Dagur - 23.09.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 23. sept. 1953
DAGUR
5
Stevenson hefur byrjað barátfu fyrir
breyffri ufanríkisstefnu í Bandaríkjunum
Ræða hans á flokksþingi Demókrata minnir á,
að hveitibrauðsdagar Eisenhowerstjórnarinnar
eru liðnir og raunhæf stjórnarandstaða hafin
Flokksþing Demókrataflokks-
ins í Bandaríkjunum var háð í
Chicago í sl viku og mættu þar
báðir leiðtogar flokksins, Harry
S. Truman, fyriv. forseti Banda-
ríkjanna, og Adlai Stevenson,
frambjóðandi flokksins í forseta-
kosningunum á sl. hausti. Iru-
man lýsti því yfir á þinginu, að
hann teldi Stevenson foringja
flokksins og hvatti menn til að
sameinast um hann.
Þessi afstaða Trumans þýðir, að
aðstaða Stevensons í flokknum
er sterkari en nokkru sinni fyrr,
enda nýtur hann nú vaxandi álits,
ekki aðeins heima fyrir — heldur
og í öðrum löndum. Stevenson
er — eins og áður er rakið hér í
blaðinu — nýlega kominn heim
úr sex mánaða ferðalagi til
Asíu- og Evrópulanda, og varð
þessi för hans til þess að sannfæra
stjórnmálamenn og blaðamenn
i þeim löndum, er hann heimsótti,
um að hann er óvenjulega
mikilhæfur stjórnmálamaður,
einn hinn mesti mælskumaður
samtímans, frjálslyndur og raun-
sær í skoðunum, einarður og
hispurslaus í tali og fasi. Ste-
venson hét því í för sinni, að
hefjast handa gegn MacCarthy-
ismanum, er heim kæmi. Hann
fór ekki dult með þá skoðun, að
ofsóknarstefna MacCarthy og
fylgifiska hans hefði bakað
Bandaríkjunum álitshnekki á al-
þjó.ðavettvangi og að MacCarty-
isminn væri í rapninni andstæð-
ur Öllu því, sem bandaríska þjóð-
in: hefur trúáð á og barizt fyrir.
Merk ræða.
Það kom í Ijós á flokksþinginu
í Chicago, að Stevenson er alvara
í þessu efni, Hann flutti þar mjög
merka stefnuskrárræðu. Má bú
ast við því héðan af, að Demó-
kratar muni í vaxandi mæli
gagnrýna stefnu stjórnar Eisen-
howers. Hveitibrauðsdagar stjórn
arinnar eru liðnir, segja þeir,
hún hefur fengið frest til að sýna
hvað hún ætlast fyrir, og tími
hinnar raunhæfu stjórnmálabar-
áttu er upp runninn. Ræða Stev-
ensons á flokksþinginu sýnir all-
vel, hvernig Demókratar munu
haga gagnrýni sinni, og hún sýnir
og vaxandi ugg þeirra út af ut-
anríkisstefnu Eisenhower-stjórn-
arinnar og baráttu þeirra fyrir
frjálslyndari og raunhæfari að-
gerðum.
Mikil lífsreynsla.
í ræðu sinni í Chicago sagði
Stevenson m. a.:
„För eins og sú, sem eg hefi
nýlokið, er mikil lífsreynsla og
raunhæf. Amerískur borgararétt-
ur er ekki aðeins dýrmæt rétt-
indi heldur fylgir honum mikil
ábyrgð í heimi nútímEms. Og það
er ekki einn heimur heldur
fremur þrír — heimur banda-
manna, heimur kommúnista og
hinn hlutlausi heimur.
Nærri því milljarður manna
býr í þeim löndum, er eg heim-
sótti. Flestir búa í Asíu og flest
af því fólki, sem ekki hefur tekið
sér stöðu í annarri hvorri hinni
andstæðu fylkingu austurs og
vesturs, lifir í sárri fátækt. Þetta
fólk tilheyrir ekki hvíta kyn-
stofninum, sem er minni hluti
mannkynsins, og sorglega margt
af þessu fólki er örsnautt, hungr-
að og ólæst.
