Dagur - 13.12.1952, Blaðsíða 6
6
DAGUR
Laugardaginn 13. desember 1952
brunatryggir allar húseignir á landinu utan
Reykjavíkur.
Ennfremur alls konar lausafé svo sem:
Innanstokksmuni,
vélar og áhöld í verksmiðjum og verkstæðum,
efnivörur til iðnaðar, __
framleiðslubirgðir,
hey, búpening og fleira.
Búfjártryggingadeild tryggir búpening fyrir
vanhöldum.
Hentugast að tryggja hús og lausafé á sama stað
Umboðsmaður á Akureyri
VIGGO OLAFSSON
Brekkugötu 6. — Sími 1812.
I Hin gömlu kynni 1
1 ' Saga eftir JESS GREGG f
9. DAGUR.
(Framhald).
Þetta samtal festist vel í minni
Elísabetar. Það er staðreynd,
hugsaði hún að bókmennta-
smekkur manna er nokkuð örugg
vísbending um skapgerð þeirra.
Henni fannst að möguleiki væri
til þess að kynnast Wrenn nánar
með því að vita, hvaða bækur
hann valdi sér.
„Eg hef verið að hugsa um að
það sé einkennilegt," sagði hún,
upp úr þurru, við barónessuna
þennan sama dag, „en þér hafið
aldrei óskað að sjá neitt af því,
sem eg hef skrifað.“
Barónessan hélt áfram að
strjúka hnakkann á kjölturakk-
anum sínum og leit ekki upp.
„Herra Mellett mælti mjög
með yður,“ sagði hún. „Eg treysti
dómgreind hans. Og þar að auki
verður mér illt í augunum við að
lesa.“
„Já, en eg gæti lesið upphátt
fyrir yður við tækifæri? Og eg á
þá ekki aðeins við handrit mitt,
heldur eitthvert annað lesefni.
Þér hafið hér mjög stórt bóka-
safn.“
Barónessan leit upp, andúð
lýsti sér í svip hennar. „í því
bókasafni er ekkert nema lög-
fræðileg rit, kæra barn,“ sagði
hún. „Þingmaðurinn, sællar
minningar, var nefnilega lög-
fræðingur.“
„En hinir eiginmenn yðar hafa
lesið aðrar bækur?“
Barónessan andvai’paði. „Flix
— það er baróninn — hefur ekki,
það eg veit til, nokkurn tíman
lesið heila bók á lífsleiðinni. Og
Maríus hafði aldrei sömu bókina
lengi undir höndum. Hann var
alltaf að fá lánaðar bækur. Eg
held að flestar hafi verið úr borg-
arbókasafninu og hann var alltaf
að sækja eitthvað þangað. En
hann fór hræðilega illa með þess-
ar bækur, var sífellt að krota at-
hugasemdir á spássíumar, og það
kom fyrir að hann reif blöð úr, ef
hann datt ofan á eitthvað, sem
hann hafði áhuga fyrir og vildi
kynnast nánar.“
Elísabet hafði þetta samtal 1
huga, þegar hún hélt inn í bóka
herbergið í norðurálmu hússins.
Hún greip bók ofan af hillu og
fletti henni, tók svo aðra og fletti
henni einnig, og svo koll af kolli.
Hún var að leita að handaverkum
Maríusar.
En þótt hún væri alltaf að, fram
til miðnættis, var árangurinn
sáralítill. Það skársta, sem hún
hafði fundið, var eintak af Dante,
sem á var ritað, að bókin væri
eign Kitty Leighton. Henni
fannst nafnið koma sér kunnug
lega fyrir sjónir, en kom konunni
samt ekki fyrir sig. Nokkrir dag-
ar liðu áður en athygli hennar á
þessu nafni var vakin á ný.
(Framhald).
NYJUSTU
Jólabækur
T engdadóttirin
Sigurður Breiðfjörð
Úndína
Ogróin spor
Ensk-íslenzk orðabók
Gerpla Kiljans
Heiman ég fór
Ritsafn Davíðs Stefónssonar
Adda trúlofast
Stella og Klara
Dóra sér og sigrar
Egyptinn
Upp við fossa
Piltur og stúlka
Og ótal margt fleira!
Bókaverzlunin Edda h.f.
Akureyri
Góðar og þarfar jólagjafir:
Skíðaskór og Skaufaskór
Karlmannaskór í miklu úrvali
Drengjaskóhlífar, nr. 31-39
Barnaskór, rauðir, bláir, svartir, hvítir
Kvenskóhlífar
Skóbúð KEA
WESTINGHOUSE HEIMILISTÆKI
&<?£■£*•-%«.*.« «, “• sr—,r—-- ■ .... -, •''TMmiaiI 1 nserjf'si ■ ~~
eru kærkomnasta jólagjöfin!
Þessi heimsþekkfu rafmagnstæki eru seld í kaupfélögunum um
allt landið á sérsfaklega hagstæðu verði.
Straujárn
Kr. 172,20
Vöflujám
Kr. 471,40
Steikarofn
Kr. 1005,59
Handryksuga
Kr. 483,50
Brauðrist
Kr. 436,40
Athugið vel, hvort völ er á gagnlegri jólagjöf fyrif sambærilegt
verð. — Gott heimilistæki léttir störf húsmóðurinnar, eykur
heimilisánægjuna og heldur notagildi sínu árum saman.
Gjörið svo vel að líta á þessi tæki öll, og ýmis fleiri, hjá kaup-
félögunum. Á Akureyri í Véla- og varahlutadeild og
járn- og glervörudeild Kaupfélags Eyfirðinga.
Samband íslenzkra samvinnufélaga