Dagur - 24.06.1953, Blaðsíða 2

Dagur - 24.06.1953, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 24. júní 1953 Konni skrifar sjálfur Þjóðvarnarflokkurinn, sem ætl- j ist her í landi við vörzlu flug- ar nærri því að tvöfalda áhrif Reykjavíkur á Alþingi íslend- inga, hefur gefið út sérstakt kosningablað. Ekki var nú anda- gifíin meiri en það, að tekið er upp nafn á gömlu, þekktu blaði, sennilega í leyfisleysi? í þetta blað skrifar Stefán Halldórsson greinarkorn, sem fjallar aðallega um mig. í grein- inni kemur fram greinilegur umkvörtunartónn. Fyrir það fyrsta vegna þess, að hreinn meiri hluti kjörinna fulltrúa úr öllum hreppum Eyjafjarðarsýslu, skyldi greiða mér atkvæði í ann- að sæti á lista Framsóknarflokks- ins. Og í annan stað vegna þess að blaðið Dagur hefur látið falla nokkur vinsamleg orð, persónu- lega, í minn garð. Þá segir í greininni „að hann (undirritaður) hafi notað mestan part ræðutíma síns til að ráðast á mig (Stefán Halldórsson) per- sónulega.... “ Eg læt Eyfirðinga um að dæma, hvort þetta sé rétt. Eg man ekki til, að eg viki per- sónulega að Stefáni, nema hvað eg sagði að Sjálfstæðismenn not- uðu þá Valdimar Jóhannsson og Stefán Halldórsson á svipaðan hátt og þá BaJdur og Konna við seinustu kosningar. Líkti eg Stef- áni við Konna, sem er uppstopp aður tuskukarl, sem Baldur töb'amaður lætur tala, en Valdi- mar við Baldur. Gjörðir Stefáns Halldórssonar seinustu mánuði vitna hins vegar nokkuð um stöðuglyndi hans. Hann hefur sjálfur sagt frá því að hann hafi flutt tillögu í vaíur um það, hvernig framboðslisti þess flokks (Framsóknarfl.), sem hann var þá í, skyldi vera. Að 2., 3. og 4. maður listans skyldu vera búsettir í Eyjafjarðarsýslu. Og raunar einnig 1. maður, ef Bern- harð Stefánsson hefði ekki gefið kost á sér. Nú býður Stefán sig fram á lista, þar sem 2. maður er bókaútgefandi úr Reykjavík og 3. maður frá Akureyri. Stefán tók þátt í því, sem vara- maður að vísu, að ákveða fram- boð Framsóknarflokksins hér í sýslunni. — Hann lýsti því þá yfir í áheyrn alls fulltrúaráðsins, að þótt hann væri ekki ánægður með skipan listans, myndi hann styðja hann. Sérstaklega lýsti hann fylgi við Bernharð Stefáns- son. Þrátt fyrir þessi heit býður hann sig nú fram á öðrum lista. Mun það fátítt, að efsti maður á lista við kosningar, hafi heitið öðrum lista stuðningi. — Um 2Vz mánuð eftir að framboð Fram- sóknarflokksins í sýslunni var ákveðið, fór Stefán á flokksþing Framsóknarflokksins til Reykja- víkur. Ekki mun hann hafa tekið þátt í umræðum þar ,en var með- tlutningsmaður að tillögu um ör- yggismál. Þar segir eftir nokkurn formála m. a.: „.... Því telur þingið.... að hérlendis dveljist ekki herlið frá stórveldi á friðar- tímum, heldur beri, ef Alþingi og ríkisstjórn telja nauðsynlegt ör- yggi landsiris vegna, að.nér dvelj- valla, að fá þá með tilstuðlan Atl- antshafsbandalagsins sveitir frá einhverju hinna smærri banda- lagsríkja, sem ekki hafa fjárhags- lega aðstöðu til að hlutast til um málefni ríkisins.“ (Gjörðabók flokksþingsins). Þannig voru við- horf 1. frambjóðanda Þjóðvarn- arflokksins í Eyjafjarðai'sýslu fyrir þrem mánuðum, og síðan hefur ekkert gerzt, sem gæti gef- ið tilefni til breyttra skoðana. Auk þessa, sem hér er sagt, má geta þess að vitað er, að Stefán Halldórsson var ennþá trúnaðar- maður í Framsóknarflokknum, eftir að hann ákvað að vera í framboð fyrir Þjóðvarnarflokk- mn. Hann var búinn að ákveða það, þegar hann hitti einn stjórn- armeðlim úr stjóm F. U. F. E. og fékk honum úrsögn úr flokknum. Um afstöðu mína í öryggismál- um þjóðarinnar vísa eg til yfir- lýstrar stefnu Framsóknarflokks- ins. Stefán endar hugleiðingu sína með því, að hann hafi annað þarf- ara að gera, en fást við ritstörf. — Eg álít honum miklu hollara að sinna búskap sínum, en liggja í rnönnum á götum og gatnamót- um og biðjá þá að kjósa sig. Ey- firðingar munu sjálfir meta menn og málefni á sínuin tíma. Þeir munu áreiðanlega ekki taka und- ir með Stefáni