Dagur - 06.12.1952, Page 4
4
DAGUR
Laugardaginn 6. descmber 1952
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýíingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa i Hafnarstræti 88 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 50.00.
Gjalddagi er 1. júli.
&
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Orð og efndir
VÉR MÆLUM margt misjafnt til Bretans nú á
síðustu og verstu tímurn og ekki að ósekju. Oss
finnst samhljóðan vitnisburðar þaðan ekki góð, og
bera mjög keim af rökfærslu þeirra, er reyna að
verja rangt mál. Löndunarbannið er rökstutt með
þeim skakkaföllum, er brezk útgerð hafi beðið
vegna aðgerða vorra í landhelgismálunum, en
samtímis segir fiskimálaráðherrann þar í landi, að
fiskverð hafi ekki hækkað og framboð á fiski
ekki minnkað við það, að íslendingum er bægt
frá markaðinum. Annað tveggja hefur því brezka
xítgerðin ekki beðið neitt tjón við út-
færslu íslcnzku landhelginnar, heldur jafnvel hið
gagnstæða, eða meðferð ráðherrans á sannleikan-
um er lakari en ætla mátti úr þeirri átt.
ALDREI HEFUR íslenzku þjóðinni riðið meira
á að vera samhent og samtaka heldur en í deil-
unni við Breta um landhelgina og löndunarb., og
víst er um það, að ekki hefur heyrzt ein hjáróma
rödd hér, sem hefur mælt aðförum Breta bót, en
allir, sem hafa látið til sín heyra, hafa heitið landi
sínu og stjórn fullum stuðningi í þessum átökum.
Á nýafstöðnu Alþýðusambandsþingi var sam-
þykkt í einu hljóði, að Alþýðusambandið skyldi
veita ríkisstjórninni allan þann stuðning í þessu
máli, er það mætti. Drengilega mælt, ef efndirnar
hefðu orðið eins, en því miður virðist á það skorta.
Rökrétt afleiðing af samþykkt þingsins hefði átt
að vera frestun þeirra verkfalla, sem búið var að
boða 1. des., því að ekkert getur veikt meira að-
stöðu ríkisins og þjóðarinnar til þess að standa fast
á rétti sírnun erlendis, heldur en víðtæk og ef til
vill langvinn verkföll. — En síðan þessi glæsilega
samþykkt Alþýðusambandsþingsins var gerð og
birt almenningi, hefur þess ekki orðið vart, að
Alþýðusambandið hafi afrekað neitt í anda henn-
ar, hins vegar hefur það gert ekki svo lítið til þess
að torvelda baráttu vorrar litlu þjóðar og tiltölu-
lega veiku ríkisstjórnar, við yfirgang hins brezka
stórveldis. Samþykktin á Alþýðusambandsþing-
inu hefur því áreiðanlega átt að þjóna einhverj-
um öðrum tilgangi, en ætla mátti af orðanna
hljóðan. Átti húnt ef til vill, aðeins að vera skraut-
fjöður í pólitískum hatti kommúnista og Alþýðu-
flokksins?
U OG HVAÐ HYGGST verkalýðurinn fyrir, sem
stendur að baki fullrtúanna á Alþýðusambands-
þinginu og stjórnar Alþýðusambandinu? Hefur
hann sömu skoðun á orðum og efndum eins og
leiðtogarnir? Ætlar hann blindandi að láta leiða
sig út í tvísýna, en kannske harðvítuga og lang-
dregna verkfallsbaráttu, er vafalaust jnun veikja
íslenzku þjóðina verulega, bæði inn á við og út á
við, efnahagslega og stjórnarfarslega, og getur
aldrei, eins og hún er nú rekin og túlkuð, fært
verkalýðnum varanlegar kjarabætur. Er ekki nær
og þjóðhollara að slíðra nú vopnin og taka hönd-
um saman við atvinnurekendur og ríkisstjórn um
rannsókn á því, hvað helzt sé unnt að gera til þess
að auka kaupmátt launanna, án þess að íþyngja
þeim atvinnurekstri og þeirri framleiðslu, er ekki
aðeins berst í bökkum efnahagslega, heldur á
einnig í harðri baráttu við erlenda samkeppni og
erlent ofríki. Á enn einu sinni að etja Höð hinum
blinda tíl þess óhappaverks að vega Baldur?
