Dagur - 23.09.1953, Síða 8

Dagur - 23.09.1953, Síða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 23. sept. 1953 Vestur-lslendingar minntust Stephans G. á 64. íslendinga- deginum á Gimli Stephan í engu líkur sjálfútnefndum „friðar- vinum“ nútímans sagði prófessor Kirkconnell Lakari veiði en í fyrra hjá rek netaskipum austur í hafi Sjómenn vilja að Ægir leiti síldar með Asdic-tækjunum Vestur-lslendingar héldu há- tíðlegan 64. íslendingadaginn á Gimli í sl. mánuði, og er skýrt frá hátíðahöldunum í blaðinu „Winnipeg Tribune<! 4. ágúst. — Segir þar m. a. að 4000 manns — flestir íslendingar eða íslenzkrar ættar — hafi sótt hátíðina, sem hafi í alla staði verið mjög mynd- arleg. Á meðal gesta á hátíðinni var forsætisráðhcrra Manitoba- fylkis, D. L. Campbell. Stephan G. heiðraður. Blaðið skýrir svo frá, að þessi hátíðahöld hafi verið tileinkuð minningu Stephans G. Stephans- sonar skálds, í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli hans og flutti dr. Watson Kirkconnell, forseti Acadía-háskóla í Nova Scotia, aðalræðuna. Prófessor Kirkconn- ell' er víðfrægur tungumálamað- ur, rithöfundur og bókmennta- fræðingur og hefur m. a. þýtt ljóð íslenzkra skálda á ensku. Hann fór mjög lofsamlegum orðum um verk Stephans G. Stephanssonar. Hann sagði m. a., að ekkert skáld í Kanada hefði dregið upp svo fagrar og skáldlegar myndir af náttúru Kanada sem Stephan. Þó hefði hann raunar engan tíma haft til þess að sinna ritstörfum nema þann, sem aðrir nota til að sofa, því að hann hafi alla ævi unnið baki brotnu við að yrkja jörðina. Ekki líkur „friðarvinunum“. Prófessor Kirkconnell sagði, að því er „Winnipeg Tribune“ hermir, að Stephan hafi í engu líkzt hinum sjálfútnefndu friðar- vinum samtímans, sem hafa á sér Frá Firmakeppni Golf- klúbbsins Eftir að fjórar umferðir höfðu verið spilaðar voru þessi firmu eftir uppistandandi: Heildverzlun Tómasar Steingrímssonar (Jakob Jakobsson), Ólafur Ágústsson & Co. (Ágúst Ólafsson), Kjötbúð KEA (Magnús Guðmundsson), Vélsm. Steindórs h.f. (Adolf Ingi- marsson). í fimmtu umferð áttust við Kjötbúð KEA og Vélsm. Stein- dórs. Lauk þeirri viðureign með sigri Kjötbúðar KEA eftir jafna og harða keppni. Heildv. T. St. og Ól. Ág. munu væntanlega keppa eitthvert næsta kvöldið. En úr- slitakeppnin er ákveðin á sunnu- daginn kl. 9, en þá eru alls spil- aðar 36 holur og mun sú keppni standa allan daginn. sauðargæru sakleysisins, en starfa í rauninni fyrir mesta sam- særi veraldarsögunnar. Stephan var, sagði hann, einlæglega and- vígur stríði, því að lífsskoðun hans var byggð á mannkærleika, vísindum og frelsi. Þessi skoðun hins merka kanadíska bók- menntafræðings er athyglisverð fyrir þá íslendinga, sem hafa ein- hverja tilhneigingu til þess að leggja trúnað á þá blekkingu kommúnista hér, að Stephan G. hafi verið trúbróðir þeirra. Nú um skeið hefur Þjóðviljinn mjög hampað skrifum Stephans og reynt að láta líta svo út, sem þessi mikli andi og mannvinur hafi í rauninni verið fylgjandi for myrkvunar- og afmenningar- jkenningum kommúnista, en ekk- ert gæti verið fjær sannleikanum. Stephan G. var frjálsborinn andi og allra manna ólíklegastur til þess að ánetjast múgsefjunar- tækni kommúnista. En samúð hans með smælingjunum var rík og tilfinning hans fyrir réttlæt- inu sterk. Einmitt þess vegna hefði hann alveg vafalaust for- dæmt kúgunina, sem kommúnist- ar standa fyrir og fyrirlitið frið- arskraf landræningja og alþjóð- legra stigamanna kommúnismans. Kvikmyndir um upp- eldismál Síðastliðinn sunnudag voru sýndar í Skjaldborg fræðslukvik- myndir um upeldismál á vegum Barnaverndarfélagsins. Jónas