Dagur - 14.01.1953, Blaðsíða 2

Dagur - 14.01.1953, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 14. janúar 1953 Framboð í Eyjafjarðarsýslu (Framhald af 1. síðu). ágætri konu, Þóru Eiríksdóttur, ættaðri frá Norðfirði, og eiga þau 1 barn. Merkir Eyfirðingar í 3. og 4. sæti. Til þess að skipa 3. og 4. sæti listans voru valdir merkir Eyfirð- ingar, þeir GARÐAR HALL- DÓRSSON bóndi og oddviti á Rif- kelsstöðum og JÓN JÓNSSON kennari og bóndi á Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Garðar Halldórsson er í hópi hinna dugmestu bænda í sýslunni. Hann hefur lengi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og rækt þau þannig, að mikið orð fer af, enda er hann ágætlega vel að sér, mikill starfsmaður og drengur góður. Hann er einn þeirra merku Eyfirðinga, sem um var tal- að að vel væru hæfir til þess að skipa baráttusæti listans, en fjarri mun það hafa verið honum að sækjast eftir því. Hins vegar féllst hann á að skipa nú 3. sæti listans af því að það var einróma álit manna, að listanum væri styrkur að þvi að hann gæfi kost k sér til þess. Jón Jónsson kennari á Bögg- visstöðum er héraðskunnur dugn- aðar- og gáfumaður, sem lengi hef- ur verið einn af helztu forustu- mönnum Svarfdælinga. Hann er einn af þeim mönnum, sem vinna stórf sín í kyrrþey, en þeir sem þekkja hann bezt meta hann mest. Jón á Böggvisstöðum er og einn af þeim merku Eyfirðingum, sem hefði getað haldið merki flokksins uppi með sæmd með því að skipa baráttusæti listans, en hann hefur jafnan verið. ófús að heyja styrj- aldir og svo er enn. En Framsókn- arflokknum er sæmd að því að nafn hans er á framboðslistanum, svo ágætur og drengilegur maður er hann. Rökstuddar sigurvonir. I Alþingiskosningunum 1949 skiptust atkvæði þannig í Eyja- fjarðarkjördæmi: Framsóknar- flokkurinn 1302 atkv., Sjálfstæðis- flokkurinn 698 atkv. (tapaði 112 atkv. frá kosningunum 1946), Al- þýðuflokkurinn 325 atkv., komm- únistar 331 atkv. Eins og sjá má af þessum tölum — 1302 — 698 — þarf Framsóknarflokkurinn ekki að bæta nema tiltölulega litlu at- kvæðamagni við sig til þess að fá 2 menn kjörna af lista sínum. Að því marki þarf nú að vinna ötul- lega og gera það að kjörorði hér um sveitir, að SENDA ENGA NEMA INNANHÉRAÐSMENN Á ÞING! Þórhallur Gunnlaugsson á Finnasföðum heiðraður 6. desember sl. hélt Kirkjukór Grenivíkursóknar Þórhalli Gunn laugssyni á Finnastöðum samsæti í tilefni af fimmtíu ára afmæli hans í kirkjusöng í Grenivík. — Þórhallur hafði snemma góða söngrödd og byrjaði á fei-ming- araldri að syngja í kirkjunni, og söng hann þá millirödd í blönd- uðum kór. Þórhallur hefur jaínan stutt kirkjusöng í Grenivík af alefli, verið forystumaður um að hvetja söngfólkið til þátttöku, glæða hjá því ást og áhuga á söngnum og verið formaður í kirkjukórnum nú síðustu árin. Lengi hefur Þór- hallur átt sæti í sóknarnefnd og þá gengizt fyrir fjársöfnun til orgelkaupa í kirkjuna. Ber að þakka, bæði ötulleik hans og áhuga um orgelkaupin og ágætar undirtektir margra sóknarbarna. Já, það góðar undirtektir, að fé það, er saínaðist, hefði þá nægt fyrir vönduðu hljóðfæri. En á þeim tíma strönduðu orgelkaupin vegna synjunar ríkisvaldsins um nauðsynleg leyfi, og mun því nú nokkuð á vanta, að fé sé nægilegt fyrir hendi, með því að verðlag hefur stórum breytzt til óhagn- a.