Dagur - 13.12.1952, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Laugardaginn 13. desembcr 1952
FRÁ BÓKAMARKAÐINUM
0
Kvæði eftir Undínu. fsa-
foldarprentsmiðja h. f. —
Reykjavík 1952 .
Kvæði Undínu komu á víð og
dreif í Heimskringlu og Öldinni
fyrir síðustu aldamót og vöktu
þá athygli ljóðelskra manna. Um
þau komst Jón Ólafsson ritstjóri
þannig að orði, að þau bæri vitni
um sterka náttúrugáfu og feg-
urðarsmekk og taldi hann, að þau
mundu eiga framtíðarsæti í ís-
lenzkum bókmenntum. Gleymd
voru þó kvæðin að mestu þeirri
kynslóð, sem nú ber hita og
þunga dagsins, af þeirri einföldu
ástæðu að ógreiður var gangur að
þeim. Það var því einkar vel til
fallið að safna þeim saman og
gefa út í svo Ijómandi fallegri og
smekklegri útgáfu, sem ísafold-
arprentsmiðja h. f. hefur nú gert,
og er með því verðugur sómi
sýndur þessari merku og gáfuðu
skáldkonu. Hefur Snæbjöm
Jónsson séð um útgáfuna með
þeirri alúð og gerhygli, sem hon-
um er lagin, og skrifað fróðlega
inngangsritgerð um höfundinn af
samúð og skilningi.
Það mun mprgum koma á
óvart að frétta( að ekki er nema
rúmur áratugur síðan Undína
lézt, þá komin á níræðisaldur.
Helga hét hún Baldvinsdóttir
og stóðu að henni gáfaðir ætt-
stofnar úr Mývatnssveit og Húna
þingi. Vestur um haf fluttist hún
tæpt fimmtán ára gömul 1873 og
var hún þá farin að yrkja stærðar
kvæði. Hversu létt henni var um
tungutakið sést á þessari vísu,
sem hún orti á leið burt frá ís-
landi:
Trausta fleyið flytja má
fölva mey á bárum,
kaldri eyju ísa frá,
út á reginhafið blá.
Næstu árin streyma ljóðin ai
vörum hennar og allt fram unr
fertugsaldur. En eftir það ort
hún ekki nema sáralítið, og e:
það skaði, því að ljóðin verða þv
betrur ort, sem lengra líður i
bókina, en þeim er raðað eftij
aldri.
Þessi ljóð eru einkum kennda-
ljóð, innilega hreinskilin og oftas
harmi mögnuð. Um tvítugsald-
urinn yrkir hún:
En ástin svo fögur og indæl og
blíð,
sem uppheimssælu fyrst í brjósti
hreyfir,
hún getur ei fölnað né gleymzt
um vetrarhríð,
á gervallt lífið unaðsblómum
dreifir.
En „unaðsblóm“ hennar Und-
ínu visnuðu fljótt. Örlögin urðu
henni ómjúk. Ung giftist hún
gervilegum og vel gefnum manni,
sem hún unni eins og lífinu í
brjósti sér, en þeim var ekki
skapað nema skilja. Sá harmur
fór eldi um sál hennar, en ljóð
hennar þroskast að listfengi í
deiglu sorgarinnar eins og oft vill
verða. Börn hennar dóu ung og
smá hvert af öðru, maðurinn
lagðist í óreglu ,og sjálf hraktist
hún burt af heimilinu. Eru ljóð
hennar frá þeim árum ort af heit-
um dreyra, en þó svo hrein og
beiskjulaus:
Nú burt frá þér, ástvin í fjarlægð
eg fer.
Eg fæ því ei breytt, hversu þungt
sem það er.
Því ólánið yfir mig dynur.
En mundu, hvað eg hefi unnað
þér heitt,
og eilífð og tími því varla fær
breytt.
— Svo kveður þig vina þín,
vinur!
Það, sem snortið getur mann
við lestur þessara ljóða, eru hin-
ar einlægu og fölskvalausu
mannlegu tilfinningar, sem í
þeim lifa. Kvæðið um Undínu á
hafsbotni er prýðilega gott, en í
því heimfærir skáldkonan hið
fræga ævintýri De La Motte
Fouqge um vatnadísina; sem
dregin er niður í sorgarhafs-
djúpið til sjálfrar sín:
Minn kaldlyndi ættingi,
Kaldbrynnir hlær
að kveinstöfum mínum og tárum;
ást hans og heimili flutti þig fjær
og faldi mig hér undir bárum.
Syo hörð eru örlög mín, vinur, —
ó, veit!