Pálsson, sálfræðingur, skýrði myndirnar og flutti ávarp á und- an. Myndir þessar eru fengnar að láni frá Sameinuðu þjóðunum. Myndirnar eru þrjár, og fjalla tvær þeirra um afbrotahneigð barna og unglinga, en ein um lystarleysi barna. Segja má, að grundvöllur sá, sem þessar myndir eru byggðar á er, að ekki sé það rétt stefna að dæma og hegna fyrir yfirsjónir, en líklegra til árangurs sé að skilja, útskýra og fyrirgefa. í stað þess að dæma unglingana í hegningarhús, er reynt að koma þeim aftur á rétt- an kjöl á barnaheimilum og sér- stökum stofnunum. Voru sýnd dæmi um þetta. Rauði þráðurinn í myndunum var sá, að mest væri um það vert í uppeldinu, að skilja börnin rétt og sýna þeim ástúð og kærleika. Alþingi kvatt saman Alþingi hefur verið kvatt saman til fundar 1 .október næstk. Merktur máfur skotinn á Eyjafirði Nú fyrir helgina skaut Agnar Tómasson hér í bæ máf á Eyja- firði og var máfurinn merktur með alúmhring á fæti. Stóð á hringnum: Skovgaard, Viborg. Hefur máfurinn því verið merktur í Danmörk, en ekki vitað hvenær. Kristján Geir- mundsson fuglafr. mun hafa tekið að sér að koma vitneskju um máfinn til Danmerkur og mun þá upplýst, hvemig máf- urinn hefur hagað ferðum sín- um. Bretar smíða 500 fiski- skip á næstu 10 árum Brezka ríkisstjórnin hefur lagt fram endurreisnaráætlun fyrir brezka fiskveiðiflotann og gildir hún fyrir næstu 10 ár. Á þessu tímabili á að smíða 500 fiskiskip, eða með öðrum orðum 1 nýtt skip á að hlaupa af stokkunum í viku hverri. Aðallega að smíða dies- el-togara, 120—140 feta langa og er áætlað að hver togari kosti 100.000 sterlingspund, eða röskar 4,6 millj. króna. Ríkið lánar tog- arafélögum fé með hagstæðum kjörum til skipasmíðanna. Þegar er farið að panta togara samkv. áætluninni. M. a. er nú hefjast smíði fyrir togaraeigendur í Grimsby hjá Cochrane & Sons í Selby, en sú skipasmíðastöð smíð aði marga ísl. togara eftir stríðið. (Framh. af 1. síðu). Danir þreifa fyrir sér. Blaðið hefur það-fyrir satt, að námufélagið hafi þreifað fyrir sér hjá fyrrv. ríkisstjórn um mögu. leika á samningum um aðstöðu á íslandi, en engar opinberar til- kynningar hafa verið birtar um það, né heldur, hvert svar hafi verið gefið. Sterkur orðrómur er þó uppi um það, að látið hafi ver- ið í þáð skína, að mál þetta yrði af íslands hálfu tengt óskum um fiskveiðaréttindi við Grænland. Var þó augljóst, að námufélagið, sem er hlutafélag, hefur ekki vald á því að semja um neitt slíkt. Þörf á nánari athugun. Ekkert skal um það fullyrt hér, hvort rétt sé eða æskilegt að veita námufélaginu þá aðstöðu, er það mun óska að fá hér á landi, en hitt virðist auðsætt, að eðli- legt sé að athuga málið til hlítar og birta almenningi síðan greinar gerð um það. Fyrir þennan bæ, er hér um að ræða harla merkilegt mál, sem vel gæti haft mikla þýð- ingu fyrir afkomu og efnahag byggðarlagsins og ekki nema sanngjarnt, að það sé gert opin- þert, um hvað hér er að tefla og hvernig hefur verið brugðist við Allmörg skip héðan og af Aust- urlandi stunda reknetaveiðar austur í hafi á svipuðum slóðum og í fyrra, en afli þeirra hefur verið mun tregari en í fyrra fram að þessu. Skipin héldu flest af stað héðan 4.