um stuðning handa Magnúsi Jónssyni. Tómas Ámason. Laust og fast UM RADDSTYRK. f síðasta Alþýðumanni er mjög rætt um raddstyrk fram- kjóðanda, sagt er, að rödd Jón- asar Rafnar hcyrist varla og Steingrímur Aðalsteinsson sé í mútum. Rétt mun það ,sbr. framboðs- fundinn, að það er glymur og gnýr í rödd Steindórs Stein- dórssonar. En öllum er þó ljóst, að málum Akureyrar verður ekki komið fram á Al- þingi með hávaðanum einurri. Minnsti flokkurinn hefur ekki mesta getu til þess að fá mál samþykkt á Alþingi, jafnvel þótt hávaðamenn gangi fram fyrir skjöldu. HAFÐI VALDEMAR MEÐ. Bjarni Arason, ráðunautur, fór fyrir fáum dögum í sæðing- arför út á Hauganes. Hann hafði Valdemar Jóhannsson flokksformann með sér! HERFRÆÐINGUM GETUR SKJÁTLAST. Frambjóðandi Þjóðvarnar- manria ræddi mjög um það á framboðsfundinum, að her- fræðilega séð væri það heimskulegt af Rússum að hernema óvarið ísland. Hér þyrftu því engar varnir að vera. Þetta rökstuddi hann meðal annars með einkabréf- um frá sænskum herfræðingi og ummælum einhverra Svía, sem vér ekki þekkjum sporð á né ugga. En benda má á það þessu sambandi, að Hitler lét hernema Noreg gegn vilja her fræðinganna, og þótti þeim það fásinna hin mesta. Hann gerði það þó samt. Það er ógerlegt að vita, hvað hálfbrjáluðum einræðisherrum dettur í hug að gera, ef til stríðs kemur, og því er allur varinn góður. FRAMBOÐSFUNDUR Á AKUREYRI. Framboðsfundur var haldinn hér á Akureyri í fyrravöld og var fjölsóttur. Fór hann frið- samlega fram, en þó var blekk- ingamoldviðrið allmikið af völdum andstæðinga Fram sóknarflokksins og sást lítt til sólar. Kristinn Guðmundsson hélt vel á sínu máli og fékk hinar beztu undirtektir. EKKI VAR MUNURINN MIKILL. Þeir voru ekki sem heppn astir Stcingrmur Aðalsteinsson og Bárður Daníelsson á fram- boðsfundmum. Þeim hafði láðs( að bera sig saman, og hin- ar skrifuðu frumræður þeirra voru því nær nákvæmlega eins, og sums staðar voru heiiar málsgreinar hinar sömu, eink- um er þeir ræddu um her varnirnar. Margt er líkt með skyldum. HVAÐ KEMUR NÆST? Alþýðumaðurinn birtir slúð ursögu uin leigu til Banda ríkjamanna á Hótcl Brúarlundi í Vaglaskógi, og auðvitað kein- ur svo Verkainaðurinn með hana Iíka. En það er ekki allt búið enn. Kommúnistar koma með aðra slúðursögu í viðbót að Laugaskóli verði leigður herliðinu .Dagur þarf ekki að svara fyrir Þingeyinga, þeir geta svarað fyrir sig sjálfir á kjördegi. En hvaða Gróusögur koma í næstu blöðurn? Ér ekki óhyggilegt að bruðla svona nokkrum dögum fyrir kosning ar? Eða er meira í pokahorn- inu? Og láðist ekki Verka manninum að geta þess, að það hefði verið KEA, sem ætlaði að leigja Laugaskóla? !! Fulltrúar templara við akvæðagreiðslu um lokun áfengissölunnar hér á Akureyri verða til viðtals í Skjaldborg fimmtudag ,föstudag og laugar dag í þessari viku, kl. 4—7 og 8.30—10 síðdegis alla dagana. — Þar verða gefnar upplýsingar um þessi mál. Sjá annars blaðið sem gefið er út í tilefni af atkvæða greiðslunni. Þjóðvörnin nýja Nýr flokkur er upp risinn með- al vor, Þjóðvarnarflokkurinn. — Hann á rætur í Reykjavík en hefur skotið greinum frá sér og einni hingað í Eyjafjarðarsýslu. Hér eru ungir menn á ferðinni, fullir fjörs og framkvæmdaþrár, eins og vera ber. — Eitt er það verkefni, sem þeir hafa valið sér, en það er að stökkva bandaríska setuliðinu á brott. Ef það er eitthvað fleira sem flokkurinn vill, þá fellur það gjörsamlega í skugga þessu eina verkefnis. Nú er það svo, að annar flokk- • á þetta sama áhugamál og vinnur að því af allri alvöru að brottflutningurinn nái fram að ganga. Þetta er Sameiningar- flokkur alþýðu, Sósíalistaflokk- urinn. — En undir merki hans vilja Þjóðvarnarmenn ekki fylkja sér, þótt þeir séu samherjar í þessu máli, og færa fyrir því rök, Sem eg tel að vel megi við hlíta. Þeir segja að kommúnistar séu þjónar erlends stórveldis, og vilja ekki bindast bræðralagi við þá. Barátta kommúnista gegn setu- liðinu sé ekki af þjóðlegum upp runa, og þeim sé í engu