Dagur - 07.08.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 07.08.1952, Blaðsíða 8
8 Dagxjr Fimmtudaginn 7. ágúst 1952 Sfórslysum verður enn naumlega forðað vegna grjófflugs á Óshiíðarvegi A morgun er eitt ár liðið frá slysinu mikla Fleiri erlendir ferðamenn, en r minna um ferðir Islendinga, bæði ufanlands og innan Laxveiðimennirnir bandarísku eru hrifnir af íslenzku veiðiánum Á sínum tíma stóðu vonir til, að samgöngubót hin mesta mundi fást, þegar lokið væri vegagerð um Óshlíð vestra, enda brýn þörf á greiðfærri landleið milli ísa- fjarðar og Bolungarvíkur. En reynslan, sem þegar hefur feng- izt af þessu mannvirki, virðist benda til þess, að erfitt muni að ganga þannig frá vegi á þessum stað, að umferð sé þar hættulaus, sökum sífellds grjótflugs úr fjall- inu niður hlíðina. Munu menn al- mennt alls ekki leggja leið sína um þennan veg, nema þeir séu tilneyddir, og liggur þó oft við stórslysum. — Fyrir nokkru var t. d. bifreið á ferð um veginn, og varð ökumaðurinn að hemla mjög skyndilega til þess að forða slysi, því að stór steinn skall á Þýzki svifflugkennarinn Ernst Erich Vergens — fyrrv. heims- methafi í þolflugi á svifflugu — er nýlega horfinn heim héðan að norðan, eftir að hafa dvalið um tveggja vikna skeið með félögum úr Svifflugfélagi Akureyrar, m. a. á námskeiði er hann hélt með þeim við Sellandafjall í Mývatns- sveit. Vergens sagði í viðtali við blaðið, að hann teldi svifflug- menn okkar hér mjög efnilega og „Súrfiskur“ í stað fiskimjöls Athyglisverðar tilraunir með nýtt kjarnfóður f fyrra hófust á Hvanneyri til- raunir með nýtt kjamfóður handa nautgripum, svokallaðan súrfisk. Hið nýja kjarnfóður er talið geta komið í staðinn fyrir fiski- mjöl. Súrfiskurinn ér unninn úr fiskúrgangi, sem maurasýra hef- ur verið sett í. Er fiskurinn síðan geymdur ýmist í sérstökum gryfjum eða tunnum og gefinn skepnum með heyi. Þykja til- raunir þessar merkilegar, því að talið er líklegt, að súrfiskur verði ódýrari fóðurbætir en fiskimjöl, enda hafa tilraunirnar gefið góða raun að öðru leyti, það sem af er. En væntanlega verða þær nú að bíða hausts, þar eð erfitt er að gefa skepnum kjamfóður með grængresi. veginn rétt fyrir framan bifreið- ina. Annar bílstjóri varð einnig fyrir skömmu að hraða för sinni mjög til þess að sleppa undan grjótflugi, sem hann varð var við uppi í hlíðinni. Sauðfé hefur einnig fundizt limlest og dautt af þessum sökum þarna á veginum. Ollum landsmönnum — og þá ekki hvað sízt okkur Akureyr- íngum — er enn í fersku minni hið hryggilega og dæmafáa slys, sem varð á þessari leið fyrir réttu ári — sunnudaginn 8. júlí í fyrra — er bjarg skall á bifreið þeirra Þórsfélaga með þeim afleiðing- um, að tveir ferðafélaganna biðu samstundis bana, en aðrir tveir meiddust svo hættulega, að lengi þótti tvísýnt um líf þeirra og heilsu. áhugasama og þeir hefðu mjög góðum kennara á að skipa, þar sem væri Tryggvi Helgason, er setti íslandsmet í þolflugi við Seílandafjall fyrir skemmstu (16 klst. 25 mín). Skilyrði til svif- flugs sagði Vergens mjög góð hér, það sem hann hefði séð og reynt. Þrótturinn í starfi svifflug- manna hér — þótt fáir væru — minnti sig á upphaf þessarar íþróttar í Þýzkalandi í gamla daga. Á meðan kennarinn dvaldi hér luku nokkrir svifflugmenn hér prófum: Gunnar Skai'phéð- insson, Elías Ágústsson og Due Edvald C- og A-prófum, Skúli Steinþógsson C-prófi og 5 klst. af silfur-C-prófi, Tryggvi Helgason lauk silfur-C-prófi. Alls voru svifflugmenn héðan 50 klst. á lofti við Sellandafjall. Náffúrugripasafn opnað Á sunnudaginn síðasta var opn- að hér I bænum náttúrugripa- safn, og verður það opið almenn- ingi tvo tíma hvem sunnudag. Á safninu eru yfir 80 tegundir eggja og nokkru færri fuglar, og er það aðal-uppistaða safnsins. Jakob Karlsson