Dagur - 19.08.1953, Page 8

Dagur - 19.08.1953, Page 8
8 Bagijm MiSvikudaginn 19. ágúst 1953 Fyrsiu laxaseiðunum var sleppt í Eyjafjarðará s. I. sunnudag Seiðunum dreift á svæðið frá Leyningi að Melgerði Hjálparstarfsemi í Tyrklandi Fyrir skömmu urðu miklir jarðskjálftar í Tyrklandi og varð af eigna- og manntjón. Sameinuðu þjóðirnar burgðu fljótt vð til hjálpar, voru send lyf og vistir til'þeirra héraða, sem harðast urðu úti. Áður en 48 klst. voru liðnar voru flugvélar SÞ. komnar á vett- vang. Myndin er af einni hjálparflugvél SÞ. í Tyrklandi. r - Meistaramót Islands (Framhald af 1. síðu). Um hádegi sl. sunnudag fékk stangveiðifélagið hér á Akureyri, sem nú hefur Eyjafjarðará á leigu, laxaseiðin, sem verið hafa í eldi í Laxalóni í Mosfellssveit í sumar og var þeim sleppt í Eyja- fjarðará. Seiðin komu með flugvél á Melgerðisflugvöll og voru stang- veiðimennirnir þar mættir á mörgum bílum. Seiðin voru flutt í 10 stórum brúsum og var brús- unum síðan skipt niður á bílana og héldu menn þegar með þá á fyrirfram ákveðna staði í ánni. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri hafði verið með í ráðum um það, hvar seiðunum yrði sleppt, og hann hafði og leiðbeint mönnum um vinnubrögðin, enda er það talið hið mikilsverðasta atriði, að vandvirknislega sé unnið við að sleppa seiðunum. Er meginatriðið að sleppa þeim þar, sem heppilegt botnlag er — grýttur botn — og á hæfilega djúpu vatni og í hæfi— legum straum og að ekki sé látið nema lítið á hvern stað. 4—5 cm. löng. Seiðin voru orðin 4—5 em. löng og eiga að hafa mun meiri möguleika til að bjarga sér en pokaseiði, sem eingöngu voru notuð hér á landi fyrr á árum. Stofninn er af vatnasvæði Olfus- ár, en það er stórlax. — Sleppt var að þessu sinni úr 4 brúsum á svæðinu frá Sandhólum að Leyn- ingi, úr 3 í milli Sandhóla og Möðruvallabrúar, og úr 3 frá Möðruvallabrú að Melgerði. Nokkur vanhöld voru á seiðum í sumum brúsum, en í öðrum var allt lifandi. Seiðin voru yfirleitt spræk og fljót að bjarga sér er í ána kom og synda í fylgsni við steina í botninum. Verður haldið áfram. í ár verða ekki látin fleiri seiði í ána, en þessu starfi verður hald ið áfram næstu 4 ár í þeirri von, að með þessum aðgerðum .megi koma upp laxastofni í ánni, sem Sögur iini kártöfluinii- flutning úr lausu lofti gripnar Blaðið hringdi í gær til Græn- metisverzlunar ríkisins í tilefni af sögum, sem ganga um héraðið um kartöfluinnflutning nú þessa dagana og fékk staðfest, að sögur þessar eru úr lausu lofti gripnar. Engar kartöflur erlendis frá eru væntanlegar til landsins og engar birgðir erlendra kartaflna eru hjá Grænmetisverzluninni. Síðasta sending af kartöflum — smá- sending — kom um sl. mánaða- mót og hafði seinkað nokkuð. Er hún löngu til þurrðar gengin. síðan á að geta margfaldast á eðlilegan hátt, því að lífsskilyrði í Eyjafjarðará eru að áliti kunn- áttumanna sambærileg við það, sem gerist í laxám á Norðurlandi. Einu sinni áður hefur laxaseið- um verið sleppt í Eyjafjarðará, vorið 1938. Voru það pokaseiði af stofni Laxár í S.