Dagur - 24.06.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 24.06.1953, Blaðsíða 1
B-LISTINN er listi Framsóknarmanna í Eyjafjarðarsýslu. Dagur KOSNIN G ASKRIFSTOF A Framsóknarfloksins er í Hafnarstr. 93, IV. hæð, sími 1443. Opin alla virka daga. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 24. júní 1953 38. tbl. Myndarleg hátíðahöld í tilefni af 50 ára afmæli Ræktunarfélagsins Pólitískar árásir Sjálfstæðisblaða vegna fiskkaupa KEA árið 1951 r r ínnangengt í milli LIU og blaðakosts Sjálfstæðisflokksins? Fimmtíu ára afmælis Ræktun- arfélags Norðurlands var minnst á verðugan hátt síðastl. sunnu- dag. Samkoman hófst við styttu Stefáns Stefánssonar skólameist- ara norðan við M. A. — Formað- ur Ræktunarfélagsins, Steindór Steindórsson, lagði blómsveig á fótstall hennar og flutti stutta ræðu, Lúðrasveit Akureyrar lék. Að því búnu var ekið í Gróðrar- stöðina og voru blómsveigar lagðir þar á styttur þeirra Páls Briems og Sigurðar Sigurðsson- ar. Form. Ræktunarfél., Steindór Steindórsson, flutti ræðu um hina þrjá brautryðjendur er voru allir í fyrstu stjórn Ræktunarfélags Norðurlands fyrir 50 árum og lögðu grundvöllinn að hinu stór- merka starfi félagsins. Samsæti að Hótel KEA. Kl. 9 um kvöldið hélt félagið samsæti að Hótel KEA Voru þar um 60 manns, margir langt að komnir. — Undir borðum flutti Steindór Steindórsson ' mjög at- hyglisvert ávarp, en aðrir ræðu- menn voru Karl Arngrímsson — var hann eini stofnandi Ræktun- arfélagsins, sem þarna var mætt- ur og minntist hann gamalla daga, — næstur talaði Kristján Jonsson bondi í Nesi. Hann var fyrsti verkstjóri í Gróðrarstöð- inni. Rifjaði hann upp ýmis atvik frá fyrstu árum Gróðrarstöðvar- innar. Kvað hann Sigurð Sig- urðsson, er var fyrsti fram- væmdastjóri hennar, hafa laðað að sér börn til að vinna, jafnvel 5—8 ára snáða. Fengu þeir einn eyri í kaup á tímann, en með því skilyrði þó að nota ekki pening- ana til sælgætiskaupa. Svo vildi til að þarna var einn af þessum yngstu verkamönnum Sigurðar Sigurðssonar. Það var Sigurður O. Björnsson, nú prentmeistari, en hann er sem kunnugt er mikill áhugamaður um skógrækt. Þá talaði Sig. E. Hlíðar og minntist ýmissa samstarfsmanna sinna við félagið, sérstaklega Ol- afs Jónssonar og 30 ára starfshans hjá því. Olafur Jónsson flutti ræðu um bændanámskeiðin er verið hafa merkur þáttur í starfi félagsins og sagði frá einni nám- skeiðsferð í Þingeyjarsýslu. Brynleifur Tobiasson tók nú til máls. Kvaðst hann hafa gengið 13 ára gamall í félagið rétt eftir stofnun þess. Kom hann víða við og gaf þá lýsingu á Sigurði Sigurðssyni, að hann hefði verið hinn mikli margfaldari mann- dóms og atorku samtíðarmanna sinna. Einar J. Reynis flutti ræðu um danska Heiðafélagið og áhrif þess á stefnu og störf Sig- uriiar búnaðarmálastjóra. Að síðustu þakkaði Steindór Steindórsson með stuttri ræðu. Á milli ræðanna, er allar voru hinar fróðlegustu, voru sungin ættjarðarljóð. Kjósum Kristin Guð- mundsson á þing Það munaði ekki miklu síðast, að dr. Kristinn yrði kosinn þing- maður Akureyrar, og látið nú verða af því, góðir Akureyringar! Hví skyldi Sjálfstæðisþingmaður hafa hér lífstíðarábúð? Eru ekki tveir áratugir meira en nóg? — EINA VONIN til þess að fella Jónas Rafnar er að kjósa dr. Kristin. Ihaldsandstæðingar, þið, sem viljið hlut Reykjavíkurvaldsins sem minnstan, munið hvar þið eigið að standa í fylkingu hér, svo að gagn verði að. Kjósum drengilegan og