Dagur - 08.10.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 08.10.1952, Blaðsíða 1
AUGLÝSINGAR I DEGI lesa flestir Akureyringar og Eyfirðingar! PÓSTKRÖFUR fyrir andvirði blaðsins 1952 hafa verið send- ar til fjarlægra staða. — Innleysið þær greiðlega! XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 8. október 1952 40. íbl Hekluvörur á Iðiisýningunni A sýningardeild SÍS á Idnsýningunni á Fataverksmiðjan Hekla hér í bæ myndarlegan skerf, sem vekur athygli. Eru þar m. a. sýndar hinar smekklegu prjónavörur verksmiðjunnar, og er þessi mynd af þeim. Hekla hefur á boðstólum fallegri og smekklegri prjóna- vörur en áður hafa þekkzt hér á landi frá innlendum aðilum. Brunahóíaféfag IsEands býður nú lækkuð iðgjöfd cg aukin friðindi En vili binda bæinn iil fimm ára - Fullf fryggingafrelsi þarf eftir sem éður að vera fakmark landsmanna Þau tíðindi hafa nú gerzt í viðskiptum Akureyrarbæjar og Brunabótafél. íslands, að Bruna- bótafélagið hefur að verulegu leyti gengið inn á kröfur bæjarins um bætt kjör, cn þær kröfur gerði bærinn, cr hann svaraði tilboði félagsins frá sl. vetri um nýja skipan tryggingarmálanna hér og brmiavarnanna. Kemur þessi tilslökun félagsins, fram í bréfi, sem bæjarstjórninni hefur borizt og var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Hafði bæjarráð lagt til, að gengið væri til samninga við félagið á þessum nýja grundvelli. í tvö ár, ef honum er.- .eigi sagt upp á tilteknum tíma. EinS* og fyrr segir, lagoi bæjar- ráð til að gengið yrði til samninga við félagið á þessum grundvelli, og mun þá ekki sízt hafa haft augastað á lánsfé bví, sem félag- ið gefur bænum kost á til vatns- veitu- og brunavarna-fram- kvæmda. Má segja, að vorkunn- armál sé, þótt bæjarfulltrúarnir renni hýru auga til lánsfjár, eins og ástatt er á lánsfjármarkaðin- um yfirleitt. En óhepþilegt er það, að þurfa að taka tillit til annar- legra sjónarmiða sem þessara við ákvörðun slíkra málefna. (Fi-amhald á 4. síðu). jSreÍsIuW Eldsvoði á Vöglum í Fnjóskadal Síðdegis í gær varð eldur laus í hlöðu að Vöglum í Fnjóskadal, en þar býr ísleifur Sumarliðason skógarvörður og fjölskylda hans. Kviknaði í heyi í hlöðunni og brann þarna allmikið af heyi og þakið af hlöðunni, sem er steinsteypt hús með timburþaki. Þá brann einnig þali af áföstu fjósi. — Nokkur hætta var á því að íbúðarhúsið brynni og hefði orðið crfitt að verja það, ef ekki hefði verið hægviðri. — Kviknaði lítillega í liúsinu, en ekki urðu á því neinar veru- legar skemmdir, að því er skógarvörður sagði blaðinu í símtali. Nágrannar komu á vettvang og hjálpuðu lil við slökkvistarfið, en ekki varð úr því að slökkviliðið héðan kæmi á vettvang. Óljóst er enn, hversu mikið tjón hefur orðið þarna, en það mun alltilfinnan- legt. Vaglir eru eign Skóg- ræktar ríkisins. Um 1300 laxar veiddust í Laxá Lokið er nú við að gera upp veiðibækur Laxár í Aðaldal fyrir sl. sumar og varð heildarstang- veiðin um 1300 laxar og er það mesta veiði sem orðið hefur í ánni síðan öll önnur veiði en stangveiði var bönnuð þar. — í fyrra náði veiðin ekki þús. löxum. Heimavistarskóli íyrir börn að Laugalandi á Þelamörk ÁSykíun Fræðsluráðs Eyjafjarðarsýslu Agóðahluti til bæjarins. Samkvæmt hinu nýja tilboði á iðgjald af 1. flokks húsum á 1. á- hættusvæði, sem er miðbærinn og umhverfi, að vera h.l%c, af 2. fl. húsum 1.75%0 og af 3. fl. 3%0. Á 2. áhættusvæði, sem er aðrir hlutar bæjarins ,er iðgjaldið 0.6%o af 1. fl. húsum, 1.5%c af 2. fl. hús- um og 2.7%0 af 3. fl. húsum. Af 4. fl. húsum er iðgjaldið 4—4.4%c á áhættusvæðunum. Auk þess eru ákvæði um mögulegan afslátt frá þesu iðgjaldi á vissri tegund húsa. Þá gengur félagið inn á að láta bæinn fá hlutdeild í ágóða sínum af tryggingum hér, enda fari tjón þá ekki fram úr 80% af greiddum iðgjöldum. Loks lofar félagið fé að láni til kaupa á brunavarna- tækjum og til endurbóta á vatns- veitu bæjarins. Fimm ára samningur. Félagið tekur fram ,að það hafi nú teygt sig eins langt til sam- komulags við bæinn og því sé frekast unnt og gerir það skilyrði að þessi kjör verði bundin með samningi í fimm ár, en sá samn- ingur framlengist síðan óbreyttur Fræðsluráð Eyjafjarðarsýslu kom saman til fundar hér á Ak- urcyri sl. mánudag til þess að ræða að taka ákvörðun um stað- setningu væntanlegs heimavistar skóla fyrir börn í