Dagur - 05.11.1952, Qupperneq 1
AUGLÝSINGAR í DEGI
lesa flestir Akureyringar
og Eyfirðingar!
Áskrifendur úti á landi, sem
ckki hafa innleyst póstkr. fyrir
árgjaldinu, cru áminntir uin
að gera það hið fyrsta.
XXXV. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 5. nóvember 1952
44. tbl.
Rösklega 100 brezkir skíððmenn
hafa spurzt fyrir um möguieikð
á bví að gista Ákureyri í vetur
Frá umræðuíundinum um ferðamannamálin í sl. viku
Það varð upplýst á fundinmn
um fcrðamannamálin, sem hald-
inn var hér fyrra þriðjudags-
kvöld — og lauslega var greint
frá í síðasta tbl. — að komið hef-
ur fyrirspurn frá brezkum skíða-
félögum um, hvort Akureyri gcti
tekið við tvcimur 52 manna hóp-
um brezkra skíðamanna í marz í
vetur til nokkurrar dvalar.
Þessi fyrirspurn sýnir glöggt,
hverjir möguleikar eru tengdir
ferðamannamóttöku hér á Akur-
eyri, ekki hvað sízt á vetrum, því
að bærinn hefur á ýmsan hátt á-
gæta aðstöðu til þess að verða
miðstöð vetraríþróttaiðkana. Hér
skortir aðeins að búa svo í haginn,
að t. d. skíða- og skautamönnum
þyki hentugt að koma hér og geti
notið þeirrar fyrirgreiðslu, sem
þeir eiga að venjast i erlendum
vetraríþróttabæjum.
Félagsstofnun áhugamanna.
Til fundarins að Hótel KEA var
boðað af nokkrum áhugamönnum
um þessi málefni og var í fram-
söguræðu bent á, hverja möguleika
Akureyri hefur til að verða eftir-
sóttur ferðamannabær, ef þeim
málum er nægilega sinnt af bæjar-
manna hálfu. Kristján Sigurðsson,
hótelstjóri, hafði framsögu á fund-
inum, og var ræða hans birt í síð-
asta tbl., en aðrir ræðumenn voru
Haukur Snorrason, ritstjóri, Jakob
Frímannsson,' framkvæmdastjóri,
Olafur Jónsson, héraðsráðunautur,
Hermann Stefánsson, íþróttakenn-
ari og frú Dagmar Sigurjónsdóttir.
Einar Kristjánsson framkvstj. var
fundarstjóri, og ávarpaði hann
einnig fundinn.
Niðurstaða fundarins var, að
fela fundarboðendum, þeim Krist-
jáni Sigurðssyni hótelstjóra, Hauki
Snorrasyni ritstj., Hermanni Stef-
ánssyni iþróttakennara og Einari
Kristjánssyni framkvæmdastjóra,
ásamt Olafi Jónssyni héraðsráðu-
naut, að undirbúa félagsstofnun og
boða til framhaldsfundar síoar.
Er svo ráð fyrir gert, að fyrir-
tæki, félög og einstaklingar bindist
samtökum um að hlynna að ferða-
mannaméluntmi og hrinda í fram-
kvæmd ýouaim umbótum. Var í
því sambanái bent á, að síðan
1948, er hingað komu brezkir
skíðamenn til þess að kynna sér
aðstæður tíl vetraríþróttaiðkana,
hefðu þesi mál legið í láginni og
ekkert verið gert til þess að bæta
úr þeim ágöllum, er þá voru ljósir
í sambandi við móttöku skíða-
manna, t. d. vegagerðir til skíða-
landsins, skálabyggingar o. s. frv.
Tilhögun skíðalandsmótsins.
I athyglisverðri ræðu, er Olafur
Jónsson ráðunautur flutti á fund-
inum, benti hann m. a. á, hverja
þýðingu það hefði, ef horfið yrði
að því ráði að halda landsmót
skíðamanna alltaf á sama stað. Af
slíkri ákvörðun myndi leiða það,
að komið yrði smátt og smátt upp
mjög bættri aðstöðu, ekki aðeins
til keppni, heldur og til æfinga.
Taldi Ólafur eðlilegt, að Akureyri
yrði valin sem framtíðarstaður
landsmótanna vegna góðra sam-
gönguskilyrða og þeirrar stað-
reyndar, að hér er fremur að
treysta á góðan skíðasnjó á vetrum
og vorum en annars staðar á land-
inu, vegna kyrrviðra og þurrviðra,
sem einkenna þennan landshluta
umfram flesta aðra staði á landinu.
