Dagur - 06.06.1953, Blaðsíða 2

Dagur - 06.06.1953, Blaðsíða 2
2 DAGUR Laugardaginn 6. júní 1953 Hvers vegna s!] Ffamsókns Þcirri spurningu hefur oft ver- ið v-arpað fram, hvers vegna verkafólk standi ekki saman í einum stjórnmáiaflokki til vernd- ar hagsmunum sínum, þ. e. launamálum, svo og hvers konar öðrum menningar- og framfara- málum, er mætti íslenzkri al- þýðu til gagns og góðs verða. Venjulegast, þegar slíkt hefur borið á góma meðal verkamanna sjálfra, hefur svarið verið eitt- hvað á þessa leið: Leiðirnir að því marki, sem al- þýða allra landa keppir að og vill ná sem fyrst, eru svo ólíkar, að naumast er nokkur von úrbóta, svo að í lagi sé, nema verkalýð- urinn komi auga á leið, sem allir gætu unað við. Með stofnun Alþýðufloksins er fyrsta sporið stigið í þá átt að reyna að sameina allt verkafólk til sjós og lands undir eitt merki. Margir munu þá þegar hafa trúað því að þetta væri ekki einasta hægt heldur og mjög auðvelt. Þetta fór þó á annan veg, svo sem kunnugt er. Verður hér ekki rakin pólitísk raunasaga íslenzkr- ar alþýðu, nema að því leyti sem hún kemur meginefni þessarar greinar við. Á árunum 1920—27 virtist Al- þýðuflokkurinn í nokkuð örum vexti, enda þá óklofinn. Samt fær hann ekki meira atkvæðamagn en það, að" hann kemur aðeins 4 mönnum að við Alþingiskosning- arnar 1927. Einn þessara þing- manna (Erlingur Friðjónss.) var •þó studdur til kjörs af Framsókn- 'armönum, svo sem réttmætt var, þar sem þeir höfðu ekki mann í kjöri á Akureyri í það sinn. —o— Eins og kunnugt er myndaði Framsóknarflokkurinn stjórn eft- ir kosningarnar 1927 með hlut- leysi Alþýðufloksins, sem þá átti 5 fultrúa á Alþingi (einn lands- kjörinn) og einum utanflokka þingmanni (Gunnari á Selalæk). Með kosningasigri Framsóknar- floksins má segja að hefjist í raun og veru nýtt menningar- og framfaratímabil með þjóðinni undir forustu floksins og með að- stoð þeirra þingmanna.sem veittu stjórninni hlutleysi. Á þessu kjörtímabili voru mörg merk mál borin fram til sigurs, þótt segja megi að einna hæst hafi þar borið á löggjöfinni um héraðsskólana. Hin fátæka alþýða til sjávar og sveita, sem ekki átti þess nokk- urn kost að mennta sig, sökum kostnaðar, tók þessari löggjöf að sjálfsögðu með miklum fögnuði, enda hygg eg að þessi löggjöf og framkvæmd hennar hafi' átt verulegan þátt í kosningasigri Framsóknarflokksins vorið 1931, þótt fleira komi þar til. —o— Eftir kosningarnar 1927, þegar kunnugt varð um hinn glæsilega sigur Framsóknarflokksins, vökn uðu íhaldsmenn við vondan draum. Þeir höfðu ekki búizt við svo almennum stuðningi sveita- fólks við Framsóknai'flokkinn og því síður reiknað með að verka- menn myndu veita honum lið. Eins og vænta mátti úr þeirri átt byrjuðu þeir því að kyrja sin ófagra söng strax og kunnugt varð um úrslitin og stjórn hafði verið mynduð. Er mörgum enn í minni grein sem þáverandi ritstjóri „Varðai'“ skrifaði í blaðið með yfirskrift- inni: „Með lygum skal land vinna.