Umbrotatími í Asíu.
Asía er á byltingarskeiði.
Menning þjóðanna er ævaforn,
en sjálfstæð.i þeirra er ungt að
árum. í hinum nýju ríkjum er
efnahagsástandið óstöðugt, tök
stjórnanna á málefnunum eru
laus, en fólkið er svangt og
fátækt en stolt. Þjóðernisstefnur
vaða uppi, en Vesturlönd, sem
lengi hafa verið nátengd hataðri
nýlendustefnu, liggja undir grun
um samúð með henni. En þessar
þjóðir eru svo önnum kafnar við
að glíma við eigin vandamál, að
þær sjá lítið til átakanna á vett-
vangi heimsmálanna og skilja
ekki ábyrgðarhlutverk Banda-
Ljóð um daginn og veginn
GONGUR.
Til byggða renna hjarðir, af afréttmn og auðnum,
á eftir þeysa drengir, og rakkar grcikka spor.
Svo leita menn í réttinni að lambinu og sauðnum,
sem langt um þótti bera af fénu þeirra í vor.
Kuldalegt er margt, er á haustin ber að höndum,
er húma fer og kólna, vill þyngjast okkar geð.
En göngumar á Almenningi, Glerárdal og Söndum
er gleði hverjum unglingi, sem fær að vera með.
Á fjöldamörgum dölum ég forðum hefi gengið,
mér finnst ég vera töluvert mikill garpur þar,
og þótt ég hafi krepju og þoku og storma fengið,
ég þekki enga skemmtun, sem hugnæmari var.
En mér er nú í ellinni því forna gjamt að gleyma,
en gleð mig helzt við hvíldina og matinn, sem ég et.
Það eina, sem nú minnir mig á haustgöngumar heima,
er hungur mitt í nýmetið: Blóðmör, svið og ket.
DVERGUR.
iKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKt
ríkjanna í heimsstjórnmálunum.
Þær þekkja af eigin reynd leigu-
liðabúskap, jarðeigendur, pen-
ingaprangara og kúgara, og
kenningar Karls Marx virðast
hljóma vel í eyrum þeirra, sem
þekkja furðulega lítið til hinnar
viðbjóðslegu sögu kommúnism-
ans í framkvæmd. Og maður
finnur ekki skilning á þeirri
hættu sem felst í aljjjóðakomm-
únsmanum fyrir þessi lönd, sem
sé að hann verði ný heimsvalda-
stefna.
Heit sjálfstæðistilfinning.
Lýðræðið í þessum löndum á
skamma sögu og byggir ekki á
erfðum, en sjálfstæðið fékkst fyr-
ir harða baráttu og sjálfstæðistil-
finningin er heit og sterk. Þar
er að finna skýringuna á því,
hversu litaðar hugmyndir marg-
ir Asíumenn hafa um kommún-
istaríkið í Kína. Þeim virðist, að
þar hafi útlendingarnir verið
reknir burt og alda gömul niður-
læging brotin á bak aftur af
Asíumönnum sjálfum. Maður
verður var við aðdáun á hug-
sjónum amerísku frelsisbylting-
arinnar og stjórnarskrárinnar og
ummælum Bandaríkjamanna um
frelsi og mannréttindi. En mönn-
um virðist að þeir sjái mikið mis-
ræmi í milli orða og athafna í
þeirri öldu múgmennsku og ótta,
sem nú gengur yfir hér heima,
og yfirborðsmennsku í bandalagi
okkar við þjóðir, sem reka ný-
lendupólitík þótt þær játi frelsi
og sjálfsákvörðunarrétti með
vörunum.
Andkommúnistísk stefna ekki
nægileg.
