Dagur - 25.02.1953, Blaðsíða 2

Dagur - 25.02.1953, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 25. febrúar 1953 Smábátaútvegur Álitleg og farsæl atvinniigrem, sem skortir fjármagn Áður en seinni heimsstyrjöld- in skall á var víða með ströndum landsins rekinn mikill smábáta- útvegur. Mjög víða voru stað- hættir þannig, að menn stunduðu jöfnum höndum Iandbúskap og smáútveg. Með stríðinu breyttist hagur og öll aðstaða útvegsbænda og ann- arra, sem gerðu út smærri báta. Draumar um stórútgerð skyggðu á smábátaútgerð um skeið. Breytingar. Fyrir stríðið hefði sjálfsagt fá- um dottið til hugar að stunda landróðra á stórum vélbátum. t. d. frá 40—50 smálestum og þaðan af stærri. Langsamlega algeng- asta stærð landróðrabáta á þeim tíma var frá trillum upp til 20—30 smál. bátar. Ein helzta ástæðan til þessarar breytingar er sú, að stærri vélbátunum er ætlað að stunda sfldveiðar yfir sumarið. í annan stað hefur vetrarsjósókn krafizt öflugra vélbáta. En afleið- ingarnar af þessu hafa svo orðið þær, að erfiðara varð að fá menn á litlu bátana og smábátaútveg- urinn dróst því saman um skeið. V Fjölbreyttari atvinnuhættir. Mjög tilfinnanlegur aflabrestur á síldveiðunum undanfarin ár hefur valdið því, að reksturshalli hefur orðið yfirleitt mjög mikill á þeim vélbátum' og'Öðrum 'sk'iþúm, • sem sfldveiðar stunda. Þetta hef- ur orðið til þess, að mönnum er nú Ijóst, að það er mjög vafasamt að treysta svo einvörðungu á síldveiðarnar og gert hefur verið. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði virðist því vaxandi þörf fyrir meiri fjölbreytni sjávarútvegsins. Rýmkun landhelginnar. Með skeleggri og einarðri for- yztu ríksstjórnarinnar hefur land helgin eins og kunnugt er verið stækkuð til mikilla muna. Þetta gefur vonir um auknar fiskigöng- ur á grunnmiðin umhverfis land- ið. En auk þess má vænta, að menn fái nú frið á lóðamiðum inn an landhelginnar fyrir ágangi togara. Þetta ýtir undir smáút- veginn, enda eru nú margir fiski- menn, sem hafa hug á að hefja smáútveg. Fjárskortur hamlar. En eins og oft áður skortir marga fjárráð, sem von er, eftir slæma afkomu undanfarinna ára, til að festa kaup á litlum vélbát- um. Það tilfnnanlegasta í því sambandi er þó, að mjög erftt eða ómögulegt er fyrir menn að fá fjármagn, þar sem Fiskveiðasjóð- ur og lánsstofnanir yfirleitt, lána ekki út á þessa litlu báta, nema sett sé aukin trygging fyrir greiðslu lánanna. Þær auknu tryggingar eru venjulegast veð í fasteign eða ábyrgð sveitarfélaga. En vátryggingu lítilla vélbáta er mjög ábótavant og er það ein helzta ástæðan til, að lánsstofn- anir telja þá ófullnægjandi sem veð. Margir þeirra, sem hafa vilja og aðstöðu til að hefja smáútgerð eiga ekki veðhæfar fasteignir. Þeim er móti skapi að leita til sveitarfélaga, sem von er. í mörg- um tilfellum leiðir þetta til þess, að þeir hætta við allt saman. Aðgerðir þings og stjórnar. Á nýloknu Alþingf fluttu nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins tiflögu til þingsályktun- ar um lánveitingar út á smábáta og vátryggingar. Tillagan var samþykkt óbreytt og er þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að beita áhrifum sínum til þess, að Fiskveiðasjóður veiti framvegis lán út á smábáta í sam- ræmi við lán út á stærri báta, án þess að krefjast baktryggingar, enda séu smábátarnir vátryggðir í samræmi við vátryggingu hinna og tryggingarfélög skylduð, ef með þarf, til þess að taka þá í tryggingu." Er þess að vænta, að