HVERJIR koma svo til með að
græða á vandræðunum? Ekki
þjóðfélagið, það getur aðeins beð-
ið tjón af slíkum átökum. Ekki
verkalýðurinn, því að auk þess,
sem verkföll leiða af sér meira
eða minna atvinnutjón meðan
þau vara, er líklegt að veruleg
kauphækkun nú mundi leiða af
sér minnkandi atvinnu og fram-
leiðslu, auk þess sem hún getur
hæglega leitt til gengisfalls og
hækkandi verðlags, blátt áfram
vegna þess, að annað er ekki
hægt.
Þeir einir, sem sjá hagnaðarvon
eru kommúnistar. Deilan við
Breta er vatn á þeirra myllu, eins
og allt sem vekur úlfúð og ósam-
komulag milli Norður-Atlants-
hafsþjóðanna.. Verkfallið er lika
byr í þeirra seglum eins og allt,
sem veikir gildandi þjóðfélags-
skipulag og grefur undan því.
Eigum vér að halda áfram að
skcmmta skrattanum?
FOKDREIFAR
Meiri Bretasögur.
ÝMSIR LESENDUR hafa haft
orð á því við blaðið, að fá fleiri
sýnishorn af því, er Bretar segja
sérvizkusögur af sjálfum sér.
Voru nokkur dasmi tekin hér af
handahófi á dögúnum, úr bókinni
„This England", sem er sérprent-
un á vikulegum dálki í blað-
inu „The New Statesman“, en
dálkur þessi er eingöngu orðrétt-
ar tilvitnanir í brezk blöð, aðal-
lega í bréf frá lesendum. Virðast
Bretar gera meira að því en aðrir
menn, að opna hjarta sitt fyrir
dagblöðunum og náunganum. —
Með því að spéspegill þessi af
brezkum karakter er dálítið
skemmtilegur, vill blaðið verða
við óskum manna um þetta efni
og fara hér á eftir nokkrar fleiri
tilvitnanir.
ÍHALDSFLOKKURINN brezki
er virðuleg stofnun, svo sem
vænta má, og þessi tilvitnun er úr
bæklingi, sem hann gaf út fyrir
kosningarnar síðustu og heitir:
Essays in Conservatism: „Það er
rétt að viðurkenna, að íhalds-
menn hafa ekki ævinlega af
ásettu ráði, og án tillits til ann-
arra aðstæðna, gætt hagsmuna
fátækustu þjóðfélagsþegnanna..“
Og var varla von af þeim, bless-
uðum öðlingunum og gætu slíkar
játningár víðar átt við. í frásögn
sinni af flokksfundi íhaldsmanna,
komst blaðið „Daily Express“
svo að orði, að „það, sem vakti
mesta hrifningu í brjóstum til-
heyrenda úr íhaldsflokknum var,
að þeim varð allt í einu ljóst, að
ræðumaðurinn trúði öllu því, sem
íhaldsmenn halda fram. . “ Þeir
skrifa margt og mikið og skrafa
um kommúnista í Bretlandi, enda
þótt sú manntegund sé næsta fá-
gæt þar í landi. En lesandi í Hull
sendi samt blaðinu „Recorder"
þessa skelfilegu frásögn í fyrra:
„. . . . það var því með meira en
lítilli undrun og skelfingu, sem eg
sá, að undir rauðu kápunni og
hinu sakleysislega hvíta skeggi
jólasveinsins (á bamaskemmtun-
inni) var andlitið á alkunnum
kommúnista. . “ Virðuleg frú
skrifar blaðinu sínu „Leicester
Evening Telegraph: „f gær gerði
eg nokkuð, sem mig hefur lengi
langað til að láta eftir mér. Eg
gekk að dósahlaða á búðarborði
kaupmannsins, sem eg verzla við,
og hrinti honum um koll. í dós-
unum var fiskmauk, búið til í
Kamtchaka í Sovét-Rússlandi.“
Öllu harðskeyttari var samt
Bretinn, sem lét svo ummælt,
sakv. heimildum „News Chron-
icle“: „Fyrst reyndi eg að skjóta
máfa á flugi, en hitti engan. Þá
skaut eg á eftir leigubíl, sem fram
hjá ók. Maður veit aldrei, hverjir
kunna að sitja í leigubíl. Það
gætu vel verið írskir uppreistar-
menn eða Rússar.“
BRETAR eru kirkjurækið fólk
og kirkjumál og trúmál eru þar
oft á dagskrá ekki síður en póli-
tík. f lesandabréfi í blaðinu „Re-
veille“ stendur: „Gullfiskurinn
I minn er trúarlega sinnaður.
