Dagur - 19.03.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 19.03.1952, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 19. marz 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími li66 Blað'ið kemur út á hverjum miðvikudegi Argangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Samgöngumál Eyfirðinga og Þingeyinga UM FÁTT ER NÚ meira rætt austan Vaðlaheið- ar um þessar mundir en þörfina á að koma betra lagi á samgöngurnar í milli Þingeyingá óg Eyfifð- inga. Annars staðar í blaðinu í dag er ágæt grein- argerð um málið eftir kunnan Fnjóskdæjing. Leið- ir hann þar rök að því, að mun meirá mætti gera til þess að koma á vegarsambandi yfir Vaðlaheiði að vetrinum en reynt hefur verið um sinn. Eyfirð- ingar og Þingeyingar hafa alltof lengi horft þegj- andi upp á það, að þessi samgönguleið sé lokuð meirihluta ársins. Sterkar líkur eru fyfir þvf, ’áð leiðin mundi miklu lengur fær ef vegurinn Væri lagður öðruvísi, ekki um mestu snjóakistu heiðár- innar, ekki í gegnum stóra skaflinn í heiðarbrún- inni heldur fram hjá honum. Sú framkvæmd, ein, að breyta vegarstæðinu á þessum . kafla,. mundi gera heiðina akfæra miklu lengur en nú er. En úrbæturnar fást ekki, ef menn halda að sér hönd- um. Það er því gagnlegt, er menn kveðja sér hljóðs um þetta málefni. Vetrarleið yfir Vaðlaheiði er þýðingarmikið úrlausnarefni fyrir fjölda fólks, bæði í sveitunum austan heiðarinnar og hér á Ak- ureyri. Bæjarmenn hafa mikil skipti við Þingey- inga þegar samgöngur eru greiðar og hefur vegar- sambandið því mikla þýðingu ■ fyrir bæinn, ekki sízt fyrir iðnaðarfyrirtækin hér. Akureyringum og Eyfirðingum ber því skylda til að taka undir-með Fnjóskdælingum og öðrum, sem vilja vinna að bættum samgöngum í milli héraðanna. Áður er á það bent hér í blaðinu, að heppilegt væri að for- ráðamenn Akureyrar og Húsavíkur athuguðu sameiginlega, hvað unnt er að gera til þess að bæta samgöngur í milli bæjanna og sýslufélaganna, bæði á sjó og landi. Strjálar siglingar í milli bæj- ann á yfirstandandi vetri hafa valdið almenningi, og verzlunar- og iðnaðarfyrirtækjum, miklum erf- iðleikum. Hér er til mikils að vinna og engu hætt, þótt samvinna tækist með bæjunum um að vinna að úrlausn þessara mála. Blaðið vill því ítreka fyrri tillögu sína um þetta efni. Rúm er heimilt ef fleiri vilja kveðja sér hljóðs um þetta málefni. 1 Aðstaða iðnaðarins FRAMSÓKNARMENN í Reykjavík samþykktu nýlega áskorun til ríkisstjórnarinnar að láta fram- kvæma allýtarlega rannsókn á aðstöðu iðnaðarins í landinu og vildu fela Fjárhagsráði þetta starf. Fengi það virðulega ráð þar nokkurt verk að vinna. Margir hafa ótrú á slíkum rannsóknum og hafa það til síns máls, að oft hafa opinberar at- huganir í nefndum verið harla yfirborðslegar og ekki skilið eftir spor. En hafa þó kostað nokkurt fé. Um það verður þó naumast deilt, að mikil þörf sé á því að þjóðin geri sér grein fyrir aðstöðu iðn- aðarins í dag og hver ráð séu til þess að láta hann njóta eðlilegrar starfsaðstöðu. Virðist því sjálfsagt að slík rannsókn fari fram. Um sum þau efni, sem lagt var til að athuguð yrðu, er það að segja, að ekki virðist þurfa stói-fellda fyrirhöfn til þess að komast til botns í þeim.' Það er til dæmis hægt að fá það upplýst strax hjá samtökum iðnrekenda og hjá samvinnufélögunum, hvaða iðngreinar hafa dregizt saman og hvaða orsakir valda þeim sam- drætti. Sömuleiðis ætti ekki að þurfa mikla fyrirhöfn til að fá upplýst, hvort iðnaðurinn á ís- landi búi við eðlilegar tolla- og skattaálögur eða ekki. Þessum spurningum er fljótsvarað. Hins vegar er nauðsynlegt að sérstök athugun fari fram á því, hvaða iðngreinar hafa mesta þýðingu til aukinnar atvinnu og gjaldeyris- sparriaðar, hve mikið fjármagn er bundið í fasteignum og vélum iðnaðarins, hve mörgu starfsfólki iðnaðurinn hefur á að skipa nú og fyrrum o .s. frv. Tímabær ábend- ing er það og að safna beri skýrslum um þróun iðnaðarins og gefa út samhliða fiskiskýrslum og búnaðar- og verzlunarskýrslum. Má undarlegt heita, að það skuli ekki komið í framkvæmd