Dagur - 25.02.1953, Blaðsíða 7

Dagur - 25.02.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 25. febrúar 1953 DAGUB 7 MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 4. síðu). úr sfldinni, hvort sem um saltsíld, kryddsíld eða nýja síld er að ræða. Að sjálfsögðu ætti ný síld að vera á hvers manns borði oft- sinnis sumarmánuðina, en salt- síldarkútur í kjallaranum er V meiri búbót, heldur en mann rennir grun í, fyrr en reynslan hefur kennt, hve dýrmætur mat- ur sfldin er og hve möguleikarnir eru margvíslegir við matargerð úr góðri og feitri íslenzkri salt- síld. A. S. M j ólkurkönnur rósóttar. Tekatlar Jám- og glervörudeild. Veggspeglarm. stærðir Rakspeglar Vasaspeglar Jám- og glervörudeild. fbúð til sölu tvö herbergi og eldhús á neðstu hæð í Hafnarstr. 84. íbúðin er til sýnis út þessa viku frá kl. 6—7 síðd. Tilboðum sé skilað til Halls Sigurbjörnssonar, Skattstofunni Lóðfeiti Reimvax Smurkoppar Stálbrýni Stálburstar Rörburstar Hakasköft Sleggjusköft Klaufhamarssköft Jám- og glervörudeild. Baujulugtir „Nife“ Jám- og glcrvörudeild. veglar nýkomnir Jdrn- og glervörucleild. L Slyrkfarfélagar í „Geysi" Karlakórinn Geysir beinir því til bæjarbúa að þeir gerist styrktarfélagar kórsins. Gjaldið er krónur 25.00 á ári, en fyrir það fær styrktarfélaginn tvo aðgöngu- miða að samsöng. Verða miðarnir sendir heim með góðum fyrirvara og gjaldinu þá veitt móttaka hjá þeim, sem ekki greiði það um leið og þeir láta skrá sig. Þeir sem þessu vilja sinna snúi sér til Haralds Helga- sonar í Kjötbúð K. E .A., eða einhvers annars Geysis- manns. Karlakórinn „Geysir“. TILKYNNING frá Verkstjórasambandi íslands. Stjórn Verkstjórasambandsins hefir ákveðið, að halda tvö námskeið fyrir verkstjóra nú í vetur í Reykjavík, og á Akureyri ef næg Jrátttaka fæst. Námskeiðið í Reykjavík liefst 9. marz, en á Akureyri 9. apríl. Gert er ráð fyrir að hvert námskeið standi 3 vikur. Þeir, sem hafa í hyggju að sækja námskeið þessi, þurfa að tilkynna þátttöku sína sem fyrst til Jóhanns Hjörleifs- sonar, verkstjóra, Barmahlíð 11, Reykjavík. Á Akur- eyri tekur Karl Fririðksson verkstjóri á móti umsókn- um. Þeir gefa frekari upplýsingar urn námskeiðin. STJÓRNIN. Tauhanskar í fjölbreyttu úrvali. VERZLUN 6. LAXDAL Ódýrar kápur Til frekari rýmingar verð- ur nokkuð af vetrarkápum selt fyrir hálfvirði frá 27. febr. — 5. marz að báðum dögurn meðtöldum. Lítið í gluggana á fimmtudags- kvöldið. VERZLUN B. LAXDAL Lítil íbúð óskast til leigu frá 1. júní n. k. Upplýsingar gefur Hjalli SigurÖsson. Hafnarstr. 85. Sími 1129. TIL SOLU fermingarkjóll með tæki- færisverði. Afgr. visar á. Lindarpenni fundinn. — Geymclur í Reykhúsinu. Verðlækkun fiski! Saltfiskur útvatnaður kr. 4.00 pr. kg. Nætursaltaður fiskur kr. 3.50 pr. kg. Siginn fiskur kr. 3.50 pr. kg. Hausaður þorskur nýr kr. 2.25 pr. kg. Hausuð ýsa ný kr. 2.50 pr. kg. Hausuð ýsa heilfr. kr. 3.00 pr. kg. Fiskbiiðin. Srandgötu 6 og útsölur hennar Aukið kaupmátt krónunn ar, snúið viðskiptum yðar þangað sem þér fáið mest fyr ir eyddan eyri. — Verzlunin mun framvegis auglýsa út söluverð sitt tvisvar á ári. Virðingarfyllst Steinþór Helgason N.L.F.A. Hvítlaukur Fjallagrös Smáramjöl Hrísgrjón m/hýði Rúsínur m/stein. Hveitikorn Rúgkorn Vöruhúsið h.f. 1 l * bœ og, □ Rún 59532257 — 1 — Atg.: Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. — F. J. R. Föstuguðsþjónusta er í kvöld í Akureyrarkirkj u kl. 8.30. Fólk er vinsamlega beðið um, að hafa með sér Passíusálmana. •— P. S. Messað í skólahúsinu í Glerár- )orpi næstk. sunnudag kl. 2 e. h. P. S. Möðruvallakl.prestakall. Mess- að á Möðruvöllum sunnudaginn 1. marz kl. 2 e. h. og í Skjaldarvík kl. 4 e. h. — Sunnud. 