Dagur - 30.09.1953, Blaðsíða 4

Dagur - 30.09.1953, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 30. sept. 1953 DAGUR Ritstjórí: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Ásakanir Alþýðuflokksins eru áróðursbragð fyrir eiginhagsmuni í MÁLGAGNI Alþýðuflokksins hér i bæ, sem út kom í gær, er tekin upp frásögn Alþýðublaðsins af ræðu þeirri, er formaður flokksins, Hannibal Valdi- marsson alþingismaður, flutti á flokksfundi í Reykja- vík fyrir skömmu. Smíðar ritstjórinn mikla íyrirsögn á útdráttinn úr ræðu formannsins, svohljóðandi: Framsóknarflokkurinn átti kost á samvinnu við Al- þýðuílokkinn, en valdi samstarf við íhaldið. Qg í undirfyrirsögn: Þorði ekki í minnihlutastjórn og lagði megináherzlu á að komast hjá kosningum í haust. — Er lesendum blaðsins ætlað að festa sér vel í minni, að það hafi strandað á Framsóknarmönnum að ekkert varð úr ráðagerð um samvinnu við Alþýðu- , flokkinn, enda hefðu leiðir til stjórnarsamstarfs ver- ið opnar. Þessi frásögn blaðsins er mjög villandi. Er þá fyrst að geta þess, að ýmsir áhrifamenn í Alþýðuflokknum voru andvígir samstarfi við Fram- sóknarmenn eins og á stóð í sumar. Ennfremur er Ijóst, að enda þótt samkomulag liefði orðið með flokkunum um að stofna til minnihlutastjórnar, var ekkert um það vitað, hvort slík stjórn kæmist nokk- urn tíma á laggirnar. Eítir að útilokaðir voru mögu- leikar til meirihlutastjórnar, voru tvær aðrar leiðir til fyrir forseta íslands, nefnilega þær, að fela stærsta þingflokknum að mynda slíka stjórn, eða skipa utan- þingsstjórn. Fullyrðingar Alþm. um að Framsóknar- menn hafi beinlínis valið í milli samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn, fá því ekki stað- izt. Ekkert ótvírætt val kom til greina. Það er engu líkara en að þetta málgagn Alþýðuflokksins viti ekki, hvernig Alþingi er skipað. HIÐ SANNA í þessum málum er, að eftir að for- ráðamenn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins höfðu gaumgæfilega athugað, hvernig aðstaða minni- hlutastjórnar þessara flokka yrði, er á þing kæmi, þótti flestum það mál þannig vaxið, að ekki væri rétt að leggja út á þessa braut. Var þetta ekki síður skoðun ýmissa ráðandi manna í Alþýðuflokknum en í Framsóknarflokknum, og skýtur því nokkuð skökku við, er málgögn flokksins þykjast nú bera önnur sjónarmið fyrir brjósti. En menn verða að gæta þess, að þessi blöð eru að hugsa um áróðurs- gildi þessara atburða fyrir sinn flokk, og skeyta þá minna um sannfræðina. En hverjum kjósanda, sem 1 athugar aðstöðuna á Alþingi, má þó vera það ljóst, 1 á hverju þessi skoðun ráðandi manna í flokkunum • byggðist. Fullvíst má telja, að minnihlutastjórn af þessu tagi hefði þegar fengið á sig vantraust. Var þá um tvennt að velja, fall hennar og vetrarkosningar, eða setu hennar fram á vor með stuðningi eða hlut- leysi kommúnista. En stjórn, sem á líf sitt undir duttlungum kommúnista, er ekki lífvænlegt fyrir- bæri, og raunar alveg útilokað, að Framsóknarflokk- urinn gengi til stjórnarmyndunar á þeim grundvelli. Allar vangaveltur Álþýðuflokksblaðanna nú eftir á um það, að fyrir hafi legið að velja eða liafna um möguleika til stjórnarmyndunar, er því í rauninni óraunhæft skraf, sem ekkert mark er á takandi. aðstöðu sinni og áhrifum á mál, er að ekki dragi saman með