fyrir löngu. í tillögum Framsóknar- manna er vakið máls á miklu og aðkallandi nauðsynjamáli. Þjóðin þarf að gera sér ljóst, hverja þýð- ingu iðnaðurinn hefur fyrir af- komu hennar. Og hún þarf að búa að þessari atvinnugrein á þann veg, að hún eigi eðlileg vaxtar- og þroskaskilyrði í þjóð- félaginu. Eins og nú standa sakir, skortir verulega á að svo sé. FOKDREIFAR Þraut fyrir þýðendur. MAÐUR er nefndur Weston MeÐanieí, á heima í New York borg. Hann hefur mikinn áhuga fyrir því að fá ljóð eftir sig birt á íslenzku og hefur skrifað blaðinu um málið. Segir ljóð sín þegar hafa birzt á 100 þjóðtungum. Má því ætla að maðurinn sé með safn aranáttúru og safni erlendum út- gáfum á andlegri framleiðslu sirini, Mun slíkt ekkert einsdæmi. McDaniel var svo hugulsamur að lgta nokkur erindi innan í bréfið tú Dags og biðja ritstjórann að snara þeim á íslenzku fyrir sig og birta. Mér sýnast þetta vera hálf- gerð aiómljóð-og lízt ekki á að leysa. þetta; ygrk af hendi. En eg birti hér með. sýnishorn af kveð- skapnum á frummálinu og getur það þá heitið þraut fyrir þýðend- ur og aðra andlega sinnaða les- endur að koma Ijóðum þessum í íslenzkan búning og heiti eg því að ljá beztu úrlausninni rúm í blaðinu. En hér kemur speki McDaniels: DUSK Dusk Ás a witch’s broom Sweeping webs of silver from the sky While ravens of night fíuttér down quietly To roost on the rim Of the horizon. BE AS THE EAGLE If the mind tumbles In whirlwinds of doubt If the teeth clench And the jaws lock in pain Be as the eagle Feather-torn eagle blown violently from perch in the crags Ride in ecstasy The storm! Meira treysti eg mér ekki til að birta af þessum kveðskap. Mittisólin. HÚSFREYJA skrifar blaðinu bréf og kvartar sárlega yfir því, hvernig búið er um brauð, sem fólki eru afhent í brauðsölubúð- um. Litlum pappíi'sbleðli er skellt utan um mitt brauðið, en end- arnir eru berir. Bleðillinn er límdur saman með límbandi, en tollir illa og oft er brauðið alls- nakið þegar heim er komið. Þessi háttur á umbúðum brauða mun líka vera í Reykjavík og hafa húsfreyjur þar kvartað yfir þess- ari mittisól á brauðunum. Liggur í augum uppi, að erfitt er að verj- ast því að ryk og óhreinindi setj- ist á svona umbúið brauð e. t. v. á langri leið, og hvergi er hægt að leggja brauð svona umbúið frá sér án þess ?ð óhreinindi komizt á það. Ástæðan til þess að svona er farið að mun sú, að mikill skortur er á umbúðapappír, en að sjálfsögðu fer mikill pappír utan um öll matarbraUð. Auk þess er pappír gífurlega dýr og mikil pappírsnotkun mundi því vera verulegur kostnaðarliður, sem ekki er tekið tillit í verðákvörð- un brauða. Hér er samt ástand, sem þarf að breytast. Eg held að við ákvörðun brauðaverðs verði að taka tillit til þess, að umbúða- pappír þarf áð fylgja brauðunum, enda munu neytendur ekki kvarta yfir því að greiða þann óhjákvæmilega kostnað, sem af því hlýtzt. Eg sendi því umkvört- un húsfreyjunnar til verðlagsyf- írvalda og brauðgerða í von um að unnt sé að bæta úr þessu ástandið innan tíðar. — í viðtali því við Arthur Gook og frú, sem birt er í þessu blaði, segir frú Kristín m. a. frá því, að í Grikk- landi hafi brauð kostaðlOOOdrök- mur og umbúðirnar Í00 drökmur. Umbúðavandamálið er því víðar þekkt en hér. Grikkir hafa leyst það með þessum hætti, en tæp- lega verður það talið til fyrir- myndar. Sérstæður sauðburður. Bolli Sigtryggsson á Stórahamri skrifar blaðinu: „í FYRRAVETUR setti eg smágrein í „Dag“, þar sem eg sagði frá grákollóttri rollu hér á heimilinu, sem 3 síðastliðin ár hafði borið snemma í janúar og alltaf tvílembd. Ekki datt mér þá í hug hvaða framhald yrði á þeirri sögu. En eftir að eg skrifaði greinina bar önnur rolla, líka tvílembd. Öll lömbin þrifust vel og lifðu til hausts. Auk þess urðu hrútarnir undan Grákollu dálítið frægir fyrir það, að þeir voru báðir mannýgir, og það var fyrsta verk annars þeirra, þegar hann kom í réttina í haust, að ráðast heiftar- lega á mann, sem stóð þar og átti sér einkis ills von. Svo skeði dálítið einkennilegt í vetur, þegar