8. marz að Bægisá kl. 2 e. h. FUF-félagar! Mætið á flokks- skirfstofunni í kvöld kl. 8.30. Þau mistök hafa orðið í frásögn af 25 ára afmælishátíð K .A., að niður hefur fallið, að Jóhann Konráðsson söng einsöng með undirleik Askels Jónssonar. Var söngnum mjög vel tekið og varð Jóhann að syngja tvö aukalög. Hjónaefni. Síðastl. laugardag opinberuðu trúlofun sína imgfrú Sigrún Ragnarsdóttir, Hjalteyri, og Haukur Þorbjarnarson, bif- reiðastjóri, Akureyri. Lamaði íþrótamaðurinn. Ungur reykvískur íþróttamaður slasaðist við æfingar fyrir nokkru og er lamaður síðan að verulegu leyti. íþróttamenn og margir aðrir hafa beitt sér fyrir fjársöfnun til styrktar honum í leit að lækn ingu. Blaðið tekur fúslega við framlögum til þessa málefnis. Hjónaefni. Þann 21. þ. m. op- inberuðu trúlofun sína í Kaup manna höfn ungfrú Gróa Val gerður Ingimundardóttir, Skuld, Seltjarnamesi, og Ríkarður Reynir Steinbergsson, stud. polyt, Akureyri. Kvenfél. Akureyrarkirkju held- ur aðalfund fimmtudaginn 26. fe brúar, kl. 5, í kirkjukapellunni. Venjuleg aðalfundarstörf. ÆskulýðS' félag Akureyr kirkju. Fundir á sunnudaginn Yngsta deild kl. hálf ellefu (Sóleyjarsveitin) Mið deild kl. fimm (Akurperlu- sveitin). Lesstofa ísl.-ameríska félagsins að Hótel Goðafossi er opin á þriðjudags- og föstudagskvöld- um. Ný tímarit hafa borizt. Á föstudagskvöldið verður sýnd kvikmynd, kl. 9. Barnastúkumar Sakleysið og Samúð hafa fundi á sunnudaginn. á venjulegum tíma í Skjaldborg. Nánra auglýst í barnaskólanum. „Heima er bezt“, febrúarheftið, flytur m. a. þetta efni: Grein um Munkaþverá í Eyjafirði, frásögn af því, er Grænlendingar gistu ísa fjörð, eftir Gunnar M. Magnúss, grein um múgsefjun, endur- minningar frá Kaupmannahöfn eftir Ólaf Gunnarsson, frásögu- þátt eftir Guðm. G. Hagalín, í beituskúrnum eftir Magnús Jó- hannsson, Hafnarnesi, og margt annað efni til skemmtunar og fróðleiks. „Heima er bezt“ er eitt þjóðlegasta og glæsilegasta heim- ilisblaðið. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá N. N. — Kr. 50 frá N. N. — Kr. 40 frá B S. Mótt. á afgr. Dags. Árshátíð Skagfirðingafélagsins verðui’ haldin í Alþýðuhúsinu hinn 7. marz næstk. I. O. O. F. — Rbst. 2 — 101223812 Mánudaginn 2. marz heldur Sókn, félag Framsóknarkvenna á Akureyri, aðalfund sinn í Rotary- salnum kl. 8.30 e .h. — Þar fer fram, ásamt venjulegum aðal- fundarstörfum, kosning fulltrúa á Framsóknarþingið. Skorað á félagskonur að mæta vel. — Stjórnin. Frá Skíðaráðl Akureyrar. — Keppni í stórsvigi fer fram við Ásgarð næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Farið verður með snjóbílnum frá Stefni kl. 10 f. h. sama dag. Farmiðar óskast pantaðir á Stefni á laugardag. Merkjasala Rauðakrossins hér á Öskudaginn nam kr. 11.260.00 og er það bezti árangur, sem orð- ið hefur hér. Norðurlandsbíó sýnir hina skemmtilegu skauta- og söngva- mynd, „Draumgyðjuna“, í kvöld til ágóða fyrir Hollandssöfnunina. Ungmennafélagið Framtíðin í Hrafnagilshreppi gekkst nýlega fyrir íþróttanámskeiði, er lauk sl. laugardag. Kennari var Hermann Sigtryggss., íþróttakenn. UMSE. Þátttaka vár góð. Námskeiðið fór fram daglega, ýmist í þinghúsi hreppsins eða að Grund. Að loknu námskeiðinu var íþrótta- og þjóðdansasýning að Hrafna- gili og þótti vel takast. Strandarkirkja. Áheit frá N. N„ Dalvík, kr. 25. Frá; Atla kr. 50. Mótt. á afgr. Dags. Gjafir til nýja sjúkrahússins. — Björn Sigtryggsson, Brún, kr. 1000.00. — X. B. kr. 500.00. — Björn Guðnason, Grenivík, kr. 50.00. — N. N. kr. 100.00. — Með þökkum mótekið. G. Karl Pét- Skemmtiklúbbur templara held- ur skemmtikvöld sitt að Hótel Norðurlandi föstudaginn 27. þ. m. kl. 8.30. Til skemmtunar: Félags- vist og dans. S. K. T. A. Frá starfinu í kristniboðshús- inu Zíon. Á sunudögum kl. 10.30 f. h.: Sunnudagaskóli. Kl. 1 e. h.: Fundur í K. F. U. M., Y. d. Kl. 2 e. h.: Fundur í U. d. Kl. 8.30 e. h.: Almenn samkoma. (Næstk. sunnudag fómarsamkoma). — Þriðjud. kl. 5.30 e. h.: Fundur í K. F. U. K„ Y. d. Kl, 8 e. h: Fund- ur í U. d. — Fimmtud. kl. 8.30 e h.: „Föstuhugleiðing". Til Sólheimadrengsins. Kr. 100 frá A. H. Mótt. á afgr. Dags. Jónas G. Rafnar alþm. verður í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér í bænum í sumar, að því er tilkynnt hefur verið í blöðum flokksins. Notaður barnavagn óskast. Afgr. visar á. Fermingarföt til sölu í Lækjargötu 6. Barnavagn til sölu. ■ Afgr. visar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.