Dagur - 11.06.1952, Page 5
MiSvikudaginn 11. júní 1952
DACUR
1 tilefni af misskilningi
Þar sem reynt er að gera af-
stöðu manna til kaupfélaganna
tor.tryggilega í sambandi við
væntanlegt forsetakjör, vil eg
leyfa mér að benda á eftirfarandi
átriði: Það er misskilningur að
þ'eir menn, sem lýst hafa fylgi við
Ásgeir Ásgeirsson hér um slóðir,
séu þar með að v^erðlauna fjand-
skap við Kaupfélag Eyfirðinga
eða önnur kaupfélög. Mér vitan-
lega hefur þessi frambjóðandi
aldrei lagt illt til KEA eða kaup-
félaganna almennt. Eg h'ef talið
að hann sé og háfi verið kaup-
félagsskap hlynntur. Fráleit skýr
ing verður það að teljast á skrif-
úm Alþýðumannsins hér um K.
E. A., á liðnum árum, að þau séu
undan rifjum Ásgeirs Ásgeirs-
sonar. Við hér nyrðra þekkjum
okkar heimafólk. Af því leiðir
líka að við vitum, að engin
stefnubreyting er þar órðin og
engin „forsetaleg“ skýring er á
þögn Alþm. nú um sinn um þessi
málefn.i Ritstj.blaðsins og höfund
úr flestra greinanna um sam-
vinnufélagsskapinn, Sem blaðið
hefur birt og Alþbl. oft endur-
prentað, hefur að undanfömu
dvalið í annárri heimsálfu við að
kynna sér varnarvirki og vígvél-
ar Atlantshafsbandalagsins og
öðlast sfeðri yfirsýn um gang
heimsmálanna. Slíkur maður
hefur haft öðru að sinna en hlusta
eftir púðurskolum úti á íslandi
eða sinna hugðarefnum sínum í
kringum KEA. Til þessa alls mun
hann væntanlega ætla sér nægan
tímá síðár. Þetta er víst áreiðan-
lega skýfingin á þögninni og hin-
um „bréytta tón“. En fleiri hafa
verið hógværir nú um sinn í
skfifum um kaupfélagsmál. — í
Morgunblaðinu hefur t. d. verið
grafárþögn nú um hríð. Er á fyr-
irbærínu „forsetaleg“ skýring?
Fráleitt tel eg það. Líklegra, að
hinn fasti höf. skammargreinanna
sé í boðsreisu í austri eða vestri
eða á annan hátt ekki viðlátinn
um sinn. En framhaldsins á þeim
skrifum má sjálfsagt vænta annað
tveggja fyrir eða eftir 29. júní,
allt eftir því hvernig vindurinn
blæs og leiði verður.
Eg get ekki fundið neina ástæðu
til þess að blanda óskyldum mál-
um eins og fylgi við samvinnu-
stefnuna inn í deiluna um for-
setakjörið, a. m. k. meðan ekki
liggur fyrir skilmerkilegri grein-
argerð um afrek frambjóðend-
anna hvers um sig á þeim vett-
vangi.
Haukur Snorrason.
Aíhyglisverð handavinnusýning
Húsmæðraskóla Akureyrar
Síðastl. laugardag bauð Hús-
tnæðraskóli Akureyrar blaða-
lilönnum o. fl. að sjá handavinnu
neménda frá síðastliðnum vetri.
Tvennt vakti strax athygli:
Hvað sýningin var smekkleg og
hitt hve afköst hinna 11 reglulegu
nemenda skólans voru mikil.
Forstöðukonan, Valgerður
Árnadóttir, kenndi sauma —
fatasaum og útsaum, — Ólafía
Þorvaldsdóttir vefnað, Guðyún
Sigurðardóttir matreiðslu og
Merk húsfreyja látin
í gærmorgun andaðist að
Skjaldarvík Guðný Loftsdóttir,
fyrrum húsfreyja á Þúfnavöllum,
nær 91 árs að aldri, fædd 29. júní
1861. Hún var um langa hríð ein
kunnasta húsfreyja héraðsins á
myndarheimili þeirra hjóna
Guðmundar hreppstjóra og
dannebrogsmanns Guðmunds-
sonar. Hún verður jarðsungin
hinn 16. þ. m.
