Dagur - 25.04.1953, Blaðsíða 6
6
ÐAGUR
Laugardaginn 25. apríl 1953
!Hin gömlu kynni I
Saga eftir JESS GREGG ^
29. DAGUK. fc*^*^*^*^
(Framhald).
En þetta hugarástand barón-
essunnar varð ekki langlíft. Á
mánudaginn barst henni ein-
kennilegt bréf. Það var utaná-
skrifað til Maríusar Wrenn og
endursent til hennar af póst-
þjónustunni. Hún opnaði umslag-
ið og las bréfið:
„Maríus: Fyrirgefðu mér. Eg
hafði ekki kjark til að halda
áfram fyrr, en nú hef eg ekki
kjark til þess að horfa á fram-
tíðina án þín. Það er of seint að
hörfa nú, brýrnar eru brotnar.
Eg verð í garðinum annað
kvöld klukkan níu. Þú mátt
ekki bregðast mér. — Elísa-
bet.“
Barónessan var fyrst undrun
lostin, síðan hneyksluð. Hún las
bréfið aftur og aftur, hnoðaði það
síðan saman í lófa sínum og
fleygði því. En hún losnaði ekki
jafn auðveldlega við það úr huga
sínum. Hún leit á utanáskriftina:
Maríus Wrenn, Boston. Póst-
þjónn hafði áritað: Ófullnægjandi
utanáskrift. Þar neðan við hafði
einhver ritað: Látinn. Og enn var
skrifað með framandi hendi:
Endursendist til bréfritarans. —
Aftan á umslagið var hans getið:
E. W. C. og heimilisfang hennar.
Ef þetta á að vera grín hjá ein-
hverjum, hugsaði barónessan, þá
er það ósmekklegt í meira lagi.
Hún var hugsi um stund, gekk
síðan hröðum skrefum að síman-
um.
Langur hálftími leið, unz Bent-
ley Sprague birtist í dyrunum.
„Eg kom eins fljótt og eg
mögulega gat,“ sagði hann. „Mér
fannst þú ákaflega spaugsöm í
símanum," bætti hann við.
Hún sneri sér hvatlega að hon-
um. „Eg var ekki spaugsöm, eg
vildi aðeins gera þér skiljanlegt,
að þetta getur ekki gengið leng-
ur, Bentley. Eg hélt raunar að þú
vissir það.“
„Nei, hvað ertu nú fara?“
„Ef þú ert að hefna þín á mér,
þá geturðu reynt að velja þér
smekklegri aðferð. Eg held þú
ættir ekki að byrja á neinu, sem
þú sérð ekki fyrir endann á.“
Hann horfði stórum spurnar-
augum á hana. „Hvað ertu eigin-
lega að fara? Eg skil ekki eitt
einasta orð!“
Ifún rýtti honum bréfið og
hann las það. „Þetta. er elskulegt
bréf, en hvað kemur það mér
við?“
„Vertu ekki með neinn leikara-
skap. Það þýðir ekkert við mig,“
sagði hún reiðilega. „Auðvitað
sendir þú bréfið.“
„Eg sver, að eg gerði það ekki.
Þú mátt reiða þig á það. Raunar
sé eg ekki að þetta sé neitt hót-
unarbréf, og auðvitað hlýtur þú
að hafa skrifað honum oft og
mörgum sinnum.“
„En þetta bréf....“ Hún lauk
ekki við setninguna, sneri sér
undan.
„Eg er að byrja að skilja,“ sagði
hann. „En hver, sem skrifaði
þetta bréf — háfði kunnuglcika
til þess — hlýtur að vita miklu
meira, vita allt.“ Hann leit aftur
á bréfið. „Gæti þetta þetta ekki
verið viðvörun, kæra barónessa?"
„Viðvörum, hvað ertu að tala
um?“
„Viðvörun um að leyndarmál
þitt sé ekki lengur leyndarmál.
Bréfið er kannske vopn, sem á að
hræða þig frá að halda áfram að
láta skrá endurminningar þínar?“
„Vitleysa.11
„Eg þekki þá ekki með nöfn-
um, sem slíkt gætu haft í huga,
en eg get hugsað mér ástæðurnar
fyrir því, að þeir tækju upp á
slíkum hlutum.“
Barónessan lét fallast í hæg-
indastól með uppgjafarsvip. —
„Þetta væri ekki vandi, e£ eg vissi
aðeins hver hefur sent bréfið, þvf
að þá gæti eg undirbúið vörnina.“
Lengi.eft-ir. að Sprague var far-
inn, sat barónessan við skrifborð
sitt og fór í huga sér yfir öll þau
nöfn, sem gætu haft ávinning af
því að bókin sæi aldrei dagsins
Ijós. En hún komst ekki að neinni
niðurstöðu. Hún var um það bil
að hrinda hugsuninni frá sér,
þegar barið var að dyrum. Það
var unga stúlkan.
