Dagur - 11.10.1953, Side 10

Dagur - 11.10.1953, Side 10
10 D AGU R Miðvikudaginn 14. október 1953 1 s. 15 I Ævintýri í Afríkn I 31 15 4. DAGUR. WfáftötAWfötAlS BÆNDUR! GAMATOX-baðlyfið er komið. Byggingavörudeild KEA. Saumastofan er flutt í Landsbankahúsið nýja, 3. hæð. Saumastofa Björgvins Friðrikssonar s.f. Kvöldskóli A7ið undirritaðir höfum ákveðið að halda kvöldskóla á vetri komanda, ef næg þátttaka fæst. Kennslugreinar verða þessar: íslevzk jválfræði og réttritun, íslenzk bókmennta- saga, danska, sæuska, enska, þýzka og franska. Kennslugjald kr. 50.00 á mánuði fyrir hverja námsgrein. Væntanlegir nemendur skrifi sig á lista, er liggur frammi í Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h. f., fyrir 25. þ. m. Friðrik Þorvaldsson Gísli Jónsson Jón Árni Jónsson f' Avextir Nýjir: Vínber — Melónur — Sitrónur. Þurrkaðir: Apricosur — Blandaðir — Bananar Döðlur — Gráfíkjur — Ferskjur Perur — Kúrenur — Succat — Sveskjur 3 stærðir Rtisínur, steinlausar Ijósar á kr. 9.75, dökkar með steinum, dökkar steinlausar. Niðursoðnir: Apricosur — Perur — Ferskjur Jarðarber — Kirsuber — Sulta Appelsínmúarmelade í 7 Ibs. dósum sérstaklega gott. VÖRUHÚSIÐ H.F. Frá Karlakór Ak.! Félagar mæti í Verkalýðshús- inu kl. 8.30 í kvöld (miðviku- dag). STJÓRNIN. — Vertu sæl, mamma, sagði eg við sjálfan mig, — svona fór það. Étinn af ljóni í blóma lífsins! Við fórum stóran hálfhring að ljóninu. Kidogo virtist alltaf aka fjær því, en var x rauninni að nálgast það. Harry ýtti nú olnbog- anum í síðuna á mér og við létum okkur renna út úr jeppanum. Harry hafði gripið með sér gamlan og slitinn riffil, svona til öryggis fyrir mig, og hann hafði áður full- vissað mig um, að með þessum riffli væri ómögulegt að hitta nema ljón. Eg byrjaði nú að skríða í átt til Ijónsins, yfir gróft, gult grasið, og nú virtist mér skepnan ferleg á að líta og ótrúlega stór. Eg sá vanga- svipinn á því. Það var hofmóður í svipnum og heimspekilegt upplit á því og ekki ósvipað því, er bankastjórar horfa út í loftið og hugsa um framtíðina. Vöðvarnir á bógunum hnipruðust og það setti klærnar á kaf í jörðina, titringur fór um bógana. Flugnager var að angra konung skóganna. Við vor- um nú komnir svo nærri að maður gat kastað tölu á flugurnar. Harry greip í fótinn á mér og við lögðumst á bak við runna. Ljónið hvessti augun á runnann. Víst var hausinn á því dálítið elli- legur, en makkinn var stór og myndarlegur. Mér virtist hausinn á því eins stór og heysáta. „Láttu hann hafa þaðhvíslaði Harry. Eg reis upp á hnén og miðaði á bak við eyrað á því. Það gekk kraftaverki næst, hvað eg var ró- legur. Eg skalf ekki minnstu vit- und. Kúlan kom í mark, rétt eins og maður slær með boxhanzka í sandpoka. Ljónið veltist á hliðina, sparkaði einu sinni út frá sér, teygði úr sér cg hreyfði sig ekki meir. „Þetta er það steindauðasta ljón, sem eg hef nokkru sinni séð,“ sagði Harry, „en ef eg væri í þínum spor- um, mundi eg drepa það aftur. Það eru nefnilega dauðu dýrin sem rísa upp á afturlappirnar og drepa mann, ef maður gáir ekki að sér.“ Eg lét það hafa það aftur. „En stærðin á skepnunni," sagði Harry. „Og nú ertu orðinn Bwana Simba. Og hér koma aðdáendurn- ir! Þeir vilja heiðra hetjuna. Mað- ur drepur ljón og þá á maður marga vini og er þegar kominn í áhrifastöðu hjá svertingjunum." Og svertingjarnir létu ekki á sér standa. Þeir komu hver á fætur öðrum og tóku í hendina á mér og hristu hana vel og lengi og létu mig heyra, að eg væri mikil skytta, maður, sem tæki ljón í einu skoti, mikill veiðimaður og verndari hinna fátæku. Eg kinkaði kolli til samþykkis, en skauzt svo á bak við trjárunna. Mér var óglatt. Taldi mér trú um, að það væri af ein- hverju, sem eg hefði látið ofan í mig. Við skoðuðum nú ljónið mitt gaumgæfilega. Það var ákaflega rytjulegt þegar nær dró. Dautt