Dagur - 09.04.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 9. apríl 1952
D A G U R
3
Um fMar, framkvæmdir o. fl.
í Saurbæjarhreppi
Frá Halldóra Ólafsdóttir sextiig
Bændaöldungurinn Hjálmar
Þorláksson, Villingadal, skrifar
blaðinu á þessa leið nú eftir mán-
aðamótin:
Allgóður ásetningur.
Um tíðarfarið í fyrravetur get
eg verið fáorður. Allir vita,
hvernig það var, en afleiðingar
þess hér í Saurbæjarhreppi, eins
og víðar, kom mest og verst fram
Hjálmar í Villingadal.
í kali í jörðinni, og raunar ónóg-
um heyfeng í haust. Þó var
hreppsheildin bjarglega stæð við
ásetning á haustnóttum. Síðan
komu töluverðir heyskaðar í vet-
ur, svo að hundruðum hesta
skipti, en þrátt fyrir það, nú við
vorskoðun, er ásetningur í heild
allgóður, þótt einstaka menn séu
tæpir. Veldur þar miklu um hin
góða tíð í vetur. Segja má að
kindur hefðu beit allan vet-
urinn, og hross hafa verið létt
á fóðrum. Einn mánuður er þó
undanskilinn: Janúar. Það eru
þeir mestu skaðar í einum mán-
uði, er eg man eftir, sem þá
dundu yfir á sjó og landi, nálega
í hverjum landshluta. En nú von-
um við gömlu mennirnir eftir
góðu ári. Pálsmessa og Kyndil-
messa boðuðu það. Svo var nú
öskudagurinn þessi indælis dag-
ur, enda hefur eiginlega alltaf
verið gott síðan. Öskudaginn
marka má, mundu hvernig viðrar
þá. Fróðir vita, að hann á 18
bræður lika að sjá. Þá spillti ekki
Marjumessan spádómunum. Blási
á sunnan bakkalaust, beint á
Marjumessu. Þá mun verða hey í
haust, hugsaðu eftir þessu.
Efnahagur og framkvæmdir.
Efnahagur hjá allmörgum mun
heldur vera að þrengjast. Veldur
þar miklu um tekjumissir fyrir
niðurskurðinn, og svo hækkandi
verðlag á öllu, sem kaupa þarf á
þessu tímibili. Þó reyna flestir að
vera sem mest sjálfum sér nógir
með vinnu á heimilinu, því að
taka fólk í vinnu nú, flest óþekkt,
er nokkurs konar happdrætti. T.
d. var stúlka úr kaupstað boðin í
sveit, en vildi þó helzt ekki ráða
sig, ef skepnur væru á heimilinu!
Því er það, að bændur kjósa
frémur að búa til fólkið sjálfir, en
fá það að. Verður ekki annað sagt
en þeim takist það allsæmilega nú
um tíma.
Um framfarir í búskapnum er
mér ekki kunnugt, þó skal geta
þess að 2 allstór íbúðarhús eru
hér í smíðum — Hólum og Vatns-
enda — og er nú flutt í Vatns-
endahúsið. Svo eru ýmsar smærri
byggingar á árinu.
Fjárflutningar í haust?
Hvernig ætli það verði með
fjárskiptin í haust, verður nokk-
uð keypt hér í Eyjafirði? Ef svo
yrði, er sjálfsagt að fara með það
hér suður, sem er langskemmsta
leiðin, aðeins þyrfti að reka það
úr Hákallatorfu, upp hjá Sankti
Pétri eða Urðarvötnum ef tími
leyfði.
Geta má þess, að hvergi hef eg
heyrt talað um lasleika í kindum,
og hefur féð reynst mjög van-
haldalítið víðast hvar.
Um Möðruvallahesta.
