Dagur - 11.11.1953, Page 10

Dagur - 11.11.1953, Page 10
10 DAGUR Miðvikudaginn 11. nóvember 1953 a 1 I Ævintýri í Afríku | I ■& 8. DAGUR. f&MjlfoAlAWfáyi (Framhald). Heppnin elti okkur á röndum. Auk hlébarðans höfðum við fengið ljónin, sem áður er getið, buffaló- inn, tvö sérlega falleg impaladýr, ljómandi fallegar Grants-gazellur og Thomsons-gazellur og afbragðs eland-dýr. Eg hefði verið harð- ánægður með að vera kyrr í Camp Abahati allt sumarið. En nú fór að verða áliðið. Við tókum okkur því upp og héldum af stað til Manyara-vatns og afréttarlanda nashyrninganna. „Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með Manyara- svæðið,“ sagði Harry. „Þar er frumskógurinn eins og maður sér í kvikmyndum frá Hollywood. Heljarstór tré, lafandi bananar, heitt eins og í gufubaði. Og við vatnið morar allt í nashyrning- um.“ Þetta reyndist vera erfið tveggja daga ferð. Að kvöldi annars dags- ins komum við að tjaldstaðnum, við ársprænu, sem heitir Mto-Wa- Mbu, sem útleggst mývargsáin. Tjaldstæðið var í rúmgóðu rjóðri, en umhverfis gnæfðu risahá fíkju- og akasíutré umvafin þéttum klif- urplöntum. Þarna við Mto-Wa- Mbu gekk eg undir minna próf í meinafræði. Tsetse-flugan Jímir sig fasta á hvað sem fyrir er og borar sig í gegnum þrefaldan segl- dúk. Allur mývargurinn er 4-mó- tora og hvinurinn í honum minnir meira á flugvél í fjarlægð en suð- andi skorkvikindi við eyrað á manni. Bitin voru svo þétt að lok- um, að kvikindin urðu að leita lengi áður en þau fundu á mér ósnortinn blett. Morguninn eftir ókum við í gegnum frumskóginn að vatninu sjálfu. Þegar við komum fram úr skóginum og nálguðust vatnsbakk- ann, þaut strútahópur fram úr jaðr- inum og út í vatnið þar sem þeir hlupu fram og aftur með busli og hávaða. Stór hjörð af zebradýrum þusti undan bílnum. Sundfuglar í hundraða tali hófu sig til flugs og hurfu út yfir vatnið eins og sóllitað ský. Að baki okkar heyrðist brak og brestir er fílahjörð óð í gegnum skóginn, rymjandi af óánægju yfir trufluninni. „Skárri er það nú móttökunefnd- in,“ sagði Harry. „Þeir fæla burt hvern einasta narhyrning í ná- grenninu.“ En svo stöðvaði hann jeppan allt í einu og benti okkur á eitthvað formlaust flykki í 1000 metra fjarlægð. Mér sýndist það, er hann benti á, líkjast mauraþúfu. „Faro-nashyrningur“ sagði hann, um leið og hann greip sjónaukann og brá honum fyrir augun. „Þetta er kýr með hálfvaxinn kálf, þarna létt handan við runnana. Hornið er heldur óásjálegt, minnir á ljótan banana, en nú skulum við bregða á leik svo að Memsaab geti tekið nokkrar skemmtilegar myndir. Vindáttin er okkur hagstæð og þessar skepnur mega heita blindar svo að þær sjá okkur ekki. Mað- ur getur labbað að þeim.“ Þegar við nálguðumst á jeppan- um, lyfti nashyrningurinn hausnum upp og horfði forvitnislega í átt- ina til okkar. Stórt, heimskulegt trýnið sneri ýmist að okkur eða frá. Han var að athuga, hvaðan vindurinn kæmi. Hann deplaði aug unum og sjóndepran leyndi sér ekki. Loks tók skepnan að hreyf- ast í áttina til okkar og þandi í sífellu út nasirnar til þess að reyna að hafa veður af okkur. Vel má vera að þú getir dregið andann eðlilega í fyrsta sinn sem þú kemst í nánd við ferlíki af þessu tagi, allt löðrandi í leir á brynvörðum skrokknum, en mér tókst það nú ekki. Virginía var dálítið föl á vangann og eitthvað var hún að tauta í barm sér. Kýrin með kálfinn var augsýnilega ekki í blíðu skapi. Hún var nú komin svo nálægt, að hún kom auga á jepp- ann, og þá var ekki að sökum að spyrja. Hún setti undir sig hausinn og hornið og renndi beint á hann. Litla barnið hennar, hefur líklega vegið tvö og hálft tonn, stefndi á okkur úr annarri átt. Harry „spýtti í“ jeppann og skaust á milli þeirra. Kýrin stanzaði. Kálfurinn stanzaði. Við snerum við. Nú tók Harry að nota jeppann á svipaðan hátt og nautabani notar rauða klæðið til þess að láta bola hlaupa fram hjá í örlítilli fjarlægð. Eini