Dagur - 26.11.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 26.11.1952, Blaðsíða 8
8 Ðagur Miðvikudaginn 26. nóv. 1952 Unnið að jarðborunum við Háma- # fjall, þótt komið sé fram á vetur Baldur Líndal efnaverkfræð- ingur var staddur hér í bænum nú í vikunni og kom hann austan frá Námaskarði, þar sem unnið er að jarðborunum á vegum rík- isins og að brennisteinstöku og brennisteinshreinsun á vegum hlutafélags, sem hefur einkarétt á vinnslunni þar eystra. Baldur sagði blaðinu, að unnið væri enn að jarðborunum við Náma- fjall og mundi haldið áfram meðan tíð leyfði. Hefur verkið gengið miklu lengra fram á vetur en ráð var fyrir gert, vegna hins einstæða tíðarfars. Enginn snjór var þar eystra nú fyrir miðja vikuna og akfæri gott. Unnið er nú að nýrri borholu, en hætt var við borholu þá, sem unnið var að í sumar eftir að hún var orðin rösklega 240 metra djúp. Var ekki hægt að komast lengra með bor þeim, sem notaður var, en holan var hvergi nærri nógu djúp orðin, sagði Baldur Líndal. Lítið gufugos er úr henni, aftur á móti er meiri kraftur á gosinu úr borholu þeirri, er gerð var í fyrra, og er ekkert lát á því. Brennisteinsvinnslan gengur vel. Verkfræðingurinn sagði að brennisteinshreinsunin í verk- smiðjunni í grennd við Náma- skarð gengi allvel og er búið að safna miklu magni af hrábrenni- steini til verksmiðjunnar. Er hann tekinn ofanjarðar víðs veg- ar um þetta landssvæði. Hversu mikið magn er komið til verk- smiðjunnar, eða hversu mikið er búið að hreinsa, er ekki ljóst nú, en telja má að framkvæmdir félagsins hafi gengið allvel. Allir farseðlar með „Gullfossi” seldusi í Reykjavík Dagur leitaði eftir því við far- þegadeild Eimskipafélags íslands í gær, hvort blaðinu væri heimilt að birta auglýsingu frá félaginu um lúxusferð Gullfoss til Mið- jarðarhafs í vetur, sem birtist í Reykjavíkurblöðunum í gær. Blaðið fékk þau svör, að ástæðu- laust væri að auglýsa ferð þessa frekar því að allir farmiðar væru seldir (sama daginn og auglýs- ingin birtist). Farmiðar kosta allt að kr. 8.500.00, auk þess er gert ráð fyrir að farþegar eyði nokkr- um þús. kr. í skemmtiferðalög á landi. Auðséð er því, að eitthvað þjáir hið íslenzka þjóðfélag meira en peninga- og gjaldeyrisskortur um þessar mundir. Málverk, sem á að sýna frið og frelsi um gjörvallan heim fyrir til- verknað fólks, scm styður Sameinuðu þjóðirnar, var nýlega afhjúpað í salarkynnum Öryggisráðs S. Þ. í Nevv York. Þetta stóra málvcrk (5x8 metrar) er málað af norska listamanninum Per Krogh og gefur norska ríkisstjórnin Samcinuðu þjóðunum málverkið. Það er inn- rannnað í marmara og prýðir austurvegg í fundarsal Öryggisráðsins, gegnt sætum áhorfenda. Verkð er „symbolskt“ og mjög fagurt. — Endurvarpsstöðin og möguleikar til sjálfstæðs útvarps verðiir stofnað á morgun Stofnfundur Ferðamálafélags Akureyrar verður haldinn að Hótel KEA annað kvöld kl. 8.30. Eins og áður er lýst hér í blaöinu á félagið að stuðla að því, eftir því sem unnt reynist, að gera ferðamannamóttöku arðvænlegri atvinnugrein fyrir bæinn en nú er. Fyrirtæki, fé- lög og cinstaklingar fá inn- göngu í félagið. Eru fyrirtæki þau og stofnanir, sem þegar hafa tilkynnt þátttöku sína áminnt um að senda fulltrúa sína