Dagur - 13.12.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 13.12.1952, Blaðsíða 8
8 Baguk Laugardaginn 13. desember 1952 ÚR BÆNUM: Svipazt um í verzlumim eftir hentugri jólagjöf 30 menn luku meira bílsfjóraprófi á námskeiði, sem lauk hér i sioastlioinm viku Á FIMMTUDAGSMORGUN- INN var dauflegt að litast um í miðbænum, enda var allt í einu kominn hávetur. Bæjarmenn, sem áður spígsporuðu frakka- lausir og berhöfðaðir í milli búð- anna, voru nú komnir í vetrar- frakka og með loðhúfu eða í kuldaúlpu og snjóstígvél. Verzl- unargluggarnir voru fannbarðir, svo að varla sást í marglitan varninginn. En þótt útsýni væri lítið, komust vegfarendur samt ekki hjá því að minnast jólanna. Jólastjarnan við Kaupvangstorg varpaði skærri birtu í gegnum snjómugguna. Ekki er minni skemmtun að henni nú síðan fór að snjóa. —o— INNI í BÚÐUNUM er hlýtt og bjart og mikið um að vera víðast hvar, þótt færi gerist nú þyngra en áður. Eg kom inn í járn- og glervörudeild KEA á fimmtu- dagjinn til þess að svipast um eft- ir jólagjöf og athuga, hvort ekki væri þar eitthvað, sem mig vant- aði á jólatréð. Nú veit maður ekki, hvort nokkur grenitré korna, þau eru geymd í iestinni á Gullfossi suður í Reykjavík og fer að verða vonlítið að ná þeim í tæka tíð úr þessu, a. m. k. fypir þá, sem úti á landi búa. Þó verða menn að treysta á gerfijólatré, sem oft hafa líka dugað vel og geta verið ljómandi falleg. Á fimmtudaginn fengust hentug og falleg gerfijólatré í járn- og gler- vörudeildinni, þýzk, og kostuðu 100 kr. stykkið. Og mikið er um alls konar jólatrés.jkraut. Mér varð starsýnt á rafmagnskerta- seríurnar, því að gaman er að geta látið loga á jólátrénu lang- tímum saman á hátíðinni, og þótt lifandi ljós séu skemmtilegri, er af þeim meiri eldhætta og öryggi er fólgið í því að hafa rafmagns- kerti. Mér leizt bezt á rafmagns- kertin frá Luma-verksmiðjunum, 16 stk. í fallegum kassa á 159 kr. kassinn, hollenzk gerð er einnig falleg, kostar það sama. Þá eru GEC jólatrésljós, marglit, fyrir 135 kr. Fjölskyldunni mundi verða mikil ánægja að þvílíkri gjöf, hennar njóta allir. Þarna var mikið um jólatrésskraut frá Austurríki, jólakúlur og myndir og kosta frá 2 kr. í 21 kr. stykk- ið. Slíkir hlutir eiga að endast árum saman, ef vel er með þá farið. Mikið úrval er af umbúða- pappír á jólabögglana, marglitar arkir, og jólapokaarkir sá eg sem kosta aðeins 2 kr., en duga í marga poka. Ýmislegt borðskraut fæst einnig, tileinkað jólum, bréf- dúkar og „serviettur" o. s. frv. Og svo mikið úr val af jólakort- um. Má fá þarna ágæt kort fyrir lágt verð. —o— TIL JÓLAGJAFA má finna sitt hvað eigulegt í þessari búð. Þarna eru til dæmis ýmsar silf- urvörur — ekta silfur — svo sem kökugafflar, áleggsgafflar, te- skeiðar o. s. frv. Ennfremur skál- ar, kertastjakar og föt, úr plett- silfri. Þessi búð hefur einnig úr- val af ýmiss konar rafmagns- og búsáhöldum, þ. á. m. nokkrar tegundir af straujárnum, t. d. ágæt Westinghouse-járn fyrir 172 /20, þá er gott úrval af hraðsuðu- pottum og hraðsuðukötlum. — Gagnleg gjöf er góð vekjara- klukka, þaina fóst laglegar klukkur fyrir 83 krónur. — Skemmtileg gjöf er líka mynda- vél, einkum handa ungu fólki, og slíkur gripur á að fylgja manni lengi. Verður að horfa í það líka, því ^ð þarna er um nokkra fjár- hæð að ræða. Járn- og