“ Hér verður ekki rakið efni þessarar greinar í einstökum atriðum, en hún mátti heita ein samfelld illyrðaklausa um Jónas Jónsson, sem þá var orðinn dóms og kennslumálaráðherra. En bi'átt sáu þeir að svona að- ferð ein saman mundi seint kné- setja stjórnina og Framsóknar- flokkinn. Það varð því að grípa til fleiri vopna, og þá kom kjör- dæmamálið í góðar þarfir. — Ymsir af áhrifamönum íhaldsins höfðu um skeið haft áhuga fyrir því að minnka áhrif hinna dreifðu byggða á löggjafarsamkomu þjóðarinnar, og nú var um að gera að reyna að koma kjósend- um til að trúa því að verulega breytt kjördæmaskipan væri ekki einasta fullkomið „rétlætismál“ heldur og bráðriauðsynlegt til þess að „skapa jafnvægi milli flokka“. Þetta féll heldur ekki í grýtta jörð, hvað Alþýðufl. snerti og íhaldið krafðist verulegra breytinga á stjórnarskránni og kosningalögunum. Ymsir vonuðu þó að samkomu- lag tækist í meginatriðum, a. m. k. í bili, svo að hægt væri að af- greiða fjárlögin og fl., sem að- kallandi var. Þeta fór þó á annan veg. Al- þýðufl. sleit hlutleysissamningi sínum við stjórnina og kvaðst nú vera í andstöðu við hana. Þetta hafði aftur þær afleiðing- ar, að stjórnin neyddist til þess að rjúfa þing og boða nýjar kosn- ingarfc Út af þessu urðu miklar óeirðir í höfuðstaðnum, er stóðu um viku tíma og voru þá, og lengi síðan, nefnd skrílvika. Var líkara því að þessu uppþoti væi'i stjórn- að af óupplýstum stórborgarlýð, en hámenntuðum mönum í virð- ingarstöðum. —o— Snema Um vorið var háð flökks- þing Framsóknarmanna í Rvik, það sóttu meðal annars margir virðulegir bændur hvaðanæfa af landinu. Þá flutti Morgunblaðið lesend- um sínum hina frægu níðgrein um „mennina með mosann í skegginu og fiðrið á tötrunum“. Er þetta ein sú ósmekklegasta og rætnasta grein sem sést hefur í því blaði, hefur þó margt ófag- urt verið þar að sjá, bæði fyrr og síðar. Þessum svívirðingum svöruðu „mennirnir með mosann í skegg- inu“, svo og fjölmargir aðrir góð- ir íslendingar, við kjörborðið þá um vorið svo rækilega, minnstu munaði 'að Framsóknarflokkur- inn fengi hreinan meiri hluta í báðum deildum þingsins. Fjölmargir verkamenn og sjó- menn höfðu stutt flokkinnviðþess ar kosningar, meðal annars vegna bess, að þeim hafði fundizt margt í starfi stjórnarinnar á liðnu kjörtímabili, spor í rétta átt fyrir alþýðu landsins. —o— 1 þessum kosningum tapaði Alþýðuflokurinn einu þingsæti (Akureyri), meðal annars vegna þess, að í fyrsta lagi höfðu Fram- sóknarmenn, sem stutt höfðu Al- þýðuflokkin 1927, nú sjálfir mann í kjöri, í öðru lagi höfðu kommúnistar klofið sig út úr Al- þýðuflokknum árið áður og stofn- að sinn eigin flokk að rússneskri fyrirmynd, og í þriðja lagi mun mörgum hafa fundizt það óþarfa fljótfærni af Alþýðufl. að slíta hlutleysisamkomulaginu, þegar aðeins voru eftir nokkrar vikur af hinu löglega kjörtímabili. í kosningunum 1934 bar Al- þýðuflokui'inn sigur af hólmi. Munu ástæðurnar til þess aðal- lega hafa verið þrjár: 1. Stjórnar- skrárbreytingin með uppbótai'- sætafarganið í skottinu. 