Dagur - 24.06.1953, Blaðsíða 7

Dagur - 24.06.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 24. júní 1953 DAGBR ; □ Rún.: 59536247 — H & V. Rós. Kirkjan Messað á Akureyri kl. 11 f. h. næstk. sunnudag. K. A-félagar og aðrir, scm tóku happdrættismiða til sölu fyrir félagið! Gerið skil tafarlaust. — Annars teljast miðarnir seldir. — Stjórn K .A. Áheit á Sólheimadrenginn. Kr. 50 frá B. S. Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 40 frá N .N. — Kr. 100 frá J. — Kr. 25 frá Lóu. Mótt. á afgr. Dags. Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúofun sína ungfrú Margrét Guðmundsdóttir, verzlunarmær frá Reykjavík, og Þráinn Guð- mundsson, stúdent frá Siglufirði. Ferðafélag Akureyrar fer í kvöld út í Svarfaðardal og norður Ufsaströnd. Nú eru sveitir landsins komnar í sumarskrúða, og má þá sjá mikla fegurð og til breytni, og það ekki sízt í Svarf- aðai'dal. — Farmiðar séldir á bif- reiðastöðinni Stefni. * l/Jr Itœ oa Luacj-É Húnvetningafélagið á Akureyri efnir til skemmtiferðar vestur í Húnavatnssýslu laugardaginn 11. júlí næstk. Væntanlegir þátttak- endur skrifi sig á lista hjá Bjarna Jónssyni úrsmið eða Rögnvaldi Rögnvaldssyni, sem fyrst. Þeir, sem ekki vilja kaupa sér gistingu, hafi með sér svefnpoka. Lagt verður af stað kl. 12.30 laugar- daginn 11. júlí. Ferðanefndin. Bjarni Arason, ráðunaut'ur, fór í sæðingarferðalag út um sveitir um síðustu helgi. Honum til að- stoðar var sjálfboðaliðinn Valde- mar Jóhannsson bókaútgefandi og flokksforingi. Kristilegt mót verður haldið að Löngumýri í Skagafirði dagana 4. og 5. júlí n.k. Þeir Akureyringar og nærsveitamenn, sem ætla að sækja mótið, eru beðnir að til- kynna þátttöku sína sem allra fyrst til Jóhönnu Þór, Norður- götu 3, eða Georgs Jónssonar, Gránufélagsgötu 6. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 25 frá S. J. — Mótt á afgr. Dags. Kosning um héraðabann Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar fer fram samtímis Alþingiskosningum á Akureyri 28. þ. m. í Gagnfræðaskólanunr á Akureyri kosning um héraðs- bann.á Akureyri samkvæmt lögum nr. 26, 18. febrúar 1943, sbr. auglýsing nr. .115, 17. desenrber 1952. Yfirkjörstjórn. L Karlmannaföt Sumarleyfin fara í hönd þá kaupa allir karlmenn sér létt sumarföt. Höfum fyrirliggjandi mikið úrval af sumar- jökkum og buxum. Gjörið svo vel að líta inn. Saumastofa Gefjunar Húsi K.E.A. III hæð. L. - Á pólitískri trillu yfir Pollinn - (Framhald af 6. síðu). menn fjölluðu um verðlagsmál bændanna....... þá STÓR- HÆKKAÐI VERÐ Á BÚSAF- URÐUM frá því, sem þessi „bændaflokkur“ (þ. e. Fram- sóknarfl.) hafði skammtað bændum. .. . Framsókn hafði í áraraðir fórnað hagsmunum bændastéttarinnar.“ (Allar let- Urbreytingar hér.) Hérna megin og handan við Pollinn. — En sami tvísöngurinn þó alls staðar. Svo mörg eru þessi orð Sjálf- stæðisframbjóðandans í bænda- kjördæminu hérna austan við Pollinn. Og mikið er þetta nú annars ólíkur söngur á alla lirnd þeim bænaversum, sem „fslend- ingur“ þylur yfir hausamótum okkar Framsóknarmanna hér vestur á mölinni, þegar hann langar ósköp mikið í lambakjöt saklausra og einfaldra kjósenda úr neytendastétt til þess að leggja á disk „flokks allra stétta“, þegar líður að kosningum. Ekki hefur þetta verið gert hér að umtalsefni vegna kosninganna í Þingeyjarsýslu, því að enginn efast um það, að úrslitin þar eru algerlega viss sigur til handa Frmsóknarfl., svo að þess vegna væri öldungis óþarft að fcrna rniklu púðri á andstæðing- ana þar. En því aðeins hefur þetta verið gert að umræðuefni hér, að slíkar aðferðir eru not- aðar alls staðar annars staðar á landinu, þar sem Sjálfstæðis flokkuriiyi fær þeim með nokkru móti við komið, og þó að sjálf- sögðu enn meira í munnlega áróðrinum úti á meðaí fólksins en í blaðagreinum.----------En það er sannfæring mín, að á því augnabliki, er kjósendum al- mennt verður ljós þessi aðferð, og þeir gera sér fulla grein fyrir því hyldýpi pólitískrar spillingar, hræsni, skynhelgi og loddara- skapar, er að baki hennar gín, og loks sú takmarkalausa trú á ein- feldni og auðtryggni kjósend- anna, sem þessi áróðursaðferð er grundvölluð á, — þá muni sá flokkur, sem að undanförnu hc-f- ur beitt henni freklegast, ekki lengur verða stærstur heldur minnstur allra pólitískra flokka í þessu landi. Og í því skyni þótti það ómaksins vert að bregða sér með þeim Sjálfstæðismönnum í þennan þroskaróður þeirra hér austur á miðjan álinn, svo að glögglega mætti greina hinn ólíka pípublástur og lúðurhljóm og heyra vel hinn margraddaða og falska söng frá báðum löndum. * * S E M NÝTT öttoman 2 stólar o. fl. Selst ódýrt vegba brottflutn- ings. Uppl. í Helgamagrastr. 