ljón á engan virðuleik. Allur há- tignarsvipurinn er af því — rennur út í grasið með blóðinu. Þetta var gamalt dýr — tíu ára gamalt, að því Harry taldi. Við mældum það. Tíu fet og hálfu betur. Skárri var það nú skepnan. Mér var laus tungan á leiðinni heim til tjaldbúðanna og eg tók á móti heillaóskunum sem sjálf- sögðum hlut. Mér fannst eg vera laus við alls konar minnimáttar- tilfinningar, sem höfðu þjáð mig árum saman. Sérhver maður verð- ur að mæta ljóni á veginum ein- hvern tíman á ævinni, ef hann vill standa undir nafni, raunar skiptir ekki máli, hvort það er í líki kven- manns, yfirboðara eða lífshættu. Eg hafði mætt mínu ljóni, gengið með sigur af hólmi og var fullur af sjálfstrausti og ánægju. Þegar við komum til tjaldbúð- anna, var eiginkona hetjunnar að fá sér blund. „Á fætur með það sama,“ skipaði eg. „Komdu og sjáðu, hvernig þinn ektamaður handleikur byssuna. Og taktu ljós- myndavélina með þér.“ Hún hlýddi og kom. Við stillt- um Ijóninu upp fyrir framan myndavélina, lögðum hausinn upp á stein svo að vangasvipurinn kæmi fram. Svertingjamir sögðu mér að eg væri hejjarmikill karl. Eg spígsporaði umhverfis skrokk- inn. En svo opnaði ljónið augun og rak upp öskur. Á næsta augna- bliki vorum við Harry Selby tveir eftir hjá ljóninu. Aðdáendurnir voru allir stokknir upp í tré. Eg skammast mín ekkert fyrir að játa, ,að eg skaut ljónið mitt í þriðja sinn, og í þetta sinn aftan í hnakkann. Harry hefur rétt fyrir sér. Það eru dauðu skepnurnar sem rísa upp á afturlappirnar og bíta af manni hausinn. —o— Dagarnir liðu og nokkuð föst regla komst á lífið í tjaldbúðun- um. Klukkan fimm á morgnana, rétt um það bil sem fuglarnir voru að vakna, kom einhver svertinginn með te á bakka handa mér og hristi mig þangað til eg var glað- vaknaður. Þeir fóru varlegar að Memsasb. Þeir tóku tappann úr vindsænginni hennar og sviptu af henni flugnanetinu. Heitt vatn var þegar komið í bala úti fyrir tjald- dyrunum og þar var líka dúkað borð. Juma, matreiðslumaðurinn okkar, hljóp um með köflótta svuntu og bar fram krásirnar. Þegar menn höfðu nuddað stír- urnar úr augunum, var setzt að borðinu. Harry skipaði svertingj- unum að koma með jeppann og svo hófst veiðiferðin. Við sátum tveir fram í, og tveir byssustrákar aftur í. Jeppinn reyndist eins fót- frár og dýrin og hvar, sem þau fóru, fór hann líka. Oft ókum við 150 mílur á dag um gresjuna. Til sölu: Svefnsófi, bókahilla, S-anna Ijósakróna, allt með hagstæðu verði. — Upplýsingar í síma 1700 til kl. 4. ' SKJÖLDUR HLÍÐAR. Laghent stúlka getur komist að á myndastofu okkar nú þegar. Jón og Vigfús. JEEP! varahlutir — viðgerðir, Umbjóðendur á Akureyri ÞÓRSHAMAR h.f. Sími 1353 Auglýsið í Degi CH>t>t>ÍH!H>}>ÍH!H!HKH><H!H>t>ÖttíH>W!HKH>ÍH!H!H!H>)>ÍH!H>ÍH>ÍH><H!H>ÍH5<H>Oj HÍNN GLATAÐI HLJÓMUR Sat ég við orgelið sjúkur og í sál minni angur bar, og friðvana lét ég fingur flögra’ yfir nóturnar. Hvað lék ég hreint er mér dulið, né hvort ég i draumi fór. En ég sló einn hljóm, sem hreif mig líkt og himneskur „Amen“-kór. Hann snart mig sem alvirkt undur, sem endir á lífsins brag, hann orkaði á innstu þrána sem ósungið himna-lag. Hann sefaði sorg og kvíða, sem sýknun frá skapa-dóm, sem bölmœtt jarðlif bréyttist allt i bliðan og Ijúfan hljóm. Hann ástríður allar leysti i algleymis-frið,. En brast svo í þögn allra þagna, eins og þrá, sem cr skilin við. Og með sorg ég þess sifellt leila, i svip er birtist mér frá orgelsins ómdýpsta grunni. En aldrei meir, — þvi ver. En máske í helju hlýt ég það hnoss er ég af mér sór. Og máslie á himnum ég heyri þann heilaga „Amen“-kór. Já, máske i helju hlý't ég það hnoss, er ég af mér sór. Og máske á himnum ég lieyri þann helga „Amen“-kór. Bj ö r g v i n G u ð m u n d s s o n þýddi. (Framhald).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.