Dagur - 10.09.1952, Blaðsíða 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 10. sept. 1952
. Skuggi járntjaldsins yfir alþjóð
lega kirkjuþinginu i Hanover
Séra Pétur Sigurgeirsson segir lesendum blaðsins
frá Þýzkalandsför sinni nú í sumar
Unnið að söfnun muna fyrir vænf-
Margir góðir gripir hafa komið í leifirnar, en þó mun
margt vera eilíflega glafað
Alþjóðlegt þing lúthersku
kirknanna. um víða veröld, hið
annað í röðinni, var haldið í
Hanover í Þýzkalandi dagana 25.
júlí til 3. ágúst sl. og sóttu þing
þétta 4 fulltrúar ísienzku kirkj-
unnar, prestarnir Péitur Sigur-
geirsson, Benjamín Kristjánsson,
Laugalandi, Þorgrímur Sigurðs-
son, Staðarstað, og SigUrður
Pálsson, Hraungerði.
Eru þeir nýlega komnir til
landsins af aflokinni kynnisför
um Vestur-Þýzkaland. Blaðið
hefur átt viðtal við séra Pétur
Sigurgeirsson um kirkjuþingið og
ferð hans um Þýzkaland.
— Það er Alþjóðasamband
lúthersku kirknanna, sem stóð
fyrir þessu móti, sagði séra Pét-
ur, og hefur sambandið aðsetur í
Genf. Fyrsta alþjóðlega kirkju-
mótið af þessu tagi var haldið í
Lundi í Svíþjóð árið 1947, og
sóttu fulltrúar íslenzku kirkj-
unnar það eínnig. Þetta mót var
í senn fjölmennt og virðulegt. Það
setti svip sinn á Hanoverborg þá
daga, sem það stóð yfir. Það
gladdi okkur íslenzku fulltrúana
sérstaklega, að sjá íslenzka fán-
ann blakta við hún á áðaltorgi
borgarinnar þegar við komum
þangað, við hlið fána 25 þjóða,
sem áttu fulltrúa á mótinu.
Óhætt er að fullyrða, að þinghald
þetta hafi vakið athygli um hinn
kristna heim. Stórblöðin og
fréttastofurnar höfðu sérstaka
fréttamenn starfandi á þinginu.
Austur-Þjóðverjar útilokaðir.
Þingið hófst með guðsþjónustu
í hinni aldag.ömlu höfuðkírkju
borgarinnar, sem er hið vegleg-
asta guðshús. f upphafi guðs-
þjónustunnar minntist Hans Lilje
biskup í Hanover trúbræðranna
austan jámtjaldsins, sem ekki
fengu íeyfi til þess að sækja þing
ið. Lútherska kirkjan í Austur-
Þýzkalandi á við vaxandi erfið-
leika að stríða og fulltrúar henn-
ar fengu ekki leyfi stjórnarvald-
anna til þess að sækja kirkju-
þingið. Urðu fulltrúarnir þannig
strax í upphafi þingsins varir við
þann skugga, sem hvíldi yfir
Vestur-Þýzkalandi öllu, — skugg
ann, sem leggur af járntjaldinu
inn yfir hið frjálsa Vestur-
Þýzkaland. Sameinaðist þing-
heimur í bæn fyrir heill trú-
bræðranna austan járntjaldsins,
með innileik og hluttekningu.
Kirkjan og hið lifandi orð.
Höfuðviðfangsefni þingsins var:
Ábyrg kirkja og hið lifandi orð,
og undir þessum teksta flutti
Nyggren biskup í Lundi fyrstu
ræðuna á þinginu og var það
jafnframt höfuðræða þinghalds-
ins. Lundsbiskup var forseti
kirkjusambandsins fram til þessa
þinghalds, en nú var Hans Lilje
Hanoverbiskup kjörinn til næstu
5 ára. Af öðrum mönnum, sem
hæst báru á þinginu, má nefna
hinn aldna norska kenniföður
Berggrav biskup íOsló,sem flutti
stórmerkilegt erindi um hið
brennandi spursmál dagsins, rík-
ið og kirkjan. Berggrav talaði út
frá reynslu sinni á stríðsárunum,
sem fræg er, og lagði áherzu á
nauðsyn þess að kirkjan væri
sjálfstæð og fengi að starfa óá-
reitt og óháð afskiptum ríkisins.
