Dagur - 11.11.1953, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 11. nóvember 1953
D AGUR
11
ijr bœ off
- FOKDREIFAR
(Framhald af 6. síðu).
margar frægar cg ágætar kvik-
myndir verið sýndar við litla að-
sókn, en sentimentalar miðlungs-
myndir fyila húsin e t. v. kvöld
eftir kvöld. Nærtækt dæmi mun
vera nú á þessum vetri. Hér var
sýnd einhver frægasta kvikmynd,
sern Bretar hafa gert á seinni árum,
„The Sound Barrier", við fremur
litla aðsókn að eg held, aftur á
móti mun þýzk miðlungsmynd og
tæplega það (Eg heiti Niki) hafa
hlotið mikla aðsókn. Svona gengur
það stundum, enda er smekkurinn
misjafn og ekki um það að fást.
Myndaval kvikmyndahúsanna læt
eg þvi afskiptalaust, Þau verða víst
oft að taka við því, sem að þeim
er rétt að sunnan.
En það er tvennt, sem eg vil
gagnrýna. í fyrsta lagi hléin. Þau
ci'u óafsakanleg með öllu. í fyrra
reyndu kvikmyndahúsaeigendur að
‘verja þau, en mistókst. Nefnt var
að bíógestir vildu endilega fá sér
frekst loft í miðri mynd, og áttu
þeir þvi að vera ílíkir öllum bíó-
gestum í öðrum löndum, þar sem
þessi leiðindahlé þekkjast ekki.
En þetta er aðeins fyrirsláttur.
Hléin eru til þess að freista þess að
selja sælgæti og tóbak og annað
þess háttar. Þau eru gerð fyrir
kvikmyndahúseigendur en ekki
bíógesti. Eg sótti kvikmyndasýn-
ingu í öðru bíóhúsinu hér eigi alls
fyrir löngu. í húsinu voru 30—40
manns. Þeir máttu þola 10 mín-
hlé á lélegri mynd, sem bezt hefði
verið að ljúka af hið fyrsta. Loftið
í húsinu var ágætt. Kannske hefur
bíóið selt nokkra sælgætispoka, en
þeir, sem sóttu sýninguna komust
10 mín seinna í rúmið en ella. Eg
vil skora á kvikmyndahúsin hér að
láta af þessum ósið, að hafa hlé á
myndasýningum algerlega að
óþörfu. Og eg vil leyfa mér að
vænta þess að templarar gangi þar
á undan. Til bíóreksturs þeirra eru
gerðar meiri kröfur en annarra og
eru þeir heldur ekkert of góðir lil
þess að létta hléunum af almenn-
ingi. Þau eru ekki fyrir hann gerð.
SEINNA atriðið, sem eg vil
gagnrýna, snýr að Nýja-Bíói. Eg
held; að þörf sé orðin á því að sér-
fræðingur athugi hljómútbúnað
kvikmyndahússins. Eg fullyrði, að
varla er unnt að fylgjast með
mæltu máli í kvikmyndum þeim,
sem þar eru sýndar. Og slikt er svo
mikill galli, að eg held að það
hljóti að borga sig fyrir kvik-
myndahúsið að freista þess að
koma þessu í lag, þótt jafnvel kosti
ný tæki. Að svo mæltu læt eg
þecsu spjalli lokið. Eg get gjarnan
getið þess, að þessi gagnrýni er
ekki sett fram af neinni hótfyndni
eða illvilja í garð kvikmyndahúsa.
Kvikmyndir eru góð og nauðsynleg
skemmtun hér sem annars staðar.
En þetta, sem að ofan er nefnt,
eru tveir leiðir fylgifiskar okkar
kvikmyndasýninga, sem unnt er að
Xagfæra, ef vilji er til þess.“
SOKN,
félag fravisóknarkvenna
á Akureyri,
hcldur fund á skrifst. flokks-
ins, Hafnarsu'æti 93, næstkom-
andi mánudagskvöld kl. 8.30.
Félagskonur, mætið og takið
iveð ykkur kaffi.
STJÓRNIN.
