Dagur - 08.10.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 08.10.1952, Blaðsíða 4
2 D A G U R Miðvikudaginn 8. október 1952 f DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hið nýja landnám RÍKISSTJÓRNIN hefur þegar í upphafi þing- tímans leitað eftir heimild Alþingis til lántöku erlendis til þess að geta haldið áfram lánastarf- semi til þeirra framkvæmda, sem nú eru hvað mest aðkallandi í þjóðfélaginu, en það eru bygg- ingar- og ræktunarframkvæmdir í sveitum og nokkur endurbót á húsnæðismálum kaupstaðanna með smáíbúðabyggingunum. Er leitað eftir heim- ild til þess að taka 22 milljóna króna lán til stofn- lánadeildar Búnaðarbankans og Byggingar- og ræktunarsjóðs og 16 milljón króna lán til þess að halda áfram lánum til þeirra manna, sem ráðast ;í að reisa smáíbúðir yfir sig og fjölskyldur sínar. Er þannig stefnt til framhalds á þeim miklu fram- kvæmdum, sem staðið hafa yfir í sveitum landsins nú að undanförnu, og er sýnt, að ríkisstjórnin ætlar ekki að kippa að sér hendinni um aðstoð við smáíbúðabyggingarnar, Jjótt afkoma ríkissjóðs verði ekki svo góð í ár, að tekjuafgangur þar geti staðið undir nauðsynlegri lánastarfsemi, svo sem var á sl. ári. Með þessum aðgerðum — og mörgum Qeiri — er raunar svarað þeim ásökunum stjórn- arandstæðinga, að ríkistjórnin ástundi íhald og framkvæmdaleysi. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir mjög erfitt árferði til lands og sjávar og þrengingar atvinnuveganna, er haldið uppi stór- felldum framkvæmdum, og er þar ekki aðeins um að ræða hinar miklu nýbyggingar við Sog og Laxá og í Gufunesi, sem efnahagsaðstoð Bandaríkjanna gerði beinlínis mögulegar, heldur er verulegu fjármagni veitt til atvinnuframkvæmda í ýmsum landshlutum. í FJÁRLAGARÆÐUNNI í gær gerði Eysteinn Jónsson fjái-málaráðherra glögga grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar að þessu leyti. Hann lýsti því yfir, að hann teldi rétt að halda áfram að taka er lend lán til arðbærra framkvæmda í landinu og hann upplýsti í því sambandi, að allar greiðslur ríkisins af erlendum lánum hafi á sl. ári aðeina numið 2.5% af útflutningsverðmætinu. Sýna þess ar tölur glöggt, að skraf stjórnarandstæðinga um hóflausa skuldasöfnun erlendis er úr lausu lofti gripið og því fer fjarri, að íslenzka þjóðin, sem vinnur að því að byggja upp atvinnuvegi í stóru og harðbýlu landi, geti kallazt hafa safnað meiri skuldum en efni stóðu til. Hér er þörf á miklu meira fjármagni en ráð eru á innanlands meðan við erum í deiglu hinnar atvinnulegu uppbygg- ingar, og það er ástæðulaust að óttast erlendar lántökur, meðan gætt er hófs í þeim efnum og ráðdeildar og hagsýni um notkun fjármagnsins. Mestur hluti hins erlenda lánsfjár gengur beint til framleiðsluaukningar, og ef þjóðin ber gæfu til þess að hafa sæmilegt taumhald á rás viðburðanna hér innanlands, að því er í hennar valdi stendur, er lítil ástæða til að óttast áföll á þessum vett- vangi. — En þótt góðar horfur séu á því, að þjóðin valdi öllum þeim ábyrgðum og skuldbindingum sem á henni hvíla vegna uppbyggingarinnar til Lands og sjávar, er þó víst, að seint mun miða til betri afkomu þjóðarbúsins alls, nema að allir landsmenn tileinki sér þau kjörorð, sem fleytt hafa