„Eg get ekkert sinnt yður
núna,“ sagði barónessan höstug,
er hún sá hver það var.
„Get eg nokkuð hjálpað?11
spurði stúlkan.
„Nei, þakka yður fyrir, þér
þurfið ekki endilega að taka þátt
í öllum hugsunum mínum.“
Elísabetu varð bylt við reiðileg
orð barónessimnar, og þegar hún
sá það, var henni skemmt og hún
skellti upp úr.
„Jæja,“ sagði barónessan þegar
hún sá að stúlkan vissi ekki sitt
rjúkandi ráð. „Eg hef breytt um
sk'oðun. Eg er tilbúin að halda
áfram með bókina. Hvar vorum
við síðast?“
—o—
„Þar sem þingmaðurinn var að
hefja skilnaðarmálaferljn.“ Hún
opnaði minnisbók sína og las:
.....og vinir mínir allir tóku að
láta eins og þeir þekktu mig ekki
lengur.“
„Haldið þér áfram?“ skipaði
barónessan.
„En það var ekki meira. Þér
vilduð ekki fara lengra að sinni.“
„Nei, það var ekki að undra.
Þetta var eitthvert allra aumasta
tímabil, sem eg hpf lifað. Sagði eg
yður nokkru sinni frá. þréfunum
Kvennaskólinn á Laugalandi 1877-96
Eftir séra BENJAMÍN KRISTJÁNSSON
Bréfi Eggerts svaraði sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu þannig:
„Sýslunefndin kemst að þeiri niðurstöðu að taka að sér
kvennaskólann eftirleiðis, ef samþykki amtsráðsins fæst til
þess, með þessum skilyrðum:
1. Sýslunefndin fær eignarbréf fyrir húsum þeim á Lauga-
landi, er kvennaskólinn hefur til notkunar og honum heyra
til og áhöldum þeim, er skólanum fylgja samkvæmt afhentri
uppteiknun yfir þau, gegn því að skuldbinda sig til þess að
borga umboðsmanni og stofnara skólans, Eggert Gunnarssyni,
6000 krónur.
2. Húsið og skólinn, ásamt áhöldum hans, afhendist sýslu-
nefndinni í næstkomandi fardögum og hefur nefndin frá
þeim tíma öll umráð skólans og umsjón yfir honum.“
Þessi atriði voru samþykkt' með samhljóða atkvæðum sýslu-
nefndarinnar.
Eggert Gunnarsson tjáði sig fúsan að ganga að þessum kost-
um, svo fremi að mismunurinn á kostnaðarreikningi hans og
greiðslu sýslunnar yrði borgaður inn í styrktarsjóð fátækra
námsmeyja við skólann. Gerði sýslunefndin svohljóðandi
ályktun um þessi mál:
„Hafi sýslunefndiij, undir yfirstjórn amtsráðsins, yfirstjórn
skólans, og vaxi stofnunhmi svo fiskur um hrygg, að sýslu-
nefndin hafi af skólafé umfram þarfir skólans, tjáir hún sig
fúsa til að leggja þá uppliæð í styrktarsjóð fátækra námsmeyja
á kvennaskólanum í Eyjafjarðarsýslu, sem þegar er stofnað-
ur, er nemur því sem hann (þ. e.: E. Gunnarsson) slær nú af
kostnaði sínum við kvennaskólabygginguna."
En aldrei var fé þetta greitt inn í styrktarsjóðinn. Og þegar
skólinn var tekinn út í hendur sýslunefndar, 24. júlí 1880, var
Eggert gert að greiða í álag á skólahúsið kr. 275.00, svo að
skakkinn, sem hann tók á sig af þessari fyrstu kvennaskóla-
stofnun á Norðurlandi, nam rúmum 1000 kr„ eða um 200
dilksverðum, sem svarar 40—50 þúsund krónum eftir núgild-
andi peningaverði.
Ný reglugerð.
Þegar sýslan hafði tekið við kvennaskólanum á Laugalandi
var kosin ný skólanefnd er fengið var það verkefni að hafa
umsjón með skólanum og fjárhag hans og voru þessir menn
kosnir í skólanefnd:
Stefán Thqrarensen, bæjarfógeti.
Eggert Gunnarsson, umboðsmaður.
Davíð Guðmundsson, prófastur.
Til vara:
Eggert Laxdal, verzlunarstjóri.