—5. sept., en þó fóru a. m. k. tvö nokkrum dögum fyrr. Samkvæmt upplýsingum, sem blaöið hcfur aflað sér, var afli skipanna licðan orðin sem hér seg- ir í gær: Akraborg hefur landað 225 tunnum, er með um 300 trp um borð. Njörður, hefur landað 180 tunnum, er með um 150 tunnur um borð. Jörundur, hefur landað 627 tunnum af saltsíld og 217 tn. af frystri síld. Skipið er nú á leið til miðanna aftur. Snæfell, liefur landað 365 tunnum, hefur um 125 tunnur um borð. Stjarnan, hcfur landað 279 tunnum, er með 35 tunnur um borð. Súlan, hcfur land- að 240 tunnum, er með 235 tunn- ur um borð. Sæfinnur, hefur land- að 239 tunnum, er með 45 tunnur um borð. Til sámanburðar má geta þess, að á sama degi í fyrra var afli reknetaskipanna mun meiri, t. d. liafði Akraborg þá nær 1500 tn. alls, Snæfell 1509, Súlan 860 og Stjarnan 452 (eftir skemmri tíma). af íslenzkum stjórnarvöldum. — Ekki er vitað til þess, að leitað hafi verið álits bæjaryfirvalda hér um málið. Aðstaða í Færeyjum til athugunar. Á s. 1. vori mun námufélagið hafa sent fulltrúa til Færeyja til þess að athuga um aðstöðu þar og er ástæða til þess að ætla, að það hafi ekki verið gert fyrr en eftir að þær fréttir höfðu borizt frá íslandi, að ekki væri líklegt að málið fengizt tekið til athug- unar nema í sambandi við fisk- veiðaréttindi við Grænland. Nú er vitað, að námuvinnslan í Meist aravík mun að líkindum hefjast á næsta ári og því tími til kom- inn fyrir námufélagið að ganga frá samningum um umskipunar- höfn hið fyrsta. Má ætla, að ef ekki verður neitt gert frekar í málinu af íslendinga hálfu, verði Færeyjar ákveðnar sem um- hleðsluhöfn og aðstöðu komið þar upp. Væri þá það tækifæri, sem kann að vera fyrir hendi til blý- móttökunnar hér, glatað, án þess að almenningur hefði jafnframt vitneskju um, hvernig að mál- inu hefur verið unnið og hvaða skilmálar settir. En það eru óvið- | unnandi málalok. Sjómenn vongóðir. Eins og fyrr segir kom ágæt afla- hrota á austurmiðunum um mán- aðarmótin sept.-okt. í fyrra og stóð fram um miðjan október. Skipin hættu þá í nóvember byrjun. Sjó- menn eru vongóðir um að afli glæð- ist því að þeir telja að mikil síld sé á svæðinu en erfitt að finna liana með déptarmælunum. Verður Ægir sendur austur? Útgerðarmenn munu liafa mik- inn áhuga fyrir því, að Ægir, sem nú er búinn Asdic- tækjum til síld- ar leitar, verði sendur austur á miðin til jiess að aðstoða skipin við að finna síldina, en ekki hefur blaðið fregnir af því, hvort við þeim tilmælum verður orðið eða ekki. Vestur-íslenzk kona í ábyrgðarstöðu í Bandáríkjiinum Blaðinu hefur borizt úrklippa úr amerísku tímariti, þar sem sagt er frá frama vestur-íslenzkr- ar konu, frú Ragnhildar Roberts í Radcliffe, Mass. Frú Ragnhildur er dóttir Jóns Jónssonar og Bjargar Stefánsdóttur, systur Jóns Stefánssonar Filippseyjar- kappa og frú Þórdjsar, ekkju Da- víðs Sigurðssonar smiðs. Eru þau frú Ragnhildur og Ragnar Stef- ánsson offursti því systkinabörn. Ragnhildur lauk prófi frá Minne- sotaháskóla og hlaut 24 ára göm- ul mikla viðurkenningu með því að vera ráðin yfirmaður starfs- fólks við Kendall-kornmyllurnar í Walpole, Mass., en Kendal Co. er eitt kunnasta myllufyrirtæki vestra. Reynsla hennar þar og álit varð til þess að hún var ráðin til að standa fyrir fjölmennum skóla, sem á að mennta ungar stúlkur til þess að taka að sér ábyrgðarstöður í verzlun og iðn- aði. Skóli þessi er í tengslum við verzlunardeild hins fræga Har- vard-háskóla í Cambridge, Mass. Ummæli hins ameríska tímarits bera þess ljósan vott, að þessi unga kona nýtur mikils álits og starf hennar vekur athygli. Stöplar Skjálfanda- fljótsbrúar fullgerðir í haust í sumar hefur verið unnið að brúargerð á Skjálfandafljóti ,undan Stóruvöllum í Bárðardal, og mun fullgengið frá stöplum brúarinnar í haust, en brúargerð- inni mun verða lokið næsta sum- ar. Þetta er mikil brú, 112 m. í milli stöpla, Jónas Snæbjörnsson kennari á Akureyri hefur stjórn- að verkinu í sumar. - Vinnsla blýgrjótsins á Grænl.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.