Birti alla greinargerð
íslénzku ríkisstjórnar-
innar
Brezka blaðið Fishing News
birti 24. f. m. allt svar íslenzku
ríkisstjórnarinnar við mótmæla-
örðsendingú Breta vegna hinnar
úýju landhelgislínu, athuga-
semdalaust.
Laufeý Benediktsdóttir þvotta og
ræstingú. Én á matreiðslunám-
skeiðum 'skóláns kenndi Þorbjörg
Finnbogadóttir. 64 nemendur úr
Gagnfræðaskóla Akureyrar sóttu
þau námskeið og var þeim skipt í
5 deildir.
Námsmeyjar áttu þárna nær
hálft fjórða hundrað handunna
muna. Sönnuðu þeir ótvíráett það
sem löngu er viðurkennt orðið, að
áhugi og dugnaður húsmæðra-
efna í húsmæðaskólum yfirleitt er
frábær hvað alla handavinnu
snfertir.
Námskeið þau, er skólinn hef
ur haldið í vetur eru mjög vinsæl
og vel sótt og gefa mörgum hús-
mæðrurh í bænum tækifæri til
náms er þær gætu ekki annars
nötið. Á fatanámskéiðum skólans
voru saumuð 290 stykki ög var
hluti af þeim til sýnis í Sérstakri
deild í skólanurh. Á vefnaðar
námskeiðum var einnig mikil
þátttaka.
Húsmæðraskóli Akureyrar var
ekki byggður sem heimavistar
skóli, en í vetur bjuggu allar
námsmeyjar í skólanúm. Er þar
e. t. v. að nokkru skýring á hinni
vönduðu og miklu handavinnu er
hlýtur að vekja athygli við stutta
heimsókn í skólann.
Húsmæðraskóli Akureyrar er
myndarleg stofnun og vel útbú
inn eftir kröfum tímans,
skólalóðin, sem er rúmgóð, gefur
mikla möguleika.
Umsóknir eru nú þegar farnár
að berast fyrir skólavist næsta
vetur og mun skólinn að sjálf
sögðu búa sig undir vaxandi að
sókn.
og
AÐ NORÐAN
Erfitt tíðarfar og lítil gróður.
Mörgum hefur orðið hugsað til
þess hér um slóðir síðustu vik-
urnar, sem brezki náttúrufræð-
ingurinn Julian Huxley sagði um
árið þegar hann kom hér m. a. til
þess að telja súlurnar í Eldey.
Hann sagði við heimkomuna, að
ísland væri á mörkum hins
býggilega heims. Þessi orð urðu
fræg hér heima og hneyksluðu
margá. Raunai- var öll hneykslun
ástæðulaus. Við þurfum ekki að
láta eins og við búum við suðlæg
höf, þótt hér komi góðviðristímar
annað slagið. Þegar þeir hafa
staðið urh skeið, verða harðindin
fjarlæg í hugum manna og fyrir-
byggja þver. En við vöknum
fljótt við Vondan draum. Köldu
vorin eru okkur þyngst í skauti.
Svo hefur verið úm nokkur síð-
astliðin ár og ekki er þetta árið
bezt. Þótt liðin sé meira en vika
af júní má víða sjá snjóskafla í
byggð, alt niður undir sjó í sum-
um útsvfeitum. Gróður er enn í
dag sáralítill, haginn enn sinu-
grár, túnin græn að kalla en lítt
sprottin, enda fannir sums staðar
í lautum.
Um sl. helgi voru margir hér
um slóðir önnum kafnir að
setja niður kartöflur, enda
hlýnaði þá og skánaði ofiu-lítið.
Víða var þessum störfum lokið
fyrir alllöngu en lítið mun hafa
miðað í görðunum í frostunum
og mildi ef ekki hafa orðið
skemmdir á útsæði. Öll garða-
vinna er langt á eftir áætlun
eins og gróðurinn, uppskeru-
horfurnar því ekki eins góðar
og þegar árferði er hagstætt.
Karftöfluræktun er talsverð
tekjulind margra bænda og
bæjarbúa, en uppskeran ekki
árviss. I fyrra eyðilögðu t. d.
næturfrost uppskeruna í stór-
um garðlöndum, þegar snemma
sumars.
Kalskemmdir í túnum.