ríkis- stjórnin geri þegar í stað ráðstaf- anir samkvæmt þessari ályktun. Meira fjármagn til smáútvegsins. Víða úti um landsbyggðina er nú mikill áhugi fyrir smáútgerð. Enda allar líkur til, að hún gefi góða raun. Eitt er það sérstak- lega, ásamt mörgu fleiru, sem gefur smáútgerðinni gildi. ís- lenzki fiskurinn er talið bezta hráefni sinnar tegundar í heimin- um. En því aðeins fáum við notið til fulls þess hagræðis fram yfir aðrar þjóðir að hafa þetta hráefni við hendina, að unnt sé að flytja fiskinn ferskan að landi, fullvinna hann og senda á markaðinn. Þeim mun nýveiddari sem fiskurinn er fluttur að landi, því betra hráefni er hann til vinnslu. Smáútvegurinn er atvinnu- grein, sem er þess verð að henni séu gefnar gætur, efld og studd. í samræmi við þá jákvæðu framfarastefnu að afla fjármagns og beina því til undirstöðufram- kvæmda og atvinnuveganna, ber að hafa í huga þá möguleika, sem felast í vaxandi smábátaútgerð, auk þess sem slík atvinnugrein tryggir efnahagsafkomu manna umhverfis allt landið og stóreyk- ur atvinnu. T. Á. Aðalfundur Framsókn-* arfél, Arnarnesshrepps Aðalfundur Framsóknarfélags Arnarneshrepps var haldinn í samkomuhúsinu að Reistará sl. föstudag. — Formaður félagsins, Björn Gestsson á- Björgum, setti fund og stjórnaði honum. Tómas Árnason, frambjóðandi Framsóknarflokksins flutti ræðu á fundinum. Að henni lokinni urðu umræður og tóku til máls, auk frummælanda, þeir Halldór Ólafsson, Búlandi, og Jón Mel- stað, Hallgilsstöðum, Helgi Helga son, Kjarna, og Eggert Jónsson, Hallgilsstöðum. Þá fóru fram kosningar. Björn Gestsson, Björgum, var endur- kjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kosnir Ingimar Brynjólfs- son, Ásláksstöðum, ritari, og Bjarni Pálmason, Hofi, gjaldkeri. Varastjórn: Hermann Stefáns- son, Kambhóli, Helgi Helgason, Kjarna, og Aðalsteinn Jónsson, Baldursheimi. Endurskoðendur: Halldór Ólafsson, Búlandi, og Jón Melstað, Hallgilsstöðum. Fulltrúi á flokksþing Fram- sóknarflokksins var kosinn Jón Melstað. Auk venjulegra aðalfunda- starfa urðu svo umræður um félagsstarfið og framtíðarstarf- semi félagsins. Var einhugur ríkjandi um að vinna sem mest og bezt að sigri Framsóknarflokksins við kosn- ingarnar á sumri komanda. Barinn Harðf iskur í pökkum og lausri vigt KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Rækju í Vz kg. dósum og smádósum. Kjötbúðir KEA. Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Laxa-karfi Reyktur rauðmagi Kjötbíiðir KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. fæst í öllum útibúum vorum og KJÖTBÚÐINNI Kaupfélag Eyfirðinga WILLYS OVERLAND V i ð g e r ð i r Varahlutir WILLYS OVERLAND umboð d Akureyri. Lúðvík Jónsson & Co. SlMI 1467. Nýkomi Mikið úrval af fata- og dragtarefnum. Fyrirliggjandi á lager: He-rraföt og fermingarföt Saumum úr tillögðum efnum. Saumastofa Björgvins Friðrikss. s. f Brekkugötu 35 Verð á fóðurvörum . MAÍSMJÖL pr. kg. 2.05 KURLAÐUR MAÍS pr. kg. 2.05 HEILL MAÍS pr. kg. 2.05 HVEITIKLÍÐ pr. kg. 1.95 LAYING MASH (Varpmjöl) pr kg. 2.30 Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin. Herrapeysur Ullar og bómullar. Vefnaðarvörudeild. Skí ðastakka r Skíðabuxur J ■! :* if ■ J YcfnaðárvÖrudeiíd. Ullarjavi 50 og 80 cm. breiður Sendum gegn póstkröfu. Vefnaðarvörudeild. Nylonsokkar Verð frá krónum 20. V efnaðarvórudeild Þýskar rafmagnsvörur nýkomnar VÖFFLUJÁRN kr. 212.00 OFNAR 750 w. kr. 127.00 OFNAR 1000 w. kr. 175.00 Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.