ðar. Þórhallur mun þó enn hafa fullan hug á að ná settu marki, því að nú, er hann lætur af störf- um í kirkjusöngnum, gaf hann orgelsjóðnum fimm hundruð krónur. f samsæti því, er Þórhalli var haldið, var mikið sungið og margar ræður fluttar. Mætti taka undir orð eins ræðumannsns, að bezta afmælisgjöfin, Þórhalli til handa, væri, að söngfólkið sýndi samhug og samheldni um að efla kiykjusönginn i Grenivík, því að við munum öll vera sámmála um það, að góður söngur auki eigi alllítið á hátíðleika guðsþjónust- unnar. Annan jóladag 1952. Jóhann Stefánsson. Margar tegundir af KEXI innlendu og erlendu, í pökkum og lausri vigt. Kaupfélag Eyfirðinga N ýlendu vörudeild og útibú Grape fruit safi Ananassafi Orangesafi Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibúin. Litla dóttir okkar SIGRÚN, sem andaðist 8. þ. m. að heimili okkar, Björgum í Hörgárdal, verður jarðsett að Möðruvöllum fimmudaginn 15. b. m. kl. 2 e. h. Sigríður Magnúsdóttir. Bjorn Gestsson. Happdrætti Háskola íslands I dag er síðasti söludagur. Opið til kl. 10 í kvöld. Verið með frá byrjun! Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. t, . ■- . ^ Rýmingarsala hefst mánudaginn 19. janúar og stendur til 30. janúar. — Þar verður margt selt með mjög liagstæðu verði, svo sem: Kápur og dragtir . . . Afsl 1. 60-15% Kvensokkar Afsl. 10% Perlufestar - io% Heilsokkar harna . . . - 15% Kvenhanzkar - 20% Kventöskur - 30% Myndapeysur - 15% Karlmannasokkar . . . - io% ★ -K ★ Kápuefni . áður kV. 100.00, nú kr. 55.00 Kápufóður . — - 28.00, - - 18.00 Gluggatjaldaefni . . . . — - 58.90, - - 30.00 Rifflað flauel — - 56.00, - - 46.00 Lakkbelti - 17.50, - - 10.00 Sporthúfur kvenna . — - 66.00, - - 33.00 Sporthúfur harna . . — - 56.00, - - 30.00 Karlmannafrakkar . . — - 490.00, - - 250.00 Nylonskyrtur — - 258.00, - - 210.00 Karlm. hanzkar . . . . — - 69.80, - - 50.00 Regnkápur (ungl.) . — - 108.00, - - 40.00 Regnslár — - 115.00, - - 30.00 Regnhlífar . — - 62.00,- - 40.00 10% afsláttur gefinn af öllum vörum. Verzl. B. Laxdal. Orðsending til trúnaðarmanna Iðju í verksmiðjum og vinnustofúm Samkvæmt samniugum Iðju við vinnuveitendur, ber að framkvæma læknisskoðun á starfsfóki verksmiðjanna í febrúarmánuði ár hvert. Sömuleiðii ber öllu starfs- fólki, sem byrjar starf hjá yerksmiðjum, að framvísa •læknisvottorði. Trúnaðarmenn Ið'ju á vinnustað eru vinsamlega beðnir að sjá iim að þessum ákvæðum verði iramfylgt. STJÓRNIN. ?############################################################^. Góðar og ódýrar vörur nýkomnar: Handlaugar...................... kr. 144.15 Handlaugar, stórar .............. — 237.25 Klósett, án setu................. — 855.85 Klósettsetur, með loki........ . — 75.25 Klósettsetur, loklausar.......... — 46.80 Einnig pýzkir vatnskranar og blöndunartceki fyrir bað og vaska. Miðstöðvadeild KEA. Sirni 1717. o 6~~" 1 1 ------ -t ■. ^ Drangey li.f. Fataefni Aðalstrceti 17. — Simi 1276. Höfum opnað verzlun í Aðalstræti 17, áður verzlun Björns Grímssonar. Á boðstólum verða allar helztu nauðsynjavörur, svo sem: Matvörur, hreinlætisvörur, prjónavörur, tóbak, öl og gosdrykkir o. fl. Ragnar Jóhaimesson. Heimasími 1620. Hef fyrirliggjandi mikið úrval af fataefnum. Einnig þykk vetrarfrakkaefni. — Fyrirliggjandi á lager: Föt og frakkar frá kr. 1150.00. Saumum úr tillögðum efn- um alls konar herrafatnað, kvenkápur og dragtir. Saumastofa Björgvhis Friðrikssonar s.f. Brekkugötu 35. Skemmtiklúbburinn „Allir eitt44 Dansleikur í Alþýðuhúsinu laugar- daginn 17. janúar, kl. 9 e. h. Félags- skírteini afhent föstudaginn 16. jan., kl. 8—10 e. h. á sama stað, og við inn- ganginn. — Kr. 50.00 á 3 dansleiki. Siðir kjólar, dökk föt. Borð ekki tekin lrá. Salurinn opnað- ur kl. 9. S t j ó r n i n. ....... ■ .... —‘J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.