En vertu mér trúr samt og
mér ei.
Hve sáj-t var að rkilja! Því enn
er eg ung
með ást mína og hjartað í funa;
og án þín að lifa er lífsbyrði þung,
og ljóð mitt er angistarstuna,
Svo hörð eru örlög mín, vinur, —
ó, vei!
En vertu mér trúr samt og
gleymdu mér ei.
Mér þykir vænt um þessa ljóða-
bók; sem skrifuð er svo að segja
upp úr hjartablóði göfugrar og
góðrar konu. Enginn efi er á því,
að hún hafði mikla ljóðagáfu, en
var þó naumast búin að ná fullum
þroska, er hún lagði pennann
á hilluna.
Benjamín Kristjánsson.
Studiosus perpetuus. Á
Garði. Sjónleikur um Hafn
arstúdenta og æskuástir. —
Helgafell. Reykjavík 1952.
Fróðir m'enn segja mér, að ljóð
seljist yfirleitt illa og leikrit þó
ennþá verr. Þessu er illa farið og
undarlega. Því að leikrit ætti að
vera eitt hið skemmtilegasta les-
efni, sem völ er á. Þar er teflt
saman hugmyndum og skap-
brigðum margra einstaklinga, en
höfundurinn leiðir þó hinn marg-
slungna örlagavef að einu marki.
Þykir það ein hin vandlærðasta
list að leika þetta tafl, svo að þar
sé hvergi af eða van ,og þarf hver
persóna að vera sterku lífi gædd
og tala hnitmiðuðu máli, ef vel á
að fara. En sé alls þessa gætt, get-
ur ekki hjá því farið, að leikritið
verði skemmtilegt, bæði aflestrar
og til sýningar.
Sumir leikritahöfundar hafa
líka unnið sér þá frægð, að beð-
ið er eftir hverju nýju lelkriti frá
þejm með öndina í hálsinum og
útkomu þess fagnað sem stórvið-
burði. Meðal slíkra manna má
nefna á seinni tímum þá Ibsen og
Bemhard Shaw. Engum leiðiest,
sem gluggar í leikrit þeirra.
Nú er flestum svo farið, að
þeir hafa gaman af að sjá leikrit.
En hversu miklu betur má þó
njóta þess, ef menn hafa kynnt
sér þau vel áður. Og þegar menn
einu sinni fara að lesa þau, þá
getur brugðið til beggja vona,
hvort þau batna við að verða
sýnd. Án allra leiktjalda geta
menn sett persónurnar á svið í
hlátraheimum andans.
Þetta leikrit um Hafnarstú-
denta og æskuástir, sem nú er
komið spánnýtt á markaðinn, er
bara bráðskemmtilegt, og mun
enginn sjá eftir þeirri stund, sem
til þess að lesa það. Þetta eru
svipmyndir frá liðinni tíð, hinu
glaða stúdentalífi í Kaupmanna-
höfn, meðan ungir íslenzkir
námsmenn áttu þar helzt athvarf
á Garði. Efnið er kannske ekki
mikið eins og nafnið bendir til.
En leikritið er fullt af gáska og
glettni og gæti farið vel á leik-
sviði, annars held eg að það væri
margra hluta vegna betur sniðið
fyrir kvikmynd en leiksvið, því
að það mundi verða fremur erfitt
í sýningu, nema þar sem leik-
sviðstækni væri af beztu tegund.
Bæði er leikritið nokkuð langt,
persónur fjöldamargar, ljósa-
breytingar miklar og ýmislegt
nýstárlegt. Til dæmis má geta
þess; að Kristján gamli, verndar-
goð Gai'ðbúa, er þarna alls stað-
ar nálægur á sínu sérstaka plani,
skálmandi ýmsa gagnvegi um
rúm og tíð. Öllu þessu mundi
auðveldara að koma skemmtilega
fyrir á kvikmynd og efast eg ekki
um að leikritið mundi þannig
geta notið sín prýðilega.
Persónurnar eru margar vel
gerðar og sýnist . höfundurinn
hafa talsvert mikla hæfileika á
þessu sviði, og grunar mig þó að
þetta sé fyrsta tilraun hans í
þessa átt. Sú er spá mín, að úr
þessu leikriti verði seinna gerð
allgóð kvikmynd, og þakka eg
höfundinum, hver sem hann er,
góða skemmtun.
Bcnjamín Kristjónsson.
Þóroddur Guðmundsson frá
Sandi: ANGANÞEYR. Ljóð.
Prentverk Odds Björnsson-
ar .Akureyri 1952.