andstæð- ingum íhaldsins, heldur verði þeir áfram sundraðir í mörgum flokk- um og þar með í rauninni að veru- legu leyti óvirkir í stjórnmálabar- áttunni. Það er engin tilviljun, hve feginsamlega Sjálfstæðismenn tóku Þjóðvarnarliðinu í sumar. Þeir vita það þar í sveit, livaða átt er þeim liagstæðust. Áhrif Þjóðvarnarliðsins gátu aldrei orðið nema þau ein, að styrkja aðstöðu Sjálfstæðisflokksins, enda sannar reynslan það nú ótví- rætt. Sama máli gegnir með það fólk, sem sífellt útilokar sig frá því að liafa bein áhrif á stjórn landsins með því að kjósa kommúnista á þing. Seta nokkurra kommúnista- þingmanna á Alþingi þýðir í raun- inni, að allstór hópur kjósenda hef- ur kosið sér það hlutskipti að vera utangátta í stjórnmálabaráttunni og hafa engin áhrif á úrslit mála. Alþýðuflokkurinn hefur enn ekki megnað að vinna fylgi frá komm- únistum og fá þetta fólk inn á raun- hæfa stjórnmálaaðstöðu. Það er enn ein ástæðan fyrir veldi íhaldsins. Alþýðuflokknum stendur miklum mun nær að gera grein fyrir þvi, hvernig sundrungin í liði íhalds- andstæðinga stendur undir veldi í- haldsins en að hefja að tilefnis- lausu ádeilur á Framsóknarmenn fyrir að hafa ekki staðið að stjórn- arsamstarfi, sem í rauninni var ekki framkvæmanlegt, liversu mikinn á- liuga sem Alþýðuflokkurinn hefði haft fyrir því, en eins og áður er fram tekið, var sá áhugi harla tak- markaður. Ásakanir Alþýðuflokks- blaðanna á hendur Framsóknar- mönnum eru því tilefnislausar og raunar ekkert annað en tilraun til áróðurs fyrir eiginhagsmuni. FOKDREIFAR Hvor er húsbóndinn á heimilinu? „BÆJARMAÐUR“ skrifar blaðinu m. a. á þessa leið: „Það er á stundum sitt hvað, orð og athafnir í bæjarmálefnum. Bæjarráð ákvað fyrir nokkru að semja við bónda í bæjarlandinu um að ganga sómasamlega frá öskuhaugunum í bæjarlandinu og forða fólki í nágrenni þeirra frá ódaun, svælu og reyk, er af þeim leggur. Var það ekki vonum fyrr, að sú samþykkt var gerð. Árum saman hefur verið á það bent í bæjarblöðunum, að þessar eld- stöðvar í bæjarlandinu væru hinn mesti ósómi. Ekki aðeins vegna þess að „reykinn af réttunum“ leggur oft fyrir vit bæjarbúa, heldur af því, að alls konar rusl fauk ur haugunum í hvassviðrum og lá eins og hráviði á stórusvæði. Var algengt að sjá bréfatætlur og blöð hanga á girðingum víða um bæjarlandið og blakta þar í gol- unni eins og veifur. Þá eru haug- arnir alkunn rottuuppeldistöð, sem mun hafa vel undan að ala upp nýjan rottukynstofn í stað þeirra, sem heilbrigðisnefndin lætur eitra fyrir í bænum sjálf- um. Þegar þetta ástand keyrði svo úr hófi, að við borð lá að fólk í nágrenni hauganna yrði að flýja heimili sín, var loksins rumskast og fyrrnefnd samþykkt gerð. En hún entist ekki lengi. Bæjar- stjórnin vildi ekki samþykkja annað eins hazarfyrirtæki og þarna var ráðgert. Eftir að málið hafði verið þæft nokkuð í bæjar- ráði og bæjarstjórn, var það tekið til bragðs að skipa þeim aðilum, sem alla tíð hafa átt að sjá um að gengið væri sómasamlega frá haugunum, að taka rögg á sig og framkvæma verkið, nefnilega bæjarverkstjóra og bæjarverk- fræðingi. Á meðan þessu stórmáli var kastað í milli yfirvaldanna, rauk sem glaðast úr haugunum og sl. laugardag stóð reykjar- strókur enn í loft upp, þrátt fyrir allar samþykkir og ákvarðanir. Sú spurning vaknar, hvort undir- menn bæjarstjórnar og bæjar- stjóra fari yfirleitt nokkuð eftir því, sem samþykktir ákveða. Kannske bæjarstjórn geti nú gert þetta öskuhaugamál að mæli- kvarða á það, hvor er húsbóndi á heimilinu, hún eða bæjarverk- fræðingurinn og bæjarverkstjór- inn. Ýmsum finnst tími til kom- inn að fá úr því skorið fyrir fullt og allt.