Dagur - 09.04.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 09.04.1952, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudáginn 9. apríl 1952 D A G U R Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemtir út á hverjum miðvikudegi. Argangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prenlverli Odds Björnssonar h.f. Þarf fleiri hallærisnefmSir? UTVARPIÐ flytur nú á degi hverjum auglýs- :mgar frá flugvallarstjóra ríkisins, þar sem fólki í mörgum starfsgreinum er boðið að láta skrá sig til starfa á Keflavíkurflugvelli. Virðist mikið standa 'iil og miklar framkvæmdir á döfinni. Er raunar ekkert nema gott um það að segja, að unnið sé að eflingu landvarna og endurbótum á flugvöllun- um og aðstöðunni þar. Auk þess kemur atvinnan í góðar þarfir nú og er ekki að efa, að margir verða umsækjendurnir. En hér er fleira að athuga en að telja þær hendur, sem geta fengið atvinnu suður á Reykjanesskaga, og þær krónur, sem flytj ast í fjárhirzlur landsmanna með þessum hætti. ,'Þessar tilkynningar koma í kjölfar flugufregna um miklar framkvæmdaráðagerðir. Margir þeirra landsmanna, sem hlýða á þær, búa við atvinnu- leysi og kröpp kjör. Hvað er þá eðlilegra, en losni um þá og þeir hyggist flýta för sinni suður? Reynslan kennir líka, að ekki hefur þeim vegnað ver, sem flutzt hafa suður á síðustu árum, en hin- um, sem heima hafa setið. Það er útbreidd trú — sem vissulega er ekki reist á trúgirni einni saman •— að bezt sé að dvelja við Faxaflóann og auðveld- ast að sjá sér og sínum farborða. Miklar fram- kvæmdir á Reykjanesi og góð afkoma fólksins þar hlýtur að örva mjög fólksstrauminn suður á bóg- inn og flýta því, að 3/4 þjóðarinnar eigi þar heima. Ráðið til þess að stöðva þessa fólksflutriinga er að sjálfsögðu ekki að ráðast gegn framkvæmdunum syðra eins og kommúnistar gera, heldur að efla at- vinnulífið úti á landi og möguleika fólksins þar til þess að lifa menningarlífi.-Það fylgir því alltáf hætta, þegar fleira fólk safnast saman á litlum bletti, en bletturinn getur með góðu móti fram- fleytt. En þessi hætta er enn stærri, þegar fólks- flutningarnir orsakast af stundarfyrirbrigðum eins og setuliðsvinna stríðsáranna eða framkvæmdir varnarliðsins nú. Afkoma fjöldans verður ekki þegar til lengdar lætur tryggð með landvarna- framkvæmdum, heldur þarf undirstaðan að vera öruggt atvinnulíf. Vel má vera, og er raunar lík- legt, að stóriðja í landinu geti er tímar líða séð miklum mannfjölda farborða. En meðan aðalat- vinnuvegir landsmanna eru landbúnaður og fisk- veiðar, hljóta stórauknir fólksflutningar- til Reykjavíkur nú að auka á erfiðleika þjóðarinnar og ógna efnahagslegu sjálfstæði hennar og menn- ingu. Og víst munu ýmsir telja að sjálfstæði lands- ins sé í hættu ef þjóðin hættir að byggja landið í heild og hefst við á fáum blettum við ströndina. HÉR f BLAÐINU var frá því skýrt nú fyrir skömmu, að fólki hefði raunverulega fækkað hér á Akureyri á sl. ári, í fyrsta sinn um langan aldur. Þótt hér sé ekki um stórvægilega breytingu að ræða, eru þarna þáttaskil í sögu bæjarins, sem er ihugunarefni fyrir landsstjórnina og alþingismenn. Þessi bær hefur á liðnum árum haft nokkurt að- dráttarafl. Hér hefur iðnaður blómgast og at- vinnulíf. Vöxtur bæjarins hefur ekki