Athyglisvert málefni.
Vafalaust er, að ferðamanna-
málunum og þeim fjáröflunarleið-
um fyrir byggðarlagið, sem þeim
eru tengd, er of lítill gaumur gef-
inn hér. Er því hreyft merku máli
með fundarboðun þessari og fyrir-
hugaðri félagsstofnun og vonandi,
að fyrirtæki og félög í bænum
reynist svo framsýn að sjá, hvert
gildi ferðamannamóítakan hefur
fyrir allt athafnalif bæjarfélagsins,
og auðveldi þeim mönnum,
sem hér hafa rofið þögnina, starfið
við að koma samtökum á fót.
Er það íyrirboði um fram-
kvæmdirnar í vefur?
í sl. viku setti niour nokkurn
snjó á fjallvegi hér nærlendis,
ekki hvað sízt á Vaðlaheiðarveg.
Var heiðin illfær venjulegum
bifreiðum um sl. helgi nema á
snjókeðjum. Fyrir helgina voru
ýmis vegavinnuverkfæri austan
heiðar, t. d. jarðýta að vinnu
austan í heiðinni og hefill á veg-
inum í Ljósavatnsskarði, en ekki
lét vegamálastjómin skafa snjó-
inn af heiðarbrúninni þótt frost-
laust væri og verkið mjög auð-
velt. Spáir þetta ekki góðu um
framkvæmdir við að halda þess-
um þýðingarmikla þjóðvegi opn-
um í vetur. Fullvíst má telja, að í
tíðarfari eins og því, sem verið
hefur undanfarnar vikur, mun
snjór ekki hafa verið látinn fest-
ast á þjóðvegum í nágrenni
Reykjavíkur til trafala fyrir alla
umferð.
Héseíahlulur um 16.000 krónur síðan ágústbvrjun -
Tító marskálkur flutti í fyrradag
mikla ræðu á flokksþhigi júgó-
slafneska kommúnistaflokksins.
Hann sagði að Júgóslafar hefðu
brotizt undan yfirráðum Rússa
þegar sýnt var að þeir ætluðu að
reka hreinræktaða nýlendupóli-
tík í Austur-Evrópu og nota hag-
kerfi landanna þar eins og rnjólk-
urkýr fyrir efnaþagsmál Rúss-
Iands. Tító veit hyað hann er að
tala um. Hann er útskrifaður úr
finuntuhcrdeildarskólunum í
Moskvu og var lengi mikill
áróðursmaður fyrir Rússa. Fékk
jafnvel menn úr fjarlægustu
löndum til þess að vinna fyrir
kommúnismann í Júgóslafíu, sbr.
þegar Sigurður Róbertsson rit-
höfundur vann áð því kauplaust
eitt sumar að leggja „veg æsk-
unnar“ í Júgósafíu, sem komm-
únistískir skemmdarverkamenn
hafa síðan sprengt í loft upp. —
Nýr læknir í bænum
Sigurður Ólason læknir (póst-
meistara Kristjánssonar hér í
bæ) auglýsir í blaðinu í dag
lækningastofu að Ráðhústorgi 1.
Hefur hann viðtalstíma alla virka
daga kl. 12.30—-15 nema laugar-
daga kl. 10—12. Sími lækninga-
stofunnar er 1034. Sigurður Óla
son hefur nokkur undanfarin ár
verið héraðslæknir í Hólmavík
og notið þar mikilla vinsælda.
14 kg. meðalþimgi dilka
í Þingeyjarsýslu
Meðalþungi dilka, sém slátrað
var í Húsavík í haust var 14,01
kg., var 13,86 kg. í fyrra. Vegna
fjárskiptanna var miklu færra fé
slátrað í ár en í fyrra, alls um
9000 kindum, e.n á 18. þús. kind-
um í fyrra. Þyngsta dilkinn í ár
átti Sigurður bóndi Kristjánsson
á Grímsstöðum við Mývatn, vóg
27 kg.
verömæíi aflans mun
Reknetaveiði Akureyrarskip-
anna austur í hafi er lokið og
komu öll skipin inn úr síðasta
túrnum nú um helgina og hafði
síðasta veiðiförin gengið heldur
illa, aðallega vegna óhagstæðs
veðurs.