Vitnaði hann í þessu sambandi í
skipti sín við nazistaleiðtogana á
stríðsárunum. Var máli Berggravs
tekið af miklum fögnuði, enda
mönnum mjög í huga atburðir
þeir, sem eru að gerast í kirkju-
málum einræðislandanna í austri.
Þingið starfaði sem ein heild í
þingsal borgarinnar fram að há-
degi á degi hverjum, en skiptist í
6 deildir síðdegis, vorum við ís-
lendingar starfandi í þeirri deild,
er fjallaði um guðfræði, undir
leiðsögu prófessor Prenters frá
Árósum,, hins kunna íslandsvin-
ar, guðfræðings, mælskumanns
óg tungumálamanns. Flutti hann
mál sitt jöfnum höndum á þýzku
og ensku. Er hann mjög kunnug-
ur mönnum og málefnum hér
heima.
Ferð um Þýzkaland.
Að afloknu þessu merka þing-
haldi var séra Pétri boðið að
ferðast um Vestur-Þýzkaland og
kynnast kirkjulífi þar. Þetta boð
fékk eg að frumkvæði Schu-
brings prófasts, er hér var á ferð
í fyrra að tilhlutan JMiemöllers til
þess að heimsækja þýzkt fólk, er
hér dvelur, sagði séra Pétur. Fór
eg állt suður til Worms til þess
að sjá með eigin augum þann
stað, sem svo sterklega er tengd-
ur sögu Lúthers ,en heimsótti
síðan ýmsa staði víðs vegar um
Vestur-Þýzkaland Það, sem mér
er minnisstæðast frá þesari ferð
er starf kirkjunnar fyrir flótta-
fólkið. Flóttamannavandamálið í
Þýzkalandi er umfangsmeira en
ókunnugir ætla. Stöðugur straum
ur fólks liggur frá austri til vest-
urs, yfir járntjaldið. Menn yfir-
gefa heimili sí nog aleigu, þykjast
hólpnir að komast snauðir vestur
yfir. Þar ríkir þó persónufrelsi og
öryggi. Kirkjan vinnur mikið
starf til hjálpar þéssu fólki og
hefur hjálparstöðvar starfandi í
Hanover, Vestur-Berlín og
Giessen. Kom eg í hjálparstöðina
á ^síðast talda staðnum og sá
starfið'þar og talaði við flótta-
fólk. Var það minnisstæð reynsla.
Nú orðið er það bráð lífshætta að
fara vestur yfir landamerkin, en
samt koma mörg hunáruð manns
daglega. Lýsir þessi staðreynd
betur en mörg orð ástandinu. —
Séra Pétur sagði að lokum, að
hann hefði hrifizt af endurreisn-
arstarfi því, sem búið er að vinna
í Vestur-Þýzkalandi og hversu
þjóðin virtist komin vel áleiðis
að rétta við eftir hörmungar
stríðsins. En rústir blasa hvar-
vetna við í borgum og örkumla
fólk er hvarvetna á stjái. Lífsaf-
koma mun og vera erfið. Þótt
gnægð varnings sé í búðarglugg-
um, hafa ekki allir efni á að
kaupa. En allt virðist þó á upp-
leið og menn sæmilega bjartsýn-
ir, ef friður fær að haldast.
FIMMTUGUR
verður 14.þ.m.kunnur og ágætur
Akureyringur, Gunnar R. Páls-
son söngvari frá Staðarhóli, for-
stjóri Viking-ferðaskrifstofunnar
í New York.
Akureyrarskipin Akraborg,
Súlan, Snæfell og Stjaman halda
áfram reknetaveiðum austur í
hafi og afla sæmilega þegar veð-
ur eru stillt.