mun- urinn var sá, að við sátum öll í rauða klæðinu. Kýrin var ekki á því að gefast upp. Hún tók hvern sprettinn á fætur öðrum. Vonzkan sauð á henni, og kálfurinn tölti rymjandi við hlið hennar. í hvert sinn, sem,hún þóttist að því kom- in að smeygja króknum á horninu undir jeppann að aftan verðu spýtti Harry í og tók um leið krappa beygju. Og þar sem jepp- inn hafði verið fyrir andartaki var nú bara loft og kýrin bremsaði með framfótunum, sem gliðnuðu svo að hún dró kviðinn með jörð- inni Allur virðuleiki frúarinnar var kominn út í veður og vind. Hún gerði enn eina örvæntingarfulla tilraun, en það munaði sex fetum að hún hitti. Þá var henni nóg boð- ið. Hún lötraði rymjandi inn í skóg arkjarrið og kálfurinn tölti á eftir í hæfilegri fjarlægð. Eg hafði haldið þétt við Virg- iníu þar sem hún stóð upp við fram rúðuna og reyndi að ná dýrinu á kvikmynd. Þegar skepnan var horf- in í kjarrið, sleppti eg henni og hún lét fallast í sætið. „Jæja, náðirðu góðum myndum?“ spurði Harry. „Ef þú meinar nærmyndum, þá er svarið já. Hún var komin með hornið alveg fast að varadekkinu hvað eftir annað." Virginía þagn- aði andartak. „Æ þetta var ljóta útreiðin," sagði hún svo. — Hún rétti mér myndavélina. Lím- pappírinn, sem hún hafði sett á linsuna til þess að verja hana ryki, var enn á sínum stað. „Laglega af sér vikið,“ sagði eg. „Eg undraðist það alltaf að þú skyldir leggja það á þig að taka myndavélina með.“ „Þetta er svo sem ekkert undar- legt. Eg er ekki vön því að hafa rymjandi nashyrninga rétt á hæl- unum á mér,“ en það vantaði ekki mikið á að hún brysti x grát yfir þessum óförum. —o— Við eltum nashyrninga í tvær vikur. Við sáum á þeim tima 28 dýr og komumst í návígi við þau öll, en hleyptum ekki af einu skoti. Þetta virtist allt vera kýr með kálfa, eða ungir tarfar og ekki full- vaxnir. Og Harry var staðráðinn í því, að heldur skyldum við snúa allslaus við en hleypa af skoti, sem mundi setja blett á veiði- mannsheiður hans. Eg var farinn að þekkja þennan unga vin okkar býsna vel, er hér var komið. Enda þótt það sé starf hans að vera leiðsögumaður veiði- manna, þekki eg engan, sem er eins frábitinn því að hleypa skoti af og hann. Honum þykir gaman að horfa á dýrin í sínu náttúrlega umhverfi og kynnast lifnaðarhátt- um þeirra. Hann kemur auga á veiðidýr í mílu fjarlægð án þess að bregða upp sjónauka, og hann gerir betur en það: Hann sér hvort dýrið er þess virði að athuga það nánar, hvort hornin eru falleg, hvort það er gamalt eða ungt, og það löngu áður en meðreiðar- mennirnir geta séð. (Framhald). Höfum fengið þrískiptar rafmagnsperur 100 - 200 - 300 w., fyrir ameríska lampa. Véla- og varahlutadeild. Skoffærabelti Véla- og varahhitadeild. Gardínukappi, rauður, tapaðist síðastliðinn fimmtudag. Góðfúsl. skilist í Ránargötu 16. Ford-júnior, viódcl 1948, í ágætu lagi, til söht. Afgr. vísar á. Austfirðingafélagið á Akureyri heldur AÐALFUND sinn sunnudaginn 15. nóv. n. k., ld. 4 síðdegis, í Varðborg. Vcnjuleg aðalfundarstörf. Aðalf undur Flugfélags fslands h.f. verður haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík, föstu- daginn 11. desember 1953, og hefst hann kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Aðgöngu- og atkvæðamiðar fyrir fundinn verða af- hentir í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4, dagana 9. og 10. desember. STJÓRNIN. ATVINNA Mami vavtar okkur til afgreiðslustarfa í búð. BÍLASALAN H.F. Geislagötu 5. Dúnhelt léreft 140 cm. breitt kr.30.80. Fiðurhelt léreft kr. 28.00. Sendum gegn pöstkröfu. VefnaðarvQrudeild. Kjólaefni Einlit, 130 cm. br. kr. 39.00 m Köflótt, 130 cm. br. kr. 29.00 m Vefnaðarvörudeild. Nýkomið: PEYSUFATASKÓR TEENERS SKÓR sv. rúskimi KVEN-STRIGASKÓR m. svampsóla rauðir, bláir, grænir og svartir. Skódeild *#################################################< #############4

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.