Árekstur hugsjóna á vettvangi
heimsstjórnmálanna, á ekki mikl
um skilningi að mæta hjá fjöld
anum. Andkommúnistísk prédik
un sigrar ekki mörg hjörtu. Menn
vilja vita hverju við fylgjum
fremur en að vita, hverju við
erum andstæðir. Og meðal þjóða
eins og Indverja, Indónesíu-
manna og Burma-manna, er það
ekki viðurkennt, að nauðsynlegt
sé að menn taki sér stöðu í ann-
arri hvorri hinni andstæðu
fylkinga, að þeim beri annað
tveggja að vera með okkur eða á
móti okkur. Eg er og þeirrar
skoðunar, að ekki eigi að þvinga
bandalagi upp á trega banda
menn. Við megum minnast þess,
að við sjálfir vorum um langt
skeið hlutlausir. og það sem
mestu máli skiptir fyrir þessar
þjóðir er að halda sjálfstæði sínu
en lenda ekki í herbúðum fjand-
samlegra deiluaðila.
Barátta fyrir lýðræði.
En þótt Asíumenn séu efa
gjarnir og eigi í miklum erfið
leikum, dáist eg að trúnaði leið
toga þeirra við lýðræðishugsjón-
ina, sem þeir vilja styrkja með
raunverulegri samúð fólksins en
ekki með valdboði, og eftirtektar-
vert er, hvernig sumar stjórnir
í Asíu hafa tekið á ofbeldistil
raunum kommúnista og uppþot-
um.
Byltingarnar í Asíu hafa ekki
skapað framtíðai'ríkið og þjóð
irnar þar berjast harðri baráttu
við gífurlega erfiðleika; stefnt er
að því að hækka lífsstig almenn-
ings og forðast að valda von
brigðum því að fólkið býst við
framför. Þessar þjóðir þurfa meir
hrísgrjón og aukna virðing og
álit út í frá. Þær vilja gjarnan
trúa því, að hin mikla Ameríka
Móttaka kartaflná hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga hefst 1. október
Móttökudögum skipt á deildir félagsins
Kartöfluframleiðslan virðist
ætla að verða einhver sú mesta
er sögur fara af hér í Eyjafirði í
ár, sem og víða annars staðar á
landinu.
Jafnvel er talið, að komið geti
til mála, að öll framleiðsla lands-
manna seljist ekki. Skal því brýnt
fyrir kartöfluframleiðendum hér
í Eyjafirði að vanda svo sína
vöru, að hún verði eftirsótt fyrir
gæði Það er því ekki nóg að
nokkrir menn vandi framleiðsl-
una, heldur verða menn að taka
höndum saman, allir sem einn,
og gera sitt bezta.
KEA er nú að enda við und-
irbúning á móttöku kartaflna og
hefst hún 1. okt. næstk. Ekki
verður hægt að taka á móti frá
öllum samtímis og hefur því orðið
að skipta móttökudögum á hinar
ýmsu deildir félagsins þannig, að
1. okt. komi kartöflur úr Ong-
ulsstaðadeild, 5. okt. Glæsibæj-
ardeild og Árskógsdeild, 7. okt.
Hrafnagils- og Saurbæjardeild, 9.
okt. Höfðhverfinga- og Amarnes
deild, 12. okt. Strandardeild.,
síðai* Vei'ður tilkynnt hvenær
verður tekið úr Akureyrardeild.
Þó skal það tekið fram, að menn
skulu hafa tal af undirrituðum
áður en þeir koma með sínar
kartöflur, því að þó hver deild
hafi sinn ákveðna dag, er ekki
þar með sagt að hægt sé að taka
við öllu því magni, sem hver deild
hefur á einum degi, og verða því
ákveðnir fleiri dagar fyrir þær
seinna.
Við flokkim kartaflnanna athugi
menn eftirfarandi: Tekið verður
mjög strangt á gæðamatinu í
haust. Minnstu kartöflur mega
vera 25 grömm að þyngd. Fjar-
lægja verður allar sprungnar og
skaddaðar kartöflur. Kartöfl-
urnar verða að vera hreinar og
þurrar, og gætið þess að blanda
ekki saman teg. Engar kartöfl-
ur verða teknar, sem lenda í II.
flokki.
Varist frostið.