afgreiðslumaður Eimskips gaf Akureyrarbæ safn sitt fyrir nokkru og hefur aukið það talsvert síðar. Kristján Geir- mundsson fuglafræðingur, sem stoppað hefur fuglshamina og séð um uppsetningu safnsins, mun verða. safnvörður. Er fyrirhugað að auke safnið smám saman og koma þar upp fleiri deildum. Gunnar M. Magnúss fram- bjóðandi kommúnisfa í Vesfur-ísafjarðarsýslu Þessi hvalfregn (!) barst rétt í því, að blaðið var að fara í press- una. Mun þetta í fyrsta sinn, sem Gunnar sýnir feimnis- og undan- bragðalaust á sér rauða litinn, en áður hefur þó oft í hann skinið undir „frjálslyndis“-gærunni, svo sem bert er af hlutvendni hans í sagnritun, eins og í bókinni „Virkið í norðri“ og raunar víðar. Nú fylgir svohljóðandi skýring fregninni, samkv. „Þjóðviljan- um“: „Framboð mitt er boðskap- ur um andlegt frelsi,“ segir Gunnar. (!) Ekki þurfa Vestur- ísfirðingar að kvíða ófrelsinu, ef þeir skyldu setja Gunnar þennan í sæti Jóns Sigurðssonar forseta. En til þess munu þó annars engin líkindi. - Móðir, konai meyja hún gekk með yngri dóttur sína. Hún lá rúmföst um tveggja ára skeið, og læknarnir óttuðust, að ekkert biði hennar annað en hækjurnar og hjólastóllinn. Á einu ári voru gerðir tveir stórir uppskurðir 'á fótum hennar, og gat hún eftir það gengið ögn með hækjur. En Lis Hartel missti ekki kjarkinn. Hún var ófáanleg til þess að hætta við að stunda reiðar ,en það hafði verið eftir- lætisíþrótt hennar um margra ára skeið. Hún lét aka sér út á reið- vellina, lyfti sér á bak á hestinn sinn, og síðan hóf hún æfingar aftur af óbilandi dugnaði og trú á það, að kraftar hennar myndu eflast á ný við íþróttina. Nú héf- ur þessi kjarkmikla kona unnið heilsu sína á ný að mestu leyti, og það sannaði hún umheiminum nú á dögunum með því að vinna 22 karla og 3 konur í „Skóla-kapp- reiðum“ á Olympiuleikjunum í Helsingfors. „Stærsti dagur lífs míns“. Það eru engin undur, þótt Lis Hartel gréti af gleði yfir sigrin- um. Það var ekki aðeins iþrótta- afrek, sem hún hafði unnið í keppninni við fjölmargar þjóðir, heldur kannske miklu fremur hefur hún fundið til sigurgleði yfir margra ára vanheilsu og kraftaleysi. í viðtölum við blaða- menn sagði hún þennan dag stærstan í lífi sínu, og varla hafði hún þerrað gleðitárin, fyrr en skeyti var sent af stað heim til litlu dætranna, sem biðu með eft- irvæntingu eftir því að heyra, hvernig mömmu myndi ganga. Afrek Lis Hartel má ekki gleymast. Það er stærra og mik- ilvægara heldur en öll íþróttaaf- rekin á Olympiuleikjunum. Það er sönnun þess, hvað þrek og óbilandi kjarkur megnar í viður- eigninni við hina ægilegu veiki, lömunarveikina. Saga Lis Hartel sýnir okkur, að það má aldrei gefast upp í baráttunni við veiki þessa, og hún er um leið gleði- boðskapur til olckar allra. Þótt svo hörmulega takist til, að við verðum fyrir barðinu á lömun- arveikinni, er ekki ástæða til að Forstöðumaður ferðaskrifstof- unnar hér í bæ, Jón Egilsson, átti í gær erindi inn í skrifstofu „Dags“, og greip fréttamaður blaðsins þá tækifærið og spurði hann frétta af starfsemi ferða- skrifstofunnar nú í sumar. Sagði Jón, að sér virtist að heldur hefði dregið úr ferðalögum innlendra manna frá því, sem verið hefur, síðan ferðaskrifstofan tók hér fyrst til starfa, og ætti það nokk- uð jafnt við um fei'ðalög innan- lands sem utan. Hins vegar kvað forstjórinn ferðamannastraum frá útlöndum sizt minni en áður, eða þó öllu heldur meiri. Þó er það segin saga', að þeir kvarta flestir yfir því — jafnt þeir, sem efnaðri virðast og hinir, sem létt- ari hafa sjóðina — hversu dýrt sé að ferðast og fyrirgreiði allur kostnaðarsamur. Þá þykir þeim á skorta, að fá engan hentugan bækling með upplýsingum um það, sem helzt sé hér markvert að sjá og skoða í bæ og héraði, og ennfremur um helztu ferða- mannaleiðir