Ólafur í Garðshorni látinn
Sá hörmulegi atburður gerð-
izt á þjóðveginum í Kræklinga-
hlíð sl. föstudag, að bóndinn í
Garðshomi, Olafur Tryggva-
son, varð fyrir jeppabifreiðinni
A—710 og slasaðist svo mjög að
hann lézt í sjúkrahúsinu hér
daginn eftir. Olafur hafði kom-
ið með futning á vörubíl að
heimreiðinni að Garðshorni og
snaraði sér út úr bílnum, er
stanzaði á vestari vegarkanti,
til þess að opna hlið. Er hann
kom fram fyrir vörubílinn bar
þar að jafnsnemma jeppabílinn
A—710, og lenti Olafur framan
á bifreiðinni og kastaðist all-
langa leið. Missti hann með-
vitund við höggið og kom ekki
til meðvitundar síðan .Var Ól-
afur þegar futtur á sjúkrahúsið
hér og þar andaðist hann á
laugardagsmorguninn. — Lög-
reglan kom fljótlega á vettvang
og hóf að rannsáka tildrög
slyssins. Hefur ekkert komið í
ljós við rannsóknina, sem
bendir til vítaverðs aksturs
bifreiðastjórans á A—710.
Reyndist bifreiðin í ágætu lagi.
Ólafur Tómasson vár kunnur
og vel metinn bóndi í héraðinu,
einna hinna þekktu bræðra frá
Bústöðum í Austurdal í Skaga-
firði, og hafði búið í Garðs-
homi síðan 1944 og gert þar
miklar endurbætur. Hann var
kvæntur Stefaníu Jóhannes-
dóttur og eiga þau hjón 5 börn.
Undanfarna daga hafa þeir
Snorri Sigfússon námssíjóri og
Ragnar Ásgeirsson ráðunautur
ferðast um héraðið til þess að líta
á ýmsa muni, sem líklegir hafa
verið taldir til þess að fá rúm í
væntanlegu byggðasafni Eyfirð-
ínga.
Starfa þeir að málinu fyrir at-
beina stjórnar KEA, sem hefur
beitt sér fyrir framkvæmdum í
byggðasafnsmálinu. Hlaut safn-
málið stuðning aðalfundar félags-
ins í fyrrá og var Snorra Sigfús-
syni þá falið að undirbúa málið.
Voru síðan fengnir umboðsmenn
í hverjum hreppi og er erindi
þeirra Sorra og Ragnars nú m. a.
að líta á þessa muni og ákveða,
hverjum beri að halda til haga.
Hefur þegar safnast talsvert af
áltilegum gripum, að því er
Snorri Sigfússon hefur tjáð blað-
inu, og verður þeim nú fyrst um
sinn komið fyrir til geymslu hér
á Akureyri. En allt er enn óráðið,
hvernig byggðasafninu verður
fyrir komið eða hvar það verður
reist.
Margt glatað.
Snorri sagði, að þótt furðulega
margir merkilegir híutir kæmu
nú í leitirnar, væri hitt jafnljóst,
að mikill fjöldi gripa frá fyrri tíð
væri hér eilíflega gataðúr. Mætti
af því sjá, aÖ ekki hefði verið
seinna vænna að hefjast handa
um að safna því, sém enn er til og
undirbúa byggðasafnið. Þeir, sem
komið hefðu í byggðasafn Skag-
firðinga að Glaumbæ, sæju þar í
einu vetfangi hvert gildi það
hefði að viðhalda tengslum við
fortíðina og verkmenningu henn-
ar með þessum hætti.
Skagfirðingar nutu leiðsögu
Ragnars Ásgeirssonar við að
koma upp Glaumbæjarsafninu,
hann hefur ennfreihur unnið að
því að koma upp hliðstæðum
söfnum að SkriÖukláustri og að
Skógum undir Eyjafjöllum. Er
byggðasafnsmálinu hér mikill
styrkur að því að njóta leiðsögu
hans við hinn fyrsta undirbúning.
Um 100 myndir á málverkasýningu
Finns Jónssonar hér
Finnur Jónsson listmálari hef-
ur um þessar mundir málverka-
sýningu í húsi Gagnfræðaskólans
hér og sýnir þar um 100 myndir,
landslagsmyndir, dýramyndir,
andlitsmyndir og uþpstillingar.