Hann er kyrrlátur og andaktugur
meðan útvarpsguðsþjónustan
stendur yfir, en þegar óskalaga-
þátturinn byrjar, tekur hann á
sprett. .“ í kirkjublaðinu „Sand-
erstead Church News“ er lesend-
um gefið þetta einkar holla ráð:
„Látið ekki leiðast til að rífast
við reiðan mann, heldur svarið
honum í blíðlegum tón. Heilög
ritning hvetur oss til þess að gera
það og þar að auki er ekkert sem
maður getur sagt, líklegra til að
espa hann enn meira..“ íþrótta-
áhugi er mikill, einkum er knatt-
spyrna vinsæl og á sér formæl-
endur á ólíklegustu stöðum, sbr.
þessa frétt í „Daily Mail“: „í St.
Pálskirkju í Kingston Hill, Surr-
eyhéraði, voru kirkjusætin í gær
prýdd með fótboltaskyrtum og
komið var fyrir hoi-nstöng og
línufánum í kirkjunni, og í kórn-
um voru eftirlíkingar af mark-
stöngum og neti. Tilefnið var
knattspyrnumannamessa. Sókn-
arpresturinn hóf prédikunina
með því að blása léttilega í dóm-
araflautu..“ Friðarhreyfingunni
svonefndu barst óvæntur liðsauki
frá lesanda, sem birti eftirfarandi
bréf í „Sunday Express“: „Það
er kvenfólkið, sem alltaf vill
stríð. Jóhanna frá Orleans var
sjálf herforingi og stóð fyrir því
að ræna okkur löndum okkar í
Frakklandi. Rekum því konurnar
út úr þinginu, þá fáum við loks-
ins frið. . “
UM HEIMILISLÍFIÐ og hjú-
skapinn er sitt hvað sagt í þess-
um bréfum og sumt nýstárlegt.
Til dæmis skrifar frú ein til
blaðsins Woman’s Own“: „Mað-
urinn ákveður, hvaða bíómyndir
eg má sjá. Fyrst fylgist hann
mjög nákvæmlega með því,
hvernig myndirnar eru yfirleitt,
sem hann fer með mér til að sjá,
en ef í Ijós kemur, að í þessum
myndum er eitthvað, sem hann
óskar ekki að eg sjái, bregður
hann hendinni fyrir augun á
mér, á meðan þær „senur“ eru á
tjaldinu.“ Skozkur prestur, síra
John Quillan, hefur, samkvæmt
frásögn „Glasgow Evening Tim-
es“, látið svo ummælt, „að hann
horfi með skelfingu til þeirra
tíma, þegar kynlífsfræðsla verður
upp tekin í skólum landsins. Það
var nefnilega kynlífsfræðslan,
sem varð rómverska heimsveld-
inu að falli. . “
BLAÐIÐ „The Church Mili-
tant“ grípur sjálft fyrir ræturnar
á vonzkunni í mannheimi þegar
það birti þessa fallegu hugleið-
ingu: „. . Einhvern tíman í fram-
tíðinni, þegar manneskjan hefur
lært að stjórna hinum ósjálfráðu
hvötum sínum, mun sá tími
renna upp, að kynfæri mannsins
visna og hverfa, maðurinn mun
auka kyn sitt í gegnum barkann,
sem þá verður umskapaður til
þess að geta sagt þau orð, sem
þá nægja til að.kveikja nýtt líf. . .
Þangað til þessi tími kemur,
verða menn að reyna að gera það
bezta úr hneykslanlegri tilhög-
(Framhald á 7. síðu).
->- vlW' ^ í N'z' (?> •'> v'r *> £$> 'O v; c vjS)' ® 'T-
Y
0
VALD. V. SNÆVARR:
Þegar Jiysinn hljóðnar
Fræð þú sveininn um veginn, sem
hann á að halda, og enda á gamals aldri
mun hann ekki aí honum víkja. —
Orðskv. 22.
<r
<23
■>
X
■23
t
f
■23
-5-
<r
t
f
|
f
<r
■23
f
•23
-5-
Xt.
X
I
I
f
|
f
<3
Skammdegi grúíir yfir landi voru. Næturnar
eru langar og dimmar, en dagarnir stuttir.
Skammt er myrkranna milli. — Vitanlega er
myrkratíminn varhugaverður og ekki sízt iyrir
áhrif sín á sálarlíf manna, enda erum vér aíltaf
að éera gagnráðstafanir. Vér ljómum upp horg-
ir vorar og bæi. Vér lýsum strendur landsins og
gerum siglingaleiðirnar öruggari með vitakerf-
um. Tæknina höfum vé tekið í þjónustu vora
og með Guðs hjátp mun oss takast að gera bjart
umhverfis börnin vor. — En grúfir ekki líka
andlegt skammdegi yfir þjóðinni? Svo finnst
mörgum og það víst ekki að ástæðulausu.