dug- mikinn hæfileikamann á þing fyrir Akureyri. KJÓSUM DR. KRISTINN. Lesið framsöguræðu hans á stjórnmálafundinum sl. mánudag á 5. síðu blaðsins í dag. Kirkjudagur Eyjafjarðar- prófastsdæmis á Grund sunnudaginn 5. júlí Á héraðsfundi Eyjafjarðarpró- fastsdæmis haustið 1951 var flutt tillaga um væntanlegan kirkju- dag prófastsdæmisins, þar sem erindi yrðu flutt, kirkjukórar kæmu saman og syngju einstakir og sameiginlega, og annað gert, sem yrði til þróunar trúar- og kirkjulífi safnaða prófastsdæmis- ins. Var kosin nefnd til undir- búnings þessu máli. Kosnir voru, auk prófasts, sóknarprestarnir séra Benjamín Kristjánsson og séra Sigurður Stefánsson, Jakob Tryggvason organisti og safnað- arfulltrúi Kaupangsspknar, Jón Rögnvaldsson. Nú hefur undirbúningsnefndin ákveðið að kirkjudagur Eyja- fjarðarprófastsdæmis verði hald- inn á Grund, sunnudaginn 5. júlí næstkomandi, í sambandi við visitaziu biskupsins yfir íslandi, sem auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu. Hefst hann kl. 2 e. h. með guðsþjónustu, þar scm bisk- upinn prédikar. Að lökinni guðs- þjónustunni verður samsöngur kirkjukóra úr prófastsdæminu, erindi flutt og ávörp. Vegna skrifa þeirra, sem birzt hafa að undanförnu í „íslend- ingi“ og Morgunblaðinu um fisk- kaup Kaupfélags Eyfirðinga árið 1951, hefur blaðið fengið eftirfar- andi upplýsingar hjá félaginu. Ákvörðun L. f. Ú. Þegar Kaupfélag Eyfirðinga hóf fisktöku á frystihúsum sínum árið 1951 lá ekki fyrir annað fiskverð en það, sem Landssam- band ísl. útvegsmanna hafði gef- ið út með tilkynningu, dags. 29. jan. 1951, svohljóðandi: Með hliðsjón af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að veita eigendum vélbátaflotans frjáls- an umráðarétt á gjaldeyri, sam kvæmt bréfi ríkisstjórnarinnar, dags. 24. jan. 1951, samþykkir framhaldsaðalfundur L. í. Ú., haldinn 26. janúar 1951, að mæla með því við útvegsmenn, að þeir hefji veiðar nú þegar og kaupi aflann af skipverjum, vel með farinn og ógallaðan fisk, fyrir eftirfarandi verð: Þorsk- ur, slægður með haus, kr. 0.96 pr. kg. (Síðar taldar aðrar fisk- tegundir og verð á þeim.) Ákvæði þessi gilda þar til öðruvísi verður ákveðið. Vildu heldur fast verð. Þar sem reynsla undanfarinna ára hafði sýnt, að fiskinnleggj- endur óskuðu heldur eftir föstu verði fyrir fisk sinn en að leggja hann inn í umboðssölu, og óskir þeirra voru enn þær sömu, var ákveðið að kaupa fiskinn á hinu fasta verði, kr. 0.96 fyrir slægðan þorsk með haus og samsvarandi fyrir aðrar fisktegundir, eins og meginþorri fiskkaupenda hér nyrðra mun hafa gert um þetta leyti. Til þess að ekki skyldi koma til eftirmála um þetta verð, var fiskinnleggjendum gert að undirrita svohljóðandi yfirlýs- ingu er þeir lögðu fisk inn á frystihúsin: Eg undirritaður....... eig- aind m/b.........lýsi því hér með yfir, að Kaupfélag Eyfirð- inga er eigandi alls þess frjálsa gjaldeyris, sem fást kann fyrir fisk þann ,er eg sel félaginu, ó því verði, sem Landssamband ísl. útvegsmanna auglýsti 29. jan. 1951, og miðað er við kr. 0.96 pr. kg. af slægðum þorski með haus. Miðað við það verð, sem áður hafði gilt, þ. e. kr. 0.75 pr. kg. og þá útkomu, sem frystihúsin höfðu sýnt að undanförnu, leit KEA svo á, að ekki mundi ráðlegt að greiða hærra verð en umrædda 0.96 aura, þ. e. a. s. hækkun um kr. 0.21 frá fyrra verði. Vfirlýsingar fiskinnleggjenda. Við þetta höfðu fiskinnleggj- endur ekkert að athuga, þar sem þeir höfðu