verið ör, en hann hefur hvílt á traustum grunni. Hvað hefur gerzt, sem hefur stöðvað þessa þróun? Vafalaust er veigamesta ástæðan sú, að iðnaðurinn í landinu hefur mætt miklum erfiðleikum, ekki sízt sá iðn- aður, sem er utan Reykjavíkur og á undir högg að sækja með aðdrætti og flutning vörunnar eins og háttað er siglingamálum þjóðarinnar. Líkur benda til að fólksflutningarnir héðan á sl. ári hafi að mestu leytið verið til Reykjavíkur. Vaxandi erfiðleikár iðnaðarins hér, á sama tíma og iðnaðarmenn geta e. t. v. fengið lífvænleg laun við flugvallargerð eða önnur slík mannvirki, hlýtur að hraða flóttanum héðan suður á bóginn. Verstöðvarnar sumar hverjar, sem búa við aflaleysi og upplausn, hafa sömu sögú að segja. Fólkið flýr þær, og leitar súðúr. ÞANNIG stefnir allt að sama ósi, með vaxandi þunga, nema sérstakar ráðstafanir verði gerð- ar til úrbóta. Ef ríkisvaldið tæki upp aðra stefnu gagnvart iðnað- inum og veitti honum eðlileg tækifæri til þess að dafna í land- inu, er líklegt að þessi bær héldi sínu í samkeppninni við Keflavík og aðra slíka staði, sem upp kunna að rísa. Ef auknu fjár- magni væri veitt til atvinnufram- kvæmda úti á landi,-er líklegt að fólkið staðnæmdist þar og hygði ekki á flutninga að sinni. En því miður eru framkvæmdir í þessa átt enn of litlar til þess að valda straumhvörfum. Efling mótvægis úti á landi er þjóðfélagsleg nauð- syn og hefur lengi verið. Auglýs- ingarnar um fyrirhugaðar fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli og e. t. v. víðar, eru alvarleg áminning til landsmanna um að þessi nauðsyn er nú orðin ríkari en áður. Hins vegar bendir fátt til þess að forráðamönnum þjóðar- innar sé þetta Ijóst. Hörmulegt væri ef gera þyrfti út fleiri hall- ærisnefndir utan af landi til þess að þeir skildu, hvert stefnir að þessu leyti. FOKDREIFAR Brellur Ijósmyndaranna. MARGIR MUNA enn stríðið, sem Morgunblaðið og Þjóðviljinn háðu hér um árið með Ijósmynd- um en ekki orðum.. Tókst báðum aðilum að sanna mál sitt, sem sé það, að tilteknar samkomur hefðu í senn verið fámennar og fjölmennar. Þetta stríð minnti á, áð ljósmýndinni er varlega treyst andi. Það er hægt að blekkja með henni. Hún er engan veginn hið óbrigðula sönnunargagn, sem margir virðast ætla. Ljósmyndar- ar kunna ýmsar brellur til þess að láta myndina sýna ýmist fleira eða færra en augað sér á tiltekn- um stað. Stundum má fá ýmsar annarlegar myndir fram með því að taka tvisvar sinnum á sömu ljósmyndina, í annað stað má með dálitlum tilfæringum bæta aukamynd inn á ljósmyndina eða hægt er að framkalla annar- lega sýn með því að beina ljós- myndavélinni með sérstökum hætti að því, sem á að mynda. Það er til dæmis ekki langt síðan „Verkmaðurinn“ okkar hér á Akureyri ætlaði að sanna það með ljósmynd að Rússar hefðu fundið upp flugvélina (eins og púðrið og gufuvélina). Birti blað- ið langan reifara um þetta efni og mynd með af frumstæðri flug- vél yfir þyrpingu fólks. Augljóst var að myndin var samsett, þótt sanntrúarblinda varnaði blað- stjórninni að sjá það. Þessi mynd minnti á atvinnu aðalsöguhetj- unnar í skáldsögu George Orwell „1984“, að yfirfara blöð og tínra- rit liðins tíma og samræma allt, sem þar stóð, sögufölsun „stóra bróður“ — hins kommúnistíska einvalda. ÞETTA