Dagur - 29.11.1952, Blaðsíða 8
8
Ðaguk
Laugardaginn 29. nóvember 1952
Brezkir úfgerðarmenn lögðu fram
fé og fyrirhöfn til að fyrirbyggja
löndun „Jörundar"
Togararnir snúa sér að salffiskveiðum
Handritin og „gjafir" Dana
Togarinn Jörundur mun vænt-
anlega selja í Þýzkalandi í dag
farm þann, sem skipið átti upp-
haflega að landa í Aberdeen sl.
þriðjudag, en útgerðarmenn í
Hull spilltu möguleikum skipsins
til þess að selja aflann þar með
því að senda skip sín — með mik-
ið fiskmagn — til Aberdeen sama
daginn og fella markaðsverð svo,
að sala á fiski Jörundar var talin
mjög óviss.
Var skipinu þá snúið til Þýzka-
lands. Þessar aðfarir sýna glöggt,
með hverju kappi togaraeigendur
í Hull og Grimsby sækja ofbeld-
isaðgerðir sínar gegn íslending-
um, því aS Hull-togarar landa
ekki yfirleitt í Aberdeen og hafa
ekki sést þar fyrr. Munu þessar
ráðstafanir kosta þá drjúgar fjár-
upphæðir, og þar á ofan hafa þeir
lofað fiskikaupmönnum í Grims-
by og Hull að bæta þeim tjón er
þeir kynnu að verða fyrir af
völdum þess banns, er togaraút-
gerðarmenn fengu þá til þess að
setja á íslenzkan fisk. Kunna þær
upphæðir að reynast miklar áður
en lýkur. Brezkur almenningui'
hlýtur þó að greiða þessar fúlgur
er til lengdar lætur með hækk-
uðu fiskverði og verður fróðlegt
að sjá, hvort hann og brezk
stjórnarvöld una því að vera leik-
soppur í höndum ráðríkrar klíku
til langframa.
Ungur og upprennandi lista-
maður, Veturliði Gunnarsson,
opnaði í gær málverkasýningu í
Skjaldborg (bíósalnum) og sýnir
þar 80—90 olíumálverk og vatns-
litamyndir, sýningin opin í dag
og á morgun frá kl. 1—11 e. h.
Veturliði hafði nýlega sýningu
í Listamannaskálanum í Reykja-
vík og vakti hún mjög mikla at-
hygli. Aðsókn var mikil og fjöldi
mynda seldist. Sýningin hér er
ekki nema hluti af sýningunni í
Reykjavík, enda skortir hér hús-
næði og aðstöðu til þess að halda
stóra málverkasýningu. — En
myndir þær, sem Veturliði sýnir
hér, bera þess vott að þarna er
frumlegur og þróttmikill lista-
maður á ferð. Er óhætt að hvetja
alla, em unna fögrum listum, að
nota þetta tækifæri til þess að
;yá myndir Veturliða áður en
hann hverfur á brott héðan trax
upp úr helginni.
Þýzkalandssölum lýkur.
Nú er að ljúka löndunum ís-
lenzkra togara í Þýzkalandi og
verða togararnir því að snúa sér
að saltfiskveiðum og veiðum fyr-
ir frystihúsin meðan ekki opnast
möguleikar til að selja ísfisk.
Unnið er að því að stofna til fisk-
sölu til Frakklands og e. t. v.
víðar.
Alcureyrartogaramir.
Kaldbakur og Harðbakur eru á
saltfiskveiðum. Svalbakur kom
hér inn í vikunni með ágætan
afla af ísuðum fiski, er hann hafði
fengið á skömmum tíma. Var
skipað upp úr togaranum hér og
fiskurinn saltaður. Hefur margt
manna unnið að fiskaðgerð og
annarri fiskvinnu hjá Utgerðar-
félaginu að undanförnu. Jörund-
ur er, sem fyrr segir í Þýzkalandi.
Hvergi verður hopað.
íslenzka og brezka ríkisstjórn-
in hafa enn skipzt á orðsending-
um út af máli þessu og kemur þar
ótvírætt fram, að hvergi verður
hopað af íslendinga hálfu fyrir
óbilgirni brezkra togaraeigenda
og verður ekki ljáð máls á nein-
um tilslökunum á friðunarsvæð-
inu hér við land. Nánar er rætt
um landhelgismálin í leiðara
blaðsins á bls. 4.