héðan og annað því um líkt. Virðist það hæfilegt og sjálfsagt verkefni fyrir ferða- skrifstofu ríkisins að sjá fyrir slíkum bókakosti, en að henni frágenginni verða aðrir aðiljar, sem hagsmuna hafa að gæta í þessu sambandi, gistihúsin hér eða bærinn sjálfur, að bæta úr þessari þörf, því að hvarvetna annars staðar, þar sem ferða- manna er von að nokkru ráði, munu slíkar leiðsögubækur, svo og handhæg kort og myndir, vera á boðstólum við skaplegu verði. Laxveiðimennimir ánægðastir. Langflestir ferðamannanna virðast að öðru leyti ánægðir og telja hér gott að koma og dvelj- leggja árar í bát. Lis Hartel hefur sýnt okkur, að það er hægt að vinna kraftaverk, ef kjarkurinn bilar ekki ,og það er einmitt það, sem er gott fyrir okkur að vita, ef vágestur þessi skyldi sækja okkur heim. Lis Hartel fékk silf- urverðlaun á Olympiuleikjunum, og hún mun áreiðanlega fá gull- verðlaun, þótt þau verði kannske ekki sýnileg, frá læknunum, sem hafa stundað hana og öllum þeim, sem berjast á móti lömunarveiki. Þegar þessar línur ná heim til „Dags“, er 15. Olympiuleikjunum lokið, og íþróttafólkið frá hinum 70 þjóðum er flogið á brott, hver til síns heimalands. Margir koma heim með „gull“ og fjöldi stórra sigra hefur verið unninn, en vafasamt er að nokkur þeirra sé stærri né nokkur sigurvegarinn glaðari í hjarta sínu, heldur en Lis HarteL sem sigraði lömunar- veikina. as. ast. En laxveiðimennirnir virðast þó að jafnaði ánægðastir. T. d. gat Jón þess, að tveir Banda- ríkjamenn, er dvalizt hafa hér norðanlands að undanförnu þeirra erinda m. a. að kynna sér veiðarnar, væru nú nýfarnir úr bænum, og hefðu þeir látið mjög vel af komu sinni hingað, og það þótt þeir væru engan veginn heppnir með veður, meðan þeir voru við veiðarnar. — Annar þessara manna er ri'tari Bart- mouth College í bænum Hanover í New Hampshire, Sidney C. Hayward að nafni, en hinn heitir Paul Sample og er hann listmál- ari og kennari við þennan sama skóla. Hinn kunni landkönnuður og Vestur-íslendingur, dr. Vil- hjálmur Stefánsson, er og einn af kennurum þessa skóla, og greiddi dr. Vilhjálmur á ýmsan hátt fyr- ir för þessara samstarfsmanna sinna hingað til lands. Skrifa í víðlesin tímarit. Mr. Hayward hefur tekið að sér að skrifa grein um þessa för sína og laxveiðar á íslandi fyrir veiðimannatímaritið ameríska, Field & Stream, og félagi hans, Mr. Sample, mun myndskreyta greinina, en báðir eru þeir félag- ar þaulvanir laxveiðimenn og áhugasamir um þá íþrótt. Er einnig í ráði, að ýmis önnur tímarit þar vestra birti ferða- pistla frá þeim félögum, m. a. mjög víðlesið mánaðarrit, sem Hollidey heitir. Gamli bærhin að Bmstafelli féll þeim vel í geð. Þá höfðu þeir félagar mikinn áhuga fyrir því að kynnast sem bezt lífinu til sveita hér á landi og munu í ferðapistlum sínum reyna að bregða upp svipmyndum af því og öðrum aðalvinnuvegi þjóðarinnar að fornu og nýju, landbúnaðinum. í því skyni með- al annars lögðu þeir leið sína austur að Burstafelli í Vopnafirði og dvöldust þar um hríð. Höfðu þeir heyrt gamla bæjarins gelið, áður en þeir fóru að heiman, og höfðu mikinn hug á að kynnast þeim forna og sérkennilega mannabústað nánar í sjón og raun, en Burstafellsbærinn mun nú um 200 ára gamall og í honum búið enn. En af þeirri kynningu er það skemmst að segja, að enda þótt þeim félögum þætti mikils um vert laxveiðina í Selá þar í firðinum, var þeim þó Bursta- fellsbærinn gamli, heimilið þar og aðbúnaður allur ennþá hug- stæðari. „Þangað er ykkur óhætt að senda hvem sem er, jafnvel hina vandfýsnustu ferðalanga, og mun þeim þar þykja gott að koma.“ Svifflngmeiinirnir okkar ern efnilegir og ekki vantar þá áhugann Þýzki kennarinn Vergens telur skilyrði til svif- flugs nijög góð hér á landi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.