Dagur - 09.09.1953, Síða 4

Dagur - 09.09.1953, Síða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 9. september 1953 i $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$« DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlf. Prentverk Odds Björnssonar h.f. $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$ Kommúnistar kvitta fyrir togarann í ÞESSARI VIKU verður hafizt handa um að út- búa togarann „Sléttbak" á vciðar. Eftir nokkra daga mun þessi fjórði togari Útgerðarfélagsins halda á miðin. Með kaupum þessa skips liefur sjómannastétt bæjarins fengið aukið athafnasvið og í landi bíða margar hendur eftir að vinna við verkun aflans. Á sama tíma og ýmis annar atvinnurekstur bæjarmanna berst í bökkum ræðst þetta unga útgerðarfyrirtæki f það stórvirki að festa milljónir króna í nýju skipi og nær þar með því marki, að gera Akureyri að einni stærstu togaraútgerðarstöð landsins. Hér er mikil breyting á orðin. Ekki eru nema fá ár síðan ein- kennisstafirnir EA fundust livergi á togaramiðum. í dag bera fimm nýtízkuleg skip þetta einkenni og bærinn er, ásamt með Hafnarfirði, orðin önnur stærsta togaraútgerðarstöðin. Öllum er ljóst, að þess- um áfanga hefði ekki verið náð ef ekki hefði notið góðrar stjórnar á málefnum útgerðarinnar og far- sældar í öllum athöfnum. Útgerðarfclagið hefur markvisst stefnt að því að efla togaraútgerðina, ekki aðeins með fjölgun skipa heldur og með því að skapa þá aðstöðu í landi, sem líklegust var til þess að tryggja afkomu skipanna. Bygging fiskverkunarstöðv- ar félagsins var þýðingarmikil framkvæmd fyrir út- gerðina sjálfa og fyrir afkomu fólksins í bænum. Með kaupum fjórða togarans er þessari þróun haldið áfram. FLOKKUR MANNA i bænum liefur mjög hvatt til þess að togaraútgerðin, ásantt bænum og e. t. v. einhverjum fleiri aðilum, stofnaði liér til stórfellds liraðfrystihússreksturs þar sem einvörðungu yrði treyst á togaraafla. Flestir þeir, sem gagnkunnugir eru útgerðarmálum, hafa talið slíkt fyrirtæki mjög vafasamt og líklegt til að binda togaraútgerðinni Íjötur um fót. Hvað sem um það er, verður það að teljast augljóst, að ekki voru nú tök á hvort tveggja, að kaupa nýtt skip og festa milljónir í hraðfrystihúss- byggingu. Bæjarmenn almennt hafa mjög borið hag útgerðarinnar fyrir brjósti og liafa yfirleitt staðið saman um liana, livað sem flokkaskipan líður. Sama sjónarmið hefur, sem betur fer, oftast ráðið í bæjar- stjórn. í stjórn Útgerðarfélagsins hefur verið unnið að togarakaupamálinu að undanförnu vegna þess, að aukning flotans var talin mesta liagsmunamálið eins og nú standa sakir. Þegar þeim málum er giftusam- lega lokið, gerist svo sá atburður, að málgagn komm- únista hér í bæ, ræðst með ferlegu orðbragði og sví- virðingum að þeirn mönnum, sem drengilegast hafa unnið að togarakaupamálinu og raunverulega liafa borgið því í liöfn. í sama tbl. „Verkarn", sem gat um þessa merku aukningu á skipastól bæjarmanna, var ráðist með dólgslegu orðbragði að meirihluta bæjarstjórnarinnar, og einkum að þeim manni, sem stærstan skerf lagði fram til að gera togarakaupin möguleg, Jakob Frímannssyni, kaupfélagsstj. Sýndar- ástæða sú, er kommúnistar telja fram fyrir þessu at- liæfi, er, að ekki hafi verið flanað út í fjárfest- ingu í hraðfrystistöð, sem hefði gert togarakaupin ógerleg að sinni. Fyrir þessa afstöðu eru samborgar- arnir nefndir „vesalingar og amlóðar", „afturhalds- seggir", „skemmdarverkamenn" og