Verkföll á mánu-
daginn?
Á mánudaginn kemur hefst
verkfall Verkamannafél. Ak-
ureyrarkaupstaðar, Verkakv.-
fél. Einingar og Bakarasveina-
félagsins hér í bæ, ef allsherj-
arsamningar við atvinnurek-
endur hafa ekki tekizt. I Rvík
hefja 22 verkalýðsfélög verkfall
og nokkur önnur félög úti á
landi. Hér á Altureyri aðeins
þau þrjú félög, sem fyrr voru
nefnd. Stór félög, eins og t. d.
Iðja, felldu í haust tillögu Al-
þýðusambandsstjómar að segja
upp samningum 1. des. Kaup-
deila sú, sem nú er hafin, er í
höndum sáttasemjara ríkisins
og samninganefndar þeirra
félaga, sem sögðu samningun-
um upp.
Afnotagjöld
ntvarpsins í 200 kr.
Nær liálf milljón
til Synfóníu-
hljómsveitar
í áliti meirihlut fjárveitinga-
nefndar Alþingis*, sem birt var
nú í vikunni, er upplýst, að
ákveðið hafi verið af mennta-
málaráðuneyti og forráðamönn
um útvarpsins, að hækka af-
notagjaldið af útvarpinu í 200
krónur á næsta ári, úr 125
krónum, scm það var nýlega
hækkað í. Er þessi ákvörðun
réttlætt með miklum greiðslu-
halla hjá útvarpinu, enda mun
stofnunin látin borga fram-
kvæmdir eins og endurvarps-
stöðvarnar upp jafnharðan. En
það sem vakið hefur sérstaka
athygli landsmanna er, að af
1.2 millj., sem varið er til dag-
skrár, hirðir synfoníuhljóm-
sveitin í Reykjavík 462 þúsund
krónur. Enda þótt telja megi
að synfoníuhljómsveit sé merki
legt menningarfyrirtæki og rétt
sé að stuðla að því að hún geti
starfað, er ljóst, að ekkert jafn-
vægi er í því að hljómsveit,
sem lætur til sín heyra örsjald-
an á ári í útvarpi, Iiirði meira
en þriðjunginn af öllu dag-
skrárfénu. Afleiðingin hlýtur
að vera sú að allt of lítið fé er
fyrir hendi til þess að útbúa
95% dagskrárinnar og hlýtur
það að koma í ljós í lélegra
dagskrárefni en ella enda hafa
hlustendur reynsluna fyrir því.
f áliti fjárveitinganefndar er
bent á óheppilega skiptingu í
stjórn og starfrækslu útvarps-
ins þar sem eru skrifstofur
útvarpsstjóra og útvarpsráðs,
hvor um sig með sjálfstæðu
valdssviði. Vonandi verður
þessi ábending fjárveitinga-
nefndar til þess að af alvöru
verður farið að hrófla við óvið-
unandi skipulagi útvarpsstjóm
arinnar allrar. Má þá ekki
gleymast, að slæm reynsla er
af því að svipta hlustendur
sjálfa allri ihlutun um málefni
stofnunarinnar, en sú hefur
orðið reyndin af starfsemi hins
pólitíska útvarpsráðs.
(Framhald af 1. síðu).
Skiptar skoðanir á þingi —
milljónirnar enn.
Enn segir svo í Berl. Tidende
um málið: „. . . . Árnasafn ei' með
réttu talið eitt hið verðmætasta
sinnar tegundar fyrir norræn
fræði. Og það er að auki margra
milljóna króna virði í hörðum
gjaldeyri (100 millj. króna sagan
afturgengin, sbr. frásögn hér í
blaðinu í sl. viku) og þessa stað-
reynd er rétt að skrá svo að alls
sé gætt. Eftir að ísland varð sjálf-
stætt ríki hafa komið þaðan oft-
sinnis óskir — og kröfur -— um
afhendingu handritanna. Var þá
sett nefnd í málið af hálfu Dana
(árið 1946) og í fyrra hafnaði sú
nefnd algerlega rétti íslendinga til
að krefjast handritanna. En ís-
lendingar tóku málið eigi að síð-
ui' upp á sl. vori og menntamála-
ráðherrann sendi erindi þeirra til
umsagnar háskólans — sem á
safnið — og ræddi það við for-
menn flokkanna.
