Dagur - 25.04.1953, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Laugardaginn 25. apríl 1953
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 50.00.
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Þrjú árásarefni íhaldsins
á samvinnufélögin
STJÓRNMÁLARITHÖFUNDUM íhaldsins verð-
ur nú mjög tíðrætt um kaupfélögin í blaðakosti
flokksins. Svo að segja í hverju Morgunblaði nú um
sinn er að finna einhverjar liugleiðingar um starf-
semi kaupfélaganna. og síðasti Islendingur helgaði
meginrúm blaðsins málefnum samvinnuhreyfingar-
innar í landinu. Mönnum kemur þessi áhugi ef til
vill á óvart, en málið skýrist, þegar menn minnast
þess, að kosningar fara í hönd. Þegar atkvæðaveiðar
eru mál dagsins, eru jafnan ýmis annarleg teikn á
himni stjórnmálanna.
í SKRIFUM íhaldsmanna urn kaupfélögin eru
þrjú atriði sífellt endurtekin. Heildsölum og kattp-
mönnum þykir félögunum ekki nógu íþyngt með
sköttum og vilja því, enn sem fyrr, koma tvöföldum
skatti á samvinnufélögin og útiloka þannig, að
þegnarnir geti haft hag af því að mynda samvinnu-
félagsskap um verzlun og framkvæmdir. í öðru lagi
telja þeir kaupfélögin of umsvifamikil í þjóðfélag-
inu og vilja fá fólk til að trúa því, að starfsemi
þeirra sé „komin yfir á mörg þau svið, sem sam-
vinnuhugsjóninni er ekki ætlað að ná til....“ (Mbl.
fyrra laugardag). í þriðja lagi telja þeir það alveg
óviðunandi, að samvinnumenn landsins styðji flest-
ir stefnu Framsóknarflokksins í landsmálum. í fram-
haldi af þessu er því haldið blákalt fram, að í raun-
inni sé Sjálfstæðisflokknum bezt treystandi til rétt-
sýni og óhlutdrægni í málefnum kaupfélaganna, enda
sé flokkurinn einlæglega fylgjandi jafnrétti á öllum
sviðum þjóðlífsins! í kringum þessar þrjár mégin-
kenningar sáldra rithöfundar íhaldsins svo rógburði
um einstaka forustumenn kaupfélaganna og einstök
framkvæmdaatriði.
ÞEGAR menn virða þessi skrif fyrir sér, er strax
augljóst, að skattamálaáróðurinn og áliyggjurnar af
fylgi samvinnumanna við stefnu Framsóknarflokksins
eru uppvakningar frá kosningabardögum liðinna
áratuga. íhaldið hefur alla tíð viljað gera íslenzka
samvinnulöggjöf og skattalöggjöf að viðundri 1 aug-
um siðmenntaðra manna með því að setja inn í
hana ákvæði um tvöfaldan skatt á samvinnufélögin,
sem hvergi á sér hliðstaðu i lýðrœðislöndum. Kenn-
ingin um það, að skattleggjaeigiendurgrciðslukaup
félaganna til félagsmanna sinna sérstaklega er sam-
bærileg við, að kaupmenn væru látnir gjalda skatt af
afslætti, sem þeir gefa viðskiptamönnum sínum, t. d.
á útsölum. Kaupfélagsmenn greiða úttekt sína með
tekjum sínum, sem þeir gjalda skatt af að lögum.
