Dagur - 11.11.1953, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn ll.nóvember 1953
D A G U K
9
Nokkrir þættir úr sögn félagsins
Hestamannafélagið Léttir á
Akureyri hélt afmælisfagnað 7.
þ. m. að Hótel KEA á Akureyri,
í tilefni þess að það er nú 25 ára.
Setzt var að kaffiborði og bauð
formaður félagsins, Árni Magnús-
son, félaga og gesti velkomna.
Minntist hann svo Jóns sál. Geirs-
sonar læknis, sem lengi var for-
maður félagsins og sem hafði sér-
staklega mikinn áhuga fyrir mál-
efnum þess.
Undir borðum söng Sigurður
Olafsson frá Reykjavík nokkur
hestamannakvæði, Pétur Jónsson
söng gamanvísur, Hjörtur Gíslason
las upp kvæði og Þorsteinn Þor-
steinsson sagði frá stofnun félags-
ins og helstu störfum. Einnig sagði
hann afrekssögur af hestum og að
lokum minnti hann á tilgang fé-
lagsins.
Eftir borðhaldið var dansað,
spilað og spjallað um hesta.
Hestamannafélagið FÁKUR í
Reykjavík er stofnað 29. marz
1922. Svo er Hestamannafélagið
GLAÐUR í Dölum, stofnað 20.
júlí 1928. Þriðja í röðinni er
Hestamannafélagið LÉTTIR á
Akureyri, stofnað 5. nóv. 1928. í
fyrstu stjórn þess voru, formaður
Pálmi Hannesson (nú rektor),
ritari Sig. E. Hlíðar dýralæknir
og Þorsteinn Þorsteinsson. Stofn-
endur voru fimmtán.
Á árinu 1929, gengu 40 menn
í félagið. Aðalfundur var haldinn
19. marz 1929. Stjórnin var þá öll
endurkosin. Um vorið voru haldn-
ar kappreiðar á Þveráreyrum. Það
sumar var tekinn á leigu hagi í
Ytra-Krossanesi, fyrir hesta félags-
manna og byggð rétt við hliðið
inn í hagann. Hestaverðir voru
ráðnir þeir Þorsteinn Þorsteins-
son og Einar Björnsson. Sóttu þeir
og fluttu hestana í hagann, um
helgar og oftar ef óskað var.
Á aðalfundi 9. marz 1930, var
Sig. E. Hlíðar kosinn formaður í
stað Pálma Hannessonar, sem þá
var fluttur til Reykjavíkur. En
Ingimundur Arnason kosinn ritari.
Um vorið var löguð hlaupabraut,
á eyrunum norðan við Glerá og
þar haldnar kappreiðar. Sami hagi
var leigður. En hestavörður var þá
Guðmundur Andrésson. Sumurin
1931 og 1932, voru haldnar kapp-
reiðar á Melgerðismelum. En
hestavörður var þau sumur
Ármann Tomasson. Svo var starf-
semin engin í nokkur ár.
Vorið 1942, gekkst Jón Geirs-
son læknir fyrir því að vekja fé-
lagið til starfa. Var aðalfundur
haldinn 9. maí 1942 og kosin
stjórn: Formaður Jón Geirsson,
ritari Hjörtur Gíslason og féhirðir
Ragnar Ólason.
Þann 14. maí var framhald aðal
fundar og þá kosið í nefndir þann-
ig: Laganefnd: Jóhannes Jónasson,
Þorsteinn Þorsteinsson og Haf-
stemn Halldórsson. Hestanefnd:
Arni Magnússon, Ingólfur Ár-
mannsson og Steingrímur Hansson.
Veganefnd: Magnús Aðalsteinsson,
Kristján Jónsson og Björn Hall-
dórsson. Skeiðvallarnefnd: Þor-
steinn Þorsteinsson, Steingrímur
Hansson, Ingólfur Armannsson,
Guðmundur Halldórsson og Sig-
urður Sigurgeirsson.
Þann 21. maí 1942 var fundur
haldinn og þá samþykkt lög fyrir
félagið. Þá var einnig rætt um
hesthúsbyggingu og að koma upp
skeiðvelli. Hafði skeiðvallarnefnd
athugað ýmsa staði, sem helzt
kæmi til álita að nota, og lagði
meirihluti nefndarinnar til, að
fengið yrði land til þess, sunnan
við Akureyri á vesturbökkum
Eyjafjarðarár.
Fundur var haldinn 9. sept.
