Dagur - 07.10.1953, Page 1

Dagur - 07.10.1953, Page 1
GJALDDAGI blaðsins var 1. júlí. — Léttið innheimtuna! Sendið afgr. áskriftargjaldið! AGU DAGUR kemur næst út á regluleg- um útkomudegi, miðviku- daginn 15. október. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 7. októer 1953 53. tbl. \ Brezkur togaraskipstjóri kunni Lðxárvirkjunin veríur tengd viS raf- engin ski! á söplegum rökum landhelgismálsins r Hefur aldrei mætt öðru en vinsemd á Islandi magnskerfið n. k. laugard. Hátíðleg vígsluathöfn á Akureyri og við Laxá, að við- stöddum raforkumálaráðherra og mörgum gesfum Brezki togarinn Caesar,' frá Hull, eign Hellyer Brothers þar í borg — en það fyrirtæki er þekkt hér á landi siðan ])að hafði togarabækistöð í Hafnarfirði fyr- ir mörgum árum — kom hingað til Akureyrar í sl. viku með bil- aða vél og fékk hér viðgerð. Blaðið átti tal við skipstjórann á brezka togaranum, W. S. Thomp- son. Hann kvað skip sitt vera í hópi nýjustu brezku togaranna, að- eins 12 mánaða gamalt og mjög vel búið að öllum tækjum. Skipið er stórt, röskar 800 lestir brúttó. Togarinn var nýlega kominn á ís- landsmið, er vélbilunin varð. Var að veiðum undan Langanesi og hafði veiðin gengið fremur stirð- lega. • Hefur ævinlega mætt vinsemd. Thompson skipstjóri var mjög ánægður yfir því..að hafa fengið viðgerðina framkvæmda hér og taldi að Vélaverlcstæðið Atli h.f. hefði starfað mjög vel að viðgerð inni. Skipstjórinn hefur siglt á ís- landsmið meira og minna á hverju ári síðan 1922 og er hér kunnugur. Hann kvaðst aldrei hafa orðið var við neitt annað en vinsemd í garð Breta hér á landi, og ekkert síður nú en endranær. Hann taldi og, að það væri misskilningur, að land- helgisdeilan hefði haft þau áhrif á brezkan almenning, að hann liti Islendinga óvinsamlegri augum en áður og fullyrti, að einskis slíks yrði vart í hafnarbæjunum á aust- urströnd Bretlands, hvað sem blaðaskrifum liði. Veiðin ætíð misjöfn. Um það, hvort togveiði Breta gengi lakar en áður siðan land- helgislínan var færð út, vildi skip- stjórinn ekkert segja, en taldi að misjöfn veiðitímabil hefðu ævin- lega komið á Islandsmiðum og væri ekki hægt að fella dóm um skilyrðin fyrr en eftir langa reynslu. Er ekki í stéttarfélaginu. Þegar skipstjórinn var spurður að því, hvort hann hyggðist gera verkfall ásamt félögum sínum, ef til þess kæmi að íslenzkum fiski væri landað í Bretlandi, neitaði hann að svara spurningunni, en lét þess þó getið, að hann væri ekki í stéttarfélagi togarayfirmanna og svo væri um fleiri yfirmenn. Ófróður um sögu málsins. Þegar talið barst að hinni nýju landhelgislínu og löndunarbann- inu, óskaði skipstjórinn ekki að láta hafa neitt eftir sér. En það kom í ljós, að hann var allsendis ófróður um sögu málsins, t. d. hafði hann ekki hugmynd um brezk- danska samninginn frá 1901 né skilmála hans um löglegan upp- sagnarfrest, né heldur, að fyrir þann tíma var íslenzka landhelgin stærri en nú er. Auðheyrt var, að hann taldi litlar líkur til þess að brezkir togaraeigendur fengju framgengt því áhugamáli sínu að fá núverandi fiskveiðitakmörkum Islendinga breytt. Vissi ekki um landhelgi Ástralíu. Þegar hann var spurður að því, hvort hann hefði heyrt getið um hina nýju landhelgislínu Ástralíu, kom í ljós að hann var ófróður um aðgerðir þessa brezka samveldis- lands, og hann taldi að ástæðan fyrir því, að ekki hefði verið rekið upp ramakvein í Hull og Grimsby vegna hinnar nýju reglugerðar Ástralíu væri að brezkir togaramenn hefðu engra hagsmuna að gæta á þeim miðum, en játti því, að eðli málsins samkvæmt væri eðlilegt að ákvörðun Ástralíu væri einnig andmælt. Ljóst er nú, að kartöfluupp- skera í Eyjafirði varð svo mik- il í haust, að ekki eru geymslu- rúm fyrir a. m. k. 2000—3000 tunnur, og liggja þær undir skemmdum. Athugun hefur farið fram á upp- skerumagninu í héraðinu, og mun láta nærri, að sölukartöflur í Eyja- íirði, utan Svalbarðsstrandar, Svarf- aðardals og Akureyrar, nemi 13—14 þús. tunnum, á