Dagur - 09.04.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 09.04.1952, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 9. apríl 1952 Dagskrármál landbúnaðarins: Samvinnubúskapur og byggðahverfi Nýlega er sagt frá því í danska blaðinu „Samvirke", að hafin sé bygging peningshúsa í Danmörk með það fyrir augum, að þar verði rekið bú á samvinnugrund- velli jafnskjótt og by.ggingum er lokið. í „Udby“ í nágrenni „Stege“ á Sjálandi var byrjað á fjósbyggingu fyrir 60 kýr, til að byrja með, fyrir nokkru síðan og er þessari byggingu nú að miklu leyti lokið. Þessi mál hafa vakið allmikið umtal og athygli í Danmörk að undanfömu, bæði á meðal búandi manna og lánsstofnana. Nýlega var sparisjóðurinn „Den sjællandske Bondestands Sparekasse“ beðinn um að lóna fé til þess að koma upp bygging- um til að reka á samvinnubú- skap. Að þessari lánsbeiðni stóðu nokkrir bændur, sem ætla sér að stofna samvinnubú. Svar for- stöðumanna sparisjóðsins var á þá leið, að ef venjulegar láns- tryggingar væru fyrir hendi, mundu lán úr sjóðnum fáanleg. Fyrirkomulag þessara sam- vinnubúa er hugsað þannig, að ákveðinn fjöldi bænda myndi með sér eins konar samvinnu- félag á þann hátt, að t. d. allar kýr eða aðrir gripir verði fluttir á sérstakar byggingar, sem komið er upp í þessu augnamiði og bú- stofninn þannig lagður fram sem eins konar hlutafé (,,kapital“) í hið fyrirhugaða samvinnubú. Gert er ráð fyrir að búskapur hinna einstöku bænda hætti og þeir láti samvinnubúinu í té nauð synleg jarðarafiiot, t .d. í sam- bandi við kúabúskap, en í stað þess vinni þeir í sameiningu að samvinnubúinu. Ekki er gott að vita, hvernig málum þessum fram vindur í Danmörk né annai-s staðar, því að oft áður hafa mál þessi verið á dagskrá, og yfirleitt ekki fengið hljómgrunn hjá sveiltafólkinu, sem umráð hefur haft yfir jarð- mæði og eins og víða er í Dan- mörk hafa sömu jarðirnar verið í eigu sömu ættarinnar um mjög langan tíma, jafnvel fleiri aldir. En það sem nú kemur nýtt fram er það, að hafinn er undirbúning- ur að framkvæmdum til þess að fá reynslu á þannig búskapar- formi. Um það er að sjálfsögðu deilt nú sem áður, hvort hag- fræiðlegur grundvöllum sé fyrir hendi og sýnist þar sitt hverjum, en meðmælendur samvinnubú- anna vilja fullyrða að með þannig búrekstri muni hlutaðeigandur bera meira úr býtum og þá einnig þjóðfélagið. ★ Eins og kimnugt er, þá er verið allmiklu af opinberu fé 'til að stofna byggðahverfi á nokkrum stöðum hér á landi á Vegum landnáms ríkisins. Er 'fyrir- komulag þessa landnáms einkum á þann veg, að stofnuð eru smá- býli ætluð einni fjölskyldu til að lifa á. Er landstærð um 40—50 ha. Hvernig væri að landnámið stofnaði í einhverju byggðahverf- inu eitt samvinnubú í stað 4—5 býla, til þess að fá reynslu í þess- um málum hér á landi í sambandi við landnám sveitanna, en þar er eins og öllum er ljóst óþrjótandi möguleikar víða um land?Eins og nú er háttað verðgildi peninga má það heita útilokað fyrir eignalít- inn mann að koma sér almenni- lega fyrir á býli í byggðu hverfi nema að landnámið gangi frá ræktuninni að miklu leyti og að opinberar lánsstofnanir láni fé til framkvæmda með hagstæðum lánskjörum, svo sem til bygginga, véla- og bústofnskaupa. Mér finnst að það væri full- komlega