Meiri hluti háskólaráðs — 11
menn — hafnaði algerlega af-
hendingunni á þeim forsendum,
að hún væri til hindrunar fyrir
dÖnsk vísindi — og afgangurinn
— 9 menn — féllst aðeins á tak-
markaða afhendingu, en hin póli-
tíska aðstaða til málsins er samt
sú, að jafnaðarmenn og vinstri-
menn vilja afhenda íslendingum
allt Árnasafn og þetta sjónarmið
á fylgismenn í hinum flokkunum.
Ef þessi verður útkoman verður
af öllu þessu verðmæta safni að-
eins 5—6 handrit sem sögulegt
gildi hafa, eftir í Danmörk. . .. “
Blaðið lætur í ljósi ótta við að e.
t. v. kunni að finnast meiri hluti
á ríkisþinginu fyrir því, að sú
verði samt þróun málanna.
Vitnað í útvarpsfyrirlesara.
Blaðið vitnar ennfremur í út-
varpsfyrirlesara í danska útvarp-
inu á mánudagskvöldið sl., þá
prófessor Kaare Grönbech, og
bókaverðina Buschardt og Edel-
mann, sem lýstu sig andvíga að
skila nokkrum þeim menningar-
verðmætum annarra þjóða, sem
saman eru komin í söfnum í
Danmörk, og nefna þar sértak-
lega íslenzku handritin.
Ófullnægjandi tillögur.
Ef hið danska blað hermir rétt
frá innihaldi frv. þess, sem
menntamálaráðherrann er nú að
leggja síðustu hönd á, virðist
Ijóst, að þár er um algerlega
ófullnægjandi svör að ræða við
ki-öfum íslands um skilun hand-
ritanna. íslendingar hafa ekki
óskað eftir neinni gjöf frá Dön-
um, en þeir hafa krafizt þess að
þeir skili íslenzkum eignum í
þeirra vörzlum og skili þeim öll-
um án undanbragða. íslendingar
geta aldrei fallist á að dönsk
stjórnarvöld ákveði; hvaða ís-
lenzk handrit séu betur komin í
dönskum söfnum en heima á í-
landi. Allui' hinn forni menning-
ararfur, sem Danir höfðu á brott
héðan á fyrri öldum, á heima á
íslandi og hvergi annars staðar,
og er íslenzk eign.
Rússar haf a f engið
14% af alíri ame-
ríkskri eínalia«s-
Iijálp síðan 1940
Bandaríkjamenn lögðu fram 82
milljarða dollara til hjálpai' öðr-
um þjóðum á árunum 194Q til
(.951, segir í skýrslum, sem verzl-
unarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna hefur birt. Hjálp þessi er
láns- og leiguhjálpin frá stríðsár-
unum, Marshall-hjálpin eftir
stríðið, bein fjárframlög til ým-
issa þjóða þar fyrir utan og sér-
stök aðstoð við þjóðir ,sem eru
skammt ó veg komnar tæknilega.
í skýrslunni segir að Rússar hafi
fengið næst mesta hjálp allra
þjóða, 11,2 milljarða dollara virði
á stríðsárunum, eða 14% af öllum
framlögunum, en mest hlutu
Bretar, 39,5 milljarða dollara.
Frakkar fengu 7 milljarða,
Þýzkaland 5, Kína 3,1, ítalía 2,6,
Japan 2,5, Suður-Ameríka 1,4,
Grikkland 1,4 og Holland 1,3
milljarða dollara.
Fjórir formenn nefnda í þingi Sameinuðu þjóðanna
Þessar niyndir eru af forustumönnum á þingi Sameinuðu þjóðanna, er nú situr í New York. Talið frá
vinstri: Lester B. Pearson, utanríkisráðherra Kanada, forseti Allsherjarþingsins, J. Carlos Muniz frá
Brazilíu, forinaður stjórnmálanefndarinnar, sem nú ræðir Kóreumólið, þá Alexis Kyrou, frá Grikk-
landi, formaður dagskrárncfndar ,og Jiri Nosek, frá Tékkóslóvakíu, fonnaður fjárhagsnefndar. —
Yeturliði Gunnarsson sýnir
olíumálverk og vatnslifamyndir
hér um þessa helgi