Dagur - 25.02.1953, Blaðsíða 8

Dagur - 25.02.1953, Blaðsíða 8
8 Bagujr Miðvikudaginn 25. febrúar 1953 Ráðgerð aukin samvinna skóg- ræktar- og ungmennafélaganna í Eyjafirði Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn á sunnudaginn Á aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga — sem er héraðssam- band skógræktarfélaganna — var ráðgerð aukin samvinna félags- ins og ungmennafélaganna. Sat fund þennan formaður Ung- mennasambands Eyjafjarðar og var samþykkt að skipuleggja á vori komanda gagnkvæmar gróð- ursetningarferðir innan héraðs- ins. Þennan aðalfund Skógræktar- félagsins sótu 30 fulltrúar héraðs- deildanna, auk stjórnarinnar. — Formaður félagsins er Gúð- mundur Karl Pétursson yfir- læknir, stjórnaði hann fundinum og flutti skýrslu stjórnarinnar. — Hann gat m. a. um fræðslufundi um skógræktarmál, sem félagið hafði beitt sér fyrir á liðnu starfsári, kvikmyndasýningar o. fl., sem miðaði að aukinni þekk- ingu á skógrækt. Félagið tók á móti 8 norskum skógræktar- mönnum á sl. sumri og héðan fóru 5 menn á vegum félagsins til Noregs, til skógræktarstarfa og kynningar þar. Þá annaðist félag- ið að nokkru leyti undirbúning að aðalfundi Skógræktarfélags íslands, sem hér var haldinn á sl. sumri. Gróðursetning. Gróðursetning trjáplantna á félagssvæðinu á sl. ári varð alls um 57 þús. plöntur, þar af komu 23 þús. úr uppeldisstöð félagsins. Fjölmennasti fundur bændaklúbbsins til þessa Fundur bændaklúbbsins fyrra þriðjudagskvöld var sá langfjöl- mennasti til þessa, komu alls um 170 manns á fundinn, sem tók verðlagsmál landbúnaðarins til umræðu að þessu sinni. Málshefj- andi var Jón Laxdal bóndi í Með- alheimi, en aðrir ræðumenn voru: Garðar Halldórsson á Rifkels- stöðum, Ketill Guðjónsson, Finna stöðum, Árni Ásbjarnarson, Kaupangi, Eiður Guðmundsson, Þúfnavöllum, Stefán Stefánsson, Svalbarði, Halldór Guðlaugsson, Hvammi, Stefán Valgeirsson, Auðbrekku, Árni Arason, Grýtu- bakka, Jóhannes Laxdal, Tungu, Jón Rögnvaldsson, garðyrkju- maður, Aðalsteinn Guðmundsson, Flögu, Jón Jónsson, Dunhaga og Ármann Dalmannss., framkv.stj., Akureyri. Líklegt er að verðlagsmálin verði tekin til umræðu aftur á fundi í bændaklúbbnum. Umplantað var úr fræbeðum 37 þús. plöntum og sáð í 270 fer- metra. Félagið hefur nú fengið til umráða 2000 ferm. svæði til plöntuppeldis í Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands og var byi'jað á sáningu þar á sl. vori. Þá hefur félagið gengið til samvinnu við Ræktunarfélagið um útgáfu tímarits (Ársrit Rfl. Nl.) sem kemur út í 3 heftum á þessu ári og fyrsta hefti í næsta mánuði. Nýtur félagið þar Sig- urðar O. Björnssonar prent- meistara, sem hefur gert félaginu mögulegt að ráðas.t í þetta fyrir- tæki og var Sigurði þökkuð þessi mikilsverða aðstoð á fundinum. Fjármál og kosningar. Framkvæmdastjóri félagsins, Ármann Dalmannsson, lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins og skýrði þá. Eignir félagsins í árslok voru rúml. 96 þús. kr., þar af sjóðeignir tæpl. 50 þús. kr. Á fundinum mætti formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar,. Valdimar Óskarsson á Dalvík, og var rætt um samstarf milli fé- lagsins og ungmennafélaganna í héraðinu um gróðursetningu í skógarreiti á félagssvæðinu. — Samþykkti fundurinn, að skipu- leggja gagnkvæmar gróðursetn- ingarferðir innan héraðsins á næsta vori. Ármann Dalmannsson átti að ganga úr