Með þvi að skattleggja aftur þann hluta þeirra, sem
kaupfélögin endurgreiða að loknu uppgjöri, væri
skapað hið mesta óréttlæti og félagsfrelsið v landinu
væri raunverulega stórum skcrt. Rithöfundar íhalds-
ins reyna sífellt að telja fólki trú um, að skattalaga-
ákvæði gagnvart samvinnufélögum á íslandi séu ein-
stakt fyrirbæri, en þegja vandlega um þá staðreynd,
að lagaákvæði hér eru sambærileg við það, sem' tíðk-
ast í nálægum lýðræðislöndum, og er löggjöfin liér
þó orðin ófrjálslegri Cá ýmsan hátt en víða annars
staðar. Áhyggjurnar af því, að samvinnumenn lands-
ins treysta ekki ílialdinu til að gæta réttsýni í skipt-
um löggjafarvaldsins við samvinnufélögin, eru af
þessari sömu rót, og það er ekki ný bóla, að reynt
sé að jafna þau met með illvígum árásum á forustu-
menn kaupfélaganna og Framsókn-
arflokksins. Kenning íhaldsins um
það, að samvinnufélagsskapurinn
eigi að láta hendingu ráða, liverja
afstöðu löggjafarvaldið tekur til
málefna lians, þykir viðar tortryggi-
leg en hér á landi. Má í því sam-
bandi minna á, að brezku sam-
vinnufélögin standa undir sérstök-
um stjórnmálaflokki — The Co-op-
erative Party —, sem verið hefur í
nánum tengslum við Verkamanna-
flokkinn. Með þessum stjórnmála-
afskiptum liefur kaupfélögunum
tekizt að forða því, að brezka íhald-
ið gæti lagt stein í götu eðlilegra
vaxtarmöguleika kaupfélaganna. —
Afstaða Framsóknarflokksins til
kaupfélaganna hefur hér á landi
verið félögunum svipuð hlíf gegn
ásókn auðhyggjumannanna að úti-
loka samkeppni kaupfélaganna með
afskiptum löggjafarvaldsins.
HIÐ EINA, sem nýtt er í kaup-
félagsskrifum íhaldsblaðanna nú er
það, að kaupfélögin — og þó eink-
um landssamband þeirra — séu orð-
in of umsvifamikil. íhaldið liér sér,
að fyrir framúrskarandi dugnað og
framsýni núverandi forstjóra Sam-
bandsins og samheldni kaupfélag-
anna, hafa verið ruddar nýjar
brautir í starfsemi samvinnufélag-
anna hér á landi. Þetta brautryðj-
endastarf hefur komið illa við þá,
sem telja millilandasiglingar, vá-
tryggingarstarfsemi, olíuverzlun og
ýmiss konár iðnaðarrekstur sín prí-
vat athafnasvið og liafa stutt Sjálf-
stæðisflokkinn til þess að verja þau
fyrir ásókn annarra, eins og þegar
fjárhundur er látinn gæta túns.
Túnvarzlan hefur mistekizt flokkn-
um. Samvinnufélögin hafa sannað
gildi þess fyrir þjóðina, að þessi
þjónusta sé ekki einokuð í liöndum
örfárra máttarstólpa Sjálfstæðis-
flokksins. Þarf engum að koma á
óvart, þótt þeir uni illa við orðinn
hlut. Af þeirri rót er kenningin
um það, að samvinnufélögin séu
komin út fyrir verksvið sitt. En
menn sjá, hversu augljós blekking
er hér á ferð, er þeir líta til ná-
grannalandanna. Á Norðurlöndum
og í Bretlandi eru samvinnusam-
böndin til dæmis meðal langum-
fangsmestu fyrirtækja í landinu og
starfa meira og minna á öllum þeim
sömu athafnasviðum, sem íslenzku
samvinnufélögin starfa á og enn
víðar. Hér ber þyí allt að sama
brunni. Stórspekúlantar Sjálfstæðis-
flokksins ýta flokksforustunni fram
til baráttu gegn kaupfélögunum.
Flokksforustan er nógu hyggin til
þess að dylja hinn raunverulega
tilgang árásarinnar. Auðvitað er
hún gerð í nafni réttlætisins! Flokk-
urinn er eingöngu að hugsa um
hag almennings! En íslenzkur al-
menningur hefur ævinlega séð f
gegnum þennan blekkingavef, og
engin ástæða er til að ætla, að hann
þekki ekki íhaldið enn í dag, í
livaða dulargervi sem það birtist.
FOKDREIFAR
Reikningslist Alþm.
Síðasti Alþýðumaður gerir reikn-
inga Akureyrarbæjar fyrir árið 1951
að umræðuefni. Er vígamóður rit-
stjórans svo mikill, að flestar stað-
reyndir skolast til. Telur liann t. d.
reikningana.koma góðum tveimur
árum eftir tímann, en síðan 1951
er þá ekki liðið nema eitt ár og þrír
mánuðir! Virðist ritstjórinn ætlast
til, að reikningarnir séu gerðir
fyrirfram. Bæjarreikningarnir fyrir
árið 1951 eru fyrir löngu tilbúnir,
en það tekur sinn tíma að ganga
frá endurskoðun og prentun. Einn-
ig er það orðin föst venja, að loka
ekki reikningum hvers árs fyrr en
nokkuð er liðið á næsta ár.