Þá er hér talað um Möðruvalla-
hrossin og sorgarsögu þeirra. Út-
varp og blöð hafa birt frásögnina
á þá leið, að Jóhanni bónda mætti
teljast það til vansæmdar af
þeim, sem ekki vita betur en þar
er sagt. Þar stendur að leitin að
hrossunum sé fyrst gerð 3 vikum
eftir að þau töpuðust. Þetta er
reginvilla, og mun eg gera nánari
grein fyrir því síðar. Hrossunum
er hleypt út í blíðu veðri til að
viðra sig. Það vakna hjá þeim
minningar um sumarfrelsið, og
þau leggja af stað til afréttar. Á
leið þeirra verður hið illræmdá
Illagil, hjarnað og svellað, og ligg
ur hátt til fjalls. Áræðnasta
hrossið kemst yfir gilið, og nær
takmarkinu að komast í afréttina.
Hin hverfa, en á hvern hátt, það
er spurningin. Sennilegast var að
þau hefðu hrapað. Svo óheppilega
vildi til, að hríð kom þarna rétt á
eftir, nægileg til þess að taka af
allar slóðir eða hylja skrokkana,
ef þau hefðu hrapað. Þetta gerði
leitina, eða þá þó öllu réttara að
segja leitirnar, mun erfiðari og
meira leitað í byggð og fram til
dalanna, og það mega allir vera
vissir um, að það var ekki dregið
í 3 vikur. Nú varð hins vegar sú
raunin á, að hrossin 2 höfðu farið
upp með Illagili, allt á fjall upp
og lent þar á gaddauðninni, og
gátu þá komist óravíðáttu.En um
fjallið var leitað, og að síðustu
með þeim árangri, sem blöðin
hafa skýrt frá. Þetta er ekki eins-
dæmi. Hestinum, sem kom til
Fjalla-Eyvindar í Eyvindarver,
var hleypt út að leika sér. Ef eitt-
hvað er ofsagt hér að framan,
verður að tala um það við Hjálm-
ar í Villingadal.
Nýtt!
Skíðaskór
Nýkomin ný tegund.
Skódeild KEA.
í STUTTU MÁLI
KRÓNH J ARTARSTOFN -
INN sænski var talinn í hættu
og því ákveðið að koma dýr-
unum fyrir í þjóðgarði, þar
sem þau njóta friðar um aldur
og ævi. En illa hefur gengið að
fanga þau lifandi. Var því það
ráð tekið nú nýlega, að blanda
veronal-svefnmeðali í fóður,
sem borið er út á víðavang.
Dýrin sofna brátt, en þá koma
fulltrúar sænska veiðimanna-
sambandsins, binda þau á
hornum og fótum og flytja þau
í þjóðgarðinn.
i RAKKA-KVÆÐI Gríms
Thomsen segir frá hundinum,
sem liggur loks hungurmorða
hjá líki bóndans. „Sá er nú
meira en trúr og tryggur“. —
Flestir munu hafa litið á frá-
sögnina í kvæðinu, sem skáld-
skap einan. En ekki er víst að
svo sé. Nýlega flutti eitt
dönsku dagblaðanna eftirfar-
andi frásÖgn: Falleg saga imi
ást hunds á húsbónda sínum
er sögð úr fiskiþorpinu Voru-
pör. Fiskim. í þorpinu andað-
ist. Nokkrum dögum eftir
jarðarförina söknuðu menn
hundsins hans. Hann fannst
ekki, þrátt fyrir mikla leit,
fyrr en komið var í kirkju-
garðinn. Þar lá hann dauður á
leiðinu, í milli blómanna og
kranzanna.