rifjaðist upp fyrir mér þegar eg heyrði að blaðið „Aftur- elding“, — kristilegt málgagn í Reykjavík, — hefði birt Krists- myndina frá Kóreu. Þetta er sama blaðið, sem birti greinina um kollsteypu jarðarinnar vegna ísþunga á norðurhveli! Og svo eru menn stundum að saka okk- ur, hina „ókristilegu“ blaðamenn við pólitísku blöðin um „sensat- ion“-blaðamennsku. Við kom- umst ekki með tærnar, þar sem þeir hafa hælana, blessaðir. — Ameríska vikuritið Time birti Kristsmynd frá Kóreu einhvern tíman í vetur, hafði tekið hana upp úr öðru blaði og sagði að sú saga fylgdi, að hún væri tekin úr flugvél yfir Kóreu. Myndin sýndi fjöll og ský og sást andlitsmynd Krists greinilega í skýjunum. Viku seinna birti Time greinargerð um ljósmyndina. Hún var ekki yfir- náttúrleg, heldur tilbúin, ekki frá Kóreu, heldur gömul evrópsk brella. Eg man nú ekki lengur að tilfæra nákvæmlega atvik og hefi ekki blaðið við hendina lengur. En þannig var þetta „yfirnáttúr- lega“ fyrirbæri tilkomið, og hefði sagan átt að fylgja birtingu mynd arinnar hér. Þurfa menn þá ekki að vera með neinar vangaveltur um teikn og stórmerki. EN FLEIRI en blaðamennirnir við „Aftureldingu“ hafa látið blekkjast að brellum ljósmynd- arans. Sjálft höfuðmálgagn páf- ans, Osservatore Romano í Páfa- garði, birti nú nýlega ljósmynd af „dansandi sól“, og átti hún að vera yfirnáttúrleg. En þegar önnur blöð fóru að segja frá þessu og kynna fólki myndina, komst upp að þetta var líka „til- búin“ ljósmynd og hreint ekkert yfirnáttúrleg. Var saga þessarar myndar rakin og skýrð. Hefur verið hljótt um þetta fyrirbæri síðan. SÍÐASTA ljósmyndin, sem eg hef séð, sem ástæða er til þess að skoða með varúð, birtist í enska blaðinu „Coming Events“ nú alveg nýlega. Sýnir hún hvorki meira né minna en sjálft Loch Ness skrimslið fræga, sem miklar sögur hafa gengið af. Myndin sýnir vatnið og skógi- vaxna ása í baksýn, en langt út á vatninu eru þrjár þústur, líkt og prammar á hvolfi.. Þetta er Loch Ness skrímslið, segir í skýringu, og á að hafa sést þannig 14. júlí sl. Var það Skoti nokkur, sem var snemma á ferli (eða seinn í hátt- inn) sem tók myndina, og hefur skrímslissagan fengið aukinn byr eftir að ljósmyndin var birt, en mjög var farið að draga af henni áður. Kannske sannar þetta þó ekkert ánnað en það, að Skotar eru miklir business-menn og hafa lag á að vekja forvitni ferðalanga. Hvernig væri að fá ljósmyndara Morgunblaðsins eða Þjóðviljans eða Aftureldingar til þess að birta mynd af Lagarfljótsorminum eða einhverjum nykrinum við ís- lenzku fjallavötnin? Það hefur lengi verið hljótt um þessi ágætu náttúrufyrirbæri og vísást, að margur unglingurinn í dag hafi aldrei um þau heyrt. Á rangri hillu í Hfinu. í BRÉFI, sem blaðinu hefur borizt frá J. K., er sagt frá því, er (Framhald á 7. síðu). Sápuspænir í þvottavélar Hafið þið reynt að nota sápuspæni að 1/3 á móti öðru þvottaefní, þegar þið þvoið í þvottavél? Víða érlendis hafa húsmæður þennan sið og telja að þannig náist beztur árangur við þvottinn. Þessi sið- ur mun enn ekki vera útbreiddur hér á landi, en líklegt að hann verði það þegar húsmæðurnar hafa einu sinni reynt þetta. E. t. v. finnst þeim eitthvert annað hlutfall, en nefnt var, henta betur, þótt það muni algengust. En reynslan