Árið 1951 var óhagstætt fyrir
rekstur bæjarins. Hækkun vísitöl-
unnar á árinu hafði í för með sér
óhjákvæmilega hækkun á ýmsum
útgjöldum bæjarins. Fyrir Reykja-
víkurbæ var þess konar útgjalda-
hækkun það alvarleg, að grípa varð
til þess ráðs, að hafa aukaniður-
jöfnun, en hjá því varð komizt Itér.
Bæjarreikningarnar skulu ekki
gerðir hér að umræðuefni. Ritstjóra
Alþm. gefst tækifæri til þess að láta
gagnrýni sína koma fram, þegar
reikningarnir koma fyrir bæjar-
stjórn.
Kjósendahópur í skollablinduleik.
ÚRSLIT kosninganna í Dan-
mörk nú í vikunni virðast styðja
þá skoðunn, að í upplýstum þjóð-
félögum sé dálítill hópur kjós-
endanna að jafnaði í skollablindu
leik kommúnista. Þetta er sá fasti
kjarni, sem engu tauti er við
komandi, og mundi kjósa fram-
bjóðendur kommúnista jafnt fyrir
því þótt sannað væri í réttarhöld-
um í Moskvu á morgun, að Stalín
hefði verið mesti svikari og
verkalýðsböðull þessarar aldar.
Þetta er sjúkleiki á sálinni, ein-
hver komplex, sem venjplegt fólk
á bágt með að skilja, en á sjálfsagt
sínar skýringar í sálvísindum
nútímans. Ef menningarástandið
hér og í Danmörk er svipað, ætti
fólk með kommúnista-komplexið
ekki að geta verið nema örfá þús-
und hér á landi og áhrif þess á
löggjafarþing þjóðarinnar miklu
minna en verið hefur síðustu ár. I
Danmörk urðu þingmenn komm-
únista ekki nema sjö, og stóðu í
stað. Hér ætti eftir því að vera
einn eða enginn. Það væri ógæfu-
samlegt, eftir allt, sem á undan er
gengið, ef það ætti eftir að koma
í ljós, að íslendingar væru verr
haldnir af þessu kommúnista-
komplexi en Danir. Ef sú verður
raunin á ættu menn að tala var-
lega um gáfur og menntun í ná-
vist Daná. Hvar er þá öll okkar
forna frægð, frelsið og manndáð-
in?
I
Enn um Matthíasarsafn.
f NÝLEGU eint. af Landvörn
ræðir Jónas Jónsson um mögu-
leika á að koma upp Matthíasar-
safni og ber fram frumlega tillögu
til þess að hrinda málinu áleiðis.
Hún er á þá leið, að ættingjar
Matthíasar láti höfundarlaunin
fyrir Skugga-Svein, sem nú er
sýndur á Þjóðleikhúsinu, renna
til safnsstofnunar hér, ef Akur-
eyrarbær og ríkið hefjast handa
um að kaupa Sigurhæðir og koma
upp Matthíasarsafni. Ekki hefur
frétzt, hvern byr þessi tillaga
Jónasar hefur fengið, en vonandi
er, að ættingjar skáldsins, svo og
bæjaryfirvöldin hér, taki hana til
athugunar. — Síðan mál þetta bar
á góma hér í þættinum fyrir
nokkru, hefur blaðinu verið skýrt
frá því, að Stúdentafélag Akur-
eyrar hafi á þessum vetri tekið
málið á dagskrá og kjörið nefnd
til þess að rannsáka möguleikana
á að koma upp Matthíasarsafni.
Nefndin mun hafa athugað málið
og m. a. rætt við nokkra ættingja
skáldsins, og flutti síðan skýrslu á
stúdentafundi hér nú fyrir
skömmu, þess efnis í aðalatriðum,
að litlar sem engar líkur væru
fyrir því, að unnt reyndist að
koma slíku safni á fót. Vonandi er
þetta þó ekki endanlegur dómur
Stríðið eilífa
— Ertu búin með aurana, sem eg lét þig fá í gær?
Þessi spurning klingir ærið oft í eyrum hús-
mæðranna, þegar húshaldspeningarnir eru þrotnir
og þörf er á að minna manninn á þá staðreynd. Það
fer ekki fram hjá konunni, að það liggur gagnrýni
á bak við þessi orð.
