Dagur - 19.08.1953, Síða 4

Dagur - 19.08.1953, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 19. ágúst 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. UM ÞESSAR nnmdir sitja stjórn- málamenn á rökstólum í Reykja- ík og ræða um myndun ríkis- stjórnar. Það er augljóst mál, að aukið fjármagn til atvinnuveganna Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlf. Prentverk Odds Björnssonar h.f. FOKDREIFAR Afkomuhorfur og f jármagnsskortur NÚ ER SVO langt liðið á þetta ár, að hægt er að gera sér nokkra grein fyrir því hvort það verður gott ár eða erfitt á efnahagssviðinu. Öll rök hníga að því, að árið 1953 verði afkoma þjóðarbúsins góð og mun betri en verið hefur síðustu árin. Fullséð er, að þegar vetur gengur í garð munu bændur eiga mikil liey og góð víðast hvar. Þetta er eitt af beztu sprettu- og heyskaparárum, sem lengi hafa yfir þetta land gengið. Við sjávarsíðuna liefur gengið betur en hægt var að ætla í ársbyrjun. Menn óttuðust að löndunar- bann Breta mundi skapa mikla erfiðleika fyrir út- gerðina. En það er nú komið á daginn, að til eru aðrar leiðir fyrir íslendinga en að treysta á ísfisk- sölur í Bretlandi að verulegu leyti til að tryggja af- komu stórútgerðarinnar. Auk [>ess er það nú að verða ljóst, að friðun fiskimiðanna er að hafa liin lieillavænlegustu áhrif og skapa möguleika fyrir smá- útgerð, sem áður fór þverrandi. Enn er ekki séð fyrir endann á síldarvertíðinni, og hvernig sem hin endáiilega útkom:v.verður er þegar ljóst, að síld- in er ekki með öllu horfin og verulegu verðmæti liefur síldarflotinn þegar skilað á land. Sala íslenzkra afurða hefur og gengið betur en útlit var fyrir um áramót og munar þar mest um hinn nýja viðskipta- samning við Rússa. Allar þær fiskafurðir, sem á land berast, veita þegar gjaldeyri og verðmætum til þjóðarbúsins, en liggja ekki óseldar í landinu um langt skeið. Aðeins þetta lilýtur að liafa uppörvandi áhrif á atvinnulífið og losa um verstu lánsfjarkrepp- HIN BÆTTU skilyrði til lands og sjávar ættu að eðlilegum hætti að hleypa nýju Iífi í atvinnurekstur landsmanna og opna möguleika til þess að leysa framtak manna úr læðingi. En til þess að þessi að- staða nýtist eins og kostur er, þurfa bændur og út- vegsmenn og aðrir, sem við framleiðslu starfa, að hafa greiðari aðgang að rekstursfé en verið liefur um sinn. Fyrir landsbyggðina utan Reykjavíkur er þetta beinlínis frumskilyrði þess, að mönnum takist að rétta sig úr kútnum. Fjármagnsskorturinn liefur sorf- ið æ fastar að landsmönnum liin síðari ár, bæði af völdum ahnennra erfiðleika atvinnulífsins og að- dráttarafls höfuðborgarinnar og Faxaflóahafnanna Fólksflutningar suður og ýmis aðstaða þar hafa vald ið því að fjármagn hefur sogast þangað utan af landi, og livorki ríkisvald né bankar liafa hamlað þar í móti svo að um hafi skipt. Meira að segja liefur útlánastefna sumra bankastofnana ýtt undir þróun- ina í stað þess að hamla gegn henni. Er skemmst að minnast þess, sem rakið hefur verið hér í blaðinu, er bankaútibú hafa beinlínis safnað sparifé lands- manna til þess að ávaxta það í höfuðstaðnum i stað þess að veita því til atvinnulífs byggðarinnar. MEÐ GREIÐRI sölu afurðanna ætti að losna um mikið fjármagn sem bundið liefur verið langtímum í óseldum afurðum víðs vegar á landinu. Aflabrögð og veðrátta ýta auk þess undir aukna framleiðslu og lileypa mönnum kapp í kinn að notfæra sér þá möguleika, sem nú blasa við. En þessi aðstaða not- ast ekki nema útlánastefnu bankanna verði breytt jafnframt því að ríkisvaldið leggi beinlínis lóð á vogarskálina til þess að dæla Tjármagni aftur út um landið og stöðva hinn óheillavænlega flótta suður. úti á landi er eitt þeirra mála, sem Framsóknarmenn hljóta að leggja höfuðáherzlu á í tíð næstu ríkis- stjórnar. Hvað fleira en kaupið og tíminn? Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi bréf frá „ÞEGAR MENN ráða sig til einhvers starfs, er fyrst og fremst samið um kaupið og tímann. Við hið daglega starf er sífellt hugsað um tímann. Hann má alls ekki verða of langur (nema þá matar- og drykkjartími. Minna gerir til, 5Ó að hann sé helzti stuttur, þ. e., DÓtt ekki sé mætt nákvæmlega á byrjunartíma). Það má alls ekki vinna fram yfir. „Tíminn er kom- inn. Eg afgreiði ekki lengur, eg moka ekki lengur, nema það sé já talið til yfirvinnu“. Þessa verður víða vart, rétt eins og það sé eitthvert aðalatriði, að ekkert handtak komi á hvíldartímann. Á uppgjörsdegi er einungis rætt um kaupið. Varla þakkað fyrir vinnuna. Oft ekki þakkað fyrir greiðsluna. E. t. v. ekkert lakkar vert, þótt menn ljúki starfi og borgi kaup. Tíminn hef- ur verið talinn og samþykktur. Kaupið hefur verið greitt. Hvað svo sem meira ætti að vera í því sambandi? Er það ekki nóg? VIÐ VINNUNA er algengt að slæpast, að eg ekki segi að svíkj ast um. Sjálfsagt að reykja mikið og taka í nefið, og vera bara lengi að því. Ekkert athugavert við það, þótt hætt sé vinnu, meðan rabbað er um daginn og veginn. Alls ekki aðfinnsluvert, þó að aðgæzluskortur og kæruleysi valdi truflunum og töfum, jafnvel skemmdum. Þetta kemur tíman- um ekkert við og ekki kaupinu heldur. Sjaldan er talað um, hvort vel sé unnið eða illa, hvort áætlun hafi staðizt eða ekki. Naumast heldur von, að svo sé, því að engin áætlun hafði verið gerð um, hvað hæfilegt væri að afkasta miklu, engin krafa í ljós látin um, hverju ljúka þyrfti. Engin þökk fyrir dugnað. Engin gleði yfir neinum sigri. Tíminn er bara komnn, og kaupið verður greitt fyrir hann. FAUM LEIÐIST að taka á móti kaupinu, en mörgum leiðist vinnan. Tíminn getur verið svo lengi að líða, níu stimdir, eða kannske hálf tíunda að meðtöld- um matar- og drykkjarhléum, röskur þriðjungur af sólar hringnum. Menn þurfa oft að líta á klukkuna, en sjaldan að hugsa um, hvernig verkið fer úr hendi og sízt, hvort það gengur seint eða fljótt. Það er önnur saga. Hér skal því ekki fram haldið, að svona sé þetta við alla vinnu nú á dögum. Alls ekki. En þess gætir víða, allt of víða. Alvarleg- ast er, að sú lýsing, sem hér hef- ur verið gefin, á oftar við með hverju árinu, sem líður. Okkur eldri mönnunum er þetta aug- Ijósast, því að þetta er svo ólíkt því, sem áður var. Mótmæli stoða ekki. Þetta er staðreynd, háska- legur sannleikur. Það er við- burður, sem vekur athygli vei’ka- manns „úr gamla skólanum“, þegar maður sést keppast við, glaður í sínu starfi, með sigur- glampa í augunum. Flestir dunda við upphaf starfs, dunda við áframhaldið, en flýta sér að hætta. Hvað er að? Eða er máske ekkert að? Má við svo búið standa? Af hverju er þetta svona? Hér verða ekki gefin tæmandi svör að þessu sinni. Þetta er birt almenningi til athugunar. Allir Durfa að hugsa þetta mál, athuga ietta „ástand“, og það er blátt áfram vegna þess, að hér er sið- ferðilegur og menningarlegur voði á ferðinni. MENN SEGJA gjarnan: „Vinn- an er peningar.