treyst andi. Eg skal að svo stöddu taka það trúanlegt að Þjóðvarnarmenn séu ekki dulbúnir kommúnistar. En það eitt endist ekki til þess að sannfæra mig um að flokksstofn- unin hafi verið þarfleg og að Þjóðvarnarmenn séu þarna á réttri leið, Til þess að glöggva sig á þessu máli, er bezt að þrengja hringinn um það. Við skulum hugsa okkur einhverja eina bújörð einhvers staðar á landinu. En sú bújörð táknar þá landið allt. Ottast er um að túnið sé æði eftirsótt og bæ og íbúum sé þá engan veginn óhætt. Varnir eru engar til og ábúandi telur sig ekki þess um- kominn að verjast af sjálfsdáðum með þeim tækjum og mannafla, sem hann á yfir að ráða. Tvennt er því til. Annað það, að láta skeika að sköpuðu og hafa túnið óvarið, en hitt, að þiggja hjálp til þess að verja það. — Þetta er ekki talið mannmargt heimili, heldur smá kot. Sá háttur er þó á hafður þar, að fólkið sjálft velur sér varðmenn og varðmennirnir kjósa sér húsbændur. Þannig er stjórnin í höfuðdráttum á bænum þeim. En víðar en á Vökustöðum er óttast um árás á túnið. Svo er það á öllum næstu bæjum, en alls staðar betur ástatt heldur en þar um varnir. En þessum nó- grönnum þykir mikið við liggja að Vökustaðatún sé varið. Að ráði húsbændanna í sveit- inni er bundist samtökum um að hver hjálpi öðrum, ef á hans garð er ráðist, og að freista skuli þess að verja Vökustaðatún með sér- stökum hætti, fyrst heimamenn eru þess ekki umkomnir. Það er með því að flytja þangað hesta, sem eru þeirrar náttúru að þeir verja túnið fyrir öðruni kvikind- um, eða reyna að minnsta kosti að gera það. Og þetta er gert í því trausti, að rétt sé máltækið: Betri er hálfur skaði en allur. Betri skemmd á túninu heldur en eyðilegging þess, sem orðið gæti ella. En þá rísa upp nokkrir menn á heimilinu — auk komm- únistanna — og upplýsa, að hest- arnir skemmi túnið, og að þess vegna sé heimilisnauðsyn að reka þá þaðan þegar í stað, enda ekk- ei't gagn í þeim til várnar og eins líklegt, að aldrei verði árás gerð. Þetta eru skoðanir Þjóðvarn- armanna, eftir því sem eg kemst næst. Þeir vilja engar varnir. En því þá nafnið: Þjóðvarnarflokk- ur? Jú, sú hugsUn býr sennilega að baki, að þeir vilja verjast vörnunum, en ekki árásunum, af því að þær eru hugarburður að þeirra dómi. Um mat á hættunni fæ eg ekki séð að Þjóðvarnarmenn séu dóm- bærari heldur en aðrir, og hafi engin skilyrði til þess að vera það. Þeir munu telja sig lýðræð- issinnaða. En þá verða þeir líka að virða gildandi reglur í lýð- ræðislandi. Þeir vita að fylgi þeirra er lítið og að reglan er sú, að meiri hlutinn ræður. Fulltrúar þeir, sem þjóðin hefur valið til þess að ráða fram úr vandamál- unum, eru nær einhuga um að hafa varnir — að kommúnistum fráskildum — og samningur ver- ið gerður þar um. Það hefur aldrei þótt sómi að ganga á gerða samninga, hvorki ungum né gömlum, og því síður er það vegsauki að bregðast trausti félaga og samferðamanna, í þessu tilfelli nágrannaþjóð okkar, sem telja sér öryggi í því að varnir séu hér. Við erum því minni menn, ef við reynum ekki að þola setuliðið, meðan það situr hér ekki að ástæðulausu og án samn- inga. Ef seta þess veldur óþörfum óþægindum, þá er rétt að vanda um og leita leiðréttingar eins og frjálsbornir menn. Mér þykir ólíldegt að stofria þurfi til þess sérstakan flokk að kjósa burtu héðan erlent herlið, sem hyggst að sitja án tilefnis af okkar hálfu, því að eg vona og veit, að ÞÁ muni ísland eiga eina sál. Eg fæ ekki betur séð en að það eitt vinnist með stofnun þessa nýja flokks, að auka á glundroð- ann, sem nægur var fyrir, þótt vera megi að upphafsmenn hafi ekki hugsað það svo. Hvet svo til að kjósa hann ekki. Hjalteyri 17. júní 1953. Kristján Eggertsson. DAGUR Dagur kemur aftur út á laugar- daginn kemur. — Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 2 á föstudag. — Auglýsing í Degi kemur fyrir augu mikils þorra Akureyringa og Eyfirðinga, auk fjölda manns í öðrum hér- uðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.