Dagur - 07.03.1953, Blaðsíða 6

Dagur - 07.03.1953, Blaðsíða 6
6 D A G U R Laugardaginn 7. marz 1953 !Hin gömlu kynni | Saga eftir JESS GREGG % 18. dagur. (Framhald). féttur skilningur, að þér hafið komið til mín til að leita upplýs- inga um hann?<! ,,Já, að nokkru leyti.“ „Jæja, það pr gott. Eg skal sjá til þess að þér fájð gð vita söguna eins qg hún ér,“ Yfirlæti konunnar fór í taug- arnar á Elísabetu. „Eg geri ekki ráð fyrir að eg þurfi á því að halda núna,“ sagði hún. „Sem stendur hef eg aðeins áhuga fyrir að vita, hvað hann hugsaði um konuna sína og herra Wrenn.“ Konan horfði á hana, furðu lostin. „Er þá ætlunin að láta bróður minn hverfa í skugga þeirra?“ „Nei, síður en svo,“ svaraði Elísabet. „Eg gæti þess vandlega að láta hans sjónarmið koma fram.“ „En hvernig getið þér vitað það nema eg segi yður það?!‘ „Auðvitað af því sem madame von Schillar segir mér.“ Ungfrú Caryer bandaði frá sér moð glófaklæddri hendinni. „Eg er hrædd um að hún hafi enga aðstöðu til að gefa yður rétta hugmynd um bróður minn.“ „Hún var þó konan hans.“ vj nJá, hún áttj 'að heita það, en afsalaði sór því heiti sjálf. Vita- skuld er gagnslaust fyrir mig að tala við hana um þessi efni. En eg verð að fá að vita hvað er sagt um Theo í þessari væntanlegu bók. Hann er horfinn héðan, og enginn hér eftir nema eg til þess að vernda minningu hans.“ „En eg get því miður ekki hjálpað yður. Starf mitt er algert trúnaðarstarf.“ Konan brosti tvírætt. „Eg skil,“ sagði hún. „Eg bjóst við þessu og eg kom vel undirbúin." Hún opnaði pemngaveski. „Er það ósk yðar, að eg stökkvi út úr bílnum á stund- inni?“ sagði Elísabet um leið og reiðin blossaði upp í brjósti hennar. Konan hikaði. „Eg held þér misskiljið mig, kæra ungfrú," sagði hún. „En eg get séð að þér eruð viljasterk og heiðarleg stúlka. Þá verð eg að treysta á það.!< Hún skellti aftur veskinu. „Má eg biðja yður um að gjöra svo vel og hlýða á hans hluta af sögUnni?“ sagði hún svo. „Eg þekkti hann betur en nokkur annar,“ hélt hún áfram. „Eg lagði meira að segja á mig að læra á ritvél til þess að geta hjálpað honum. Og eg hjálpaði honum, reyndist honum stoð og styrkur. Hín fræga ræða hans. árið 1909 — þingræðan gegn innflytjendalög- unum — var að nokkru leyti mitt verk. Þ.ér getið ímyndað yður, hvernig það verkaði þegar bróðir minn giftist þessari Winslow- stelpu. Það var allt saman mistök og misskilningur frá byrjun. Hún ;yar algerlega ósamboðin bróður mínum, félagslega, hugsjónalega og ekki sízt siðferðilega.“ „Afsakið,“ greip Elísabet fram í, „ep eg kæri mig ekki um. ... “ „Auðvitað ekki,“ flýtti ungfrú Carver sér að segja, „en þér meg- ið ómögulega halda að eg hafi haft andúð persónulega á Elísa- betu. Hún var ekki aðeins óvenjulega glæsileg kona, held- ur bar hún nú einnig nafn ættar- innar. Eg reyndi líka að vernda hana þegar fyrsti orðrómurinn læddist um borgina. Eg skrifaði lítið, nafnlaust bréf, og varaði þennan Wrenn við því, að leynd- armálið væri að leka út, og hann yrði óðara að draga sig í hlé. En það gerði ekkert gagn. Eg reyndi líka að tala um fyrir bróður mín- um, þegar hann loksins ákvað að leita til dómstólanna. Eg sagði við hann: „Theo, hvað svo sem þessi kona hefur gert þér máttu ekki láta það verða til þess að þú gelymir stöðu þinni og ábyrgð. Þú getur ekki látið hana stefna því í hættu.