farið var að leiða hrút til ánna. Margar ær vildu alls ekki þýð ast bekrana og voru algjörlega ónæmar fyrir öllum þeirra ástar brellum. Var það hvorki meira né minna en rúmlega fjórði hluti ánna, sem þannig höguðu sér. Enginn kippti sér upp við það, þótt Grákolla hagaði sér þannig því að hún var búin að sýna það að hún fór sínar eigiri götur : þeim málum. En að hún væri búin að hafa svona siðspillandi áhrif á stall systur sína, það datt mönnum ekki í hug. OG SVO byrjaði sauðburður inn. Grákolla reið auðvitað á vað ið og bar eins og áður snemma í janúar, tvílembd að venju. (Framhald á 11. bls.). Hvernig eiga rúmin að vera? Kaupmannahöfn í marz. Undanfarna daga hafa menn þyrpzt út í stóra sýningarskálann Forum, en þar hefur verið hús- gagnasýning, sem vakið hefur mikla athygli. Að þessu sinni ætla eg aðeins að gera að umtalsefni rúmin og rúmbúnaðinn og nýjustu rannsóknir á því sviði. Það er ekki svo að skilja, að rúm væru áber- andi á sýningunni, þótt einstaka svefnherbergi væri til sýnis í hinum mörgu vistarverum, sem þar var komið fyrir. En ein nýjung vakti athygli mína ein- mitt í málefnum rúmbúnaðarins og þó aðallega skrif, sem birtust í skrá sýningarinnar um nýjustu rannsóknir á rúmum og því, hvernig þau eigi að vera. Rúm á hjólum. Rúm það, sem eg rak sérstaldega augun í og ekki líður mér úr minni, var á hjólurn. Hvernig lízt ykk- ur á? Rúm á hjólum — þetta er tilfellið og uppá- tækið finnst mér alveg stórsnjallt. Hjólin eru sett undir rúmið til þess að auðvelt sé að færa það úr stað. Hugsið ykkur, hve létt og þægilegt það mundi vera að geta stjakað svolítið við rúminu um leið og gert er hreint, og sjá — rúmið rennur léttilega og liðlega undan átakinu. Og hugsið ykkur, hve þægilegt er að geta fært rúmið úr stað, t. d. út að glugga eða upp að miðstöðvarofni, allt eftir því, hvort við erum í þörf fyrir birtu eða yl. Og þetta er hægt án nokkurrar fyrirhafnar. Það þarf ekki leng- ur karlmannshjálp til þess að flytja rúmið, nú getur konan það sjálf og meira að ségja með annarri hendi. Rúmin eiga að vera stór og mjúk. í myndskreyttri skrá, sem gefin e.r út í tilefni sýn- ingarinnar er athyglisverð grein um nýjar rann- sóknir, sem gerðar hafa verið í Svíþjóð á i’úmum. Það- er sænska „slöjdforeningen11, sem staðið hefur fýrii' rannsóknum þessum, en þær hafa farið fram undir handleiðslu Erik Berglund arkitekts. Félagið hefur nú gefið út bók um niðurstöður rannsókn- anna. Rannsóknirnar hófust með því að láta fara fram athugun á því, hvers konar rúm væru á markaðin- um og í sænskum heimilum í dag. Þessi athugun leiddi í Ijós, að í Svíþjóð eru nú gerðar mörg hundi'- uð tegundii' af stærðar rúmum. Með rannsóknunum hefur félagið komizt að raun um, að aðeins 1/3 af fullorðnum fjölskyldumeðlimum Stokkhólmsborgar sefur í almennilegum rúmum. Hinir sofa í sófum og ýmsum öðrum svefngögnum, og 11% sofa í eldhús- inu á einhvers konar bekkjum. Að fengnum þessum niðurstöðum hófst vísindaleg lannsókn á því, hvernig rúmið ÆTTI að vera. Umfangsmiklar rannsóknir. Eftir margendurteknar og margvíslegar rann- sóknir kom í ljós, að maðurinn breytir um stellingu í svefni fi'á 20 og upp í 60 sinnum á nóttu. Rúmið þarf að vera nægilega stórt og rúmgott til þess að losa svefninn. Teknar voru myndir af sofandi fólki í tilraunaskyni og eftir þessar rannsóknir var ákveðin stærð rúmsins. Rúm, sem er 90 cm. breitt, er nægilegt fyrir 90% af kai'lmönnum, 85 cm. breidd er nægileg fyrir 50% og 80 cm. breidd nægii' ekki nema um 20% af öllum karlmönnum, en er aftur á móti nógu stór handa flestum konum. Um lengdina er það að segja, að naúðsynlegt er talið, að hún sé 16—20 cm. lengri heldur en maðurinn, sem nota á rúmið. Samkvæmt rannsóknum þessum á 190 cm. rúm, sem er all algeng stærð á rúmum nú til dags, að vera of stutt fyrir 61% af öllum karlmönnum, og segir í áframhaldi af þessu, að æskilegast sé að rúmið sé 2 m. á lengd. Þó geta konur komizt af ineð 10 cm. styttra rúm. Síðan hófust rannsóknir á því, (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.