Dagur - 10.09.1952, Blaðsíða 7
D A G U R
7
Miðvikudaginn 10. scpt. 1952
«»' '■ ■ »■
■— I stutfu máli
(Framhald af 2. síðu).
líffærum, liðum og beinum, í
sjúkrahúsunum St. Lake og
Seaview í New York, hafa t.
d. leitt margt merkilegt í ljós,
og voru niðurstöður þeirra
lagðar fyrir læknafund í Lon-
don, sem haldinn var nú fyrir
skömmu.
—o—
MIKLA ÞÝÐINGU, segir
sérfræðingurinn David M.
Bosworth, sá, er skýrsluna
flutti á læknafundinum, hefur
lyf þetta í sainbandi við
þrautir af völdum berkla í
liðamótum og beiuum. Til-
raunir sýna, að hægt er að
hverfa frá notkun deyfilyfja í
slíkum tilfellum cftir eina
viku til tíu daga. Jafnframt því
að þrautir hverfa, eykst al-
menn vellíðan sjúklingsins og
bjartsýni. — Sem dæmi um
kvalastillandi eiginleika mars-
ilid—lyfsins er þess gctið, að
það hefur verið notað með
góðum árangri í krabbnmeins-
tilfellum, sem langt voru
komin, en þetta á þó aðeins
við scrstök tilfelli sjúkdóms-
ins, en tekið er fram, að það
Iækni ekki sjúklinginn ,hcldur
deyfi það aðeins kvalir hans
um stimdaersakir. e
—o—
ÞÁ VIRÐAST og sár gróa
miklu fyrr með notkun þessa
lyfs, og gildir einu í því sain-
bandi, hvaða tegund sýkla er
þar aíí,- y.eíkiA—.Talið, er lík-
legt, að notfeun híns nýj’a lyfs
gegir' - btrrkltttn,- Jnúni draga
verulega úfþörf á skurðlækn-
isaðgerðum vegna þeirra, en
oft mun þeirra þó þörf, eftir
sem áður. Ilins vegar má nú
oft nota þessi lyf við sjúklinga,
; sem ekki hefðu þolað að gang-
* ast undir uppskurð. — Þá er
r og talið sannað, að þetta nýja
- lyf sé miklu áhrifameira í
; þessum tilfellmn cn strepto-
3 mycin, og án ýmissa þeirra
" eftirkasta, sem það lyf þykir
hafa.
—o—
SÍÐASTA FREGNIN á
þessu sviði cr sú, að skotfæra-
verksmiðjan sænska „Bofors
NobeIkrut“ hafi fyrir nokkru
síðan framleitt á efnafræði-
tilraunastofu sinni nýtt, efna-
fræðilegt bcrklalyf, I. N. H.,
scm ciimig er kallað „Nau-
manon Nobcl“. Meðal þetta
hefur nú verið reynt í sam-
bandi við mörg hundruð
sjúklinga, bæði nýja sjúklinga,
sem ekki hafa áður verið með-
höndlaðir með öðrum lyfum,
en einnig á eldri sjúklingum,
þar sem áður kunn lyf hafa
reynzt árangurslaus. — Allir
sjúklingarnir hafa hlotið
verulegan bata, hafa þyngzt að
mun, hóstinn hefur minnkað
og í mörgum tilfcllum hafa
þcir orðið smitfríir. Aldrci
hefur orðið vart þeirra óþægi-
legu eftirkasta eða aukavcrk-
ana, sem annars eru svo al-
gengar í sambandi við notkun
annarra kemiskra Iyfja. Rönt-
gcnskoðanir hafa eimiig sýnt
verulega framför. Mildar
ráðagerðir eru nú uppi um til-
raunir í stóriun stíl í sambandi
við þessi lyf, einkum þegar
um berlda í hinum innri líf-
færum er að ræða, t. d. í nýr-
unum og lifrinni, því að svo
virðist, ef marka má tilraunir
þær, sem þegar hafa verið
gerðar, að lyfið hafi engin
skaðlcg áhrif á starfséiúi þess-
ara né annarra skyldra líf-
færa.