Svalbarðsströnd 8— 9 þús. tunnum og í Svarfaðardal a. m. k. eitt þús. tunnum. Iíartöfluræktin í innsveitum Eyja fjarðar liefur stóraukizt á siðustu árum. T. d. nemur magn sölukart- aflna í Öngulsstaðahreppi einum um 7000 tunnum. Eyfirzkir bændur rækta mestmcgnis tegundirnar Gull- auga og Rauöar íslemkar. ÞINGSTÖRF HAFIN Alþingi var sett 1. okt. sl. og eru þingstörf hafin. Fyrsta þingmálið er fjárlagafrv., sem fjármálaráðherra Iagði fram fyrsta þingdaginn. Nefndir hafa verið ltjörnar og forsetar þing- deilda. Forsetakosningin réðist svo, að Framsóknarflokkurinn hlaut kjörinn forseta Samein- aðs þings, Jörund Brynjólfsson, en Sjálfstæðisflokkurinn deild- arforseta báða, Gísli Jónsson, fors. efri deildar og Sigurður Bjarnason,forseti neðri deildar. Urslit ltosninganna hafa vakið nokkra undrun hér um byggðir. Á síðasta þingi var 1. þingm. Eyfirðinga, Bernharð Stefáns- son, forseti efri deildar, og sýn- ist eðlilegt, að honum hefði verð falið að gegna forseta- störfum áfram, því að alkunna er, að Bernharð hefur verið réttsýnn og ágætur forseti þingdeildarinnar. Hefði því verið réttmætt að fela honum forsæti Sameinaðs'Alþingis nú, og er þetja ekki sagt til þess að varpa neinni rýrð á þann mann, er kjörinn var. Þá vekur það og nokkra undrun, að Sjálfstæðis- fl. skuli hafa valið Gísla .Tóns- son til að vera forseta efrid. Hanðritamálið á dag- skrá á ný Hans Hedtoft, forsætisráðherra nýju dönsku stjómarinnar, boð- aði við þingsetningu í gær, að stjórnin mundi bera fram frv. um afhendingu ísl. handrita úr dönskum söfnum. Geymslur í bæ og héraði Að undanförnu hafa framleið- endur flutt kartöflur í hina nýju og mjög vonduðu kartöflugeymslu KEA við Skipagötu, sem rúmar um 2000 tunnur. Þá er kaupfclagið og að láta endurbæta geymslu í Hrís- ey og koma upp bráðabirgðageymsl- urn t iðar. Eigi að síður er veruleg- ur skortur á geymslurúgii. Flér á Akureyri mun og einhver skortur á geymslurúmi, enda þótt bærinn hafi verulega til kostað að gera góða geymslu í slökkvistöðvar- byggingunni, og með því að taka á leigu jarðhús við Rangárvelli. Horfur eru á því, að Sunnlend- ingar kaupi útsæði hér í Eyjafirði vegna hnúðormasýkinnar syðra, endá hafa kartöflur héðan gott orð á sér fyrir vöruvöndun og gott úr- val tegunda. Laxárvirkjunin nýja verð- ur opinberlega vígð og tekin í notkun n. k. laugardag. Að undanförnu hefur verið unnið að því að prófa véla- samstæður og annan útbúnað með nokkru álagi. Fullgengið er frá rafmagnslínunni og allt tilbúið til þess að hin nýja virkjun geti tekið að veita afli um byggðir Eyfirðinga og Þingeyinga. Er þar með náð merkum áfanga í framfara- sögu þessara byggðarlaga. Stjórn Laxárvirkjunarinnar býð- ur mörgum gestum til opnunarinn- ar. M. a. er von á raforkumálaráð- herra, Ingólfi Jónssyni, fulltrúum bandaríska sendiráðsins og fleiri gestum úr Reykjavík. Þá mun og boðið bæjarfulltrúum og ýmsum öðrum gestum úr bænum. Klukkan 11 n. k. laugardags- morgun munu gestirnir safnast saman við aðalspennistöð virkjurt- arinnar hér ofan við Akureyrarbæ, og verður hún þá tekin í notkun. Að afloknum hádegisverði að Hótel KEA, verður ekið að Laxárvirkjun, og þar fer opnunarathöfnin fram. Eigi hefur verið auglýst, hvenær á deginum athöfnin fer fram, en vafa- laust fýsir margá að vera viðstadda, bæði héðan og úr Þingeyjarsýslu. Nýja Laxárvirkjunin LaxárvÍTkjunin er ekki aðeins mikið og gott mannvirki, heldur o£ eitt hið teéursta sinnar tegundar, sem hér hefur verið gert. Er hvort tveggja, að umhverfið er mjög fagurt, og áherzla hefur verið lögð á að mann- virkin litu vel út. Myndirnar eru frá orkuverinu. Eíri myndin af stífl. ur.ni, hin neðri af stöðvarbyggingunum og vatnsmiðlunarturninum. Myndirnar voru teknar í sumar, e* ekki var fullgengið frá mannvirkinu. Skortur á geymslurúmi fyrir a. m. k. 2-3000 funnur af kartöflum \ Uppskeran í Eyjafirði, utan Akureyrar, er að minnsta kosti 25 þúsund tunnur

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.