Dagur - 26.11.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 26.11.1952, Blaðsíða 6
6 D AGIIR Miðvikudagiiin 26. nóv. 1952 $ Hin gömlu kynni J Saga eftir JESS GREGG 6. DAGUR. (Framhald). Barónessan hló við. „Mér datt nokkuð í hug,“ sagði hún, eins og til skýringar. „Á hverju vori hélt skólastýran dansleik fyrir okkur — og þvílíkar jarðarfarir! Við vorum látnar fara í langerma kjóla, hneppta upp í háls — en eg átti svartan kjól, fleginn, nýjustu tízku frá París. Eg sagði vinkonu minni, að eg ætlaði að mæta í þessum kjól á dansleiknum, en hún sagði að það mundi eg aldrei þora að gera. Jæja. Þetta kvöld mætti eg fyrst í upphnepptum, bleikum silkikjól, en viti menn, eg var svo óheppin þegar í byrjun að hella kaffi niður í kjólinn og skólastýr- an skipaðu mér þegar að fara upp í hérbergi mitt og hafa skjóla- skipti! Og ekki stóð á mér. Eg flýtti mér upp, fór í svarta kjól- inn flegna og mætti á ballinu með berar axlir og ber niður á bringu! Já, drengirnir létu mig ekki í friði eftir það og þeim leizt áreið- anlega á mig ,en álit mitt og vin- sældir hjá skólastýrunni féll nið- ur úr öllu valdi. Þetta varð eitt með öðru til þess að mér varð ekki vært í skólanum. Nokkrum vikum seinna var eg send til Ev- rópu.“ Hún þagnaði litla stund, hélt svo áfram . frásögninni: „Pabbi taldi ferðalög nauðsyn- legan þátt í uppeldi mínu, svo að þessi ferðalög voru ekki ein- göngu skemmtireisur. Pabbi gat auk þess notað tímann fyrir aust- an haf til þess að sinna verzlun- armálum sínum — hann var gler- verksmiðjueigandi, eins og þér vitið — og ekkert hefði verið auðveldara og sjálfsagðara en að hann léti mig hjálpa sér — gerast einkaritari hans. — Eg vissi allt, sem vita þurfti um gler, eins mikið og pabbi, og eg hafði ekki síður vit á verzlunarmálum en hann. Einu sinni gerði eg áætlun um nýja söluherferð og sýndi honum, en hann bara hló að mér. Dætur heldri borgara máttu ekki skipta sér af verzlun og við- skiptum. Slíkt þótti ekki ná nokkurri átt, a. m. k. ekki hér í Boston.“ Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og skoðaði gaumgæfilega skrauthringina, sem hún bar á fingrum sér. „Kannske hef eg alltaf haft augastað á völdum og ríkidæmi. Mér fannst víst, allt frá barnæsku, að eg mundi baða í rósurn — hljóta auðæfi og álits meira en pabbi — kannske var það þess vegna sem eg giftist þingmanninum. “ Elísabetu varð hugsað til þess, á meðan á þessari frásögn stóð, að ekki hefði verið að furða, þótt þessi kona hefði á unga aldri haft aðdráttarafl fyrir karlmenn. Tízka var þá, að ungar stúlkur af betri borgara ættum, létu lítið á sér bera, sætu heima við hann- yrðir og aðra fínni vinnu, og gerðu aldrei neitt, sem ekki væri í ströngu samræmi við hefð- bundnar umgengnisvenjur milli- og yfirstéttarinnar. En þessi einkaerfingi hinna auðugu Win- slow-hjóna hafði brotið þessi bönd af sér, húrt var glæsileg að horfa á, frjálsmannleg í fram- göngu og óhrædd þótt bárur hneykslunarinnar brotnuðu á henni á stundum. Hún hafði ekki látið-staðar numið fyrr en hún hafði brotið svo margar siðavenj- ur í kringum sig, að hún var frjáls gerða sinna. í huga sér sá Elísabet þessa konu eins og Wrenn hlaut að hafa séð hana — djarfa, uppreistargjarna gegn kreddum og siðum samtímans, glæsilega og hnakkakerta. Það var ekki að undra þótt hann — sem hafði brotið niður fangelsis- veggi hefðbundinnar listtjáning- ar, hrifizt af slíkum náttúrukrafti og félli að fótum hennar. Elísabet stóð snögglega á fæt- ur. „Viljið þér afsaka mig?“ sagði hún um leið. „Hvert eruð þér að fara?