Óskilakind
í haust var mér dreginn
hvítur lambhrútur, hornóttur,
mð mínu rnarki: Sílt bæði eyru
og biti franran hægra. Lamb
þetta á ég ekki. Réttur eigandi
vitji þess sem fyrst, sanni eign-
arrétt og greiði áfallinn ltostn-
að.
Þóroddur Sæmundsson,
Vökuvöllum við Akureyri.
Drengjaföt
ný á 13 ára dreng til sölu
í Efnalaugin Skírnir.
Hnakkur og beizli
til sölu — sem nýtt. Verð
kr. 800.00.
Ennfremur KJÓLFÖT m.
tilheyrandi. Tækifærisverð.
Afgr. vísar á.
Raftækjaverzlun
Eg undirritaður opna raf-
tækjaverzlun á morgun í
Brekkugötu 3. Sími 1258.
Gjörið svo vel að reyna
viðskiptin.
Viktor Kristjánsson,
rafvirkjameistari.
Þjóðvarnaliðar stofna
flokksfélag
Þjóðvarnarliðar hafa stofnað
flokksfélag hér í bæ. Kom Valdi-
mar Jóhannsson bókaútgefandi í
Reykjavík þeirra erinda hingað
norður um sl. mánaðamót og var
félagið stofnað sl. föstudag. Munu
um 20 manns liafa gengið í félag
þetta á stofnfundi. Stjórn skipa:
Kristófer Vilhjálmsson, form.,
Marteinn Sigurðsson, varaform.,
Unnur Áskelsdóttir, ritari, Björn
Halldórsson, gjaldkeri, meðstjórn-
endur eru Bjarni Arason, Friðrik
Adolfsson og Þorsteinn Jónsson.
Varamenn: Kristín Isfeld og Aðal-
steinn Guðnason. í gær kom út
blað, sem flokkurinn gefur út, og
kallast Norðanfari (hinn 3. í röð-
inni með því nafni) og er Bjarni
Arason ábyrgðarmaður. — Heyrzt
hefur að félagið hyggist bjóða fram
við bæjarstjórnarkosningar.
- Úr erlendum blöðum
(Framhald af 7. síðu).
um érum gert mikið til þess að
kynna fulltrúum á Alþýðusam-
bandsþinginu ýmsa nýja þætti í
starfi samvinnuhreyfingarinnar, og
ennfremur að kynna þeim ýmis ný
viðhorf, seni skapast hafa. Til
dæmis voru fulltrúarnir minntir á
það á næst síðasta Alþýðusam-
bandsþingi, að ef vissir áætlana-
smiðir jafnaðarmanna hefðu feng-
ið vilja sínum framgengt í tíð
Verkamannaflokksstjórnarinnar
um að þjóðnýta smásöluvezlunina,
mundi íhaldsstjórnin, sem nú situr
að völdum, standa í því í dag að
selja einkafyrirtækjum verzlanir
samvinnufélaganna, eftir að þjóð-
nýtingin hefði verið afnumin.
Á nýloknu þingi voru þeir minnt-
ir á þá staðreynd, að nú, eftir að
eftirlits- og haftaskipan ríkisins
hefur að mestu verið afnumin, hef-
ur samvinnuhrejdingin ein tekið að
sér það hlutverk ,að standa á verði
fyrir hagsmuni neytenda. Og á það
var líka bent, að æskilegt væri, að
félagar verkalýðshreyfingarinnar
tækju aukinn þátt í að móta stefnu
samvinnuhreyfingarinnar nú og í
framtíðinni. Allt er þetta skyn-
samlega hugsað, enda eru kaup-
félögin skipulögð til þess að taka
tillit til vilja allra félagsmannanna.
Aukin þátttaka veraklýðshreyfing-
arinnar í starfi samvinnufélaganna
mundi opna tækifæri til stórauk-
inna áhrifa á efnahagslegt, félags-
legt og pólitískt líf þjóðarinnar.