nágrönnum okkar Bretum yfir miklu meiri efnahagslegar þrengingar en við höfum orðið að þola, en þau eru: meiri fram- leiðsla og meiri vinna. ÝMSUM VIRÐIST, í önn og erfiðleikum hversdagslífsins, að ástandið í efnahagsmálum lands- ins sé næsta erfitt og stefnan ó- skýr. Satt er það, að margt fer hér aflaga, og að full þörf er á, að allir þjóðhollir menn vinni þar að lagfæringum. En menn mega ekki láta þessa stundarerfiðleika villa sér sýn á þeirri staðreynd, að hér er verið að framkvæma stórfellda uppbyggingu til lands og sjávar, við erum mitt í stóru landnámi, og þetta landnám heldur áfram, þrátt fyrir tafir hér og þar. Það er framkvæmt án mikilla efna- hagslegra fórna þegnanna, eins og þeirra, er tíðkast í löndum kommúnista, þar sem vonin um mannsæmandi afkomu verður að víkja skilyrðislaust fyrir fjarlæg- um og ópersónulegum ríkishags- munum. Fyrstu dagar þingtímans hafa sýnt, að stjórnarvöldin eru stað- ráðin í að láta ekki erfitt árferði stöðva hina efnahagslegu upp- byggingu hér, og það má telja nokkurn veginn víst, að yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi þeirri stefnu. FOKDREIFAR Verðlagið hér og þar. EITT AF dagblöðum höfuð- staðarins birti nú á dögunum viðtal við Spánaríara, og var þar getið um verðlagið á Spáni og verðlagið hér. Undruðust sumir ferðalangarnir, hversu vefnaðar- vara ýmiss konar er miklu dýr- ari í búðum hér en á Spáni og vildu kenna um óhagsýni í inn- kaupum hjá íslenzkum verzlun- arfyrirtækjum eða óhóflegri. á- lagningu hér heima. í sumum til- fellum virtust þeim spánskar flíkur t. d. vera þrisvar sinnum dýrari hér en í búðum á Spáni. Ekki er ólíklegt, að dæmi séu um óhagstæð innkaup, og víst er, að óhóflega álagningu ástunda einstaka verzlunarfyrirtæki. Hitt mun þó algengast — og við það á fólk yfirleitt að búa — að fyrir- tæki J>au, sem innflutning hafa með höndum, reyna að vanda til innkaupanna, og álagning þeirra er í flestum tilfellum hófleg. En þeir, sem gera samanburð á búð- arverði hér og þar, gera sér að líkindum litla grein fyrir því, hverjum sköttum og tollum er hlaðið á vöruna áður en hún kemst í hendur smásalans hér. Margir liðir. Sannleikurinn er sá, að inn- kaupsverðið sjálft er að verða minnsti hluti kostnaðarins við vörukaupin erlendis. Lítið dæmi sýnir glöggt, hvar við stöndum að þessu leyti: Maður pantar sér flík erlendis frá, til dæmis frá Spáni. Hún kostar þar kr. 418.16, og flutn- ingskostnaður á þessum eina pakka nemur ekki meira en kr. 22.85. Verðið ásamt flutnings- gjaldi er því kr. 441.01. En þá er líka komið hingað að landssteinunum, og þá taka emb- ættismenn íslenzka ríkisins við. Reikningar þeirra líta þannig út: Bátaskírteini, 61% af andv, .. 255.35 Verðtollnr ................ 209.08 15% viðauki á verðtoll .... 94.00 Söluskattur................. 