1942. Var þá fengið leyfi bæjar-
stjórnar Akureyrar fyrir skeiðvelli
í svonefndum Stekkjarhólma, og
var ákveðið að hefja þegar að-
gerðir á staðnum, með vinnufram-
lögum félagsmanna. Skyldi unnið
þrjú kvöld í viku, þrjár stundir í
senn og Þorst. Þorsteinssyni falin
verkstjórn. Þá var einnig rætt um
að stofna til happdrættis, til fjár-
öflunar fyrir félagið. Seinna um
haustið var keyptur hestur af
Kristjáni Jónssyni og dregið um
hann á sumardaginn fyrsta 1943.
Þann 17. janúar 1943 var aðal-
fundur haldinn. Form., Jón Geirs-
son, var endurkjörinn og var hann
lengst af formaður til dauðadags.
Jón var mikill áhugamaður um
mélefni félagsins og sérlega hátt-
prúður og lipur í allri umgengni og
mjög vinsæll, bæði sem læknir og
maður. Aðrir formenn hafa verið
Björn Halldórsson, Þorst. Þor-
steinsson, Samúel Kristbjarnarson
og nú Árni Magnússon. Ritari var
kosinn Jóhannes Jónasson og svo
8 sinnum endurkosinn, eða svo
lengi sem hann gaf kost á sér.
Enda vann hann mikið fyrir félag-
ið. Við tók svo Vilhelm Jensen.
Féhirðir var Ragnar Ólason í 5 ár
og leysti það starf vel af hendi.
Svo tók Þorleifur Þorleifsson við,
og svo Júlíus Pétursson og nú Ing-
ólfur Magnússon.
Árið 1943 var stofnað til kapp-
reiða og árlega síðan. Árið 1944
keypti félagið hesthús ásamt hlöðu
og starfrækti það. Árið 1946 var
kosin skemmtinefnd, sem starfaði
allmikið, einkum formaður hennar,
Þorl. Þorleifsson, svo sem með
því að koma upp riddaraflokki í
skrautbúníngum til að slá „kött-
inn“ úr tunnunni. Hefur félágið,
síðan haft nokkra „kattarslagi".
Arið 1950 var stofnað til Þing-
vallaferðar á hestum, til þátttöku
í landsmóti hestamanna. Þátttak-
endur voru 23 á suðurleið, en 27
norður, með 118 hesta. Samúel
Kristbjarnarson og Stefán Stein-
þórsson stjórnuðu ferðinni og gekk
það allt vel og varð til sóma fyrir
félagið.
Arið 1951 var stofnað til boð-
reiðar og svo nokkrum sinnum síð-
an. Boðreiðar hafa síðan verið
teknir upp hjá fleiri félögum og
þykja góður leilcur.
Enn er margt ótalið, svo sem
stuttar skemmtiferðir á hestum,
myndasýningar og skemmtifundir.
í stjórn félagsins eru: Form.
Árni Magnússon, ritari Vilhelm
Jensen og féhirðir Ingólfur Magn-
ússon. Félagsmenn eru nærri því
hundrað.
I lok ræðu sinnar mælti Þ. Þ. á
þessa leið: „Tilgangur félagsins er
sá, að koma á samtökum meðal
þeirra er hestum unna, stuðla að
góðri og réttri meðferð hesta og
efla áhuga og þekkingu á ágæti
þeirra og íþróttum.
Fyrsta boðorð félagsins til
hvers einasta félaga er, að sýna í
verki góða og rétta meðferð hesta,
— eftir beztu vitund — hvenær
sem þeir fást eitthvað við þá.
Þetta boðorð samrýmist alveg ósk-
um hestamanna, um að fá notið
sem mestra kosta hestanna. Því að
undirstaða góðrar tamningar er að
sannfæra hinn ótamda félaga um,
að maðurinn sé góður og nærgæt-
inn vinur og stjórni ekki aðeins
með taumhaldinu, heldur einnig
með orðum og leyniþráðum, sem
ávallt liggja á milli manns og
hests, séu þeir vinir. Að ávinna
sér vináttu og traust reiðhesta, er
lykill að kostum þeirra.
Eg þakka stjórnendum og öllum,
sem vel hafa unnið fyrir málefni
félagsins. Eg óska að Léttir okkar
lifi lengi og haldi í heiðri hinum
góða tilgangi stofnendanna, og
vinni mikið gagn hestum og hesta-
mennsku í landi okkar.“
SEXTUGUR:
Helgi Krisijánsson kjöimaism.
Hinn þrítugasta októbermánaðar
þessa árs átti Helgi Kristjánsson
kjötmatsmaður í Húsavík 60 ára
afmæli.
Sú venja hefur skapazt hér á
landi, að staldrað er við á slíkum
tímamótum æfinnar, litið yfir far-
inn veg og vinir og kunningjar, sem
muna eða vita um tímamótin,
senda afmælisbarninu kveðju eða
líta inn.