“ Og einnig: „Fjár munirnir eru afl þeirra hluta, sem gera skal.“ Þessu skal ómót- mælt. Þetta er rétt í sjálfu sér. Gildi peninga er mikið og merki- legt, en starfið sjálft er miklu þýðingarmeira, sé það unnið af áhuga og kostgæfni. Eg hef oft tekið á móti stórum fjárfúlgum, sem eg hef (guði sé lof) verið frjáls að, og víst hef eg glaðst af dví. En meiri hamingju, varan- legri gleði, betri áhrif hefur það haft, að koma í hús, sem eg smíð aði fyrir löngu, aka um vegi, sem eg byggði fyrr á árum, ganga um trjáreit, sem eg gróðursetti í á æskuárunum, og sjá, að vel unnið verk stendúr lengi. Minnast þess, að þarna eru mörg gefins hand- tök. Rifja upp, að þetta komst í framkvæmd vegna fómfýsi og fyrir þegnskap. Lifa upp aftur þær stundir, þegar sigurgleðin yfir vel unnu verki fékk blóðið til að ólga og brjóstið til að þenj- ast út. Þar er hamingja, scm gerir lífið þess vert að lifa því, vinn- una þess verða að takast hana á hendur. KAUPIÐ er gott. Tíminn er dýrmætur. En þúsund sinnum meira virði er áhuginn í starfinu og gleðin, sem er trúmennskunni samfara. Ef við glötum þessu, þá verður vinnan aðeins leiðinlegt matarstrit, sem með tímanum beygir bakið og hrukkar ennið meira en skyldi, styttir lífið og skerðir hamingjuna. Við megum ekki hætta að kepp- ast við. Við þurfum ekki endilega að gera áætlun. Við megum ekki gleyma því að þakka fyrir vel unnið starf, og vekja athygli á því, sem af trúmennsku er unnið og af fórnfýsi gert. Verðskulduð viðurkenning, hóflegt lof og innilegt þakklæti, eru meira virði en nokkur orð og nokkur út- teikningur er fær um að stað- festa. Við gætum sett lögreglueftirlit vinnustaði. Við gætum refsað fyrir vinnusvik. Við gætum rekið á eftir, jagazt og skammazt við \etingjana. En slíkt hefði að mestu gagnstæð áhrif. Sem betur ferð eru enn svo mörg dæmi til vor á meðal um árvekni og ástundun, dugnað og fórnfýsi, samvizkusemi og þegn skap, að við getum bent á þau, og við eigum að gera það. OG SVO ÞIÐ, sem eigið mörg- um mönnum að stjórna og hafið marga menn í starfi. Gleymið ekki að fylgjast vel með vinnu- brögðunum, líta vel eftir. Ekki til að áfellast, heldur til að þekkja, vita, hvar vel og dyggilega er unnið. Það, að yfirmaður sýni sí felldan áhuga fyrir þjónustu og afköstum starfsmanna sinna, þarf alls ekki að vekja óánægju starfsmannsins, ef rétt er á hald ið. Það getur einmitt skapað áhuga hans, eflt hann í starfinu ekki sízt ef hann má vænta þakklætis og viðurkenningar fyrir það, sem vel er gert. Kaupið og tíminn mega hvor ugt gleymast. En umfram allt: Ekki aðeins þau. — J.“ /wtœ, ///tyy/i Stríð í heimi tízkunnar Kaupmannahöfn í ágúst. Fyrir skömmu síðan hófust tízkusýningar í París, og að þessu sinni hafa þær verið hinar sögulegustu. Aðalfrömuður tízkunnar, Christian Dior, kemur öllum á óvart fram á sjónarsviðið með kjóla og ann- an kvenfatnað, sem er allverulega mikið styttri heldur en tíðkast hefur undanfarið. Fréttirnar fóru um París með leifturhraða og þaðan út um víða veröld svo að segja samstundis. Hinn frægi Dior hefur aldrei verið smeykur við að fara sínar eigin