Menn eru alltaf að villast og æskulýðurinn ekki
sízt, og það er sárast og alvarlegast. Hann
hveríur oft frá hollum heimilisvenjum og lifn-
aðarháttum. Er altekinn útþrá og fer að heim-
an. Arfinum er eytt í óhófssömum lifnaði, en
pabbi og mamma sitja heima og gráta horfna
syni og dætur. Æfintýrin heilla marga út í
ófæruna. Tafl áhætturmar tefla of margir og
— tapa. Leggja allt undir, jafnvel siðgæði,
hreinleika og sakleysi, og tapa svo öllu. Er nú
svo komið, að sæmd þjóðarinnar virðist stefnt
í voða. — Já, sannarlega grúfir skammdegi yfir
þjóðinni, sé ástandinu er hér er lýst. Vér verð-
c um að horfast í augu við þá sáru staðreynd, að <■
X þjóð vor hefur ekki reynzt nægilega siðferði- ->
lega sterk til að þola sér að skaðlausu að
múrar einangrunarinnar væru jafnðir við jörðu. xj
Ver þolum sambýlið illa. Oss hefur yfirsézt. Vér
höfum gert íærri gagnráðstafanir gegn skemmd-
aráhrifum andlega skammdegisins en hinu. Vér
höfum ekki vísað sonum vorum og dætrum
nægilega vel til vegar, áður en þau hurfu að
heiman. Kristindómsfræðslan hefur verið
minnkuð. Heimilisguðsþjónustur lagðar niður.
Kirkjugöngum fækkað. Vér höíum gengið of
langt í niðurrifsáttina .Snúum við. Breytum um
stefnu. Byggjum upp í stað þess að rífa niður.
Einhlítt mun ekki, að taka uppeldishætti feðr-
anna upp óbreytta, en „á fortíðarreynzlunni
skal framtíðarstarfið byggja". Hin forna ámirui-
ing um „að fræða sveininn um veginrí' er enn
í fullu gildi. Meinið er, að vér höfum sennilega
látið aðra fræðslu sitja í íyrirrúmi. Sé það rétt,
þá verðum vér að breyta til. Vér getum bjargað
f þeim, er villzt haía og varnað öðrum frá þvi að f
‘i' villast. Fyrst og fremst oss sjálfum og svo öðr-
um. Víkjum aldrei sjáff af vtginum. Fræðum -
svo sveininn og meyjuna, svo að þau megi jafn-
an minnast þess, að varðveita sálií sína 'með því
að gæta breytni sinnar. — Lýs Drottinn, í
skammdegismyrkrum lífsins og styð hvern
þann að starfi, er vel vilf.
%
I
V.C
<r
f
f
I
f
■23
f
l
f
X
%
i
%
X
■3
í-
’c'Q-'Hl' 'VÖ 'trí'ci -<Sv? -trí® 'í'*/;'
Eiginkona og móðir
í rétti þeim, sem fjallaði um mál tékknesku stjóm-
málamannanna, sem teknir voru af lífi nú í vikunni,
eftir að hafa verið dæmdir fyrir föðurlandssvik og
andúð á Sovét-Rússlandi, var í fyrri viku birt bréf,
sem eiginkona eins af sakborningunum, Lisa Lon-
don, skrifaði réttinum. Bréf þetta er þannig úr garði
gert, að lærdómsríkt má telja fyrir hvern mann að
lesa það, ekki sízt eiginkonur og mæður. Það opnar
ofurlitla innsýn í „lönd lífsgleðinnar" og það skelf-
ingarástand, sem einræði og flokksofstæki hefur í
för með sér. Bréfið er svohljóðandi:
„Til að byrja með var það von min, að mað-
urinn minn væri aðcins verkfæri í hönduin
svikara og að hlutverk hans væri að hilma yf-
ir svikráð þeirra. Allt fram á síðustu stund,
vonaði eg, að hægt væri að bæta fyrir misgjörð-
ir hans, að hann mundi játa þær fyrir alþýðu-
dómstólnum og þjóðinni og að því loknu
mundi honum auðnast að verða aftur flokks-
félagi. En maðurinn minn var ekki heiðarlegur,
hann var svikari gagnvart flokknum og ríkis-
stjóminni, og það eru grimm örlög fyrir mig og
fjölskylduna — sem öll erum kommúnistar —
að svikari skuli hafa lifað milt á meðal okkar.
(Framhald á 7. síðu).