^ Fokdreifar
(Framhald af 4. síðu).
hefðu þaríara verkefni að vinna
að uppræta ranghermi um ísland
í dönskum kennslubókum, en
skrifa móðursýkispistla af þessu
tagi. Norræn samvinna og
„skilningurinn“ í milli grannland
anna er enn í dag ekki meiri en
svo, að mikill fjöldi dönsku þjóð-
arinnar stendur í þeirri trú, að
Danir hafi lagt milljónatugi í að
hyggja upp atvinnuvegi og sam-
göngukerfi íslands. Það er skilj-
anlegt að vonbrigða kenni, að
finna ekki „et stykke Danmark“
hér norður frá, en léleg sárabót
að telja sjálfum sér trú um að
hafa rekist á „et stykke Amer-
ika“ í staðinn. Danir hafa aldrei
getað skilið, að jörðin, sem þeir
hafa undir fótum hér er „et
stykke Island“.
Hitamælar
Sfækkunargler
Jarn- og glervörudeildin
Gaslampar
og Prímusar
Járn- og glervörudeild.
Kvöldskóli
Við undirritaðir munum starfrækja kvöldskóla á
komanda vetri, ef næg þátttaka fæst. Væntanlegir þátt-
takendur geta valið um eina eða fleiri af eftirtöldum
námsgreinum: Dönsku, sænsku, ensku, þýzku, frönsku.
Kennslustundir verða tvær í liverri námsgrein á viku.
Kennslugjald kr. 45.00 á rnánuði. Umsækjendur vin-
samlegast riti nöfn sín á lista í bókaverzlun Axels Krist-
jánssonar h.f. fyrir 20. þ. m.
Virðingarfyllst,
Friðrik Þorvaldsson.
Jón Árni Jónsson.
■ 'ý’V últó Jónsson.
Akureyringar - nærsveitamenn!
Flugfélag íslands h/f hefur ákveðið að efna til hóp-
ferðar frá Akureyri á iðnsýningu þá, sem nú stendur
yfir í Reykjavík, ef næg þátttaka fæst.
Fyrsta ferðin er áætluð síðara hluta laugardagsins
13. þ. m. og heim aftur e. li. næsta dag.
Væntanlegir þátttakendur athugi:
1. Farangur verður takmarkaður við 5 kg á farþega.
2. Ef veður liamlar heimferð á réttum tíma, tekur
félagið ekki þátt í kostnaði þátttakenda af þeim
sökurn.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, Kaup-
vangsstræti 4, Akureyri.
Símar: 1579, 1469 og 1422.
Flugfélag íslands h/f
Lánsútboð
Laxárvirkjunarinnar
Skuldabréf í innanríkisláni Laxárvirkjunarinnar hafa
nú verið send öllum umboðsmönnum lánsútboðsins.
\’eiða skuldabréfin afhent gegn bráðabirgðakvittunum
þeim, sem kaupendur bréfanna fengu, er þeir greiddu
bréfin. Kaupendum bréfanna skal sérstaklega á það bent,
að þeir fá bréfin aðeins hjá þeinr umbo.ðsmanni, sem
þeir keyptu Jrau hjá.
I. O. O. F. — Rbst. 2 — 1009108(4
I. O. O. F. = 1349128'A =
Kirkjan. Messað á Akureyri
næstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Guðsþjónustur í Grundarþinga-
prestakalli: Saurbæ, sunnud. 14.
sept. kl. 1.30 e. h. — Grund
sunnud. 28. sept. kl. 1.30 e. h. —
Kaupangi, sunnud. 5. okt. kl. 2
e. h. — Munkaþverá, sunnud. 12.
okt. kl. 1.30 e. h.
Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50
frá ónafngreindum. — Kr. 50 frá
ónafngreindum. — Kr. 50 frá H.
Ó. — Kr. 50 frá R. — Kr. 50 frá
X. — Kr. 150 frá ónefndri konu.
Mótt. á afgr. Dags.
Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50
frá L. A. Mótt. á afgr. Dags.