öðrum álíka þokkalegum nöfnum, auk þess sem dylgjað er um það, að Jakob Frímannsson hafi lilotið einhvern geysilega þungan sektardóm fyrir eitthvert athæfi, sem ekki er þó til- nefnt, sem varla var von því að fullyrðing þessi er haugalygi. SVONA SKRIF eru fyrir neðan allt velsæmi. í útgerðarmálunum hafa forsvarsmenn Útgerðarfélags- ins og Jseir bæjarfulltrúar, sem ráðið hafa stefnunni, unnið drengilega að eflingu togaraútgerðarinnar eftir þeini leiðum, er ]>eir liafa talið heppilegastar. Þeir liafa reynst rétt- sýnir og ])ví er full ástæða til þess að þakka þeirn vel unnið starf. Ekki er ósennilegt, að það sé ein- mitt heppileg stjórn á málefnum útgerðárinnar sem fer í taugarnar á korAmúilistum. Þcir eiga þar eng- an lilut að máli. Og þá eru þeir ekki meiri menn en svo, að þeir unna ekki pólitískum andstæðing- um sannmælis fyrir vel unnið starf, grípa í þess stað til fúkyrða og sví- virðinga. Það er þeirra kvittun fyrir nýja togarann. Hún var þeim lík. FOKDREIFAR Blæöspin í Egilsstaðaskógi. í SUMAR var hér í blaðinu skýrt frá blæöspinni, sem fannst villt í Egilsstaðaskógi, en áður hafði blæösp fundist á tveim stöðum á landinu. f síðasta tbl. var birt mynd af trjánum. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri hefur nýlega skoðað trén og varð hann góðfúslega við tilmælum blaðsins að segja lesendum þess nánar frá þessu fyrirbæri. Fer hér á eftir lýsing hans: „HRÍSHÓLAR eru um 3—4 km. í suðaustur af bænum á Eg- ilsstöðum á Völlum. Þeir eru vaxnir þéttu kjarri, sem illgengt hefur verið um langt skeið. Kjarrið hefur verið að smáhækka undanfarna áratugi, en seint mun því hafa rriiðað. Milli hólanna eru breið mýra- sund og að ofan eru þeir blásnir. svo að menn hafa ekki átt erindi um kjarrið, nema það, sem smal- ar kunna að hafa skotizt í fjár- leit. Því er ekki að undra, þótt ým- iss konar gróður kunni að leynast á slíkum stöðum. / Snemma í sumar átti Ingimar Sveinsson leið um Hríshóla í kúaleit og heyrði hann þá þyt einkennilegan. Er hann hugði að, sá hann ljósgrænt tré standa upp úr kjarrinu, sem er um 3 metra hátt á þessum stað. Við nánari skoðun renndi hann grun í að hér mundi vera um blæösp að ræða, og þegar Ingólfur Davíðsson grasafræðingur var á ferð á Völl- um i sumar, fékk Ingimar hann til að skoða þetta með sér. Stað- festi Ingólfur að hér væri um ösp að ræða. Er þetta þriðji fundar- staður blæaspar hér á landi, en jafnframt eini staðurinn, þar sem hún hefur náð að vaxa upp og verða að smáum trjám. HINN 16. AGÚST í sumar fór- um við nokkrir saman ásamt Ingimar Sveinssyni að skoða ásp- irnar, en þeir Ingólfur og Ingimar höfðu fundið tvö tré, annað 4,5 metra en hitt um 4 metra á hæð. Ennfremur höfðu þeir séð rótar- skot víðs vegar umhverfis trén. Þegar við komum á staðinn grisjuðum við umhverfis trén og tókum að fylgja rótarskotunum til þess að athuga stærð svæðisins er öspin yxi á. Við að ganga um kjarrið fundum við enn eitt tré um.4 metra á hæð og auk þess tvo minni teinunga, um 2 metra hvern, sem voru að reyna að komast upp úr laufþaki kjarrsins. Þau þrjú tré, sem komin eru upp úr kjarrinu, eru öll fremur lag- lega vaxin, en þó var hið síðasta er við fundum, lang bezt og bein- vaxnast. Við höfðum því miður ekki tæki með okkur til að telja aldur þessara trjáa, en gizkuðum á, að það væri ekki nema 20—30 ár síðan þau hafi farið að vaxa, en hins vegar gætu þau verið all- miklu eldri, því að