stjórninni og var hann endurkosinn. Samkvæmt laga- breytingum, sem gerðar voru á fundinum, voru og kosnir tveir menn til viðbótar í stjórnina og hlutu kosningu séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi og Helgi Eiríksson bóndi á Þóru- stöðum. Fyrir í stjórninni voru: Guðmundur Karl Pétursson yfir- læknir, sem er formaður, Björn Þórðarson skrifstofumaður, séra Sigurður Stefánsson á Möðru- völlum og Þorsteinn Davíðsson verksmiðj ustj óri. Skógræktarfélag Akureyrar bauð fundarmönnum til kaffi- drykkju að Hótel KEA og for- maður þess, Jakob Frímannsson, ávarpaði gestina. Byrjað verður á smá- bátahöfn á Oddeyrar- tanga Hafnarnefnd Akureyrar hefur ákveðið að láta nú þegar byrja á því að grafa kví fyrir smábáta suður úr dráttarbrautarpollinum á Oddeyrai'tanga og á dýpi hafn- arinnar að verða um 1 m. um fjöru. Bátakvíin á að vera 40 m. I á lengd frá norðri til Suðurs og 116—18 m. á breidd. „Islendingur" lætur stóru orðin nægja um togaramál Ólafsfirð- inga og Húsvíkinga Treysti sér ekki til að rekja sögu málsins á þingi né nefna ábyrgðarnmu Sjálfstæðismanna Elísabet Sigurðsson heldur hljómleika í næstu viku Hinn ungi og efnilegi píanó- leikari, frk. Elísabet Sigurðsson, dóttir hjónanna frú Dóru og Har- alds Sigurðssonar, prófessors í K-aup- mannahöfn, er nú komin hingað til landsins og heklur um þessar mundir hljómleika í höf- uðstaðnum. Hing- að til Akureyrar kemur hún á veg- um Tónlistarfélagsins snemma í na-stu viku og heldur væntanlega hljómleika hér á þriðjudags- eða miðvikudagskvöld. — Frk. Elísabet hefur numið í Kaupmannahöfn og París, og nýlega hélt hún opinbera hljómleika í Kaupmannahöfn, sem mjög lofsamlega dóma fengu í dönskum blöðum. Garðlöndin á Oddeyri í leigu í sumar Bæjarstjórn hefur ákveðið að taka aftur uppsögn sína á garð- lóndum á Oddeyri og fá leigjend- um |>au til afnota í sumar. Astæðan er sú, að Útgerðarfélag Akureyringa þarf ekki að sinni að nota þetta land til íiskverkunar, eins og fyrir- hugað var. - Akureyrardeild KEA (Framhald af 1. síðu). tölurnar á fundinum eru athug- aðar. Brynj. Sveinsson mennta- skólakennari var endurkjörinn í deildarstjórnina með rösklega 70 atkv., en maður sá, er kommún- istar stilltu upp, hlaut aðeins rösklega 30 atkv. og smöluðu kommúnistar þó liði sínu á fund- inn. Alþm. gerði ekki þetta stór- númer út af nýlegri kosningu í vörubílstjórafélaginu Þrótti í Reykjavík. Þar voru kommúnist- ar og kratar „í nánu samstarfi". Enn er eftir að skýra frá því í Alþm. og túlka, hvað sú „sam- vinna“ boðar. Það hefur vakið almenna at- hygli hér við Eyjafjörð, að J»egar málgagn SjálÍE-tæðisflokksins liér tók sér fyrir heudur að reyna að afsaka framkomu nokkurra Sjálf- stæðisflokksmanna gagnvart tog- aramáli Ólafsfirðinga og Hiisvík- inga, treysti það sér ekki til að rekja sögu málsins, heldur lét stóru orðin nægja. Dagur er sakaður um „furðu- lega fréttamennsku“, en frétta- mennska íslendings sjálfs er svo heiðarleg, að í sambandi við með- fei'ð togaramálsins á Alþingi eru þar aðeins nefndir 2 þingmenn Framsóknarflokksins, en enginn Sjálfstæðismaður, enda þótt þeirra þáttur sé langtum stærst- ur. Gleymdi aðalatriðinu. ísl. endurprentai' frásögn Dags af ummælum sem féllu á þingi við 3. umræðu ábyrgðarmálsins, en nefnir ekki einu orði þá stað- reynd, sem líka var greint frá hér í blaðinu, að við 2. umræðu málsins voru Sjálfstæðisflokks- menn