Dagur - 19.08.1953, Side 5
Miðvikudaginn 19. ágúst 1953
DAGUR
5
Iþróitirnar eru uppeldislegur undirbún
ingur - ekki lifstakmark
Ávarp ÞORSTEINS M. JÓNSSONAR, forseta
bæjarstjórnar, við vígslu íþróttavallarins hér
síðastliðið föstudagskvöld
Sjálfstæðisflokkurinn lokaði
leiðum til viðræðu um myndun
samsteypusíjórnar lýðræðis-
flokkanna
Möguleikar á áframhaldandi stjórnarstarfsemi
Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna
eru í athugun
Sjálfstæðisílokkurinn hafnaði endanlega þeirri tillögu Framsókn-
armanna, að athugaðir yrðu möguleikar á samstarfi þriggja lýðræð-
isflokkanna á Alþingi um stjórnarmyndun. Þetta var niðurstaðan í
bréfi, sem Ólafur Thors ritaði Framsóknarflokknum hinn 10. þ. m.
Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, svaraði bréfi
Ólafs Thors hinn 12. þ. m. og er bréf hans á þessa leið:
Heiðruðu áheyrendur!
Okkar ágæta þjóðskáld Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi segir í
hátíðaljóðum sínum „Að Þing-
völlum 1930“:
„Synir Islancls, synir elcls og klaka,
sofa ekki, heldur vaka.
Allir vilja að cinu marki vinna.
Allir vilja neyta krafta sinna,
björgum lyfta, biðjast aldrei vægðar,
brjóta leið til vegs og nýrrar frægðar,
fylgjast að og frjálsir stríðið heyja,
fyrir ísland lifa og deyja."
Elzta menningarþjóð Evrópu,
Forn-Grikkir, dáðu svo mjög sín-
ar frægustu fornsagnahetjur, svo
sem Herakles og Þesevs, að þeir
gerðu þá að hálfguðum, og
íþróttaiðkanir urðu einn sterk-
asti þátturinn í þjóðlífi þeirra.
Og hinn heilagur eldur Olympus,
er enn lifir, kveikti og hélt við
þjóðarmetnaði þeirra og gerði þá
að öndvegisþjóð, ekki eingöngu í
keppninni á íþróttavöllunum,
heldur og einnig í bókmenntum,
listum og vísindum.
íslendingar hafa og jafnan dáð
líkamlegt og andlegt atgerfi. Og
enga menn 'dá fornsögur vorar
meira, en atgerfis- og íþrótta-
mennina, kappana. Og sumir
þeirra, svo sem Grettir og Gunn-
ar á Hlíðarenda urðu í sögnum og
sögum þjóðarinnar,'dáðir á svip-
aðan.hátt og: Grikkir dáðu hálf-
guði sína ,og til þeirra var vitnað
sem fyrirmynda um hreysti og
atgerfi, og sem merkisbera horf-
inna frægða- og framatíma, þegar
karlmennska var talin til höfuð-
dyggða.
Og í upphafi vega þjóðfélags
vors var iþróttakennslan og
íþróttaiðkanir sjálfsagðasti þáttur
í uppeldi ungra manna. íþrótta-
uppeldið hafði það markmið að
gera menn hrausta og hugdjarfa
og sem færasta til þess að verja
sig og bjarga sér í baráttunni við
aðra menn, í baráttunni við nátt-
úruöflin, og til að afla sér frægð-
ar og fram. En frægð og frami
var í fornöld vorri markmið, er
allir dugandi menn stefndu að.
„Deyr fé
deyja frændur,
deyr sjálfr hit sama;
en orðstírr
deyr aldrigi
hveims sér góðan getr.“
Þetta segir höfundur Háva-
mála. Og forfeður vorir í fornöld
náðu ekki eingöngu því marki að
verða líkamlegir atgerfismenn,
heldur og líka atgerfismenn í
ljóðsnilld, sagnagerð og fræðum
ýmiss konar. Og má segja að ís-
lendingar hafi gegnt sams konar
hlutverki í Norðvestur-Evrópu,
sem Grikkir í löndunum við Mið-
jarðarhaf. Munu ekki íþróttaiðk-
anir og frægðarhugsjón beggja
þessara þjóða hafa ráðið miklu,
að svo fór?
Á hinum dimmu öldum þjóð-
félags vors fækkaði jafnt og þétt
íþróttamönnum hennar, og að
sama skapi dró þrek og þrótt úr
þjóðinni, og trú hennar á sjálfa
sig og landið dvínaði meir og
meir. Þröngsýnir kirkjuhöfðingj-
ar, er börðust gegn því, að al-
menningur læsi fornsögurna^
áttu sinn þátt í þessu. En þrátt
fyrir aðvaranir kirkjunnar lásu
allmargir fornsögurnar á slitnum
handritum og gerðu ný afrit. Og
hinar íslenzku fornaldarhetjur
voru hálfguðirnir, er þjóðin í
laumi dýrkaði, og þeir vernduðu
hana frá algerðri uppgjöf. En ein
var sú íþrótt, er ungir menn og
jafnvel sumir menn fram á gam-
als aldur iðkuðu, og það var ís-
lenzka glíman.