á stofnfundinn. Þau fyrir- tæki, sem ekki hafa svarað bréfi undirbúningsnefndarinn - ar, eru beðin að senda fulltrúa á stofnfundinn eigi að síður til þess að kynnast lögum félags- ins og er fundarseta slíkra fulltrúa án skuldbindingar um þátttöku í félaginu. Þess er vænst, að stofnfundurinn geti orðið sæmilega fjölmennur og þessi hreyfing — scm hrundið er af stað hér, — fari myndar- lega úr hlaði. Bæjarstjórn telur sig ekki haía heimild til að undan- þiggja fyrirtæki skatti Nýlega barst bæjarstjórn erindi frá Stefáni H. Steindórssyni iðn- rekanda hér í bæ, þar sem hann skýrir frá því að hann hafi í hyggju að stofna hér í bæ verk- smiðju til þess að framleiða raf- magnsmótora, en þó að því til- skyldu að sanmingar náist við kaupstaðinn um skattfrelsi í 5 ár. Erindi þetta kom til umræðu í bæjarráði nýlega og ályktaði bæjarráð að það teldi vafasamt að bæjarstjórnin hafi heimild til að undanþiggja fyrirtæki skatti eða útsvari fyrirfram. Með því að ekki lágu heldur fyrir upplýsing- ar um hve mikla atvinnu slíkt fyrirtæki mundi veita, taldi bæj- arráð sig ekki geta mælt með beiðninni. Tónsnillingar í Nýja-Bíó Nýja-Bíó hér í bæ sýnir um þessar mundir mjög athyglis- verða og skemmtilega tónlistar- mynd, sem nefnist „Of men and music“ og er þar sitt hvað um ævi og starf heimsfrægra hljómlistar- manna og fögur tónlist, er þeir flytja. Þarna koma fram píanór- leikarinn heimsfrægi Arthur Ru- binstein, fiðuleikarinn Jascha Heifetz, söngvararnir Jan Peerce og Nadine Conner, og hljómveit- arstjórnn Dmitri Mitropoulus og fílharmoniska hljómsveitin í New York. Vegna endurbóta er nú betra að hlýða á tónflutning í bíóinu en áður. UNGIR FRAMSÓKNARMENN! Munið eftir stjórnmálanám- skeiðinu, sem hefst annað kvöld kl. 8 að Hótel KEA (Rotarysal). (Framhald af 1. síðu). um vanefnum gert vegna þess að hér er engin aðstaða til þess að taka upp efni svo að vel sé. Upp- tökutæki það, sem útvarpið hefur hér, er ekki mjög fullkomið og mun hafa verið á sífelldum hrakningi í milli samkomuhúsa þegar efni hefur verið tekið upp. Slíka ástand er ekki til frambúð- ar og eina lausnin, sem viðunanleg er, er fastur samastaður eða lítið „studio“ fyrir útvarp héð- an. Virðist einsætt að stefna beri að því að útvarpa héðan sjálfstæðri dagskrá annað veif- ið, livort sem Ríkisútvarpinu þykir henta að fella slíka dag- skrá inn í efnisflutning sinn eða ekki. Landssíminn hefur þegar lagt jarðstreng að endurvarps- stöðinni og er því öll aðstaða fyrir hendi til þess að útvarpa héðan nema aðeins fastur samastaður fyrir efnisflutning- inn, þ. e'. hljóðeinangrað her- bergi með nauðsynlegum tækj- um, sem nota mætti til þess að flytja t. d. leikrit, erindi, hljóðfæraleik og einsöng, jafn- vel þótt stærri hljómleikmn væri útvarpað beint frá sam- komusölum. Má benda útvarpinu á ,að heppi- ilegt væri fyrir það að tryggja sér húsnæði fyrir slíka aðstöðu í nýbyggingum þeim, sem verið er að byggja i miðbænum, þ. e. hjá Landsbankanum eða Kr. Krist- jánssyni. Verður að leita til Alþingis? Ef sú verður raunin á, að for- vígismenn Ríkisútvarpsins hafa engan áhuga fyrir þessum þætti í starfsemi Ríkisútvarpsins — og þeir hafa lítinn lit sýnt á því enn sem komið er, — er einsætt að