55.54 Samtals kr. 613.97 Þessi viðbót á innkaupsverð og flutning nemur því drjúgum meiru en innkaupsverðið er, og er þá kostn.v. vörunnar, er hún kemur í hendur innflytjandans orðið kr. 1054.98. Nú er eftir á- lagning heildsalans og síðan á- lagning smásalans, og þarf ekki að reikna þetta dæmi lengur til þess að sýna, að þessi flík er með þessum hætti og án nokkurra undirmála orðin þrisvar sinnum dýrari hér en á Spáni og senni- lega vel það. Þannig er hann þá, búskapurinn hjá okkur, og er hollt fyrir sem flesta landsmenn að gera sér sem ljósasta grein fyrir raunveruleikanum. Norðlenzkum söngvara þakkað. Útvarpshlustandi skrifar blað- inu á þessa leið: „Eg vil leyfa mér að biðja blaðið að koma á framfæri þakk- arorðum og hamingjuóskum til Þorsteins Hannessonar óperu- söngvara. Hann kom hingað í sumar og hélt hér ágæta hljóm- leika, og nú á sunnudagskvöldið flutti hann mikið og sérlega at- hyglisvert „prógram“ í útvarp- inu. Voru það hljómleikar, er hann hélt á vegum Tónlistarfé- lagsins í Reykjavík fyrir stuttu og nú fluttir af segulbandi í út- varpinu. — Eins og hlustendur heyrðu, voru þama tveir miklir lagaflokkar meistaranna Beetho- vens og Schumanns. Það er sér- lega athyglisvert, er söngvarar leggja fram mikið starf til þess að kynna hlustendum hið bezta af sönglögum meistaranna og láta sér ekki nægja, að fara sífellt troðnar slóðir í verkefnavali sínu. Útvarpssöngvararnir okkar sum- ir — og margir konsertsöngvar- ai-nir — eru sífellt með sömu lög- in, og eru sum orðin leiðigjörn í munni þeirra. Þorsteinn Hannes- son fer aðrar leiðir, og lof sé honum fyrir það. Hann leggur á sig mikið starf við undirbúning hljómleika sinna, og hann skilar verkefnunum líka með mikilli sæmd. Söngur hans í útvarpið á sunnudagskvöldið var eftirminni- legur viðburður. Megi gifta jafn- an fylgja þessum ágæta lista- manni á framabraut hans erlend- Til fyrirmyndar! EKKI VÆRI gott í efni, ef lýð urinn gleymdi að meta leiðtoga sína, enda væri synd að segja, að sú andlega íjjrótt standi ekki með sæmilegum blóma hjá sumu fólki. Eða hvort þykir mönnum ekki hraustlega að verið í eftirfarandi smágrein, sem birtist nýlega í blaði Sjálfstæðisflokkins í Siglu firði (leturbreyt. gerðar hér): „Hafið þið veitt því athygli? a ð það var fyrir forgöngu Sjálfstæðisflokksins, að horfið vpr inn á braut smáíbúðabygging anna, sem lausn á húsnæðisvand anum? a ð það var fyrir forgöngu Ó1 afs Thors, að sett voru bráða birgðalög, sem tryggja síldveiði sjómönnum greiðslu kauptrygg- ingar, nú eftir 8. síldarleysissum arið. a ð virkjanir Sogs og Laxár, á- samt áburðarverksmiðju og sem- entsverksmiðju, er jákvætt á framhald nýsköpunarstefnu Ólafs Thors: Sköpun vaxandi athafna- lífs? a ð víkkun landhelginnar, sem framkvæmd var af núv. ríkis- stjórn,. vegna forystu sjávarút- vcgsniálaráðherra, sem er form. (Framh. á 7. síðu). S Vald. V. Snævarr: Þegar þysimi liljóðnar / ótta Drottins er öruggt trausl. Orðskv. 14, 26. Vér göngum nú til móts við Jjá árstíð, er vér nefnum vetur. Þáð er* árstíð frostanna, kuldans og stórviðranna. Árstíð myrkurs, hríða og fanna. Vegir taka að teppast víða hér um slóðir, og ó- greitt fer að vera til granna. Allt félagslíf tekur að eiga erfitt uppdráttar. Messuferðum kann að fækka og ef til vill leggjast J>ær alveg niður lang- tímum saman. — Fari svo, að allt félagsh'f leggist niður nema dans, og fyrir öll vinakynni og helgi- farir taki, ]>á er sú hætta á næstu gröstim, að andlega lífið leggist i dá, — máske dauðadá. I>að Jjarf að minnsta kosti að gjalda varhuga við því, að svo fari eigi. Og þó, — þó er heiður himinn Guðs jafnan uppi yfir hverju myrkri, hvort