“ spurði barónessan. „Eg þarf að fara að vinna,“ svaraði unga stúlkan og hvarf á brott. , Þetta kvöld og allan næsta dag sat hún í herbergi sínu, skoðaði glefsur þær, sem hún hafði skrif- að hjá sér, og reyndi að sjá í hug- sýn atburðina með augum ma- dame von Schillar. Og því meira, sem hún hugsaði um þetta, því nær komst hún markinu, að fá yfir sig litblæ fyrirmyndarinnar, og þegar hún svo loksins settist við að skrifa fyrsta kafla bókar- innar sjálfrar, veittist henni það svo auðvelt, að engu var líkara en hún væri þar að skrifa endur- minning frá æsku sinni en ekki ævisögu baróneSsúnnar. —o— Eísabet opnaði dyrnar inn á háaloftið með gætni. Auðfundið var á lyktinni, að loftstraumar höfðu ekki leikið um herbergið í mörg ár. Þar hafði enginn komið í herrans háa tíð. „Winslow-fjöl- skyldan var nýtin,“ sagði barón- essan sagt. „Hún fléygði aldrei neinu.“ Elísabet hafði haft þessa síð- ustu fullyrðingu í huga. Hún opnaði koffort eftir koffort og lyfti upp úr þeim bunkum af gömum bréfum, skjölum, blöð- um, gömlum boðskortum og öðr- um heimildum um líf og starf horfinna Winslowa. Hún gekk að þessu könnunarstarfi með ákafa. Hún vonaði að finna þarna göm- ul bréf frá Carver öldungardeild- arþingmanni, sem gætu varpað ljósi á tilhugalíf hans og barón- essunnar. Þáð var hálfmyrkt í þessum af- kima og hún blaðaði í blöðum þessum þangað til hana var farið að verkja í augun. Ekki var hægt að segja, að hún hefði mikið fyrir allt erfiði sitt. Hún fann að vísu nokkur bréf frá Carver, en í þeim var næsta lítið, sem varpaði Ijósi á persónu hans. Athyglis- verðast var e. t. v. bréfkom, sem var undirskrifað með bókstafnum Q, en á því stóðu þessi orð: „Ertu algerlega gengin af göflunum?" Hún fann líka allmörg bréf frá baróninum, en þau voru leiðinleg aflestrar, nema hvað gaman var að fylgjast með fjölbreyttninni í stafsetningu hans á enskum orð- um, sem hann kunni augsýnilega fremur lítil skil á. En svo opnaði hún enn eitt bréf, og geispinn, sem var kom- inn fram á varir hennar, kafnaði í fæðingunni. Hún las hið máða bréf með vaxandi athygli. Það var engu líkara en að það væri stílað til hennar sjálfrar, því að það var svona: Elísabet, Elísabet: Ekki veit eg hversu oft á degi hverjum eg hvísla þessu nafni að sjálf- um mér — kalla á þig, dái þig, þrái þig, Elísabet. Þetta nafn er í senn bæn min og refsing. Stundum, þegar eg hefi nefnt nafn þitt nógu oft, get eg séð andlit þitt ljóslifandi fyrir hug- arsjónum mínum, og ætla mætti að þetta væri mér nóg, en það er það bara ekki. Eg þarf að sjá þig og tala við þig. Kannske er það ekki hægt enn — en fyrst viS getum ekki ræðst við, lofaðu mér samt að sjá orð af þínum munni — eitt lítið bréf, Elísabet, er mér hið sama og þyrstum manni svala- drykkur. Maríus, Maríus, Maríus. AÍikið úrval nýkomið. Málningavörur, flestar tegundir, hjá Hallgrimi Kristjánssyni, Brekkugötu 13. Veggföðui* Stúlka óskast í mánaðartíma. Guðny Jakobsdóttir, Holtag. 3, Akureyri. Karlm. skyrfur úr nylon, hvítar og mislitar. N ý s e n d i n g. VERZLUN B. LAXDAL Gráar Kvenskóhlífar með sléttum botni. Skódeild KEA. Skíðaskór á börn og fullorðna. Skódeild KEA. Móðir okkar, ÞORGERÐUR ELfSDÓTTIR, sem andaðist að heimili sínu, Syðra-Hóli, 21. nóv., verður jarðsungin laug- ardaginn 29. nóv. kl. 2 e. h. að Glæsibæ. Börn hinnar látnu. Sloppaeíni Nýkomin góð og ódýr sloppaefni. Margir litir teknir frarn í dag. Ennfremur Perlon-sokkar. VERZLUNIN LONDON h.f. Eyþór H. Tómasson. miiiiMiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin ■ mmmmmmmmmmmmiii* Nýtt! ANTIK hátíðakerti Tvö kerti í fagur- lega skreyttri öskju gul — grcen — bleik — hvit Vönduð vara! — Hóflegt verð! SápuverksmiðjanSjöfn. ■ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiimmi MMMMMMMMMMMMMMMMMI Nylon-skyrtur nýkomnar. V efnaðarvorudeild. TAFT Köflótt taft, hentugt í telpukjóla. V efnaðarvörudeild. N ærföt Karmanna, stutt og síð Drengja, stutt og síð. VefnaðarvOrudeild. EPLIN koma í dag. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.