En til að semja nýja reglugerð fyrir skólann voru kosnir:
Séra Arnljótur Ólafsson og séra Davíð Guðmundsson ásamt
bæjarfógeta. Reglugerð sú, er þeir sömdu, var dagsett 14.
apríl 1880.
Þar segir svo, að Kvemraskóli Eyfirðinga á Laugalandi sé
sjúlfstæð stofnun undir yfirstjórn sýslunefndarinnar í Eyja-
fjarðarsýslu og amtsráðsins í Norður- og A'usturamtinu. Eigi
kvennaskólinn sitt eigið skólahús með öllum nauðsynlegum
húsbúnaði og áhöldum og sé áformað að 30 námsmeyjar eða
fleiri geti notið þar gefins húsrúms og tilsagnar. Kýs sýslu-
nefndin ár hvert 3 menn í nefnd, er með ráði þriggja kvenna,
sem þeir sjálfir tUnefna, hefur alla nánari umsjón, ráðstöfun,
eftirlit og framkvæmd með kvennaskólanum Framkvæmda-
nefndin ræður forstöðukonu skólans og með ráði hennar
kennslukonur og ákveður laun þeiiTa. Hún veitir námsmeyj-
unum inntöku og tiltekur eftir samkomulagi við forstöðu-
konu inntökuskilyrðin og upphæð meðgjafarinnar og sér um
skilvísa greiðslu hennar í hönd forstöðukonunnar.
Nefndin hefur yfirumsjón með skólahúsinu, húsbúnaði og
öðruin eignum, hefur á hendi fjárhald skólans og semur reikn-
ing yfir tekjur lians og gjöld í lok hvers fardagaárs og afhendir
oddvita sýslunefndar reikninginn. Skal hún og afhenda odd-
vita greinilega skýrslu um aðrar gerðir í þarfir skólans og um
hagi hans og ástand.
Forstöðukona skal, með samþykki skólanefndar, semja
kennsluskrá og setja allar reglur um daglega háttsemi. Telzt
fullkominn námstími 2 vetur. iÞó eru námsmeyjar teknar til
eins vetrar og geta átt kost á að vera lengur en 2 vetur, ef hús-
rúm leyfir. Skal skólinn hefjast um 1. okt. en enda í miðjum
mat. Þá fara próf fram.
Námsgreinar eru hinar sömu og áður, nema bætt er við
grasafræði, heilsufræði og búreikningum, einnig skal leggja
stund á upplestur og framburð íslenzkrar tungu.
(Framh. i ncesta blaði).
sem eg fékk. Flest voru íiafnlaus.
Eg var kölluð öllum illum nöfn-
um og í sumum voru hótanir.“
Hún þagnaði skyndilega og leit
hvasst á stúlkuna. „Hvar vorum
við? Hvað var eg að segja?“
„Eg veit það ekki,“ svaraði
Elísabet. „Eg er hrædd um að eg
hafi líka verið annars hugar.“
„Og um hvað vorum þér að
hugsa?“
„Eg var að velta því fyrir mér,
hvernig mér mundi verða við að
fá nafnlaus skammarbréf í póst-
inum.“
„Eg get sagt yður, hvernig það
verkar á mann,“ sagði baróness-
an. „Það er draugalegt og and-
styggilegt. Eg lærði lexíu í þá
daga, og hún er mér ekki úr
minni í dag. Það er sama, hvað
maður tekur sér fyrir hendur að
gera, alltaf skal maður reka sig á
einhvern, sem vill reyna að
stöðva mann eða hrinda manni af
leið. Þannig verkaði það á mig,
en mér er næst að halda, að
reynsla yðar sé ekki sú sama.
Iivað sem fyrir kemur, haldið þér
áfram yðar stefnu.“
Barónessan var ákveðin að
halda áfram með bókina, en hún
hafði það mjög á tilfinningunni,
eftir að hafa lesið bréfið, að ein-
hver væri að leggja gildru fyrir
hana og hún gat því ekki einbeitt
huganum að því viðfangsefni, sem
fyrir lá, að halda áfram með bók-
ina. „Eg verð að fá meiri tíma til
umhusgunar,“ sagði hún. „Gjörið
svo vel að koma aftur seinna.“
(Framhald),.
Kápuefni
Rautt, graint, blátt.
Verð pit. mtt. kr. 86.00.
VERZLUN B. LAXDAL
Kventöskur
N ý s e n d i n g.
VERZLUN B. LAXDAL
Karlmanna-
skyríur
i öllum stœrðum, litum
og gerðum.
Aldrei glcesilcgra úrval.
VERZLUN B. LAXDAL
Jám- og glervörudeild.