glervöru- deildin selur mjög snotrar myndavélar af hinni fi'ægu ZeisS- Ikon gerð. MÉR VARÐ hugsað til þess ó fimmtudaginn, að slæmt væri að eiga ekki Aladdín-lampa heima, ef rafmagnið bilaði þegar verst gegndi og gæti eg vel þegið slík- an grip. Má segja að slíkur lampi sé nauðsyn fyrir hvert heimili. Þeir bera mjög skæra og góða birtu. Slíkur lampi með skerm og glasi kostar kr. 175.00. Loks er þess að geta — ef menn eru að hugsa um stórar gjafir handa börnum og unglingum — að járn- og glervörudeildin hefur ágæt reiðhjól, bæði karlmanns- og kvenmannshjól. Um leikföng- in, sem þarna fást líka, ætla eg ekki að ræða að sinni, enda gefst tækifæri til þess að skoða mesta úrvalið af þeim í nýju Barnabúð- innþ sem KEA opnar á mánu- daginn kemur og þangað ætla eg mér að'koma. Einn úr liópnum. Námskeið bifreiðastjóra til meiraprófs hófst á Akureyri í byrjun nóvembermánaðar sl. og lauk því laugardaginn 7. þ. m. Kennarar við námsk.eiðið voru Gísli Ólafsson varðstjóri, Snæ- björn Þorleifsson bifreiðaeftir- litsmaður og Vilhjálmur Jónsson vélaeftirlitsm. Ennfremur flutti héraðslæknirinn, Jóhann Þor- kelsson, erindi á vegum nám- skeiðsins. Þátttakendur í nám- skeiðinu voru 30 og luku allir prófi, og fara nöfn þeirra hér á Aðalsteinn Guðnason, Akui'- eyri. — Aðalsteinn Jóhannsson, Akureyri. — Aðalsteinn Þórólfs- son, Stóru-Tungu, Bárðardal. — Angantýr Hjálmarsson, Villinga- dal, Eyjafirði. — Ásmundur Kristinsson, Höfða, Höfðahverfi. — Björn Guðmundsson, Akra- læk við Akranés. — Eyvindur Eiðsson, Ásláksstöðum, Arnar- neshreppi. — Gísli Kristjánsson, Klambraseli, Reykjahverfi. — Guðlaugur Valdemarsson, Arn- dísarstöðum, Bárðardal. — Guð- mundur Jósavinsson, Auðnum, Öxnadal. — Gunnar Lúðvíksson, Akureyri. — Halldór Hjálmars- son, Hólmavík. — Helgi Antons- son, Sauðárkróki. — Henning Kondrup; Akureyri. — Hreiðar Aðalsteinsson, Öxnhóli, Hörgár- dal. — Jónas Guðmundsson, Ak- ureyri. — Jóhann Sigurbjömsson, Akureyri. — Jón B. Sigurbjörns- son, Brautarhóli, Svalbarðsstr. — Jón Sigurðsson, Sleitustöðum, Skagafirði. — Jón S. Sigur- björnsson, Grófargilþ Skagafirði. — Rafn B. Helgason, Akureyri. — Ragnar Júlíusson, Akureyri.— Ragnar Tryggvason, Dalvík. — Magnús Sigurjónsson, Nautabúi, Skagafirði. — Sigurður Á. Krist- inssón, Höfða, Höfðahverfi. — Sigui'ður Stefánsson, Akureyi'i. — Steingrímur Felixsson, Akur- eyri. — Sveinbjörn Þ. Egilsson, Úlfsbæ, Bárðardal. — Þórgnýr Þórhallsson, Stóra-Hami’i, Eyjaf. — Vilhjálmur Þórhallsson, Finna stöðum, Höfðahverfi. Gjöf til Krabbameinsfélags Ak. 1500.00 kr. til minningar um Guðnýju Indriðadóttur, fædda 12. október 1883, dána 3. janúar 1952, frá vandamönnum hennar. Þessa stóru gjöf þökkum við kærlega. — F. h. Krabbameinsf. Ak. Þengill Þórðarson. Heyrið þið, krakkar! JÓLASVEINNINN er lagður al stað. Á sunnudag- inn kl. 4 kemur hann til byggða. Ef veður leyfir, getið þið lieyrt hann og séð við Jólabúð barnanna í Hafnarstræti 93. Þá verður hann kominn í jólaskap og syngur fyrir ykkur nokkrar vísur. Jólabúð barnanna verður opnuð á mánudaginn. Þar getið ]rið keypt falleg- ustu jólagjafirnar og allt, sem ykkur vantar á jólatréð. Munið jiað, að jólasveinninn bíður ykkar við JÓLA- BÚÐ BARNANNA á sunnudaginn kl. 4. SENN KOMA JÓLIN! Kaupfélag Eyfirðinsa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.