrúaráð verkalýðs- fél. fengið leyfi til veitingasölu í samkomuhúsi sínu, Lundargötu 7. -----o----- MEIRIHLUTI bæjarráðs samþykkti á fundi 6. þ. m., að húsa- leigulögin framlengist fyrir Akureyri frá 14. apríl næstk. til 14. maí 1953. — Meirihluti bæjarráðs hefur „að svó stöddu“ hafnað erindi Glerárþorpsbúa um sameiningu þorpsins og bæjarins. -----o----- BYGGINGANEFND sjúkrahússins hefur ákveðið að reisa bráða- birgðahús fyrir líkhús, spennistöð og sótthreinsunarofn vestan nýja sjúkrahússins. Gert sé ráð fyrir vararafstöð í sama húsi. Þá hefur bygginganefndin farið þess á leit við Landsbankann að framlengdur verði lánstími 2 millj. króna láns spítalans um eitt ár, þannig, að sjúkrahúsið geti fengið framlag ríkissjóðs, 500 þús. kr., á þessu ári, en þetta fé átti annars að ganga til afborgunar á láninu. Þá hefur verið sótt um 1 millj. kr. lán til Tryggingarstofnunar ríkisins vegna sjúkrahússins og verði heildarlán hennar þá 2,2 millj. króna. Þá ákvað nefndin að fela Bjama Rósantssyni byggingameistara að hafa yfirumsjón með öllu því, sem enn er eftir til að ljúka endanlega við sjukrahússbygginguna. Geri hann hið allra fyrsta áætlun um allt, sem ógei-t er við bygginguna og sjái um útvegun á því, sem enn er óíengið. -----o----- SAMKVÆMT fundargerð íþróttavallanefndar, er húið að verja 306 þús. kr .til íþróttasvæðis bæjarins frá upphafi. Bæjarsjóður hefur lagt fram 227 þús., íþróttasjóður 57 þús. Sjálfboðavinna er metin á kr. 6.651.98. Bærinn hefur sótt um 100 þús. kr. styrk úr íþróttasjóði ríkisins á þessu ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.