Sunnudaginn 14. þ. in., kl. 4
síðdegis, verður hlutavelta í Al-
þýðuhúsinu hjá Skógræktarfélagi
Tjarnargei'ðis og Bílstjórafélagi
Akureyrar. — Margt eigulegra
muna. — Nefndirnar.
í Tímanum var fyrir skemmstu
minnt á, að nú þegar göngur
og réttir hefjast, ættu menn að
leggja kapp á áð fara mannúð-
lega með skepnurnar. — Var
þetta þörf áminning. — I sam-
bandi við hana má minna á, að
réttargólfin í fjárréttum bæj-
arins við Glerá eru svo grýtt,
að meiðsli Jiafa stundum hlot-
izt af. T. d. munu kindur hafa
fótbrotnað í réttunum. Víðar í
( héraðinu íuun þapnjg ástatt
með réttargólfin. Ekki mun
mikið verk að kiþpa þessu í Iag
og ættu fjáreigendur að gefa
að því gætur áður cn réttað cr.
Rafhlöður
í vasalugtir,
sívalar
Jám- og glervörudeild.
Sjósfakkar
úr plastic
Járn- og glervörudeild.
Þvoftapotfur
til sölu, 125 lítra, kola-
kyntur, mjög góður.
Afgr. vísar á.
Kappróðrarmót Æskulýðsfél.
Um næstu mánaðamót verður hið
árlega róðrarmót Æskulýðsfélags
Akureyrarkirkju. — Keppt vel'ð-
ur í aldursflokkum, og eru þeir
félagar, sem vilja taka þátt í
keppninni, en hafa ekki ennþá
verið settir á keppendaskrána,
beðnir um að tilkynna þátttöku
sína Jóhanni Sigurðssyni, Gránu
félagsgötu 39, eða í síma 1648.
Áheit á Strandarkirkju. Kr. 10
frá N. Mótt. á afgr. Dags.
Gjafir til Fjórðungssjúkrahúss-
ins: Frá sveitarsjóði Svalbarðs-
strandarhrepps kr. 10000.00. Frá
Starfsmannafélagi Akureyrar-
bæjar kr. 2000.00. Með þökkum
móttekið. Brynjólfur Sveinsson.
106 milljónir félagsmenn
í samvinnufélögunum
Innan Alþjóðasambands sam-
vinnumanna eru nú samtals 61
samvinnusambönd í 33 þjóðlönd-
um. í þessum samböndum eru nú
um 370.500 einstök samvinnu-
félög með samtals 106 milljón
félagsmanna, sem skiptast þannig
eftir tegundum félaganna:
Neytendafélög' 59.564.00 félags-
menn.
Framleiðenda- og samvinnu-
iðnfélög 834.000 félagsm.
■ Byggingasamvinnufélög pg
smærri félög .1.802.000 féjagsm.
Landbúnaðarsamvinnufélög
18.738.000 félagsm.
Lánasamvinufélög 25.237.000
félagsm.
Félagsmannafjöldi samtals
106.175.000 félagsm.
r
Tómas Arnason
héraðsdómslögmaður
Opna aftur lögfræðiskrifstofu
mína í Hafnarstr. 93, 4. hæð,
næstk. mánudag, 15. þ. m. .
Sími 1443.
Dansleikur
í Dalakofanum n. k. laug-
ardagskvöld kl. 10 e. h.
Smurningsolíur
á allar vélar á sjó og landi,
jafnan fyrirliggjandi.
Olíusöludeild KEA
Gagnfræðaskóli Akureyrar
C)ll þau börn, er luku barnaprófi sl. vor frá Barna-
!: skóla Akureyrar og eru sk<)laskyld í gagnfræðaskólan-
!; um, cru beðin að koma til viðtals við mig — eða aðstand-
endur þeirra fyrir þeirra liönd — hið allra fyrsta, til Jress
;; að ákveða í samráði við mig, hvort jrau skuli setjast í
bóknáms- eða verknámsdeild skólans. Ég verð venjulega
til yiðtals heima fyrst um sinn kl. 5—7 síðdegis.
Þorsfeinn M. Jónsson,
1 skólastjóri.
L____________________________________________