fremur óskað eftir föstu verði, en að leggja fiskinn inn með umboðssölufyrirkomu- lagi. Undirrituðu þeir athuga- semdalaust fyrrgreinda yfirlýs- ingu, fengu nótur yfir innlegg sitt og virtist enginn fara í grafgötur um það, að þarna væri um end- anlegt verð að ræða. Þó urðu þær undantekningar á þessu, að nokkrir menn, sem að mestu leyti söltuðu afla sinn þetta ár, en sendu frystihúsunum lítið eitt af aukfiski, skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna, ekki fyrir það, að jeir hefðu mótbárur gegn þessu verð, heldur vegna hins, að frystihússtjórunum láðist af ein- hverjum orsökum að ná í undir- skriftir þeirra, munu frystihús- stjórarnir og hafa litið svo á, að innlegg þeirra væri svo lítið, að ekki mundi skipta máli þótt und- irskriftirnar væru ekki fyrir hendi. Samkomulag L. í. Ú. og Sölumiðstöðvarinnar. Líður svo og bíður, þar til L. í. Ú. og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna gera með sér samkomulag á árinu 1952 um greiðslu verðupp- bótar á fiski þeim frá 1951, sem tilhéyrði frystihúsum Sölumið- stöðvarinnar. Frystihús KEA eru ekki í þeim samtökum, og eru því samningar, sem Sölumiðstöð- in gerir, á engan hátt bindandi fyrir þau. Hefjast þá greiðslur fiskupp- bótar hjá þeim aðiljum, sem bundnir voru af samkomulaginu, svo og ýmsum öðrum, sem töldu sig geta staðið við að greiða sam- svarandi hækkun. Fyrirspurnir um uppbætur. Þegar fiskinnleggjendur hjá frystihúsum KEA vissu um þess- ar greiðslur báru sumir þeirra fram fyrirspurnir um það, hvort þeim yrði ekki greidd hliðstæð verðuppbót, og fengu þau svör, að bæði vegna þess, að þeim hefði upphaflega verið greitt fast verð svo og hins, að fjárhagsleg út- koma frystihúsanna árið 1951 leyfði ekki slíkar greiðslur, mundi hún ekki koma til fram- kvæmda. (Framhald á 4. síðu). Fuiifhir í Glerárþorpi Álmenur kjóscndafundur verð- ur haldinn í Slcálaborg næstk. föstudagskvöld kl. 9 c. h., að tilhlutan Framsóknarflokksins. Þar munu flytja ræður Bem- harð Stefánsson, Tómas Árna- son o. fl. Verður þar gott tæki- færi til þess að hlýða á skelegg- an málflutning góðra ræðu- manna. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta Á fundinum í Nýja-Bíó s. 1. mánudagskvöld talaði Jónas Rafnar um það í síðustu ræðu sinni, að ósköp væri það illa farið, ef Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn á Akur- eyri við þessar kosningar.Hvaða meirihluta?Sjálfstæðisflolik- urinn hefur að vísu verið stærsti flokkurinn liér í bænum um alllangt skeið, en meirihluta hefur hann ekki haft. Hann er í miklum minnihluta sem betur fer. Framsóknarflokkurinn þarf ekki að bæta við sig mjög mörgum atkvæðum frá hinum flokkunum til þess að vinna kjördæmið, þó að Sjálfstæðis- flokkurinn haldi sínu atkvæðamagni. Það sem þingmaðurinn hefur vafalaust átt við, er það, að slæmt væri, ef annar flokkur skytist upp fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og næði þingsætinu. Já, þá mundi ríkja sorg í Sjálf- stæðishúsinu, en meirihl. Akureyringa mundi gleðjast. Og hví látið þið þetta ekki eftir ykkur, Akureyringar góðir? Það er engin lífstíðarábúð, sem flokkur Thorsaranna liefur á þess- um bæ. Mikill meirihluti ykkar vill gjarnan fella Jónas Rafnar, og hví ekki gera það á þann eina hátt, sem mögulegur er og kjósa frambjóðanda Framsóknarflokksins?' C<HKBKHJÍBKB><H><B>díHSW>íKH>d<HJPÍHKHKHKHSÍHKBKHÍHSÍHKHKH:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.