42. - Ræða dr. Kristins (Framhald af 5. síðu). Varnarleysi er engin sjóðvörn. Rússar gætu, eins og öll einræðis- ríki, hafið ófrið, hvenær sem væri, og þá myndu þeir ráðast þar á, sem garðurinn er lægstur, og varnarleysi hvar sem væri í vestrænu landi, myndi bjóða hættunni heim. Ef Rússland væri opið land, eins og vestrænu ríkin, og við vissum, hvað rar væri að gerast, væri öðrti máli að gegna, en innan sinna múra geta Rússar úndirbúið árásarstríð gegn öðrum þjóðum, án þess að vestræn- ar þjóðir hafi hugmynd um, og þeg- ar þeir hafa svo síðasta áratuginn lagt undir sig með vopnavaldi mörg nágrannaríki, getur þá nokkur undrazt, þótt Danir, Norðmenn, Belgir, Hollendingar, íslendingar og fleiri smáþjóðir séu uggandi um sinn hag og reyni að hafa varnir í landi, eftir því sem bezt þeir geta? Af smáþjóðum þessum erum við sú eina, Sem ekki hefur bolmagn til þess sjálf að koma upp viðhlítandi vörnum. Hin ríkin fá til þess mikla aðstoð frá þeim, sem ríkari eru og voldugri, en við höfum fengið til þess vinsamlegt stórveldi að sjá um varnir okkar. Engum dettur í liug að þetta sé góður kostur, en hér var um tvo kosti að velja, varnarleysi eða varnarher annars ríkis. Hvorug- ur kosturinn er góður, en við höf- um valið þann skárri. Það er mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur, ef heimsmálin skipast á þann veg, að ófriðarhættan hverfur út í hafsauga og herinn af landi brott. Hver einasti íslendingur ósk- ar þess, en eins og enn standa sak- ir, á níeðan rússneski björninn urr- ar illilega inni í myrkviði sínum, er varnarleysi engin þjóðvörn. Nú síðustu vikurnar hafa sézt þess örlítil merki, að Rússar væru að draga inn klærnar og verða mild- ari á svip, og vonandi verður það annað og nteira en klókindabragð, svo að vestrænar þjóðir geti dregið andann léttara og lifað óttalausar. Samt kemur mér í hug vísa Gunn- laugs ormstungu, er ég heyri gný- inn af friðarsókn kommúnista: Hirðmaðr es einn, sá es einkar meinn, trúið honum vart, hann es illr og svartr. Góðir Akureyringar! Eg bið ykkur að gera ykkur jrað ljóst, að vonlaust er fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að ná nokkurn tíma tneiri hlúta í þessu landi eða þessúni bæ. Allt skraf um það er ekkert nema hugarórar nokkurra auðtrúa agita- tora. Straumurinn liggur nú frá Sjálfstæðisflokknum, enda er liann klofinn. Kosningarnar eru um það, hvort Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn eigi að marka stjórnarstefnuna næsta kjörtímabil. Það er kosið um það, hvort, sam- vinnufélogin fái að starfa óáreitt í landinu, ekki sem einokunarfyrir- tæki, eins og Heimdellingar halda fram að þau séu, heldur sem frjáls fyrirtæki, sem öllum er heimil þátt- taka i og í íullri samkeppni við kaupmenn, heildsála og þeirra sam- tök. Það er kosið um það, hvort allt fjármagn landsins á að festast við Faxaflóa ög fólkið að streyma suð- ur þangað. Það er kosið um það, hvort iðnaður á Akureyri á að leggj- ast í rústir vegna ofuráhrifa heild- salavaldsins í Reykjavík. Á úrslitúm þessara kosninga velt- ur það, hvort hér í landi á að vera framsækin umbótastjórn eða íhalds- söm Reykjavíkurstjórn. Fyrir Akureyringa er vandalaust að kjósa rétt og kjósa Framsóknar- flokkinn. Rafmagnsstrokjárn Rafmagnsofnar 750 - 1000 - 1500 W Rafmagnsvöfflujárn Hraðsiiðupottar Jám- og glervörudeild. Rauðrófur í glösum Rækjur Sardínur Smásíld reykt Aspargus toppar .Áspargus í toppum Grænar baunir Niðursoðnir ávextir margar tegundir Nýlenduvörudeild og útibú. Knorr súpur í bréfum Uxahalasúpa Nautasúpa Kálfasúpa Lyonessasúpa Aspargussúpa N ýlendu vörud eil d og útibú Skjiiaföskur Járn- og glervörudeild. Telpu, 11—12 ára, vantar á heim ili í nágrenni Akureyrar. Afgr. vísar á. Nýr amerískur G u i t a r til sölu í Aðalstræti .14. 3. hæð. SEGL týndist af bíl 12. júní á leiðinni. Ak. — Laxár- virkjun. Finnandi vin- samlegast skili því á afgr. Dags. — Fundarlaun Armbandsúr tapaðist frá Sjúkrahúsinu að Strandgötu 43. Skilist þangað gegn fundarlaun- urn. Framsóknarmenn! Kosningaskrifstofan er í Hafn- arstræti 93, opin alla daga. Sími 4143. Kjörskróin liggUr frammi. Hafið samband við skrifstofuna. Munið að utankjörstaðakosning er hafin. — Vinnum ötullega að sigri Framsóknarfloksins!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.