Sjaldan á þessi gagnrýni þó rétt á sér. Konan er
enginn ómagi á heimilinu, en verk hennar er oft
hvergi nærri nægilega metið. Það er ekki aðeins
matargerðin og dagleg hreingerning og barnaum-
önnun. Þjónusta á heimilismönnum er oft á tíðum
miklu meira verk en karlmennirnir gera sér nokkra
grein fyrir.
Maðurinn, sem er því óvanur að gera innkaup til
heimilisins, gerir sér oft næsta litla grein fyrr því,
hversu mikla peninga þarf til daglegs heimilishalds
á dýrtíðartímum eins'og þeim, sem við lifum nú.
Það er ekki bara maturinn í aðalmáltíð dagsins,
heldur brauð, smjör, egg, mjólk o. s. frv., og svo
þurfa börnin líka nokkuð til sinna þarfa. Störf hús-
móðurinnar heima og umönnun bamanna, er líka
peninga virði, en ekki er þess ævinlega gætt.
Hjón hafa mjög oft ólíka skoðun á peningamálum.
Það er eðlilegt, því að engar tvær persónur eru eins.
Maðurinn vill e. t. v. hafa nána gát á hverjum eyri,
en hún er þá ekki eins aðgæzlusöm, út frá því sjón-
armiði, að það sem til þarf verður að kaupa, og í
þessu felst ekki í rauninni nein eyðslusemi.
Ef maðurinn vill líta þannig á hlutina, ætti hann
að setjast niður og reikna, hvað konan hefur í raun-
inni sparað honum mikið fé með því að gera við föt-
in hans og þjóna honum þannig, að allt nýtist sem
allra bezt. Það er eitthvað að á heimilinu, þegar
húsmóðurin þarf að fara .bónarveg að manninum til
að fá húshaldspeninga og verður að' hleypa í sig
kjarki til þess að treysta sér út í þá sálma.
Allt of oft lætur maðurinn hana skilja það á sér,
að hann þekki fólk, sem komist a£ með miklu minni
peninga til daglegs heimilishalds. Þetta ér röng af-
staða o gsýnir lítinn skilning.
Hver persóna gerir sínar kröfur til lífsins. Einn
sparar saman aura til þess að geta farið í siglingu
eða keypt einhvern dýran hlut, annar vill heldur
borða vel og klæðá’st vel, sækja skemmtanir o. s.
frv. Það er vafasamt að draga of margar ályktanir
af mismunandi viðhorfi manna til þessar hlut. Hóf
er bezt á hverjum hlut.
Úreltar skólatöflur
Brezka menntamálaráðuneytið er um þessar mundir
að mælast til þess við skólanefndir og önnur skólayfir-
völd í Bretlandi, að gömlu, svörtu skólatöflurnar verði
fjarlægðar úr skólastofunum, en nýjar töflur, með
björtum, fjölbreytilegum litum, settar í staðinn. í
bæklingi, sem ráðuneytið hefur sent þessum aðilum,
er mælt með þessum litum á töflunum: gulum, græn-
um, dimmrauðum, bláum og síðan ýmsum tilbrigðum
þessara lita. Talsmaður ráðuneytisins lét svo um mælt,
í viðtali við blaðamenn, að stóra, svarta taflan, sem
þekur mikinn hluta þess veggjar skólastofunnar, sem
nemendurnir liorfa sífellt á, verki niðurdreþandi og
þyngslalega á nemendurna, en bjartir litir örvi, hressi
og gleðji. Hann hélt því fram, að ástæða væri til þess
að ætla, að þessi breyting mundi verða til góðs með
sama hætti og það þykir sannað, að hljómlist í fjósinu,
meðan á mjaltatíma stendur, verði til þess að auka
nytina í kúnum!
Stórblaðið Times í London hefur talið ástæðu til
þess að óska menntamálaráðunéytinu til hamingju
með þessa breytingu, sem það kallar mannúðlega og
telur að beri vott um lifandi áhuga og viðhorf til
uppeldismála. En blaðið vill líka láta jressa nýja við-
liorfs gæta í klæðaburði kennara og afnema þann
gamla sið, að kennarar klæðist svörtum, skósíðum
skikkjum. Þetta framtak brezka mepntamálaráðuneytis-
ins licfur vakið nokkra eftirtekt erlendis. Bretar eru
ekki vanir að brjóta upp á nýjungum á þessum vett-
vangi.