Minnkandi íþróttir og þverr-
andi baráttukjarkur þjóðarinnar.
Auknar íþróttir og vaxandi bar-
áttukjarkur þjóðarinnar. Þetta
tvennt hefur jafnan haldist í álíka
hlutföllum.
Sú íþróttaalda, er reis hér á
landi á fyrsta áratug þessarar
aldar, vakin af ungmennafélög-
unum, vann sitt hlutverk í þjóð-
félaginu. Hún vakti unga menn til
dáða og framlöngunar. Hún var
merkur þáttur í þjóðarvakning-
unni. íþróttirnar hafa að flestu
leyti sama gildi nú og í fornöld.
Þær vekja djarfhug og þolgæði.
Þær eru skóli til þess að gera
menn djarfa og úrræðagóða í
hvaða sókn sem er og í hvaða
stöðu sem þeir fara.
íþróttamenn!
Eg bið yður að misskilja mig
ekki. Iþróttir eða íþróttakeppni
eru ekkert lífstakmark, en þær
geta orðið og eiga að vera fyrir
unga menn uppeldislegur undir-
búningur imdir lífið. íþrótta-
mönnum ber ekki að hugsa um
það fyrst og fremst að verða met-
hafar í einhverri íþróttagrein,
það geta heldur ekki nema fáir
þeirra orðið, en þeim ber að
leggja metnað sinn við því að
verða þjóð sinni til gagns og
sóma, hvar sem þeir koma fram
og hvert, sem leiðir þeirra liggja
„og sofa ekki heldur vaka“, eins
og skáldið býður. — Þeim ber að
leggja kapp á að vinna að heil-
brigðum metnaði þjóðarinnar og
gera orð skáldsins að sannmæli:
„Allir vilja að einu marki vinna.
Allir vilja neyta krafta sinna,
björgum lyfta, biðjast aldrei
vægðar,
brjóta leið til vegs og nýrrar
frægðar,
fylgjast að og frjálsir stríðið
heyja.“
Og öllum sönnum íþróttamönn-
um ber að ala sig upp í þeirri
hugsjón drengskapar, sem mjög
er dáð í fornsögum vorum og
hefur verið göfugasta og þrótt-
mesta hugsjón forn-norrænna
lífsskoðana. Þeim ber að berjast
fyrir heilbrigði þjóðarinnar og
gegn hvers konar spillingu þjóð-
lífsins, svo sem fjársóun og
drykkjudrabbi og öðrum mann-
skemmandi siðvenjum.
Kynslóðin, er var í æsku um
síðustu aldamót, og endurvakti
íþróttirnar hér á landi á fyrsta
áratug aldarinnar, vill búa betur
í haginn fyrir núverandi æsku-
menn og æskukonur framtíðar-
innar, en búið hafði verið í hag-
inn fyrir hana, eða nokkra aðra
eldri kynslóð; það sannar meðal
annars þessi íþróttavöllur, sem
nú er verið að vígja hér. Akur-
eyringar hafa lagt á sig talsverð
gjöld til þess að koma upp þess-
um íþróttavelli, og þeir hafa lagt
honum til dýrt land í hjarta bæj-
arins. En þeir vona, að því fé,
sem varið hefur varið í völl
þennan, hafi verið vel varið, og
það muni bera góðan árangur til
eflingar heilbrigði og þroska
æskumanna bæjarins.
Og vér vonum, að hér verði
unnin mörg íþróttaafrek á velli
þessum, og hér um langa framtíð
þjálfi ungir menn sig, og sú
„Reykjavík, 12. ágúst 1953.
Til svars heiðruðu bréfi for-
manns Sjálfstæðisflokksins, dags.
10. þ. m., vill Framsóknarflokk-
urinn taka þetta fram:
Með svarbréfi til Sjálfstæðis-
flokksins, dags. 30. júlí sl. gerði
Framsóknarflokkurinn það að
tillögu sinni, að gerð yrði tilraun
til að mynda stjórn þriggja
flokka, Alþýðuflokksins, Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins. Síðar lagði Framsókn-
arflokkurinn til, að viðtöl færu
fram milli flokkanna þriggja um
þetta mál. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur nú haft málið til athugunar
um nokkurn tíma, og er niður-
staðan sú, að flokksráðið lýsir sig
„andvígt samningatilraunum við
Alþýðuflokkinn um stjórnar-
myndun.“
Verður að skilja þetta svo, að
Sjálfstæðisflokkurinn neiti nú
ákveðið að taka þátt í fyrrnefnd-
um viðræðum þriggja flokka —
og sé ekki til viðtals í þeim efn-
um.
Þessi afstaða Sjálfstæðis-
flokksins er rökstudd með því að
„samningatilraunir“ við Alþýðu-
flokkinn séu „fyrirsjáanlega. til-
ganslausar“. þar sem Alþýðu-
flokkurinn sé andvígur „hinni
sameiginlegu stjórnarstefnu, sem
framkvæmd var síðasta kjör-
tímabil11. Er í því sambandi vitn-
að til greinar í Alþýðublðinu 6.