Eitt hið erfiðasta vandamál
bænda hér um slóðir virðist vera
kalskemmdirnar í túnum. Þær
voru slæmar í fyrra en erú verri
í ár. Allvíða má sjá stóra, hvíta
flekki í túnum. Heyfengur í hér-
aðinu varð verulega minni én efni
stóðu til í fyrra vegna kalsins og
horfurnar eru lakari í ár. Bænd-
ur standa eigihlega ráðþrota
gagnvart þessu fyrirbæri. Á Bún-
aðarþingi sl. vetur var rætt um
þessi mál og nauðsyn þess að ör-
sakir hinna stórfelldu kal-
skemmda séu rannsakaðar og
haldið uppi fræðslustarfsemi um
það, hvernig forðast megi kal, ef
ráð finnast til úrbóta. Ástandið
hér í Eyjafirði nú í vor mælir mfeð
því að í þessum málum sé aukinn
gaumur gefinn.
Mikill skógræktaráhugi
í kuldatíðinni.
Norska skógræktarfólkið gisti
héráðið einmitt í verstu kuldatíð-
inni og blés fekki byrlegá fyrir
skógræktina í hríðinni. En það er
eins og fólk hafi ekki látið slíkt á
sig fá. Norðmennirnir ferðuðust
allvíða um héraðið, og var oft
talsvert fjölmenni héraðsbúa og
bæjarmanna að starfi með þeim í
skógarrfeitunum. Og þótt kalt
blési hér um dali ög fjallaskörð
munu þeir hafa fundið hlýjuna
frá einlægum vinarhug í garð
norsku þjóðarinnar og þess starfs,
sem norskir skógræktarmenn
vinna hér, bæði með þátttöku í
gróðursetningarstarfi og þó enn-
fremur méð því að örva okkur til
starfa og telja í okkur kjark.
Skógræktarstarfið hefur fram til
þessa aðalega hvílt . á mjög fá-
mennum hópi áhugamanna.
Fjöldinn hefur staðið álengdar.
Enu nú virðist breyting á þessu
vera að ganga yfir. Forustumenn
Skógræktarfélags Akureyrar
segja almfennari þátttöku nú í
skógræktarstarfinú -en nókkru
sinni fyrr og þafj enda þótt ekki
hafi blásið byrlega með veðrið.
Margir bæjármenn hafa fúslega
komið til starfa eða ljáð bíla til
flutnings á fólki. Bugmyndin um
Kjarnaskóg hér á suðurmörkum
bæjarlandsins vekur áhuga og nú
tala skógarhríslúi'nai' á Veiga-
staðabökkum hér handan við
Pollinn við hvern vegfaranda
sem fer úm þjóðveginn bg minna
á þýðingú þess starfs, sem skóg-
ræktarmeninrnir vinna.
Og nú er það síldiu!
Þess vei'ður nú víða vart að sú
tíð nálgasi óðum er.menn tala
helzt ekki um annað en síld hér í
þessum landshluta. Það er víða
búið ac5 i’áða fólk á síldarsöltun
arstöðvarnar og unnið er að því
að búa skipin undir vértíðiiia.
Þótt bræðslusíldarVefðið verði
lægra en í fyrra, er svb að heýrá
sem flest hin stærri skip á. m. k.
ætli að freista gæfunnar ehn. Óg
nú eins og fyrrum rekst maður á
menn, sem telja „síldarlegt“ eins
og það er kallað og eiga þá víst
við veðrið það sem af er í sumar.
Og alltaf er einhverja að dreyma
mikla síld. Gott væfi ef rættist,
en því miðúr höfum við fengið
síldarleýsi ofan í kuldatíð á fyrri
árum og spámar og draumarnir
verða að bíða síns tíma.
Nokkurra nýjunga má senni-
lega vænta á þessari síldarve-
tíð. Síldarskipstjórar á Norðúr-
landi og síldarverksmiðjumar
hafa skorað á ríkisstjórnina áð
hafa skip til síldárléitar og
rannsókna með flotanum og
gera sér góðar vónir um árang-
ur af samstarfi rannsóknar-
skips og veiðiflotans óg byggja
það m. a. á teynslu Norðmanna
af þeirri skipan mála og á veið-
unum í fyrra.