En síðan fyrsta skipið fór út
með reknetin, 10. ágúst sl., hafa
fimm skip héðan frá Akureyri
aflað alls um 11000 tunnur af
fyrsta flokks Norðurlandssíld, og
mun láta nærri að þessi afli sé að
verðmæti um eða yfir 4 milljónir
króna. Hafa þessi skip því dregið
mikinn feng að landi á skömmum
tíma og fyrir sjómennina hefur
þarna verið um góða atvinnu að
ræða, því að hásetahlutur ásamt
verkunarlaunum um borð í þeim
skipum, sem hæst eru að afla-
magni mun nema um 16.700 kr.
Aflamagnið mun vera sem næst
þetta:
Snæfell 2690 tn.
Akraborg 2539 tn.
Súlan um 2200 tn.
Ingvar Guðjónsson uin 2500 tn.
Stjarnan 1144 tn.
Auk þessara norðlenzku skipa
hafa nokkrir austfirzkir bátar
stundað þessar veiðar og aflað
vel.
Mikilsverð reynsla.
Telja má að þcssi reknetaút-
gerð austur í hafinu hafi gefið
góða raun fyrir útgerðarmehn og
sjómenn, en þó er e. t. v. ekki
minnst um vert að með henni
hefur fengizt dýrmæt reynsla
fyrir þjóðarbúskapinn allan,
reynsla, sem líklegt er að byggt
verði á í framtíðinni.
Það má telja nokkurn veginn
víst, að ef hin stærri skip síld-
veiðiflotans hefðu öll horfið ao
þessuin veiðum í ágústbyrjun
— eða jafnvcl fyrr — mundi
útkoman á síldarvertíðinni hafa
orðið ömiur og bctri en raun
varð á, fyrir útgerðina og þjóð-
arbúskapinn. Miklar líkur eru
til þess að með reknctaveiðum
á þessum slóðum hcfði mátt
trygrgja afkomu mikils meiri
hluta flotans og forða frá hall-
ærisstyrkjum, og afla tug-
milljóna króna verðmæta fyrir
þjóðarbúið.
Það er því ástæða til þess nú,
— er skipin eru komin heim eftir
langa útivist á þessum slóðum, —
að þakka þeim útgerðarmönnum,
losa fjórar milljónir
er þarna riðu á vaðið, mikilsvert
brauti-yðjendastarf, og þá ekki.
síður að þakka sjómönnunum.
sem með þessari erfiðu sókn
austur í haf, hafa vísað veginn
fyrir síldarútveg framtíðarinnar,
jafnframt því sem þeir hafa fært
þjóðarbúinu milljónaverðmæti.
Eftir síldarleysisárin mörgu
hefur útgerð þessara skipa nú
orðið til þess að kveikja á ný þá
von, að síldarútgerð frá Norður-
landi geti verið arðvænlegur at-
vinnuvegur. Aðeins það, að menn
öðlist trú á möguleikum til fram-
kvæmda á ný, hefur mikla þýð-
ingu fyrir atvinnulífið. Norð-
lendingar — og Akureyringar og
Siglfirðingar sérstaklega — hafa
því ríka ástæðu til þess að bjóða,
sjómennina á reknetaskipunum
velkomna heim og þakka þeim
mikilsvert framlag til þess að
gera þennan landshluta lífvæn-
legan um naestu framtíð.
Anganþeyr - ný ijóöabók
eftir Þórodd GtiSmundsson
fré Sandi
Komið er út nýtt ljóðasafn eft-
ir Þórodd frá Sandi. Er bókin
prentuð hér á Akureyri, hjá
Prentverki Odds Björnssonar h.f.,
á kostnað höfundar, og er 108
bls. að stærð í venjulegu broti. —
Áður hafa komið út þrjár bækur
eftir Þórodd: Skýjadans, sögur,
1943, Vilíiflug, ljóð, 1946, og loks
bókin um íöður höfundar, Guð-
mundur Friðjónsson, ævi og
störf, 1950 ,og vakti sú bók all-
mikla athygli. — Hinnar nýju
ljóðabókar, er nefnist Anganþej'r,
verður væntanlega getið nánar
hér í blaðinu innan skamms.
Margir ungir menn ganga
í Félag ungra Framskónar-
manna
Félag ungra Framsóknannanna
hafði fund að Hótel KEA síðastl.
sunnudag og var þar rætt um
vetrarstarf félagsins. Á þessum
fimdi bættust félagmu margir
nýjir félagmenn og er það gleði-
legur vottur um vaxandi áhuga
ungra manna fyrir stefnu Fram-
sóknarflokksins í landsmálum.