★
GAMALL, rússneskur pró-
fessor, Chatclein að nafni ,hélt
því fram í útvarpsræðu frá
Moskva í sl. mánuði, að hann
hefði með eigin augUm séð
Rússann A. S. Popov fin'na
upp hið þráðlausa senditæki,
en Marconi hefði síðan „stolið
uppfinningunni og gert hana
að féþúfu!" Chatelein hélt því
fram, að bandarísk fyrirtæki
hefðu rcynt að fá Popov til að
selja uppfinninguna, en hann
neitaði af því að „uppfinningin
tilheyrði landi hans“. Síðan
sagði þessi rússneski „vísinda-
maður“: „Hinar eitruðu full-
yrðingar borgaralegu prcss-
unnar um að Marconi hafi
fundið upp radíóið, eru aðeins
heimskuleg og frekjuleg til-
raun til þess að troða skóna
niður af ágætum, rússneskum
vísindamanni!“ (Assoc. Press
fregn frá London).
★
RITHÖFUNDURINN John
Steinbeck á að hafa sagt:
heimur versnandi fer. Nú
kostar það orðið eins mikla
peninga að kaupa börn sín inn
á skemmtanir og það kostaði
áður að ala þau upp.
Litla Bílastöðin sigraði
í Firmakeppninni
Ármann HeJgason bridgemeistari
Akureyrar 1952.
Firmakeppni Bridgefélagsins
lauk á sunnudaginn og urðu úr-
slit þau, að Litla Bílastöðin, sem
Ármann Helgason spilaði fyrir,
hlaut 218 stig samanlagt í fjórum
umferðum. Önnur varð Nýja
Kjötbúðin, sem Þórir Leifsson
spilaði fyrir, hún hlaut 206V2 stig.
í þriðja og fjórða sæti urðu jöfn
Vefnaðarvörudeild KEA og Þórs-
hamar h.f., en fyrir þau spiluðu
Friðfinnur Gíslason og Ragnar
Skjóldal, hlutu þau 200Vz stig. —
Litla Bílastöðin fær því í sína
vörzlu þetta ár hinn fagra bikar,
sem Karl Friðriksson gaf til þess-
arar keppni. Um bikarinn hefur
nú verið keppt þrisvar og hafa
áður hlotið hann Prentverk Odds
Björnssonar h.f. og Ragnar Ól-
afsson h.f.
Halldóra Ólafsdóttir,
skólameistarafrú, er
sextug í dag. Eiginlega
ætti ekki að skrifa um
afmælið hennar í blöð-
in. Hún er efni í heila
bók, en ekki í stutta
grein.
Eg sá hana fyrst fyr-
ir þrjátíu árum og
gleymi því ekki. Eg
var skólapiltur í þriðja
bekk, köminn landveg
vestan úr Skagafirði og
þurfti að ná fundi
skólameistarans nýja.
Eg vissi það eitt um
konuna hans, að hún
var prestsdóttir frá
Kálfholti. Einhver hafði reynd-
ar sagt mér, að hún væri
mjög lagleg. Hún kom sjálf til
dyranna, — og mér hnykkti við.
Hún var ung, tíguleg, hnarreist
og fögur. Einmitt svona voru
drottningarnar í ævintýraheim-
um rómantísks sveitapilts. Mér
flaug í hug það, sem ég barn
hafði heyrt Símon gamla Dala-
skáld segja: „Þær eru fallegastar
á Þjórsárbökkum.“
Lífið er marglynt og duttlunga-
fullt. Mat og viðhorf okkar mann-
anna á flestum hlutum og hvers
til annars breytist í sífellu. Sum-
ir menn eru - stærstir við fyrstu
kynni, sumar konur fegurstar við
fyrstu sýn. Aðrir vaxa, og aðrar
fríkka, er- fundunum fjölgar.
Árin liðu. Ég var daglegur
heimagangur hjá Sigurði Guð-
mundssyni og frú Halldóru.
Hvergi annars staðar en heima
hefi ég drukkið jafn-marga góða
kaffibolla, hvergi reykt. jafn-
marga góða vindla, hvergi átt
fleiri góðar og glaðar stundir. Og
frú Halldóra breyttist ekki. Hún
var alltaf jafn-glæsileg, prúðbú-
in í veizlufagnaði, hversdags-
klædd í skólagarðinum. Skap-
höfn hennar, drenglyndi, órofa
tryggð og fölskalausri samúð með
öllu, sem var veikt og átti and-
stætt, kynntist ég smám saman á
langri leið.