þess vert fyrir þá opin- beru aðilja, sem framkvæmd þess ara mála hvílir fjárhagslega á og ekki sízt af því, að líklegt má telja að stofnkostnaður bygginga verði mun minni, án þess að fram- leiðslumöguleikar minnki. Hér skal engu um það spáð, hvemig samvinnubúskapur mundi henta íslenzkum staðhátt- um og íslendingseðlinu, en á það mó benda, að á fjölmörgum býl- um eru bú rekin á eins konar samvinnugrundvelli, þar sem fleiri systkini hafa tekið við jörð foreldra sinna, en hitt mun vera fótítt, að því að mér er kunnugt, að bændur hafi slegið jörðum sínum saman í samvinnubú og unnið síðan að samvinnubúinu. Það hefur verið ráðandi skoðun hér, að heppilegast sé að skipta jörðum og er megin hluti allra þeirra nýbýla, sem árlega er stofnað til tilorðinn við skiptingu jarða. Ef einhverjir reka samvinnu- bú, sem þessar línur lesa, væri fróðlegt að fá frásagnir um það hér í Dagskrármálum landbúnað- arins, til að séð yrði hver innlend reynsla er fyrir hendi í þessu efni. — Búskapur okkar er þessi árih óðum að mótast í samræmi við nútíma tækni og þekkingu, en þó er ennþá löng leið að því marki að meðalbóndinn íslenzki geti tal- iza bjargálna maður, en meðal- bóndinn íslenzki hefur ekki stærrabú en samsvarar: 6.4 naut- gripum, 55.6 sauðkindum, 5.5 hrossum og 11.4 hænsnum, svo sem 2. hefti af Árbók landndbún- aðarins 1951 greinir. \ Það er því ekki úr vegi að þvi sé gaumur gefinn, hvort rétt sé stefnt með því að skipta jörðum eins og nú er tízka og koma upp mörgum býlum en smáum í þeim byggðahverfum, sem nú er verið að reisa víða um land og þeim jörðum; eru það stórar, að þær geti framleitt tveim eða fleiri fjölskyldum. — Á. J. f BÚÐ, 2 herbergi og eldhús, óskast, helzt sem næst miðbænum. Afgr. vísar á, Duglegur maður og reglusamur, vanur sveita- störfum, óskast í vor og sumar. % Afgr. vísar á. Stúlká ' óskast um næstu mánaða- mót, til heimilisstarfa, urn mánaðartíma. Fátt í heim- ili. Afgr. vísar á. Sjónleikurinn „Tengdamamma“ eftir Kristínu Sigfúsdóttur, verður sýndur að Hrafnagili á annan í páskum kl. 9. — Síð- asta sinn. fíans d eftir. — Veitingar. ' NEFNDIN. ferniingarinnar Fyrir stúlkur Kápur Kuldajakkar Peysur Veski Höfuðklútar Hanzkar Náttkjólar Undirföt Nærföt Rykfrakkar Skíðabuxur Flauelsbuxur Sportskyrtur M anche ttskyrtur Bindi Slaufur Hálsklútar Hanzkar Sokkar Sokkabandabelti Kjólatau, rpsótt, einl Sokkar Nærföt Vefnaðarvörudeild, Látið ekki blómin vanta ápáslíaborðið! Blómabúð KEA. Til f ermingargjafa HÁLSFESTAR kr. 90.00, 75.00, 38.00. HÁLSMEN ARMBÖND HRINGAR o. m. fl. BLÓMABÚÐ KEA Sendibílastöðin er á bifreiðaafgreiðslu Péturs Sc Valdimars. Sími 1917. Ung hjón óska eftir góðu herbergi og aðgangi að eldhúsi. Stærri íbúð kæmi til greina. Til- boðum sé skilað á afgr. blaðsins fyrir 20. apríl, rnerkt K2. TEPPAGARN ★ PRJÓNAGARN 30-40 litir úr fyrsta ílokks ullargami úr hinum nýju og fullkomnu vélum, sem settar voru upp í verksmiðjunni í fyrra. — Verðið er aðcins 12 og 9 krónur 100 gr. liespan. U llarverksmið j an GEFJUN IBUÐ óskast til leigu, lielzt á brekkunni. Má veri lítil, 1 herbergi og eldhús, eða aðgangur að eldhúsi. Skil- vís greiðsla. Afgr. vísar á. Taurúllur Jdrn- og glervörudeildin REIÐHJÓL Jdm- og glervörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.