skólahverfi Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxna- daishreppa. Höfðu skólanefnd- imar skorað á fræðsluráðið að taka þetta mál til meðferðar. Á fundinum á mánudaginn var mættu allir meðlimir fræðslu- ráðsins, prestarnir Sigurður Stef- ánsson, Möðruvöllum, Benjamín Kristjánsson á Laugalandi og Stefán Snævarr á Völlum, og kennararnir Jón Jónson, Böggv- isstöðum og Einar Sigfússon í Staðartungu. Auk þeirra mætti nómsstjóri Norðurlands, Snorri Sigfússon. Laugaland á Þelamörk. í ályktun, sem gerð var um þetta efni og send fræðslumála- stjóra, segir m. a.: „Fræðsluráðið lítur svo á, að hin brýnasta þörf sé á einum nýj- um skóla fyrir alt þetta svæði (Glæsibæjar-, Skriðu- og Oxna- dalsskólahverfi) og ef til vill suð- urhluta Arnarnesshrepps, og að slíkur skóli muni hvergi betur settur en á Laugalandi á Þela- mörk, vegna hagkvæmrar legu þess staðar miðsvæðis í þessum byggðum, og ríflegs jarðhita. — Leggur því fræðsluráðið til, að reistur verði heimavistarbarna- skóli að Laugalandi fyrir áður- nefnd skólahverfi, eins fljótt og við verður komið.“ Stefna ríkisstjóriiarinnar er greiðslo- hallalaus f járlög og áframhaldandi iippbygging atvinnuveganna Fyrsía umræða um fjárlögin fór fram í gær Fjárlagafrumvarpið fyrir ái'ið 1953 var lagt fram strax í þing- byrjun, og hefur frumvarpið ætíð verið þingskjal nr. 1 síðan Ey- steinn Jónsson tók við fjármála- stjórninni á ný. GREIÐSLUHALLALAUS RÍKISBÚSKAPUR Frumvarpið ber það með sér, að stefna ríkisstjórnarinnar er ó- frávíkjanlega greiðsluhallalaus ríkisbúskapur. Heildargreiðslur samkv. frum- varpinu eru áætlaðar 392 millj. króna, en voru um 380 millj. á gildandi fjárlögum. Tekjúrnar eru áætlaðar litlu meiri en gjöld- in, og greiðsluafgangur 500 þús- und krónur. MINNSTA HÆKKUN SÍÐAN FYRIR STRÍÐ í fjárlagaræðunni gerði Eyst. Jónsson ýtarlega grein fyrir rík- isrekstrinum og fjárhagsafkom- unni og stefnu stjórnarinnar. — Hann lagði á það áherzlu, að ekki kæmi til mála að afgreiða fjárlög með tekjuhalla, og væri greiðslu- hallalaus ríkisbúskapur horn- steinn fjármálastefnunnar, sem ekki yrði kvikað frá. Mjög hefur verið unnið að því, að stilla út- gjöldum í hóf, og hefur hækkun- in skv. frumvarpinu aðeins orðið 3.4% miðað við fjárlög yfirstand- andi árs, og er þetta minnsta hækkun á fjárlagafrumvarpi frá 'ári til árs síðan fyrir stríð. . MIKLAR FRAMFARIR Ráðherrann ræddi þær stór- felldu framkvæmdir, sem haldið hefur verið uppi hin síðustu ár þrátt fyrir rtiikil áföll af völdum aflabrests og hraklegs tíðarfars. Benti hann m. a. á virkjanirnar, áburðarverksmiðjuna og sements verksmiðjuna, hinar miklu fram- kvæmdir í sveitum landsins, frarn lög til íbúabygginga og fleira, og sýndi fram á, að þrátt fyrir hina erfiðu aðstöðu, væri hér um að ræða einhver mestu framfaraár í sögu landsins. ERLENDAR LÁNTÖKUR Ráðherrann taldi eðlilegt, að erlent lánsfé væri fengið til að standa undir þeim miklu arðbæru framkvæmdum, sem á döfinni væru, og benti á, að skuldir ís- lands erlendis væru enn sem komið væri tiltölulega litlar. Mið- a ðvið útflutningsverðmæti ársins 1951, sem varð 720 millj. fob., eru greiðslur landsins af erlendum lánum ekki néma 2.5% af þeirri fjárhæð, sem telja mætti mjög hóflegt. Ríkisstjórnin leitar nú lagaheimildar til lántöku vegna framkvæmda í sveitum og vegna smáíbúðabygginga, samtals um 38 millj. kr., í viðbót við lánsfé, sem þegar er lofað og heimilt. AUKIN FRAMLEIÐSLA ER LAUSNARORÐIÐ Ráðherrann sagði ennfremur, að enda þótt tekizt hefði að koma á og viðhalda greiðsluhallalaus- um ríkisbúskap í þrjú ár, án beinna skatta- og tollahækkana, væri augljóst, að efnahagslegt ör- yggi fengist ekki, nema megin- áherzla væri lögð á að auka fram- leiðsluna til lands og sjávar. í aukinni framleiðslu og auknum afköstum væri að finna lausnar- orð efnahagsvandræða vorra. Ymis atriði úr ræðu ráðherrans veroa nánar rædd og skýrð hér í blaðinu á næstunni. Ný framhaldssaga hefst í dag í dag hefst framhaldssaga í blaðinu, eftir hlé sumannánað- anna. Hin nýja saga heitir „Hin gömlu kymii“ og er eftir skáld- konuna Jess Gregg. Þessi saga er alveg ný af nálimii, rétt komin á bókamarkaðmn vest- an hafs. Þctta er mjög sér- kennileg og dularfull ástar- saga og líkleg til þess að halda athygli lcscnda frá byrjun til enda. Fylgist því með frá byrj- un.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.