“ En hann svaraði: „Sara, ef eg sættist við hana og hún verður hér áfram, stefnir hún öllu í hættu, ekki aðeins stöðu minni, heldur nafni og æru og öllu sem eg trúi á-“ Hún kreppti hnefana svo að tók í saumana á hanzkanúm. ' „Eg hélt, að þégar hánn væri laus við hana að öllu leyti, gæti hann tekið aftur upp fyrri hætti og störf, en.. ,. “ Hún átti orðið erfitt með að tala. „Þegar eg hugsa til þess, hvernig líf hans var lagt í rústir og framtíð hans eyðilögð, aðeins vegna þessarar kvensniftar, sem átti ekki til ábyrgðar- eða siðferðistilfinningu heiðarlegrar konu, þá. . ,. “ El- ísabet greip fram í. „Eg hef þeg- ar sagt yður, að eg ætla mér ekki að heyra nein illmæli um ma- dame von Schillar.“ „Illmæli? Eg er aðeins að segja yður sannleikann. Hún er til- finningalaus, algerlega vanmátt- ug að elska nokkurn nema sjálfa sig.“ Elísabet bankaði í ákafa á gler- skilrúmið, sem aðskildi - þær frá bílstjóranum. „Bílstjóx-i! Gjörið svo vel að hleypa mér út!“ Ungfrú Carver lagði höndina á öxl hennar til þess að sefa hana. „Hlustið þér á mig, unga stúlka,“ sagði hún með ákafa, „sýnið mér þá kurteisi að hlýða á sögu mína til enda!“ „Mér þykir leitt að þurfa að neita yður um það. En eg get ekki . fremur setið undir slíkri árás á Elísabet Winslow en á sjálfa mig.“ „Mér hefur þá ekki tekizt að gera yður ljóst, hvað hún hefur gert og hvernig hagað sér, ella munduð þér ekki taka að yður að verja hana?“ „Engin þörf er á að verja hana,“ sagði Elísabet um leið og hún steig út úr bílnum og skellti hurðinni aftur svo að söng í. Hún heyrði ungfrú Carver berja á rúðuna um leið og hún flýtti sér á burt, en hún leit ekki einu sinni við. Þegar hún gekk fram hjá skemmtigarðshliðinu, hikaði hún andartak, en gekk síðan inn í garðinn og settist á bekkinn. Hún sat grafkyrr með lokuð augun. Ásakanir ungfrú Carver berg- máluðu enn í huga hennar. Hún hélt höndunum fyrir eyrun og reyndi að hrekja þessar hugsanir á brott, en allt kom fyrir ekki. Hún komst ekki í hugarástancí fyrra daga, gat ekki sett sig í spor Elísabetar Carver og lifað endur- fund með Wrenn. Hún andvarp- aði, stóð á fætur og gekk rakleitt heim að stóra húsinu handan göt- unnar. —o— Konurnar tvær sátu við kvöld- verðarborðið og voru að drekka kaffi að aflokinni máltíð. Kerta- Ijós varpaði daufum bjarma yfir borðið. Elísabet dró andann djúpt, bleytti varirnar, og sagði síðan: EYFIRZKIR ÞÆTTIR Nokkltr orð nm veðurfar og fleira á þessari öld Eftir JÓN JÓNSSON á Skjaldarstöðum (Framhald). Heimsókn Steingríms læknis. Nóttina milli 16. og 17. maí fór Steingrímur Matthíasson læknir í sjúkravitjun fram að Þverhrekku í Öxnadal og komst á hestum fram að Hrauni með illurn leik. Þaðan gekk hann og fylgdarmað- urinn, Tómas Tómasson, bóndi á Auðnum, nú hjá syni sínum, Elíasi bankagjaldkera á Akureyri, — að Þverbrekku. Daginn