“ Schuberts og urðu ekki fyrir von- brigðum, þótt mikið hefði verið sagt í Reykjavíkurblöðunum um hæfileika hans. Útvarpið hefur sjaldan gert betur við okkur en á sunnudagskvöldið. Þessi söngvari er mikill listamaður, enda fer frægðarorð af honum víða um lönd. Héðan fór hann til Kaup- mannahafnar og söng þar í sl. viku. Kaupmannahafnarblöðin bera það með sér, að Danir hafa mjög hrif- izt af söngvaranum. Danskir hljómlistargagnrýnendur eru tald- ir mjög strangir, en samt fór nú svo, að þeir áttu tæpast nógu sterk orð til þess að !ýsa hrifningu sinni. Kunnur gagnrýnandi, sem ritar í Berl. Tidende taldi, að slíka söng- skemmtun fengi maður ekki að hlýða á nema örsjaldan á ævinni, enda væri hún ógleymanleg. Þjóð,- verjinn söng hér hinn mikla laga- flokk Schuberts „Vetrarferðina". Þriðja dagskrá brezka útvarpsins — sem fræg er fyrir efni, sem menningarlegt gildi hefur — flutti sínum hlustendum þessa sömu dagskrá í gærkveldi. Hafði söngv- arinn sungið lögin inn á plötur fyrir brezka útva’rpið er hann var í London fyrir skömmu. — En þótt Danir hafi hrifizt af söng Fischer- Dieskau, féll þeim miður það, er hann hafði að segja um hljómlist- arsmekk Islendinga og Dana. Lét hann í það skíua, að hljómlistar- menntun væri meiri í Reykjavík en Kaupmannahcfn er hann ræddi við danska blaðamenn. Það fannst þeim í meira Iagi skrítin skoðun. Erlendar mánudagsblaðssögur. NOKKUR BLÖÐ IEVRÓPU og Ameriku hafa að undanförnu birt tröllasögur um flótta Bería hins rússneska frá Kreml til Spán- ar og fleiri landa. Koma þar við sögu ýmsir furðulegir menn, svo sem Mossadek, fyrrv. forsætisráð- herra, MacCarthy öldungadeildar- þingmaður og einhver dularfullur milljónamæringur frá Nicaragua. Sögur þessar eru taldar hreinar mánudagsblaðssögur, enda sé vafalaust að ef Bería er enn á lífi sé hann vandlega geymdur á bak við járntjaldið. En gamansamt blað hnýtti þessu aftan í frásögn svonefndra sjónarvotta, er þóttust hafa hitt Bería á förnum vegi: Síðustu fregnir herma að Bería sé á skemmtisiglingu á Miðjarðarhafi ásamt með MacLeanfjölskyldunni! /é/vta,/*’uzp/a Bóndinn í slopp og á inniskóm Eftirfarandi greinarkorn birtist nýlega í dönsku blaði og er e. t. v. ekki alveg út í hött að endursegja hér þessa dönsku hugleiðingu, bví að kannske er víða pottur brotinn? ------o------- Sunnudagsmorgun, sloppur, inniskór. Rólegt líf við hádegisborðið. Blöð og tímarit. — Já, það er enginn morgunn í allri vikunni eins notalegur og sunnudagsmorguninn, sagði Eiríkur, og geispaði og teygði úr sér um leið og hann ýtti yngsta barninu varlega frá sér, og rölti inn í setustofuna með blaðabunka í annarri hendinni, en pipuna sína og eld- spýtustokk í hinni. Þegar þangað kom, lét hann fall- azt í bezta hægindastólinn á búinu. Inga leit upp, þar sem hún sat við borðstofuborðið og fylgdi honum eftir með augunum. Hún var al- klædd, í pilsi og fallegri, stutterma peysu, vel greidd og snyrt. Þegar Eiríkur var horfinn