Ef allir gæta þess að fara eftir
þessum reglum verður varan góð.
Ef slæmar kartöflur koma, verða
þær endursendar. Þá eru menn
áminntir um það, að strax og
þeir hafa lokið upptöku, að til-
kynna hversu mikið magn þeir
hafi af sölukartöflum. Þetta er
mjög mikilsvert og víst er að þeir,
sem vanrækja þetta verða út-
undan um sölu.
Tilkynning um sölukartöflur
verður að hafa borizt í síðasta
lagi 20. okt. næstk.
Gert er ráð fyrir að senda
mann um héraðið í haust til að
athuga uppgefnar birgðir
manna.
Geta má þess að KEA hefur
kartöfluflokkunarvél sem hægt
er að fá lánaða gegn vægu
gjaldi.
Kjötbúð KEA, 21. sept. 1953.
Sigm. Björnsson.
r
Ur bænum:
Réttir á Akureyri
Réttadagurinn hér á Akur-
eyri var s. 1. laugardag. Skömmu
eftir hádegi tóku fjáreigendur,
þeir sem ekki voru í göngunum,
og aðrir borgarar bæjarins, af öll-
um aldursflokkum, að fjölmenna
að Glerárrétt. Var þar kominn
álitlegur mannsöfnuður í þann
mund, sem safnið var rekið niður
á eyrarnar við ána og inn í rétt-
ina. Það vakti furðu margra, er
þarna voru, hve Akureyringar
eru í rauninni fjármargir. Ekki
veit eg, hve margt fé var
þarna þennan dag, en það var
álitlegur hópur. Státa ýmsir fjár-
bændurnir hér af því að eiga
nokkra tugi á fjalli og er það vel
af sér vikið því að maður skyldi
ætla að fjáreign hér í kaupstaðn-
um verði sífellt erfiðari viðfangs
vilji hjálpa þeim á vinsamlegan
og óeigingjarnan hátt af því að
menn þar trúi á rétt allra guðs
barna til þess að lifa í friði, við
frelsi og mannsæmand kjör.
Á þröskuldi tímamóta.
Nú erum við á þröskuldi mik-
illa tímamóta í Asíu. Kórea er þar
fyrsti áfangi. Mun hið rauða Kína
láta það af hendi við samninga-
borðið, sem það barðist til þess
að hindra á orrustuvellinum?
Mér virðist það allsendis ósenni-
legt, ef við ríghöldum okkur í
sjónarmiðin fyrirfram og tak-
(Framhald á 7. síðu).
eftir því sem byggðin vex og lóðir
og lendur borgaranna þoka bru't
fjárhúsum og öðrum mannvirkj-
um bændanna í bænum. En marg
ir láta það ekki á sig fá og halda
áfram búskapnum, þótt hörfað
hafi verið í bili.
Jafnskjótt og féð hafði verið
rekið inn í almenningin mátti
sjá ýmsa góðborgara önnum
kafna við að draga í dilka. Var líf
og fjör í réttunum einsogveraber
og glatt á hjalla hjá áhorfendum,
sem margir hverjir hafa ekki ann
að tækifæri til þess að vera á
réttum. Rifja menn þar upp gaml
ar og góðar endurminningar frá
bernskuárum í sveit og vafalaust
hefur sú þrá kviknað í .brjósti
flestra, sem þarna voru komnir
fyrir forvitnis sakir einvörðungu,
að gaman væri að standa í spor-
um fjárbændanna þá stundina,
þótt gamanið kunni að fara af þeg
ar á að fara að sjá fjárhópnum
farborða í hörkum vetrarins. En
dagdraumarnir kosta ekki neitt
og allir eiga einhverja taug til
sauðfjársins og réttanna og hafa
því ánægju af því að dvelja litla
dagstund við Glerárrétt á haust-
in enda þótt tilstandið þar sé
næsta smávægilegt við það sem
gerizt í fjármörgum sveitum.
Vonandi hafa allir bændur heimt
vel og því horfið af réttunum í
góðu skapi og ánægðir með erfiði
dagsins.