-Þing. Er talið að vart hafi orðið við lax í ánni eftir eðlilegan tíma, en af mjög skornum skammti. Ljár við heybandsveg særði hest - of oft farið óvarlega með Ijái Það har til á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði fyrir nokkrum dögum er hey var flutt heim á hestum, að einn hesturinn skarzt á höfði á ljá. Hafði orfi með ljánum í verið sungið niður við heybandsveginn og vildi svo slysalega til að einn hestanna, er flutt var á heim, rak sig á ljáinn og skar djúpan skurð frá auga og niður að flipa. Fossaði blóðið úr sárinu, en heimafólk batt um það eftir beztu föngum á meðan dýralæknis var beðið. En hann saumaði skurðinn saman og hafðist hesturinn ekki illa við er síðast fréttist. Víða er sá siður að stinga orf- um með ljánum í niður, er það varasamt ef skepnur ganga þar um. Hefur oft hlotist tjón af því. Ríkisstjórn gaf í gær út frétta- tilkynningu um fyrirhugaðar flota- og flugliðsæfingar Atlants- hafsbandalagsins hér við land í næsta mánuði og var svo frá skýrt, að leyft hefði verið að fljúga yfir ísland og sigla skipum til hafna hér meðan á æfingunum stendur. Það eru 9 Atlantshafsbanda- lagsþjóðir, sem að æfingunum standa: Belgía, Kanada, Dan- mörk, Frakkland, Holland, Nor- egur, Portúgal Bretland og Bandaríkin. Mikill fjöldi skipa og flugvéla tekur þátt í þeim og æf- ingasvæðið á að ná frá Noregi til Grænlands. Fregnir erlendra blaða. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um þetta efni kemur þá fyrst er erlend blöð eru farin að ræða um stórkostlegar flotaæfingar við ís- Gunnar gegnherílandi efnir til „skoðanakönn- unar“ í MacCarthy-stíI f Þjóðviljanum í gær er birt furðulegt plagg frá Gunnari gegnherílandi — þar sem skor- að er á fólk að senda honum upplýsingar um viðhorf ein- staklinga til hcrvárnarmál- anna. Eru menn beðnir að láta vita, hvemig prestur hvers byggðarlags, læknir, kaupmað- ur, kaupfélagsstjóri, skólastjóri, eða kennari líti á hervarnar- málin og menn beðnir að „skrifa nöfn þeirra manna, sem spurt er um og greinargerð með, ef þurfa þykir. . . .“ Þetta minnir allt á yfirheyrzlur MacCarthy, er hann sækist eftir að koma kommúnista- stimpli á meim með njósnum og reynir að fá fólk til að vitna gegn samborgurum sínum. — Sannast á þessu, að margt er líkt með skyldum, fasistum og kommúnistum. Kommúnistar gerðu mann þennan — Gunnar Magnúss---út í kosningunum í sumar og átti hann að verða þjóðarleiðtogi. Engin pólitísk fyrirætlun hefur mistekizt jafn herfilega. Nú á að reyna á öðr- um vígstöðvum, með ógeðsleg- um njósnum og söguburði xun nágranna sína. Með þessum tilmælum hafa lcommúnistar gert tilraun til að innleiða njósnakerfi einræðisríkja á fs- landi og hafa þeir sjaldan op- inberað rækilegar hverja virð- ingu þeir bera fyrir skoðana- frelsi manna og lýðræðislegum starfsaðferðum. Rigning og kuldi Síðustu daga hefur verið norð- anátt og úrkoma stundum stór- rigning. Mun kaldar er nú í veðri en oftast fyrr í sumar. landsstrendur. Er þetta ekki í fyrsta sinn, sem íslendingar verða að lesa í erlendum blöðum um málefni, er þá varða. Eðlilegt hefði verið að utanríkisráðuneyt- ið hér hefði birt fregnina a. m. k. jafnsnemma þeim. Þetta er enn eitt dæmi um pukrið í hervarn- armálunum, sém ástundað er á hæstu stöðum hér . Lítill síldarafli Lítil síldveiði var í sl. viku. Heildaraflinn er orðinn röskl. 270 þús. mál og tunnur, var röskl. 