leita verður til Alþingis um breytt skipulag. Yrði að ákveða að starfrækja endurvarpsstöðina hér að einhverju leyti til sjálf- stæðs útvarps með nauðsynlegri aðstöðu og skylda ríkisútvarpið til að leggja til þess fé af því fjár- magni, sem það hefur yfir að ráða til almennrar dagkrár, en dag- skrárundirbúning hér yrði að hafa með höndum nefnd manna, sem hefði aðtöðu til að starfa sjálfstætt að verulegu leyti. Ef slíku skipulagi væi'i komið á, væri útvarpsrekstur hér kominn inn á svipaða braut og hjá Norð- mönnum, sem hafa um margt líka aðstöðu og við. í því stóra og strjálbýla landi eru nokkrar „lokal“ útvarpsstöðvar, sem út- varpa sjálfstæðum dagskrám nokkra stund á degi hverjum. en endurvarpa einnig frá aðalút- vai-psstöðinni í Oslo. Stundum eru dagskrárliðir^. frá þessum ,,lokal“stöðvum felldar inn í rík- isdagskrána. Þegar norska út- varpið hélt upp á merkisafmæli sitt á sl. ári, kom í ljós, að for- vígismenn norskra útvarps- og menningarmála töldu þessa skip- an hafa gefizt vel og þeir hyggjast efla hana í fi'amtíðinni. Nauðsyn að hlynna að menningarbaráttu úti á landi. í strjálbýlinu hér er enn meiri nauðsyn en jafnvel í Noi’egi að hlynna að menrungarviðleitni úti á landi og skapa fólkinu þar beti’i aðstöðu en það nú hefur. Ríkis- útvarpið ísenzka þarf að verða landsútvarp — með Reykjavík sem miðpunkt sjálfstæði'a fjói'ð- ungs- eða héraðsstöðva. Þegar jai'ðstrengur Landsímans verður kominn suður um fjöll vei'ða tengsl slíkra stöðva auðveldari en nú er, en það er hægt nú þegar að hefja starf að þessu takmai'ki. — Endurvai'psstöðvai'nar hafa opn- að nýja mögueika og fólkið úti á landi 'hlýtur að krefjast þess að þeir möguleikar verði notaðir. Krabbameinsíélag stofnað á Akureyri Fi-amhaldsstofnfundur Ki'abba- meinsfélags Akureyrar var hald- inn 21. nóvember 1952. Stofnend- ur voru 64. 1 stjói'n voru kosnir: Jóhann Þorkelssonr héraðslæknir, formaður, Stefán Guðnason, íæknir, ritari, Þengill Þórðarson, bankaféhii-ðir, gjalcjkei'i. Aði'ir í stjórninni eru: 'Gúðmundur Kax’l Pétui'sson, yfirlæknii', Jakob Frí- mannsson, framkvæmdastjóri, Ragna Hannesdpttir, skrifstofu- mær og Pétur Jónsson, læknii'. Varastjói'n: Tómas Björnsson, kaupmaður, Fanney Ingvarsdótt- ir, frú, og Jón Sigurgeií'sson, kennari. — Endui'skoðendur: Kristján P. Guðmundsson, út- gerðarmaður, Kristinn Jónsson, fi’amkvæmdastjói'i, og til vara Gísli Kristjánsson, útgerðarm. — Þeir einstaklingar og félög, sem styrkja vilja félagið með því að gei-ast meðlimii', láti einhvern úr stjói-n félagsins vita um það, svo að hægt sé að skrá þá í bæk- ur félagsins og senda þeim „Fréttabréf um heilbrigðismál“, sem sent verður meðlimum. Konur vilja fá gömlu spífalabygginguna fyrir elliheimili Nýlega gekk nefnd úr Kvenfél. Framtíðin á fund bæjarráðs og bar þar fram fyrirspurn um, hvort bærinn vilji afhenda félag- inu gömlu húseignir Akureyrar- spítala, er þæi' losna, undir elli- heimili, sem bærinn síðan reki, enda taki kvenfélagið að sér að lagfæra húseignii'nar og endur- byggja og styrkja elliheimilið í framtíðinni eftir mætti. Bæjar- ráð gaf engin svör við þessari fyrirspurn, en taldi rétt að athuga nxálið allt nánar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.