verður fljót að kenna, hvað hverjum og einum þykir bezt. Hér eru nú á markaðinum ágætir sápuspænir frá sápuverksmiðj- unni Sjöfn, sern standast fyllilega samjöfnuð við er- lenda framleiðslu, bæði um verð og gæði. Eru því engin vandkvæði á því að reyna þetta hér og sjá hvernig það gefst. Iðnaður og vöruúrval Frk. Rannveig Þorsteinsdóttir alþm. flutti athygl- isvert erindi í útvarpið í fyrrakvöld um iðnað og vöruúrval og benti þar á starfsemi húsmæðraj- og neytendaráðanna í Svíþjóð og Danmörk. Iðnaður- inn í þessum löndum hefur nána samvinnu við eft- irlits- og rannsóknarstöðvar þessara ráða og tekur tillit til ábendinga þeirra. Vara, sem hlotið hefur meðmæli þessara stofnana, á vísa sölu, því að hús- mæður og aðrir neytendur treysta því, að þá sé var- an vönduð og mikið starf hafi verið lagt í að gera hana þannig úr garði, að notagildi hennar verði sem mest. Þannig verður starfsemi þessara stofnana til þes sað auka öryggið bæði fyrir iðnaðinn og neyt- andann. Það tók langan tíma að fá iðnrekendur til þess að skilja að þessi starfsemi miðaði að þeirra heill ekki síður en neytendanna. Höfðu samvinnu- félögin í Svíþjóð og Danmörk forustuhlutverk með höndum að koma þessari skipan á og unnu þar þarft verk. Nú dettur engum í hug að efast um gagnsemi þessarar starfsemi. Hún á vísa framtíð fyrir sér. Hún hefur lyft vöruvönduninni á hærra stig en áð- ur og kennt fólkinu að meta góða vöru. Þessi starf- semi hefur áður verið rædd hér í þessum þætti, en það er ærin ástæða til þess að endurtaka það allt og meira til. Við eigum enn eftir að koma slíkri starf- serni á laggirnar. Erindi frk. Rannveigar var góður stuðningur við málið. Kvennasamtökin hér ættu að gefa þessu máli meiri gaum og bjóða iðnrekendum til samstarfs. SÆNSKUR KVENÞULUR ÚTVARPAR LÝSINGU A EIGIN BARNSFÆÐINGU! Sá atburður gerðist seint í sl. mánuði í Svíþjóð, að útvarpað var frá St. Erikssjúkrahúsinu í Stokk- hólmi, fæðingardeildinni, þulur var Maud Ruters- ward, sem er einn af hinum föstu þulum sænska út- varpsins, og atburðurinn, sem hún var að lýsá, var hennar eigin barnsfæðing! Útvarp þetta vakti alveg gífurlega athygli. Yfirlæknirinn á sjúkrahúsinu, dr. Verner Westberg, lýsti fæðingunni líka, og ljósmóð- irin lét til sín heyra. Útvarpinu lauk, er hlustendur heyrðu hið nýfædda barn gráta. Blöðin segja, að út- varp þetta hafi haft róandi áhrif á konur, sem hlýddu á það, og hafi margar ófrískar konur hringt til útvarpsins og tjáð því að þær hefðu hlotið hug- hreystingu af því, sem þær heyrðu. Ýmsar hafa þó haldið því fram, að fæðingin hafi verið grunsamlega sársaukalaus, og hafa átalið að með útvarpi þessu hafi feðurnir getað fengið þá hugmynd, að það sé eins létt aþ fæða börn og að hnerra! SKILNAÐARTJALD. Alan Kirk var sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu árin 1949—1951. Kona hans heitir Lydie Kirk. Hún hefur sagt nokkuð frá lífinu í Rússlandi í hinu frægakvennablaði Ladies Home Journal. Hún segir þar m. a. frá því, að húsnæðisvandræðin í rússneskum borgum séu svo gífurleg, að þess séú dæmi, að eftir hjónaskilnað hafi annað hjónanna hvergi getað fengið húsnæði og hafi komið upp tjaldi í herberginu, og búið sitt hvorum megin við (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.