eftir komu þeir til mín að Skjaldarstöðum.LagðistSteingrímur til svefns um stund, meðan við Tómas sinntum hestunum. Varð okkur rætt um ófærðina. Sagði Tómas, að aldrei myndi hann slíka ófærð og snjókyngi á þeim tíma vors, En hann er uppfæddur í Öxnadal. Þá um fimmtu sumarhelgi brá fyrst til bata. Þann dag var farið með heyæki frá Miðlandi fram að Þverá, og var það síðasta sleða- ferðin, sem það vor var farin. Batinn var hægur og notadrjúgur. Nokkrir bændur í Öxnadal fram tóku það ráð, þegar hvergi var hey að fá, að reka fé sitt vestur á Öxnadalsheiði, í Skógarhlíð, vestast á heiðmni, sem er mjög veðursælt svæði. Þar báru ærnar og mim hafa heppnazt vonum framar. Frostaveturinn 1918. Þá skal vikið að frostavetrinum 1918. Sumarið áður hafði verið allgott framan af, en úrkomusamt og kalt er á leið, og mun hafa orðið úti eitthvað hey. Svo var frost orðið mikið fyrir veturnætur, „Eg hitti ungfrú Carver í dag“ Madame von Schillar leit upp, og eldur virtist brenna í grænleit- um augum hennar: „Hvar?“ spurði hún. „Hún beið mín hér úti fyrir, hún hafði hlerað að þér væruð að semja ævimimiingar.“ „Og hvað sagði hún yður?“ „Eg hlustaði ekki lengi á hana.“ „Segið mér, hvað hún sagði,“ sagði barónessan í skipunartón. „Hvert orð!“ „Hún sagði að þér væruð kald- lynd kona, sem ekkert gætuð elskað nema sjálfa yður.“ Barónessan rétti sig í stólnum. „Hvernig þorir hún að kveða upp dóm yfir mér, þessa vjndþurrk- aða gaihla piparjúnka.“ —o— Hún stóð brátt á fætur og stik- aði um gólfið, „Hvernig getur hún ætlað að hún gæti skilið konu eins og mig. Karlmenn hafa aldrei litið á hana. Aftur á mpti létu þeir mig aldrei í friði, jafnvel ekki þegar eg enn var barn.“ Hún settist í stól við hlið Elísabetar. „Einu sinni, þegar eg var bara tólf ára, var eg stödd ásamt barn- fóstrimni í anddyri óperunnar. Þar var mikill mannfjöldi og troðningur, einhver maður í hópnum snerti mig þá. Eg varð hrædd. Seinna, þegar eg spurði móður mína um þetta, hpld eg að hún hafi yerið skelfdari að eg skyldi tala um þetta við hana en að maðurinn skyldi þukla mig. Hún svaraði ekki spurningu ininni fyrr en eg var orðin tvítug, en þér megið trúa því að þá var eg fyrir löngu búin að kynnast innræti og ásókn karlmanna sjálf. Vitaskuld verkaði þetta þannig, að eg virtist köld á ytra borðinu, en í hjartá mínu var eg eins og sérhver önnur stúlka, þráði að elska og vera elskuð. Svo kom þingmaðurinn. Eg hélt að hann væri öðruvísi en þeir allir hinir Hann var virðulegur, sterkur, kurteis, og eg hélt hann ætti háleitar hugsjópir. Eg komst brátt að því, að mér hafði skjátl- ast Eg ætla ekki að fara að segja í smáatriðum það, sem gerðist á brúðkaupsnóttina. Seinna reyndi hann að útskýra hegðun sína og segja að hanp elskaði mig svo ofsalega, og hefði því misst stjórn á sér. En þá var það of seint. Eg hataði hann. Þegar hann lá veik- ur í Washington og eg sat við rúmstokk hans, bað eg þess heitt og innilegar að hann mundi deyja svo að eg yrði frjáls á ný. Eg var enn ung, og eg var fögur og girnileg, en samt virtist mér þá sem hádegi lífsins væri liðið.