götur og bera á borð fyrir kvenfólkið eitt og annað, sem flestum hefur fundizt æði fjarstæðukennt, a. m. k. í svip. Það var hann, sem hleypti síðu tízk- unni af stokkunum hér um árið og eyðilagði fyrir okkur, breysklegum konum, margan kjólinn og kápuna. Nú hefur hann viljað fá umtal og líf í tuskurnar á nýjan leik, og þá er gripið til þess að stytta aftur. Blöðin hér segja frá mótmælum hvað- anæva — þessu uppátæki er harðlega mótmælt, og tízkufrömuðir í London og New York hvað hafa sagt, að þeir myndu ekki víkja um millimetra. En staðreynd er, að fáum dögum eftir að hinn nýi boð- skapur Dior var kunngjörður, gat að líta kjóla í sýningargluggum helztu verzlana Lundúna, sem voru allir verulega styttri en tíðkast hefur. Haft er eftir enskum tízkufrömuðum, að þeir hyggist skapa nýja tízku, „The English Look“, þar sem farinn verði millivegur þ. e. a. s. flíkurnar verði hvorki á hnjánum né öklunum. Innkaupendur frá Bandaríkjunum, sem verið hafa í París að undanförnu, hafa mafgir hverjir sagt álit sitt á þessari nýjung. Forstjófi' "kjóládéildar Macy í New York telur að stutta tízkan muni verða staðreynd og viðtekin alls staðar að 6 mánuðum liðnum. „Hin velklædda kona mun þegar í stað fara að ganga í styttri fötum, og hinar munu koma á eftir smám saman,“ er haft eftir honum. Annar tízkufrömuður bandarískur, sem var á sýningunum í París, telur að erfitt muni verða að sannfæra bandarískar konur um þetta stökk pils- faldsins upp undir hnésbætur, og hann seg-i'r, að sér hafi fundizt hin nýja sídd misklæða tízkudrósir Diors herfilega. „En auðvitað kaupum; við allir kjóla frá honum, til þess erum við hreint og beint neydd- ir,“ bætir hann við að lokum. Parísarbjúar skemmta sér vel yfir deilunni, sem þetta veldur bæði úti og heima. Dior er eftirlæti þeirra, og þeir vita, að hann er mikilsráðandi á þessum vettvangi, enda af mörgum kallaður ein- ræðisherra í heimi tízkunnar. Hin nýja sídd Diors er 40 cm. frá gólfi, en það mun vera 8—10 cm. styttra en algengast hefur ver- ið að undanförnu. Aðrir tízkufrömuðir Parísar hafa haldið sig við svipaða sídd og verið hefur hin síðari ár, og einn þeirra hefur meira að segja síkkað flík- urnar ögn frá síðasta ári. Enn hafa engar myndir verið birtar, svo að lítið er vitað um.aðrar nýjung- ar, en stríðið stendur um síddina, og enginn veit ennþá, hvemig því muni lykta. „Kannske stytti eg fötin mín örlítið,“ sagði kunn- ingjakona mín ein á dögunum, þegar tízkustríðið barst í tal„ en aldrei skal eg með kjólana upp á hné aftur hvað sem hver segir, og aldrei skal eg klippa neðan af nokkúrri flík, hvað sem á gengur í París, svo að þær verði ekki ónýtar, þegar þeim þóknast að síkka aftur — men, man skal aldrig sige aldrig,“ bætti hún við hlæjandi. Og skyldum við ekki flestar vera farnar að átta okkur á því, að þetta tízkubrölt er allsherjar hring- rás og tilviljunarkenndur hringlandaháttur spekú- lanta, sem ógerlegt er með öllu að hengja hatt sinn á. A. S. NIÐUR MEÐ GLUGGATJÖLDIN. Stúlkum, sem stunda nám við hinn stóra, banda- ríska háskóla, Harvard, hefur verið bannað að ganga um í sundbolum eða strípalegum sólfötum í háskólanum eða háskólahverfinu. Jafnframt hafa þær verið skyldaðar til að draga rúllugardínur niður á herbergjum sínum á nóttunni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.