Sú var tíðin, að þjóðin lagði
hlustir við, þegar skáldbóndinn á
Sandi lét til sín heyra í ljóðum og
sögum. Nú eru moldir hans grón-
ar, en minning hans lifir, og
merki hans er ekki fallið, því að
synir hans tveir, þeir Heiðrekur
og Þóroddur, hafa gripið það og
bera það fram sem skáld þeirrar
kynslóðar, sem nú er uppi. Og
báðir yrkja þeir bræður vel, enda
verða rætur skáldskapar þeirra
auðraktar til þeirrar fx'jóu mold-
ar; sem andleg ai-fleifð þeirra og
uppeldi, íslenzk þjóðarsaga og
íþróttir heimahaganna, hafa
þeim búið.
Þegar Þói'oddur frá Sandi gaf
út fyi-stu ljóðabók sína, Villiflug,
árið 1946, var þegar ljóst, að gott
og traust skáldefni kvaddi sér
þar hljóðs. Ljóðasafnið nýja, er
út kom í haust, ber þess vitni, að
um eðlilega þróun; en engar
stökkbreytingar, er að ræða á
þroskaferli hins unga skálds á
því sex ára skeiði, sem síðan er
runnið. Fæst kvæðanna geta sér-
lega stórbrotin kallazt, og Þór-
oddur er blessunarlega laus við
allar hávaðasamar tilraunir í þá
átt að vekja á sér athygli með
upplognum ,,frumlegheitum“, eða
hjákátlegri tilgerð, svo sem
manna eru þó aæmin nú á tím-
um. En hlýr og heiðríkur andi
svífur yfir þessum vötnum.
Skáldið er rómantískt að eðlis-
fari og verður því tíðlitið um öxl
til sögu og menningarerfða, en
það lifir þó og hrærist með sam-
tíð sinni — „kennir til í stormum
sinna tíða.“ En fyrst og síðast ann
það fegui'ðinni, hvar sem hún
birtist, og fer nærfærnum hönd-
um um íslenzkt mál og vill það í
engu meiða né óvirða.
Þýðingarlítið væri í stuttri i'it-
fregn að þylja nöfn margra
kvæða í bókinni. Eg hef það fyrir
satt, að nýjustu kvæðin muni yf-
irleitt bezt ort, en í þeim flokki
eru ljóðin Ástavísur til æsku-
stöðva, Aufúsugestur, Fjalldala-
fífill, Kvöld í Skírisskógi og
Hljómtöfrar. Síðastnefnda kvæð-
ið — svo og ljóðið um Clontarf —
minnir óneitanlega á sum ferða-
kvæði Einars Benediktssonar, svo
sem í Dísarhöll, Tínarsmiðjur o.
fl.; nema hvað allt er hér smá-
felldara, og tungutakið ópersónu-
legx'a og hversdagslegra en hjá
skáldspekingnum mikla. En fyrr
getur vel verið en svo sé, að til
slíks meistara vei'ði jafnað, og
víst er þai-na margt fallega sagt,
svo sem þetta:
„Mér finnst, að þrautir og
þjáning batni
í þrastalundi, hjá svanavatni,
Og bjai-t undir sól að sjá“.
Tveii' síðustu kaflar bókarinn-
ar eru þýðingar úr ensku og
sænsku. Er þar margt góðra
kvæða; og yfirleitt vel og lipur-
lega þýtt, sums staðar með ágæt-
um. Eigi mundi það t. d. heiglum
hent að þýða Jólasöng pílagríms-
ins eftir Heidenstam jafn vel og
Þóroddi hefur tekizt, svo að
dæmi sé nefnt og þó næstum af
fullu handahófi.
Sínum augum lítur hver á silfr-
ið, og ekki falla mér allir hættir
og hrynjandi þessara kvæða jafn
vel, né heldur orðaval Þórodds,
þótt vafalaust geti það allt stað-
izt: „íviðgjarn mun á ögurstund“,
„þegar þjakaði kíf, / vernduðu
börn og víf“, og aði-ar slíkar ljóð-
línur, falla mér ekki í geð, né
heldur: „Úfar þótt séu tramar
títt / tekst þeim ei geigvænt
hi'un“, „. ... sólblær með fossa
dun“ og ýmislegt fleira í slíkum
dúr. En vel mega þetta vera mín-
ar kenjar, en ekki annarra, og
víst er um það, að bókin er enn
eitt órækt vitni þeii'rar stað-
reyndar, að enn kunna íslending-
ar mál sitt og Ijóðafoi'm og ætla
hvoru tveggja mikinn hlut.