Flestar eru myndirnar vatnslita-
myndir, en einnig nokkur stór
olíumálverk, þ. á. m. nokkur ný
frá Mývatnssveit og umhverfi, en
þar dvaldi málarinn um skeið í
sumar.
í samtali við blaðið sagði lista-
maðurinn, að hann hefði neyðst
til þess að skilja mikið af stærri
myndum sínum eftir syðra vegna
erfiðleika og kostnaðar að flytja
þær, en myndir þær, sem sýndar
eru hér, eru bæði gamlar og nýj-
ar, flestar í eigu listamannsins
sjálfs og til sölu, en allmargar í
einkaeign og lánaðar til sýning-
arinnar hér. Finnur Jónsson hef-
ur ekki áður haldið málverka-
sýnngu hér á Akureyri og liðin
eru 8 ár síðan hann hélt síðast
sýningu í Reykjavík.
Sýningin verður opin fram yfir
næstu helgi.
Stundum er kvartað yfir því að
listamenn þjóðarinnar geri lítið
að því að kynna landsmönnum
utan Reykjavíkur verk sín, og
satt er það að sjaldgæft er að
málverkasýningar séu haldnar
hér. En menn ættu þá heldur
ekki að sitja heima, er kunnir og
ágætir listamenn heiðra okkur
með heimsókn sem þessari, held-
ur fjölmenna á sýninguna og
njóta þess, sem þar er að sjá. Slík
afstaða mundi líka verða til þess
að hvetja listamenn yfirleitt til
þess að staldra hér við með sýn-
Yfirlýsing
Alþjóðasambands samvinnumanna á samvinnu-
daginn, 14. sepíember 1952
í tilefni af þrítugasta samvinnudeginum endurtekur Al-
þjóðasamband samvinmunanna þá trú sína, að almennari
framkvæmd meginreglna um opin og frjáls félög, efnahagslcgt
réttlæti og lýðræðislegt stjómarfar, — sem hafa í meira cn
eina öld örvað sérhverja farsæla framkvæmd samvinnuhug-
sjónarinnar í ýmsum myndum, — myndi verða trygging fyrir
friði og bættum kjörúm fólksins.
Með tillitil til áframhaldandi ótta við stríð um heim allan,
hvetur Alþjóðasambándið meðlimi sína tií þess að vinna enn
á ný og af meiri mætti að stuðningi við friðarstefnu Sam-
bandsins, og leggur áherzlu á nauðsyn þess, að samvinrmsam-
tökin stuðli að betri skilningi á þeim undirstöðuatriðum frið-
arins, sem 18. Alþjóðasamvinnuþingið í Kaupmannahöfn benti
á, en bau eru:
AÐ íbúar allra landa njóti fyllsta málfrelsis, sjálfstjórnar,
fundafrelsis og íerðafrelsis innanlands og utan;
AÐ lífskjör frumstæðra þjóða verði bætt svo að ójöfnuð-
urinn á milli íbúa þeirra og þjóða, sem lengra cru
komnar, hveffi;
Ai) viðleitni Samehiuðu þjóðanna til að bæta heilsufar
og auka öryggi og velferð mannkynsins njóti fulls
stuðnings þeirra landa, sem í samtökunum eru;
AÐ framleiðsla hvers konar hergagna verði sett undir
öflugt, alþjcðlegt eftirit og haldið undir því.
• f nafni þeirra 196 milljóna einstaklinga í 33 þjóðlönduin,
sem eru innan s-amtaka Alþjóðasambands samvinnúmanna,
lýsir það yíir: fulhun stuðningi við Sameinuðu þjóðimar, sem
Alþjóðasambandið telur voldugasta tæki, sem nú er til í þágu
friðarins; trú á framtíð Sameinuðu þjóðanna; þeirri von, að
Sameinuðu þjóðimar gcri allt, stem í þeirra valdi stendur til
þess aS stuðla stofrnm hreinna samVinnúfélaga, sérstak-
lega í sambandi við framkvæmd síefnu þeirra um tæknilega
aðstoð við frumstæðari þjóðir.