2. Mann- réttindaákvæði þau, sem sett voru í þessa nýju stjórnarskrá, og sem Alþýðuflokkurin mun hafa átt frurnkvæðið að, og loks var svo hin glæsilega stefnuskrá eða kosningabcmba, sem Alþýðufl. bar á borð fyrir kjósendur, þar sem meðal annars átti að útrýma öllu atvinnuleysi, en eins og kunn ugt er þá er það einn mesti böl- valdur, sem alþýða allra landa á við að stríða. Eftir kosningarnar 1934 mynd- uðu Framsóknarfl. og Alþýðufl. ríkisstjórn undir forustu Fram- sóknarflokksins. Segja má að þetta samstarf gæfist vel næstu árin, enda full þörf á einingu um ýmis þau mál, er þá biðu úrlausnar, og viljafesta og góðhugur burfti að standa um. Á þessum árum gerast allsögu- legir viðburðir innan Alþýðu- hreyfingarinnar á íslandi. All- hörð átök verða í einu stærsta verkamannafélagi utan Reykja- víkur, og tveir af forustumönnum Alþýðufl. deila svo harkalega, að það veldur klofningi í flokknum. Þá er það, sem Héðinn Valdi- marsson , Sigfús Sigurhjartarson og fleiri þjóðkunnir menn úr Al- þýðuflokknum, koma til móts við kommúnista og stofna Sósíalista- flokkinn. Þessir menn, svo og fjölmargir aðrir úr verkalýðshreyfingunni, munu hafa trúað því, að hér væri tiltölulega greiður möguleiki að sameina allan þorra íslenzkrar al- þýðu í einn sósíalískan lýðræð- isflokk. Allmargir verkamenn, sem stutt höfðu 'Frámsóknarflokkinn að undanförnu, en ekki töldu sig eiga þar heima í raun og veru, hölluðust brátt að þessum nýju sjónarmiðum hinna stjórnmála- legu alþýðusamtaka. En ekki leið á löngu, þar til and- lit kommúnismans fór að sjást á bak við grímu sameiningarinnar, og brátt fór svo, að kommúnistar réðu svo að segja öllum málefn- um Sósíalistaflokksins. Og nú, á því herrans ári 1953, vita allir, sem vilja vita, að flokkurinn er ekki fremur sameiningarflokkur en hann var 1931, í fyrsta sinn er komúnistar höfðu menn í kjöri. Þegar hér var komið, áttuðu margir sig, sem trúað höfðu á sameininguna. Sumir gengu aft- ur í Alþýðufl., því að þrátt fyrir það, þótt flokksforustan skjóti stundum fram hjá marki, að því er stefnuskránni við kemur, þá er hann þó samkvæmt eðli sínu lýðræðissinnaður verkamannafl., skyldur Framsóknarfl. um margt og því líklegt að þeir flokkar geti unnið saman meira en þeir gera. —-o— Eins og drepið var á hér að framan,' höfðu margir verka- menn, er veitt höfðu Framsókn- arfl. stuðning að undanförnu, fengið jákvæða hugmynd um þennan nýja flokk alþýðunnar, sem einn lýðræðislegan verka- mannaflokk. Og þó að þeim líkaði margt sæmilega vel í starfi og stefnu FramsóknarfL, þá fannst þeim að eðlilegra væri að verka- menn reyndu sameiningarleiðiria. Þegar svo að sú von brást, og kommúnistar sýndu sinn alkunna yfirgang og ráðríki í þessum nýja flokki, þá færðu flestir sig yfir á hin fyrri svið. Og nú gerast þau undur, sem vekja mikla athygli, undrun og öfund hjá hinum flokk unum. Verkamenn ganga í hópum í Framsóknarflokinn á næstu missirum. Og þá kemur spurriingin: (Framhald á 7. síðu). Eítir kvæðalestur i. Jökulsigling mikil fór á mari, mjallardrifinn svam að landi slcari, borgaþyrping fjörð og flóa tók. Jakafleyin, formuð ýmsa vegu, föl