sem Jjað er andlegt eða efnislegt. Og eins er varla nokkurs staðar svo kolsvart myrkur til, að eigi sjái einhvers staðar í gegnum sortann, ef vel er að gætt. En — Jjví miður hættir oss mjög til Jjess, að hnipra oss saman undir feld frostmóðunnar, og liorfa niður, en ekki upp. Niður í djúpan dal búksorgar og vetraráhyggna, í stað Jjcss, að tylla oss á tá og horfa upp til vonarinnar uni batnandi hag í trausti til Guðs. Guð vill gleymast. Það er sorgarsagan mikla. En — guðvana þjóð er vonarpeningur. „I ótta Drottins er — hins vegar — allt öruggt." — Felurn Drottni Jjví allt í vetur! 14%j. /émta, /v/œp/œ Spjall um fyrirætlanir templara, áhugamál æskunnar o. fl. í bréfi, sem þættinum hefur borizt, segir m. a. á þessa leið: „Fyrirætlanir templara að gera Hótel Norður- land að miðstöð fyrir starfsemi sína og koma þar á stofn æskulýðsstarfsemi jafnframt,- vekur athygli, sem vonlegt er. Ýmsum finnst, sem stúkurnar ger- ist allathafnasamar með þessum aðgerðum, aðrir kvarta yfir Jjví að lítil sjáist merkin af starfi þeirra. Sannast á þessu, að vandratað er meðalhófið. Eg hygg þó, að foreldrar þeir, sem láta sig einhverju skipta, hvað verður um tómstundir unglinganna, fagni því, að menningarfélagsskapur á borð við stúkurnar taki rekstur Jjessa stóra gildaskála í sínar hendur. Ef ekki verður um annað að ræða fyrir unglingana í tómstundum sínum á næstu ár- um en að sækja bíó og danssamkomur, þá er mikils virði, að danssalirnir séu reknir af aðilum, sem hafa ekki það takmai-k eitt að græða fé. Kannske geta templarar, er þeir koma með starfsemi sína í þessi veglegu húsakynni, efnt til einhverrar þeirrar tómstundaiðju, sem hefur aðdráttarafl fyrir ung- lingana. En á þeim vettvangi er mikil verkefni að leysa fyrir okkur. JVIér virðist, að íslenzka unglinga vanti „hobby“, einhver áhugamál að fást við, annað tveggja á vett- vangi leikja eða starfs. Eg vil í því sambandi leyfa mér að benda á, að nýlega hefur lokið störfum í Danmörku nefnd, skipuð af ríkisstjórninni, svo- nefnd Ungdoms Kommission, og fjallaði hún um vandamál æskunnar, hvernig unnt væri að leiða hana til meira starfs og menningar. Það vakti at- hygli mína í frásögnum danskra blaða af áliti nefndarinnar, hver áherzla er þar lögð á heilbrigð „hobby“ fremur en prédikun og siðavendni. — Eg held, að margir landsmenn hefðu gott af að lesa niðurstöður nefndar þessarar, og ættu blöðin að verða sér úti um þær. En ef það er vandi hjá Dönum að fá ungu fólki áhugamál, þá er það líka aðkallandi vandi hér hjá okkur, og á ég þar bæði við andleg og efnaleg á- hugamál. — Ungmennafélagsskapurinn gamli fann fyrir áhuga æskufólks og gerði mikið gagn, enda var hann tengdur frelsisbaráttu þjóðarinnar og framsókninni til betra lífs og aukinnar menningar. Þessi áhugi hefur dofnað með breyttum þjóðfélags- háttum. Það er til dæmis áberandi, hversu lítinn þátt æskan tekur nú í skógræktarstörfunum. Mér virðist, að finna þurfi verðugt viðfangsefni fyrir æskuna, sem er þannig vaxið, að það vekur starfsáhuga. Og svo þarf líka að auka völ hennar á hæfilegri afþreyingu. Erlendis læra ungir menn að leika golf, tennis og fleiri slíkar hollar íþróttir. Þá (Framh. á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.