Dagur - 19.03.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 19.03.1952, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Þeir, sem eiga eftir að koma samskotafé til sjúkrahússins, geta lagt það inn á afgreiðslu Dags. Kaupsýslu- og iðnaðarmenn! Fleiri Akureyringar og Ey- firðingar lesa auglýsingar í Degi en í nokkru öðru blaði- XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 19. marz 1952 12. tbl. 'Vv**"*^ 10 ára starfsafmæli Lúðrasveitar Akureyrar - -V rtfWs*****?** • - - ... .. Ljósmynd: Kristjcm Hallgrímsson. Fremsta röð (sitjandi), talið frá vinstri: Kristinn Kristjánsron, J. M .Riba, Sigurður Jóhannesson, Jakob Trygg\;ason, Karl Adólfsson, Henning Finnbogason, Geir Jónsson. — 2. r.öð: Finnbogi Jónasson, Móses Aðalsteinsson, Lárus Zóphoníasson, Þráinn Þórhallsson, Sigvaldi Sigurðsson, Sigtryggur Helgason, Hans Hansen, Finnbogi Jónsson, Sigurður V. Jónsson, Björn Þorvaldsson. — Aftasta röð: Hannes Arason, Örn Steinþórsson, Kári B. Jónsson, Jón Sigurðsson, Jakob V. Emilsson, Svavar Ottesen, Guðni Frið- riksson. — Á mýndina vantar Gísla Eyland. Grein u n stofnun og starfsemi sveitarinnar er á blaðsíðu 4. Ffutti fyrirlestra um ísland í heimsálfunum fimm Rætt við Kristiiiu og Artliur Góok, sem eru nýkomin til bæjarins úr ferðalagi umhverfis jörðina Um sl. helgi komu víðförulir heimamenn hingað til bæjarins eftir meira en árs útivist. Iljónin frú Kristín og Arthur Gook trú- boði og vararæðismaður komu heim með „Ileklu“ á sunnudag- inn úr ferð umhverfis jörðina; þau fóru héðan frá Akureyri 11. okfóber 1950, en lögðu upp í hnattförina frá London í nóvem- her. í þessari ferð fóru þau ekki að- eins í milli stórborganna á leið- inni umhverfis hnöttinn, heldur ferðuðust þau víða um mörg lönd, kynntust fjarlægum þjóðum og þjóðabrotum og sáu margt ný- stárlegt ol merkilegt. — Dagur ræddi við þáu hjónin á heimili þeirra á Sjónarhæð á mánudags- kvöldið, fór með þeim í huganum þessa löngu leið, heyrði þau segja frá mörgu markverðu, sem fyrir augu og eýru bar. Því miður verður ekki hægt að stikla nema á stærstu atriðunum í stuttri frá- sögn. Goít að koma heim. Hjónin voru mjög ánægð að vera komin heim og eru þakklát fyrir hversu lieimili þeirra var vasklega varið fyrir eldi, þegar brann hjá nágrönnum þeirra í sl. mánuði. Frú Kristín sagði, að kannske lærði maður það ekki sízfá svona ferð, að meta sitt eig- ið land og allt, sem það hefur að bjóða. Og Arthur Gook hafði yfir þessar línur Kiplings: „How little they know England who only England know.“ Þessi orð mætti heimfæra upp á ísland og hefði sér oft dottið þau í hug: Þeir þekkja litið ísland, sem þekkja ísland aðeins! Öll lönd og allt fólk hefur nolckuð til síns ágætis, en heimalandið lýsir þó skærast í samanburðinum. Ferðasagan? Þau fóru alla ferðina fljúgandi, á vegum BOAC-flugfélagsins brezka. Kynntust alls konar flugvélum og alls konar flugveðr- um, en yfirleitt gekk allt að ósk- um. Einna ei-fiðust og ókyrrust var flugleiðin á fyrsta áfanganum, leiðinni London—París! Fara verður fljótt yfir sögu. Frá París var farið til Rómaborgar og það- an til Aþenu. Þau skoðuðu það markverðasta í þessum fornfrægu borgum. Frú Kristín sagði, að sér hefði