og djúpsynd, kenndu grunns á legu, — spöngin fremsta inn á flæðar ók. Klakaflotinn lagðist milli landa. Límd og klemmd á fjörur, sker og sanda, hellan þjöppuð féll í frerans mók. Norðanbál var nökkvahersins leiði. Nöpur stukku tár af blindu heiði, — ofanliríð með öskruin dægur þrenn. Kyrrði loks, og skein í rofi skæru skarður máni, stjarna í djúpi tæru. Þorramorgun sá á lofti senn. — Dagar lýstu Kjálkans myndir köldu, kveiktu á brúnum, stundir fleiri töldu. Bjart varð yfir. Bitran ríkti enn. Heimsókn, gerða sunnan langt um löginn, land vort eiimig fékk. í nánd við bauginn koman reit í byggða gestabók. Sjúkdómsfárið menn um þessar mundir moldarbreða garðsins lagði imdir. Vetur saman vá og liörku jók. Hringing mælti orpnum yfir gröfum. Urðir gaddsins þögðu í frostsins döfum. Geislar fyrstu gylltu kumbl og strók. Blessuð sól á himni hærra stefndi, heit sín, vori gefin, fögur efndi: Hörpustrengjum léði sigurljóð, dróma leysti, sorg úr sefa brenndi, sóttum eyddi, þrek og vonir kenndi, ísinn hrakti út á f jarra slóð. — Þá varð hark, er þelans festar brustu, þegar storms og kólgu glófar lustu hjarans bláu, hvítu, grænu jóð. 2. Árum síðar les eg hafísljóðin. Löngum hugstætt er mér hvernig þjóðin svelt og kúguð, svalann af sér bar. Kuldinn var þá lyf og læknisdómur, líknin voru bæn og ldukknahljómur, moldarhreysið manns og skepnu var. Hjarnið um, og hrímgan bak við skjáinn, hungrið margan freðinn átti náinn. Dó í hlóðum, skalf á kolu skar. Frjáls og mönnuð, önnur nú er öldin. ísinn þó að hafi gömlu völdin norður þar, um svelluð firnasvið, vendi hingað sínar köldu komur, kremmdi ei, sem fyrr, hinn bleíki vomur sorfinn lýð, er bæði guð um grið. Kalda landsins æðar yli veita. Orna svalir fossar, kröftum beita, þjónar menntrar þjóðar, — jötnalið. Vélaöld er vor, með hraðans tækni, víðust landnám, dýpri, hærri sækni, drekar kafa hylji, — geim og Hlé. Loftsins knörr sér fleytir hljóði fljótar, flytur bjargarráð til hnepptrar sjótar, jarðar öll um jökulheima vé. — Meðan enn í túni þiðnar þeli, þjóðin fagnar vori á norðurhveli, litkist nálar, laufgist blóm og tré. 3. Segulhcimur, lengst frá miðjörð lagður, lítill ylur var þér fyrirsagður, firn er ei, þó kynning þín sé köld. Sigling mörg á frerans breiðu flotum, fyrir straumi hafs og nepju lotum, magnar, lengir íslenzk vetrarkvöld. Lögmálsbundin, ströng í landsins stríði, strandhögg íssins kenndu frónskum lýði harðbýl rök, um kælin ár og kvöld. Kristalsfloti, borinn hafs á brjósti, bjarta skrautið, steypt í kalans þjósti, sakiaus er þín sigling, vill ei mein. Hyggja þeir, er heim þú gjarnan sækir, heljarskyldur einar þú að rældr, gnöldrir Urðarorð við dauðra bein? Fær þeim dulizt andi þinn og inni, álög þín, hin sólarvana kynni, gestur er þú strýkur fjörustein? Djúpur barmur íslands víðu ála undir skarti þinna kristalsnála, byrgir yl, er eyða myndi þér, væri sá úr hafsins geymzlu hrifinn, hvítum töfrum beyttur, þangað drifinn sem við ströndu strókaborg þín er. (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.