J. Fr.
Jón Benediktsson .'Sólbros.
Ljóð. Prentverk Odds
Björnssonar. Akureyri 1952.
Fullur aldarfjórðungur mun nú
liðinn, síðan ég kynntist Jóni
Benediktssyni, nú yfirlögi'eglu-
þjóni, fyrst. Við vorum um skeið
samstai-fsmenn, og ávallt síðan
hef ég haft af honum nokkur
kynni. Mér var það því löngu
kunnugt, að maðurinn er gáfaður
vel og margt til lista lagt. En hitt
vissi eg þó ekki ,fyrr en nú, að
hann er svo vel skáldmæltur sem
raun ber vitni, og má af þessu
marka það tvennt, að „lengi skal
manninn reyna“ ,og eins hitt, að
Jón hefur ekki flíkað kveðskap
sínum fram að þessu, heldur farið
með hann líkt og slunginn leyni-
lögreglumaður meðhöndlar lík-
urnar í flókinni morðsök, unz all-
ir þræðir koma þar saman í einni
hendi og ekki verður framar um
neitt villzt!
En fyrst mér vai'ð það á, að
nefna starf Jóns í sambandi við
skáldskap hans, er bezt að syndga
enn svolítið meii'a upp á náðina
í þeim efnum, og bæta því við, í
gamni og alvöru, að það þykir
mér einna helzt að kvæðunum, að
Jón hefur ekki alltaf farið úr ein-
kennisbúningi löggæzlumannsins,
áður en hann settist á bak Pegas-
usi: Það bregður allvíða fyrir
predikunartón og heilræðastíl í
þessum ljóðum. Pi-edikunin er
sums staðar snjöll og heilræðin
mai'kviss, og víst mundi áminn-
inganna þöi'f á þessari syndugu
tíð. En annað fonn virðist þessum
hlutum oftast hentara en ljóða-
foi'mið, alveg á sama hátt og sum-
ir pólitískir trúboðar, sem eitt
sinn voru haldnir í þjóðskáldaröð
hafa flaskað illilega á því að
reyna að efna til áróðursfunda á
baki skáldfáksins.
Ekki er um það að sakast, þótt
Jón Benediktsson fari víðast
troðnar slóðir um bragarhætti og
efnismeðfei'ð. Slíkt er góðra
gjalda vert í samanburði við öf-
uguggaháttinn og hina misheppn-
uðu og andlausu leit að nýjung-
um, sem sum yngri skáldin eru
stöðugt að bjástra við, en í-eynast
DÓ sjaldnast menn til að finna
nokkuð það, sem varanlegt gildi
hefur. — Það er mikil mælska og
víða snjöll í þessum kvæðum
Jóns; og hagmælskan oftast ágæt,-
Og sólbrosin eru sums staðar
einkar hlý og ljómandi:
„Nú syng ég þakklátur sólarljóð,
er sefur bærinn, og nóttin hljóð
um foldina faðmi vefui'.
Ég syng, unz dagur í suðri skín,
um sólbi'os kæi'leikans, Hulda
mín,
það lífinu gildi gefur.“
Slik eru niðurlagsorð bókar-
innar, og vel gætu þau skoðast
eins konar ályktunai'oi'ð þess
holla boðskapar; sem hún hefur
að flytja. — Eg vildi gjarnan hafa
í'ýmri tíma en eg hef til þess að
minnast þessara ljóða nánar og
birta úr þeim fleiri tilvitnanir,
því að þar eru margar spaklegar
og velsagðar hendingar. En rúm
blaðsins er mjög takmarkað nú í
jólaösinni, hvað sem tómstund-
um mínum líðui', svo að á þessu
gefst ekkert færi að sinni. En
ósvikinn hygg eg að hver ljóða-
vinur mætti teljast, sem keypti
þessa bók og læsi hana sér til
yndis og ánægju nú um jólahelg-
ina. Eg held ekki ,að vinátta mín
í garð góðkunningja míns, Jóns
Benediktssonar, ráði þar neinu
um, þegar eg kemst að þeirri nið-
urstöðu, að margt skáldið, sem
allhátt er hossað og miklu meira
hefur gert til þess að auglýsa sig
og krefjast launa og viðui'kenn-
ingar, mætti telja sig fullsæmt af
slíkri bók, svo að ekki sé meira
sagt. Oi-ðsnjall maður, ágætlega
skáldmæltur, sem hlotið hefur
lífsreynslu og lífstrú, heldur
hér á penna og stýrir honum víð-
ast vel og fimlega.
J.Fr.