á bak við blaðið í stólnum, með stunum og geispum, stóð hún á fætur og byrjaði að taka af borðinu. Það glamraði hátt í diskum og borðbúnaði. — Já, þér finnst sunnudagsmorguninn notalegur, sagði hún, — og er ekki furða, hálfklæddur og hálf- sofandi í hægindastól. — Nú, hálfklæddur? — Eiríkur horfði spurnar- augum á hana. — Gerir það nokkuð til? Við ætlum ekkert út. — Hann hvarf enn dýprá í stólinn og hag- ræddi blaðinu og var þegar farinn að hugsa allt annað en suðið í konunni. — Það gerir það til, svo að eitthvað sé nefnt, að þú tefur fyrir mér að koma húsinu í lag. Þegar þú skröltir hér um allan formiðdaginn í slopp og á inni- skóm, þá er ekki auðvelt að koma börnunum í fötin. Og það skeður ekki, að þú sért í rauninni tilbúinn að setjast að hádegisborði. Maður verður að láta sér nægja að horfa upp á órakaðan og syfjulegan borð- herra og óþvegin og hálfklædd börn. Og þegar eg er loksins búin að þvo upp, er hálfur eftirmiðdagurinn farinn og enginn tími til þess að fá sér sunnudags- göngutúr. Og svo þegar kvöldmaturinn er búinn, er þér víst oft skapi næst að fara í inniskóna aftur og taka af þér hálstauið og halla þér í stólinn. Sunnudag- urinn líður því án þess að maður hafi mikla gleði af honum. — Ja, Inga mín, sagði hann, — eg hef sannarlega mikla ánægju af sunnudögunum hérna heima. Eg get ekki séð að maður eigi völ á notalegri stundum en sunnudeginum, þegar maður getur labbað um í slopp og á inniskóm, fengið sér pípu og smáblund og lesið blöðin eða góða bók. Hvað viltu eiginlega að við ger- um á svona degi? — Eg hef ekkert ákveðið í huga, nema hvað eg gæti vel hugsað mér að fara á hressandi göngutúr fyrir hádegi, ásamt allri fjölskyldunni. — Og. kaupa kökur með eftirmiðdagskaffinu og labba um bæinn með poka í annarri hendinni og hatt- inn í hinni og veifa til nágranna og kunningja? Ofur- lítinn hroll setti að Eiríki, en Inga fann ekki til með- aumkunar, og hélt áfram: — Eða fara með börnin út í skemmtigarðinn, eða út fyrir bæinn og taka eftirmiðdagskaffið með sér. — Mér finnst ágætt að gera það endrum og eins, eins og þú veizt, en oft er samt leitað langt yfir skammt, þegar maður getur látið sér líða svo ljóm- andi vel heima hjá sér. — Þú talar eins og þú værir kominn á sextugsald- urinn, og ert þó ekki nema þrítugur. — Jæja, elskan, fyrst þér er alvara með þetta, FYRIR KJÓSENDUR í landinu, sem gjarnan vilja leggja lið baráttu gegn yfirgangi ílialds og auð- hyggju, eru þessi málalok hins vegar næsta atliyglis- verð. Það er scm sé alveg ljóst, að á mestu veltur fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú, til þess að halda valda- Góður söngur — skrítnar skoðanir. A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ fengu landsmenn að heyra þýzka barytone-söngvarinn Dietrich Fischer-Dieskau syngja Vetrarferð „Jón í Grófinni þarf ekki að hafa áhyggjur af Hjálmarsvarð- anum,“ segir Guðm. Jónsson garðyrkjumaður í eftirfarandi pistli til blaðsins: (Framhald á 7. síðu). geri eg það að tillögu minni, að*við mætumst á miðri leið. Eg fæ að staulast um í slopp og á inniskóm með blöð og pípu til hádegis, en lofa að vera klæddur, rakaður og til taks strax eftir mat og fara út með þér og börnunum. Og svo kom næsti sunnudagur....

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.