þ. m.
Slíka röksemdafærslu verður
að telja nokkuð vafasama. Stjórn
arandstæðingar munu að jafnaði
telja sig andstæða „stjórnar-
stefnunni“ á hverjum tíma. Það
útilokar auðvitað ekki, að stjórn-
arflokkur geti tekið upp samstarf
síðar, t. d. við myndun nýrrar
þjálfun verði ekki eingöngu til
að gera þá að góðum íþrótta-
mönnum, heldur verði hún þeim
líka hjálp til þess að vinna síðar
enn þýðingarmeiri afrek í at-
hafna- og menningarlífi þjóðar-
innar. Og vér vonum að hér á
þessum velli megi sjá oft eldri
íþróttamenn, sem koma hingað til
að halda sér ungum.
Að svo Inæltu afhendi eg, fyrir
hönd bæjarstjórnar Akureyrar
fþróttabandalagi Akureyrar,
undir stjórn vallarráðs, íþrótta-
völl þennan til notkunar. Og eg
óska þeim ,og öllum þeim, er
völlinn nota, til hamingju með
hann. Og að allir þeirra frama-
draumar tvinnist hugsjóninni, er
kemur fram í þessum orðum
skáldsins: „fyrir ísland lifa og
deyja“.
stjórnar. Ný viðfangsefni koma
til sögunnar og með þeim stjórn-
arstefna, sem miðuð er við þau
viðfangsefni, án tillits til þess,
hvort eldri stjórnarstefna, sem
miðað var við önur viðfangsefni,
telzt rétt eða röng. En skilyrði til
bess að sannprófað verði, hvort
grundvöllur samstarfs sé fyrir
hendi, er að viðræður fari fram
milli flokkanna eins og Fram-
sóknarflokkurinn lagði til. Á það
skal bent, að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur a. m. k. þrisvar sinnum
verið í stjórnarsamstarfi með Al-
þýðuflokknum, þess vegna er því
ekki til að dreifa, að Sjálfstæðis-
flokkurinn telji Alþýðuflokkinn
ósamstarfshæfan. Ekki er ástæða
til að tala um tímatöf í þessu
sambandi. Viðræður til að leiða í
ljós afstöðu Alþýðuflokksins í
þessu máli hefðu ekki þurft að
taka lengri tíma en Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur nú notað til að
gera það upp við sig, hvort hann
vildi eiga þátt í þeim viðræðum.
í bréfi Sjálfstæðisflokksins
segir, að það hafi verið „megin-
stefna núverandi stjórnar að við-
halda og efla jafnvægi og eðlilega
þróun í atvinnu-, viðskipta- og
fjármálalífi þjóðarinnar, svo að
frjálsræði í viðskiptum og fram-
kvæmdum megi vaxa, atvinnuör-
yggi aukast og velmegun blómg-
ast“ og er sagt að slík eigi stefnan
að verða framvegis. Þessi stefnu-
lýsing er, eins og allir sjá nokk-
uð almennt orðuð, og innan
hennar getur falist margs konar
ágreiningur um stefnuna í ein-
stökum málum, og þá því fremur
um aðferðir og framkvæmd.
Kemur og fleira til en hér er um
rætt. Til dæmis má nefna, að
Framsóknarflokknum og jafnvel
Alþýðuflokknum, hefur þótt
Sjálfstæðisflokkurinn um of fast-
heldinn á sumar tegundir hafta
og að framkvæmd hervarnar-
samningsins hefur orðið mjög á
annan veg en Framsóknarflokk-
urinn hefði kosið. Nefna má við-
horf Sjálfstæðisflokksins um
vissa þætti verzlunarmálanna og
gagnvart samvinnufélögunum.
Þessara viðhorfa hefur allmjög
gætt í samstarfinu og annars
staðar þar sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur aðstöðu til að láta til
sín taka. Er hér fátt eitt talið a£
því sem á milli ber. Milli Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins er djúpstæður stefnu-
munur um margt, og þess vegna
fjarri því að um heilsteypta, sam-
eiginlega stefnu geti verið að
ræða, þótt stjórnarsamstarf eigi
sér stað af nauðsyn um lausn að-
kallandi mála. Aldrei hefur verið
um kosningasamstarf að ræða
milli þessara flokka.
Það er alþjóð kunnugt, að
Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
(Framhald á 7. síðu).
Ljóð um daginn og veginn
I SUMARFRÍI.
Á öllum stöðum er önn og stríð,
allir dallar á stími,
allir á ferli, ár og síð,
enda bjargræðistími.
Sumir eru að sæta og slá,
sumir úti að keipa,
ráðstefnum sitja sumir á,
sumir negla og steypa.
Utan úr heimi hingað berst
hávaði friðar-ráða.
Einn er í sókn og annar verst,
— árás var gerð á báða.
Mér er sama um sókn og tap,
sannleik og haugalýgi.
— Ég er kominn í jólaskap,
— ég er í sumarfríi.
DVERGUR.
/