Ekki verður sagt að Helgi hafi
farið varhluta í þessu efni, því að
húsfyllir vár á heimili hans lengi
dags og fram á nótt, í orðsins
fyllstu merkingu. Var það fólk
bæði úr Húsavík og margir langt
framan úr sveitum, enda er Helgi
með vinsælustu mönnum káup-
staðarins og langt út fyrir hann.
Nýtur hann þar annálaðrar greiða-
semi við alla sem hann nær til og
vilja þiggja, ásamt trúmennsku og
samvizkusemi í þýðingarmiklu
starfi, er hann hefur gegnt um
margra ára skeið, snertandi mjög
marga einstaklinga.
Sá, sem þessar línur ritar, hefur
þekkt Helga síðan hann var ungl-
ingur og má segja að við séum ald-
ir upp saman og þó að eg færi úr
héraðinu um fimmtán ára bil,
slitnaði aldrei þráður vináttu og
kunningsskapar, þó nokkuð togn-
aði á honum um skeið, enda rann
saman að nýju þegar eg flutti aft-
ur í héraðið. Slxkt skeður varla
nema þráðurinn sé upprunalega af
góðum toga, enda er tryggð Helga
til gamalla kunningja óbrigðul.
Um störf Helga mun eg ekki
ræða hér, til þess munu aðrir
verða, en með þessum línum vildi
eg aðeins votta honum persónu-
Iega þakkir mínar (og sem eg veit
að óteljandi margir munu vilja
taka undir fyrir sína hönd) fyrir
nær 50 ára óslitna vináttu og
óteljandi skemmtilegar stundir, er
við höfum átt saman fyrr og síðar,
því að oft var glatt á hjalla, þar
sem við vorum saman unglingar og
einnig síðar, enda er Helgi síglað-
ur og kátur. Getur hann og tekið
sinn þátt í samræðum um ýmiss
konar efni, því að hann er víða
heima, þó ekki sé langskólageng-
inn.
Flestir, sem Helga þekkja, ljúka
upp eiiíum munni um það, að hans
líkar mættu vera miklu fleiri en
til eru og mundi þá mannlíf allt
batna að mun, frá því sem er. Það
er því einlæg ósk þeirra hinna
sömu, að Helga megi auðnast
heilsa og starfskraftar enn um
langan aldur og sem betur fer,
bendir allt á, að þær óskir geti
rætzt.
Húsavík, 1. nóvember 1953.
SiéarSur Egitsson.
Garnaveiki í sauðfé
á Hólsf jöllum
í fréttabréfi til blaðsins frá Þor-
steini bónda Sigurðssyni í Víðidal
segir svo:
— Garnaveiki hefur nú undan-
farið herjað sauðfé okkar hér í
Víðidal og Möðrudal, þó sérstak-
lega hér í Víðidal þetta síðastliðna
ár, er við höfum fargað og misst
úr henni um 20 ær, sumar svo illa
farnar, að ekkert hefur verið hægt
að hirða af þeim.
Nú í haust höfum við lógað
öllu því fé', sem við sáum að auð-
sætt var að var veikt. Og eru nú
hér allar lambgimbrar settar á á
þessum bæ og hafa þær verið
bólusettar með lyfi frá Keldum.
Verst hefur þó garnaveikin farið
með tvö búin í Möðrudal undan-
farin ár.
Góður heyskapur.
Heyskapartíð var hér fádæma
góð og almennt heyjað vel, enda
spretta með langbezta móti.
Lítillega hefur snúizt til norð-
anáttar hér í haust og þá með all-
snörpum byljum, einkum tvisvar
sinnum, en birt upp með blíðviðri
strax á eftir. Nú er komið í aðra
viku vetrar og aðeins að sést
hrafl af snjó.
BRAGGI
óskast til leigu um lengri eða skemmri tíma.
RAFVEITA AKUREYRAR.
UpppJ)v°tta
g r i 11 d 11 r
Járn- og gleruörudeild.
Myndara
mmar
Járn og glervörudeild.
Reglustikur
Járn- og gtervörudeild.
Plast-búsáhöld
Afar fjölbreytt úrval.
Jdrn- og glervörudeild.
Stílabækur
12 og 18 lína.
REIKNINGSBÆKUR,
rúðustrikaðar.
Verð 1 króna.
Járn- og glervörudeild.
Skemmtiklúbbur Iðju
verður n. k. sunnudagskvöld,
í Alþýðuhúsinu, og hefst kl.
8.30 e. h.
Spiluð verður félagsvist. —
Þorleifur Þorleifsson stjórnar.
Verðlaun veitt.
DANS á eftir.
Svanhvít Jósefsdóttir syng-
ur með hljómsveitinni.
Munið eftir skírteinum,spil-
um og blýanti.
Komið og skemmtið
ykkur — hvergi
meira fjör.
STJÓRNIN.