búnir að hengja aftan í frv. um ábyrgðarheimild fyrir Ólafs- fjörð og Húsavík þessa staði: fsafjörð, Bolungavík, Hnífsdal og Súðavík, (Sig. Bjarnason, for- seti Nd.), Akranes (Pétur Otte- sen) og Stykkishólm (Sig. Ágústsson). Þessir þingmenn munu hafa vitað það fyrirfram, ,að ef breyta ætti frv. um ábyrgð fyrir Ólafsfjörð og Húsavík í óskalista fyrir kjördæmin hring- inn í kringum land, var málið dauðadæmt. Enginn grundvöllur var fyrir svo stórfelldum ráðstöf- unum að sinni þótt unnt væri, vegna sérstakra aðstæðna, að hjálpa Ólafsfirðingum og Húsvík- ingum til þess að komast yfir tog- ara. Frumástæða þess, hvernig fór fyrir togaraábyrgð Ólafsfirð- inga og Húsvíkinga, var því sú, að þegar til 3. umræðu kom voru Sjálfstæðisflokksmenn búnir að gera úr málinu óskalista til að veifa framan í kjósendur í nokkr- um kjördæmum. Hvort till. um að lengja óskalistann var bætt við 3. umræðu eða ekki, skipti því ekki máli fyrir aðalniðurstöðuna: Eins og Sjálfstæðismenn höfðu gengið frá málinu var það dauða- dæmt. Þingmenn Framsóknarflokks- ins, Skúli Guðmundsson og Gísli Guðmundsson, reyndu á síðustu stundu að bjarga málinu og fluttu till. um að frv. yrði sam- þykkt í sinni upphaflegu mynd, en sú tillaga kom aldrei til atkvæða, því að forseti Neðrideildar, Sig- urður Bjarnason, tók málið af dagskrá áður en til atkvæða- greiðslu kæmi og skömmu síðar var þingi slitið. Vond samvizka Sjálfstæðis- manna. Við sögu þessa máls komu því undir lokin nokkrir þingmenn úr stjómarfl. báðum. Voru þeir nafngreindir hér í blaðinu og eins frá því skýrt, sem rétt er, að Björn Ólafsson ráðherra, mælti mjög gegn málinu öllu á þessum Þjóðleikhúsið heimsækir Akureyri „Rekkjan44 verður sýnd hér fjórum sinnum í Jiessari viku Hinn vinsæli sjónleikur Rekkj- an eftir hollenzka skáldið Jan de Hertog verður sýndur fjórum sinnum nú í vikunni í leikhúsi bæjarins af leikurum Þjóðleik- hússins og á fyrsta sýningin að verða á morgun. Voru leikararnir væntanlegir hér norður í gær, cn þcir eru aðeins tveir. sem kunnugt er, Inga Þórðar- dóttir <>g Gunnar Eyjóllssou. Leikurinn liefur verið sýndur nú um langa hríð í Rcvkjavík við á- gæta aðsókn og dóma, og nú að undanförnu á ýmsum stöðum í ná- grenni Reyk javíkur og i Vestmanna- eyjutn. í viðtali við blaðið sagði Guðl. Rósinkran/ þjóðleikhússtj<>ri að jtessi lei-kför væri eintt [ráttur í ]>cirri viðleitni leikbússins að gefa íólki úti á landi kost á að sjá góða leiklist. Sagði hann, að ferðalög leikflokka Þjóðleikhússins hefðu tcki/.t vel og virtist sér almenn á- nægja ríkjandi yfir j>eim ]>ætti starf- seminnar. — Unt lrekari leikfarir hingað norður vildi hann ekkert ákveðið segja að svo komnu. Leikendumir í hlutverkunum. þingfundi. Öll þessi frásögn stend ur óhrakin, þrátt fyrir stóryrði ísl., um „furðulega frétta- rnensku11. Hitt má vera læi'dóms- ríkt fyrir þá, sem hafa ísl. sem aðalheimild um þingmál, að frétt- ir blaðsins af málinu eru svo heiðarlegar og lítið „furðulegar", að af frásögn þess er svo að sjá, að engir nema Framsóknarmenn hafi komið nærri þessu togara- máli! í allri greininni er enginn Sjálfstæðisflokksþingm. nefndur á nafn! Er slík málsmeðferð sönnun um vonda samvizku á þriðjudagsKvoia Næsti fundur Bændaklúbbsins verður að Hótel KEA næstkomandi þriðjudagskvöld, og verður um- ræðuefnið j>ar: Landbúnaðurinn og bændurnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.