virzt dýrtíð einna mest í Grikklandi — brauð kostaði þar 1000 drökmur og umbúðirnar ut- an um það 100 drökmur! Fró Aþenu fóru þau til Kýpur — þar er fagurt og unaðslegt — og frá Kýpur til Beirut og þaðan til Landsins helga, skoðuðu alla merkustu sögustaðina, Jerúsalem, Nazaret, Kana o. s. frv. — sátu á bökkum Galíleuvatns og borðuðú fisk úr vathinu. í Jerúsalem hittu þau íslenzku lögregluþjón- ana, sem störfuðu þar á vegum SÞ — ágætir fulltrúar landsins og var skemmtun að tala íslenzku þarna. — Skoðuðu Jerúsalem rækilega, bæði hluta Araba og Gyðinga og gekk greiðlega að komast til fsraelsríkis, en það er oft erfitt eftir þessari leið. Frá þessum slóðum flugu hjónin aft- ur til Kýpur og þaðan til Egypta- lands; dvöldu þar um hríð, aðal- elga í Heliopolis, skammt frá Cairo. Fóru upp með Níl til Ass- ' (Framhald á 4. síðu). Góð tíð en lítill afli í Húsavík Fréttaritari blaðsins í Húsavík símar, að þar hafi verið einmuna góð tíð að undanförnu, þíðviðri dag og nótt, og sé snjólaust að kalla við sjóinn og samgöngur um héraðið greiðar. Mývetningar hafa komið á bílum til Húsavíkur. Afli er mjög lítill og heldur við að ekki fáist í soðið fyrir bæjarbúa. — Leikfélag Húsavíkur sýndi gamanleikinn Orrustan ó Háloga- landi um sl. helgi, við húsfyllir og ágætar viðtökur. Aðalhlutverkin leika Ari Kristinsson og Inga Jónasdóttir. Leikstjóri er Njáll Bjarnason. Hinn 12. þ. m. fóru mörg skóla- börn frá Húsavík á skíði upp í fjall, enda vár færi gott. Einn drengjanna, Oskar Þórhallsson. 12 ára, fór hátt upp í fjallið og renndi sér síðan niður. Hann datt á leiðinni og þríbrotnaði annar fóturinn neðán við hné. Óskar liggur í sjúkrahúsinu í Húsavík og líður nú sæmilega orðið. Látinn er nýlega í Húsavík Bjarni Þórðarson, fyrrum sjó- rnaður, mjög hniginn að aldri. ar miðstjórnar Framsóknar- flokksins 1952 Á AÐALFUNDI miðstjórnar í febrúarmánuði 1949 ákvað Framsóknarflokkurinn að beita sér fyrir stefnubreytingu í fjárhags- og atvinnumálum landsins. Benti aðalfundurinn á, hver háski væri búinn þjóðinni, ef eigi yrði hafist lianda um ráðstafanir til úrbóta, og gerði það að tillögu sinni, að gengi krónunnar yrði lækkað, eins og þá var komið málum, eða fratnkvæmd allsherjarniðurfærsla, enda væri jafnframt réttur fjárhagur ríkisins, verzlunarmálin tekin nýjum tökum og viðeigandi ráðstafanir gerðar í ýmsum öðrum málum. Ráðherrar Framsóknarflokksins í þáverandi ríkisstjórn lögðu fram tillögur flokksins um þessi mál í júnímánuði 1949 og lýstu yfir því, að flokkurinn mundi ekki eiga áfram þátt í þeirri stjórn, nema samningar tækjust milli stjórmnála- flokkanna um framkvæmd óhjákvæmilegrar stefnubreyting- ar, til þess að afstýra yfirvofandi fjárhagsöngþveiti og at- vinnuleysi. Þessi samningar tókust ekki. Var þá ákveðið, að ráðherrar flokksins bæðust lausnar og jafnframt gerð krafa um, að almennar kosningar færu fram um haustið 1949, til þess að þjóðinni gæfist kostur á að kjósa nýtt þing, áður en til framleiðslustöðvunar kæmi um veturinn. í kosningunum liélt Framsóknarflokkurinn fram þeirri stefnu, sem mörkuð var af aðalfundi miðstjórnarinnar 1949. Framsóknarflokkurinn jók fylgi sitt og þingmannatölu í þessum kosningum. Við þetta éfldust til muna áhrif flökks- ins og hefir hann neytt þeirra áhrifa, svo sein tök hafa verið, til að koma fram þeirri stefnu, sem mörkuð var í kosning- unum, með sérstákri hliðsjón áf ályktunum 9. flokksþings Framsóknarmanna í nóvember 1950. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins 1952 tel- ur í þessu sambandi einkurn ástæðu til að minna á það, er hér fer á eftir: Breytingin á gengisskráningu krónunnar, sem orðin var óhjákvæmilegt neyðarúrræði, hefir orðið til þess, að framleiðsla landsmanna hefir aukizt verulega og nýir markaðir opnast fyrir íslenzkar framleiðsluvörur, jafnvel þær, er áður voru óseljanlegar erlendis. Þannig hefir verið unnið gegn stórfelldu atvinnuleysi, sem annars hefði orðið óhjákvæmilegt, þótt eigi hafi reynzt auðið nú, fremur en endranær, að ráða við afleiðingar aflabrests og óvenjulega erfiðs tíðarfars fyrir atvinnu landsmanna, og óhagstæða verðhækkun innfluttrar vöru. Ráðstafanir þær, sérii gerðar hafa verið til þess að rétta við fjárhag ríkisins, hafa nú borið æskilegan og eftirtektarverðan árangur í greiðsluhallalausum -rík isbúskap, án breytingar til hækkunar á skatta- og tolla- lögum. Meðal annars gerðu þessar ráðstafanir ríkis- sjóði kleift að leggja fram á síðastliðnu ári 36 milljónir króna til landbúnaðarlána, lána til mest aðkallandi í- búðabygginga í bæjum og til iðnaðarlána. Framantaldar ráðstafanir til viðréttingar framleiðslunni og fjárhag ríkisins hafa dregið úr jafnvægisleysinu í þjóð- arbúskapnum og gert fært að draga verulega úr viðskipta- höftum. Vöruframboð hefir því aukizt og þar með sam- keppni um vöruverð og vörugæði. Svartur vörumarkaður er úr sögunni og hin lilutdræga vörudreifing, er vakið hafði al- menna gremju í landinu og valdið stórtjóni. Samvinnufélögun- um hefur gefist kostur á að auka áhrif sín á vöruverð og verzl- unarhætti. Vegna breyttrar stefnu í atvinnu- og fjárhagsmálum og verulegra framlaga af Marshallfé, hefur reynzt kleift að stofna til stórfelldari, verklegra framkvæmda en nokkru sinni fyrr. Mestar þeirra eru virkjun Sogs og Laxár og bygging áburðar- verksmiðju. Ekki hefði komið til mála, að Marshallféð nýttist til slíkra stórframkvæmda, ef áfram hefði haldist halli á ríkis- búskapnum og framleiðslan enn farið minnkandi. Aðalfundurinn fagnar þeim árangri, sem náðst hefur fyrir forgöngu Framsóknarmanna um öflun fjármagns til landbún- aðarins. Með útvegun lánsfjár erlendis og framlögum af ríkisfé innanlands hefur tekizt að auka nijög starfsfé Búnaðarbankans og þar með útlán hans til stuðnings þeirri framfaraöldu, sem risin er í sveitum landsins í ræktun og byggingum. Mjög mik- ilsverða telur aðalfundurinn þá ályktun Alþingis, að helmingi þess fjár, er til útlána kemur, þegar fé Mótvirðissjóðs endur- greiðist frá virkjununum og áburðarverksmiðju, verði varið til útlána í þágu landbúnaðarins, og felur þingmönnum flokks- ins að fylgja því eftir, að þetta verði lögfest sem fyrst. Þá lýsir aðalfundurinn ánægju sinni yfir því, að tekist hefur að afla fjár af gengishagnaði og greiðsluafgangi ríkisins til (Framhald á 2. síðu). >^>^$>^$><$><$><$^$^><$>^><$>^><$^>^<S>^><$><

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.