“ Það var engu líkara en hún ætlaði að fara að gráta, en svo harkaði hún af sér og rak upp hvellan hlátur. „Jæja, það má satt vera, að eg hafi verið kaldlynd við Theo stundum, og Sara hafi sagt yður satt um það. En það skiptir engu máli, því að ekkert af þessu kemur í bókinni — og þó verðum við að láta það komá fram, svo að fólk skilji, láta það sjást í milli línanna, hvað gerðist, til þess að mér verði ekki legið á hálsi fyrir að falla þegar eg loks- ins fyrirhitti mann, sem vissi hvað ást var, og bauð mér það, sem mér yar samhoðið. Kurteis, tillitssamur maður, sem.... “ Hún virtist leita að orðunum- Eh'sabet greip fram í. „Sem sá meira í yður en aðeips fallega andlitsdrætti," sagði hún og lauk við setninguna fyrir hana. „Já, ef til vill er það rétta svarið.“ ■* " "('Framhald). TIL SÖLU: Smókingfatnaðir, fremur ‘ lítil númer. Saumastofa Valtýs Aðalsteinssonar. Atvinna Stúlka óskast til húsverka hálfan eða allan daginn. — Hátt kaup. Uppl. í síma 1952 eða 1253. að sláturfé var rekið á ísi yfir Eyjafjarðará og sömuleiðis farið þar með kerruhesta. Sifelldar stórhríðar með frósti yfir jólaföstu. Og í byrjun janúar rak hafís að Norður- og Austurlandi og fyllti víkur og voga. Ekkert skip kom til Akureyrar frá því um jól og fram yfir sumarmál. Mypdi það þykja ærinn biðtími nú. Oft var frostið yfir 30 stig. En eftir að ísinn varð landfastur voru oft kyrrur og því lífvænlegra útkomu en plla. Þegar fram kom á Einmánuð tók ís að lóna lítið eitt frá landi. Kom þá Goðafoss inn að Hjalteyri. Var þá farið að aka á sleðum kjöti og gærum frá KEA o. fl. verzl- unum. Vorum við, nokkrir kaupfélagsbændur o. fl., við riðnir. Þótti ævintýralegt ferðalag að aka svo langleiðis á sjónum. Voru nauðsynjavörur teknar aftur á skipinu. Ekki minnist eg þess, að um vöruþurrð væri kvartað. Litlu fyrir sumarmál losnaði ísinn með öllu og rak til hafs. Allar ár ruddu sig skyndilega og var orðið nokkuð autt um sumai'mál. 1919 og 1920 voru miklir snjóavetrar, einkum sá síðarnefndi. Þá bar keypt mikið af rúgmjöli til fóðurdrýginda, því-að ekki var um annan fóðurbætir að ræða. Ofan á bættist svo stórkostlegt verðfall á landbúnaðarvörum, er orsökuðu ærnar fjárkröggur meðal almennings, enda hófust þá hin svonefndu kreppuár iyrir landbúnaðinn. Rétt er að lýsa Htið eitt góðserunum. Og verður þá fyrst rninnst vetrarins 1922—1923. Nokkuð mikil fönn kom þá um veturnætur en tók fljótlega upp, og var jólafastan svo veðurblíð, að fé var lítt sem ekkert fóður gefið. Nokkur fönn kom um hátíðir og hélzt fram á þorra. Þá fór að hlána og fönn leysti ört, svo að heita mátti al- auð jörð í mið-Góu. Margir slepptu fé sínu í Góulokin og var það aldrei tekið í hús það vor, og mikill gróður var kominn um sumarr mál. Víða var unnið að byggingum og jarðabótum á Einmánuði, því að klaki var þá að mestu horfinn úr jörðu. Að vísu kólnaði úr sumarmálum. En gróður var þá orðinn svo sterkur, að ekki sakaðl fé sem úti hafði legið. Hér læt,eg staðar numið um.sinn, þótt ýjnsu hefði mátt yið bæta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.