Þá munu sQdarverksmiðjurnar
búa sig undir að vinna betur úr
aflanum en áðuf og gæta þess að
helzt engin verðmæti renni í haf-
ið á ný. Loks fer þess að geta að
nú verður gerð-tili'aun til þess að
hraðfrysta síldina á sjálfum mið-
unum.
Við hafnarbryggjuna hér á
Akuréyri liggur um þessar
mundir togarinn „Jörundur“,
afláhæsta skip síldarflotaús í
fyrra, og býr sig undir vertíð-
ina. Er verið að koma fyrir
Forsetakjörið enn -
(Framh. af 2. síðu)
er það efalaust samkvæmt skoðun
sinni og hefir tekizt að vinna
flokknum mikið ógagrt fyrr og síðar.
— Við slíku má búast af andstæð-
ingi, sem ér áhúgasamur í andstöð-
unni og fylginn sér, eins og Asgeir
Asgeirsson er í stjórnmálum. — En
það ætti ekki að vera erfiðleikum
bundið fyrir Framsóknarmenn að
gera Sér ljóst, hve hyggilégt það
muni vera af þeim að styðja slíkan
mann til valda.
Sarnheldni Fra?nsóknarflokksws
er styrkur hans.
Framsóknarflokkurinn hefir lent
í margri raun, og stundum hefir
sumum þótt tvísýnt um framtíð
hans. Þrátt fyrir það er hann í dag
samstilltur flokkur og traústur, og
blaðakostur hans hefir aldrei verið
útbreiddari og áhrifameiri en nú.
Þetta hefir gerzt vfegna þeitra góðu
málefna, sem flokkurinn berst fyrir,
og fyrif mikla vinnu margra manna,
sera hafa reynt að gera sér það ljóst,
hvaða hættur stefndu að flokknum
á hverjum tíma og hvernig átti að
afstýra þeim. Það skal þegar viður-
kennt, áð margir hafa lagt fram
míklu meiri vinnu en eg til þess að
efla þennan flokk og gera hann
það, sem hann er.
Nú biður sá stjórnmálamaður um
áheyrn Framsóknarmanna, er mest
hfefir gert til þess að kbma Fram-
sóknáfflokknum á kné, maðurinn,
sem stjórnar liægri deild Alþýðu-
flokksins og látlausum árásum
hennar á Framsóknarflokkinn,
maðurinn, 'sem hefir farið þannig
með sinn eigin flokk, að traust hans
hefir stöðugt farið minnkandi. —
Nú kemur þessi stjórhmálamaður
til Framsóknarmanna, varar þá við
ráðum forvígismanna flokksins, að-
aðllega' eins, bg biður þá um leið
að hjálpa til að lyfta einum aðal-
andstæðingi flokksins upp í æðsta
valdasess á íslandi.
Eg skal engu um það spá, hve
thargir verða við bön Ásgeirs Ás-
geirssonar og fara að ráðum hans.
Það ákveða þeir sjálfir, og úrslit-
anna er ekki langt að bíða. En ef
ráðin, sem AlþýÖubíaðið og Ásgfeir
Ásgeirsson gefa Framsóknarflokkn-
um nú eru heillaráð, þá er það að
minnsta kosti í fyrsta skipti um
langt skeið, sem Ffamsóknarmfenn
verða slíks aðnjótandi úr þeirri átt.
Þessi g;rein birtist í „Tíman-
um“ sl. sunhúdag og er endur-
prentuð hér skv. ósk höfundar.
Athugim á holræsakerf i
innbæjarins
Bæjarstjórnin samþykkti fyrir
nokkru að fela bæjarverkfræð-
ingi að athuga holræsakerfi inn-
bæjarins, í tilefni af kvörtun íbúa
þar, og gera áætlun um kostn. við
endurbætur á því. Þetta er góð
byrjún, eh meira þarf nú til. Hol-
ræSákerfihu fer stórlega ábóta-
vant miklu víðar í bænúm og er
framundan óhjákvæmilegt átak
að gera þar verulegar úrbætur.
hráðfrystitækjum úm borð í
tó&aranum og munú þau verða
notúð í sumar og spriklaúdi
síldin úr nótinni sett beint í
hraðfrystinn. — Þetta er
merkileg nýjimg og líkleg
til þess að vekja athygli
á því hver naúðsyn er að sífellt
sé leitað að bættum fram-
leiðsluaðferðum og nýjungum á
sviði sjávarframleiðslunnar.