þau kunna að hafa þurft mörg ár til þess að komast úr kútnum undan birk- inu. TRÉN VAXA norðan í hól ein- um, öll í svipaðri hæð yfir mýr- arsundinu. Nokkurt bil er á milli þeirra allra, en rótaskót sjást um allt svæðið. Lengd vaxtarstaðar- ins er um 120 metrar, en breidd er misjöfn, víða um 50 metrar. Ótrúlegt er, að öspin hafi verið sett þarna af mannavöldum, og af því að ösp hefur nýlega fundizt í Fáskrúðsfirði, verður að líta svo á, að öspin tilheyri hinum náttúr- lega gróðri landsins. Hvort hún er nýkomin hingað til lands, eða hefur verið hér um aldir, mun seint ákveðið, en ekkert virðist því til fyrirstöðu að hún hafi ekki komið hingað fyrr en á síðustu öldum, jafftvel eftir byggð lands- ins. Með nákvæmari gróðurathug- unum í hinum einstöku héruðum má búast við að ösp finnist víðar, einkum þó á Austurlandi, þar sem skemmst er til Noregs. Minjasafn að Básum. í SAMBANDI við flugvallar- gerðina í Grímsey, sem nú stend- ur yfir, hefur komið fram sú hug- mynd að gera bæinn að Básum í Grímsey að minjasafni. Básar eru nyrzta byggt ból á íslandi. Jörðin er fyrir nokkru komin í eyði, en bærinn stendur enn og sá mögu- leiki er fyrir hendi að geraviðhann og koma þar upp byggðasafni, sem einkum væri helgað Gríms- ey og lifnaðarháttum eyjar- skeggja á fyrri tíð. Þetta er góð hugmynd. Grímsey er ekki aðeins merkisstaður vegna þess að þar nær ísland norður fyrir heim- skautabaug. Þar er náttúrufegurð mikil og saga fólksins, sem byggt hefur eyna um aldir, er merkileg. Vafalaust er enn hægt að bjarga frá glötun ýmsum minjum um lífsbaráttu fólksins og varðveita þær í náttúrlegu umhverfi, þar sem er bærinn í Básum. Með flugvellinum gjörbreytast sam- göngur við Grímsey og telja má líklegt, að ferðamenn sæki þang- að á hverju sumri. Byggðasafn í eynni mundi því koma fyrir augu margra og veita fróðleik um eyna og lífið þar, sem naumast verður fenginn með öðrum hætti. Það eru nokkrir áhugamenn, sem hafa komið þessari hugmynd á framfæri og hafa þeir Kristján Eggertsson í Grímsey og Árni Bjarnarson bóksali hér í bæ haft forgöngu í málinu. Gjafir eru þegar teknar að berast frá fólki, sem gjarnan vill leggja þessu máli lið. T. d. sagði Árni Bjarnarson blaðinu frá því í gær, að borizt hefði 1000 kr. gjöf frá ónefndum áhugamanni. Þeir, sem vilja ger- ast meðlimir í félagsskap áhuga- manna til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd, geta núið séf til Árna eða Kristjáns og látið skrá sig. Einnig má senda þeim gjafir til hins fyrirhugaða safns. Sömuleiðis til blaðanna, sem munu fúslega veita peningum móttöku. <IIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIHmilllllMIHIII» [Ritsafn Jóns Trausta 1-8] 1 Bókabúð EDDU h.f. \ l Akureyri jj '"mmmmmmmmhhmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmí Rafmagnsmál sveitanna ANNARS STAÐAR í þessu blaði er birt ályktun fulltrúafundar sveitarfélaganna í Eyjaljarðarsýslu um rafmagnsmál. Samþykktir fundarins eru efnislega sam- hljóða ályktunum Þingeyinga og Árnesinga. Það er ljóst, að bændastétt landsins vill ekki una þeim áætl- unum um héraðsrafveitur, sem gerðar hafa verið. Það samrýmist ekki jressum tímum framkvæmda og fram- fara, að bændur þurfi að horfa upp á áratuga bið eftir rafmagninu. Og mönnum finnst einnig, að fjárveiting- ar ríkisvaldsins til rafmagnsmála sveitanna séu ekki i samræmi við fjárhagslega getu þess eða framlög til annarra mála. Þessi sjónarmið komu greinilega l'ram hér i Eyjafirði á s. 1. ári, löngu áður en ályktanir Þingeyinga og Árnesinga voru gerðar heyrinkunnar. Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu hefur haft starfandi raf- orkumálanefnd, til þess að vinna að framgangi raf- magnsmálsins, og á s. 1. hausti gerði hún ályktun, sem segja má að marki þá stefnu, senr bændur almennt hafa nú tekið upp. Eftirfarandi tillaga var send þing- mönnum sýslu og bæjar snennna á s. 1. vetri: Fundur raforkunefndar sýslunefndar Eyja- fjarðarsýslu, haldinn á Akureyri 13. nóvember 1952, telur það brýna nauðsyn, að á nœslu fitnm árum vetði fulbiægt raforkuþörf þeirra héraða, er liggja i námunda við þau orkuver rikisins, er hafa afgangsorku, og eru svo þéttbýl að ekki þurfi til jafnaðar nema i hœsta lagi 1 km. hásþennu- linu á býli. Skorar fundurinn á alþingismenn Eyfirðinga og Akureyrarkauþstaðar að beita sér fyrir þvi á Alþingi, að heekkuð verði fjárveiting til héraðsrafveitna og að Alþingi veiti ríkisstjórn- inni heimild til lántöku, eitis og með þarf til þess- ara framkvcemda. SAMKVÆMT GILDANDI raforkulögum er gert ráð fyrir því, að þéttbýl héruð — með 1 km. mcðalleið í í milli býla — geti fengið raforku frá orkuverum gegn því að leggja fram, óafturkræft, J4 af stofnkostnaði raflagna um héruðin, en fjárveitingar ríkisins hverju sinni ráða hraða framkvæmdanna. Nú hafa þessar fjár- veitingar verið 1 millj. kr. árin 1950 og 1951 og 1.8 millj. 1952 og 1953 og var liækkunin a. m. k. að nokkru leyti með sérstöku tilliti til raflínu tií Dalvíkur, en um hana eru sérstök lög. Samkvæmt útreikningum raforkumálaskrifstofunnar mundi það taka 43 ár að koma rafveitum um þau héruð, sem þurfa allt að 1 km. háspennulínu á býli með einnar millj. kr. [jár- veitingu á ári, en til viðbótar 27 ár til þess að koma rafmagni urn sveitir þar sem hálfur annar km. er til jafnaðar í milli býla. Ná áætlanirnar um rafmagn til þeirra sveitabýla, sem ekki eru strjálbýlli en svo, að 1—11/4 km. er í milli bæja, yfir 70 ár, eða fram á næstu öld. Eru það engin undur, að bændur vilji ekki una þessum seinagangi. Það kemur t. d. fram í ályktun fulltrúafundarins hér í s. 1. viku, að fram til þessa dags liafa aðeins 2 býli innan Eyjafjarðarsýslu fengið rafmagn frá raforkuveitu ríkisins og er það liarla athyglisverður mælikvarði á ástandið. LJÓST ER, að ríkisvaldið þarf að taka áætlanirnar um raforkuveitur til endurskoðunar. Þörf er á veru- lega auknum framlögum til þessara mála beint úr ríkissjóði. Og til framkvæmda sem þessara er eðlilegt að fengin séu lán til þess að stytta framkvæmdatím- ann. Það er verkefni næsta Alþingis að gera ráð fyrir stefnubreytingu í þessa átt í tíma. Til þess duga engar sýndartillögur, fluttar í þinglok, eftir að raunveru- lega er búið að ganga frá fjárlögum og öðrum mikil- vægum málum. Haftapólitík Sjálfstæðismanna ÞAÐ HEFUR farið í taugarnar á kaupmannablað- inu hér, að bent hefur verið á ósamræmið i orðum og gerðum Sjálfstæðisflokksins í haftamálunum. Er birt löng grein um nauðsyn hafta á útflutningsverzlun, en ágæti frjálsræðis í innflutningsverzlun. Blaðið telur saltfiskeinokunina ágæta vegna þess að hún tryggi það, að íslenzkir útflytjendur „undirbjóði" ekki hver ann- an. Elitt kemur blaðið ekki auga á, að miklar líkur eru fyrir bví að einokunarkerfið liafi komið í veg fyrir að útflytjendur beri eins mikið úr býtum fyrir fram- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.