Ég hefi þekkt marga gestrisna
menn um ævina. Engan gestrisn-
ari en Sigurð Guðmundsson.
Enga konu, sem betur hefir
kunnað að eiga félítinn höfð-
ingja en frú Halldóru Ólafsdótt-
ur. Heimili þeirra var áratugum
saman „opið hús“. Þangað komu
skáld og fræðimenn, innlendir og
erlendir, stjórnmálamenn úr öll-
um flokkum, bændur, kennarar,
nemendur. Allir voru aufúsu-
gestir, allir nutu líðandi stundar
á þessu fagra heimili, þar sem
andríki og höfðingsbragur skip-
aði öndvegið. Fátækir og ráð-
þrota nemendur leituðu þangað
í vandræðum sínum, og fáir
gengu bónleiðir til búðar. Ég man
enn vel, er Sigurður Guðmunds-
son skýrði fyrir okkúr Arin-
bjarnarkviðu í þriðja bekk. Hon-
um varð tíðrætt um myndvísi
Egils, er hann lætur vin sinn,
höfðingjann norræna, skefta spjót
allra manna. Ég skildi síðar, hvers
vegna skólameistara var óafvit-
andi þessi líking skáldsins á Borg
svo hugleikin. Hún var líka mynd
af heimili hans sjálfs.
Þetta er ekki grein um frú
Halldóru Ólafsdóttur. Það er að-
eins látlaus, en innileg þökk og
kveðja á minningadegi frá göml-
um vini.
Enn er kominn apríl, og sólin
hækkar á lofti. Bráðum, frú Hall-
dóra, springa trén út í garðinum
kringum gamla M. A. Á hverju
vori hlúðir þú að þeim mildum
og mjúkum höndum. Þú varst ár-
risul. Á björtum vormorgnum,
þegar Pollurinn var töfraskugg-
sjá, og Kaldbakur speglaðist sól-
roðinn í lygnum firðinum, stóðstu
oft undir grænu liminu þeirra. Ef
þau mættu mæla, mundu þau í
dag hvísla vinarorðum í suður-
veg. Má ég ekki skila til þín
kveðjunni þeirra?
Þú sagðir við mig í fyrra: „Þeg-
ar ég Iá á Landakotsspítalanum,
sagði ég við lækninn: Má ég nú
ekki koma út á skólalóðina?“ Þú
brostir að mismælinu, en í því
felst óbrotgjörn tryggð þín við
fornar stöðvar o ggömul kynni.
Norðlenzka vorið er ekki kom-
ið, en það er á næstu grösum. Eg
bið það fyrir kveðjuna mína suð-
ur yfir fannbarin fjöll og heiðar.
7. aprfl 1952.
Brynjólfur Sveinsson.
Ruth Hermanns
og Árna Kristjánssyni
vel fagnað
Fyrstu tónleikar Tórilistarfélags
Akureyrar á þessu ári voru
haldnir sl. fimmtudagskvöld í
Nýja-Bíó. Léku þau frk. Rúth
Hermanns fiðluleikari og Árni
Kristjánsson píanóleikari nokkur
verk meistaranna, við mikla
hrifningu áheyrenda. Verkin
voru: Prelúdía og Alegro eftir
Pugnani-Kreisler, Fiðlukonsert
í D-dúr eftir Beethoven, spænska
symfónían eftir Lalo og Polonaise
brilliante eftir belgíska tónskáldið
Wieniawski. Aukalag var stúlkan
með hörgula hárið eftir Débussy.
Það er ekki á færi annarra en
beztu listamanna að flytja þessi
verk, svo að hrifningu veki og
gleði. Þarna fór saman ágæt
kunnátta og fögur túlkun. Hljóm-
leikar þessir voru vel sóttir og
klöppuðu áheyrendur listamönn-
unum óspart lof í lófa.