66 þús. á sama tíma í fyrra. Afla- hæsta skip er „Jörundur“, með 6515 mál og tunnur, þá Edda, Hafnarfirði, 5708, Snæfell, Ak., 5023, Akraborg, Ak., 4858, og Súlan, Ak., 4402. 2. Ásgerður Jónasdóttir, HSÞ, 13.9 sek. 3. Anna Friðriksdóttir, UMFR, 14.8 sek. Langstökk: 1. íslandsmeistari: Torfi Bryngeirsson, KR, 6.79 m. 2. Sig. Friðfinnsson, ÍR, 6.65 m. 3. Garðar Arason, UMFK, 6.30 m. Torfi er nú eins og svipur hjá sjón frá því áður. Sigurður er léttur og fjaðurmagnaður stökk- maður. Hástökk: 1. íslandsmeistari: Sig. Friðfinnsson, FH, 1.80 m. 2. Jóhann F. Benediktss., UMFK, 1.75 m. 3. Friðrik Guðmundsson, KR, 1.70 m. Stangarstökk: T. fslandsmeistari: Torfi Bryngeirsson, KR, 3.80 m. 2. Bjarni Linnet, Á, 3.45 m. 3. Valgarður Sigurðsson, Þór, 3.37 m. Menn verða fyrir nokkrum vonbrigðum að sjá ekki Torfa stökkva 4 m. Afrek Valgarðs er nýtt Akureyrarmet. Þrístökk: 1. íslandsmeistari: Vilhjálmur Einarsson, UÍA, 14.09 m. 2. Sigurkarl Magnússon, HSS, 12.65 m. 3. Ragn. Skagfjörð, HSS, 12.40 m. Árangur Vilhjálms er mjög góður. Er enginn vafi á, að hér er gott efni á ferðinni. Kúluvarp: 1. íslandsmeistari: Guðmundur Hermannss., KR, 14.45 m. 2. Skúb Thorarensen, UMFK, 14.31 m. 3. Friðrik Guðmundsson, KR, 14.07 m. Þessi afrek í kúluvarpi eru góð. Skúli er sérlega efnilegur kúluvarpari. Varla líður á mjög löngu, þar til hann kastar yfir 15 m. Kringlukast: 1 fslandsmeistari: Þorst. Löve, UMFK, 46.07 m. 2. Hallgr. Jónsson, Á, 45.55 m. 3. Friðrik Guðmundsson, KR, 43.18 m. Keppnin var mjög hörð um fyrsta sætið og árangur góður. Spjótkast: 1. íslandsmeistari: Jóel Sigurðsson, ÍR, 57.30 m. 2. Jón Vídalín, KS, 52.45 m. 3. Halld. Sigurgeirss., Á, 50.57 m. Sleggjukast: 1. íslandsmeistari: Þórður B. Sigurðsson, KR, 48.00 m. 2. Þorvarður Arinbjarnarson, UMFK, 44.53 m. 3. Páll Jónsson, KR, 43.82 m. Fimmtarþraut: 1. íslandsmeistari: Sigurkarl Magnússon, HSS, 2468 stig. 2. Haukur Jakobsson, KA, 2103 stig. 3. Vilhjálmur Einarsson, UÍA, 1983 stig. Kúluvarp: 1. íslandsmeistari: Gislína Óskarsd., Þór, 8.90 m. 2. María Guðmundsdótitr, KA, 8.47 m. Hástökk: 1. íslandsmeistari: Inga B. Guðmundsd., UMFR, 1.25 m. 2. María Guðmundsdóttir, KA, 1.20 m. 3. Erna Sigurjónsdóttir, UMFR, 1.20 m. Kringlukast: 1. íslandsmeistari: María Guðmundsdóttir, KA, 23.94 m. 2. Erna Sigurjónsdóttir, UMFR, 18.79 m. 3. Anna Friðriksdóttir, UMFR, 18.03 m. Árangrar voru yfirleitt ekki mjög góðir, þar sem veðrið var óhagstætt. En yfirleitt luku allir lofsorði á hinn glæsilegu íþrótta- leikvang. Er þess að vænta, að þetta íþróttamót, sem fór vel fram, stuðli að meiri íþróttaiðkun bæj- arbúa. Þeim, sem stóðu fyrir mótinu, er vert að þakka, þar sem það fór vel fram. Maður slasast um borð í ,Jörundi“ Það slys varð um borð í tog- aranum Jörundi á síldveiðum á hafi úti sl. fimmtudag, að einn skipverja varð með fót í milli skipsins og nótabáta og fékk opið fótbrot. Skipið sigldi þegar til Þórshafnar með hinn slasaða mann — Vigfús Vigfússon, Eiðs- vallagötu 8 hér í bæ, — og morg- uninn eftir sótti sjúkraflugvél hann Þórshafna rhingað til Ak- ureyrar og var gert að meiðslun- um í spítalanum hér. Floti og flugher 9 þjóða að æfingum hér við land í sepfember Fyrstu fréftir um æfingarnar ur erlendum blððum

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.