SAMVINNUHREYFINGIN er
raunhæft tæki til efnahagslegs lýð-
ræðis og hún þarfnast velvilja og
stuðnings þeirra milljóna, sem
standa að verkalýðshreyfingunni,
til þess að þeir komi fram með sína
gagnrýni og sínar hugmyndir, taki
þátt í stjórn og starfi sem virkir
samvinnumenn. Margir af áhrifa-
mönnum Verkamannaflokksins og
verkalýðshreyfingarinnar fengu
fyrstu tækifærin til þess að læra í
skóla reynslunnar einmitt í félags-
starfi kaupfélaganna og enn í dag
er ekki völ á betri skólum fyrir
starfsmenn hins efnahagslega lýð-
ræðisskipulags framtíðarinnar. . .
(Lausl. þýtt).
MÓÐIR, KONA, MEYJA
(Framhald af 6. síðu).
Síðasta flíkin er svartur taft-
kjóll, með grænum röndum og
grænum undirkjól og jakka. —
Verðið er samtals kr. 815.00.“
AÐ SÝNINGUNNI lokinni
færði frú Gunnhildur Ryel, for-
ir hönd áhorfenda, frk. Margrétu
Steingimsdóttur beztu þakkir fyrir
sýninguna og árnaði fyrirtæki
hennar allra heilla, sömuleiðis
þakkaði hún ungu stúlkunum, sem
fram komu, þeirra ágæta skerf til
þess að gera daginn ánægjulegan.
Tóku áhorfendur undir með lófa-
taki.
AÐRIR AÐILAR, sem lögðu
hönd að verki að gera sýninguna
sem bezt úr garði, eru: Frk. María
Sigurðardóttir, sem annaðist hár-
greiðslu, frk. Valborg Ryel, sem sá
um snyrtingu og Blómabúð KEA,
sem lagði til blómvönd við brúðar-
kjólinn. Þá voru hattar frá Hatta-
búð Soffíu Pálmadóttur í Rvík.
I. O. O. F. — Rbst. 2—1021U18y2
I. O. O. F. = 135111381/2 =
□ Rún 595310117 = 2
Kirkjan. Messað á Akureyri
næstk. sunnudag kl. 2 e. h. —
F. J. R.
©Æskulýðsfélag Ak-
ureyrarkirkju. —
Fundur drengja
kl 5 e. h. í kapell-
unni. Þeir, sem
eiga eftir að fá aðgöngumiða að
árshátíð félagsins, geta fengið
miðana á fundinum.
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju er á sunnudaginn kemur
kl. 10,30. 5—6 ára börn í kapell-
unni, 7—13 ára börn í kirkjunni.
Bekkjarstjórar mæti kl. 10,10. —
Æskulýðsblaðið kemur út.
Afmælisfagnaður Skógræktar-
félags Tjarnargerðis verður í Al-
þýðuhúsinu 14. þ. m. kl. 8.30.
Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50
frá Á, E. — Mótt. á afgr. Dags.
Hjúskapur. 18. október voru
gefin saman í hjónaband í Laufási
ungfrú Arnbjörg Benediktsdóttir,
Grenivík, og Þórlaugur Gunn-
laugsson, sjóm., sama stað. —
Séra Þorv. G. Þormar gaf brúð-
hjónin saman.
Strandarkirkja. Gamalt áheit
kr .100 frá Þ. Ö. — Kr. 20 frá
ónefndum. — Kr. 400 frá B. —
Kr. 50 frá ónefndum. — Mótt. á
afgr. Dags.
Hjúskapur. Ungfrú Fjóla
Hjaltalín, Akureyri og Randver
Karlesson, frá Hlíðarhaga í Eyja-
firði. Gift 6. nóv. af séra Fr. J.
Rafnar vígslubiskupi. — Heimili
þeirra er í Norðurgötu 35, Ak.
Kirkjugifting. Þann 8. nóv. sl.
voru gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju ungfrú Svava
Friðjónsdóttir, Bjarmastíg 13, og
Sigurður Jósefsson, bóndi að
Torfufelli í Eyjafirði. — Heimili
þeirra verður í Torfufelli.
Slökkvilið bæjarins hafði æf-
ingu hér í bænum sl. miðviku-
dag. Ok slökkviliðið á tveimur
bílum og með allan útbúnað að
húsi í innbænum, reisti þar
upp stiga og reyndi annan út-
búnað. Þyrptist fólk að til að
horfa á og var öllum ekki ljóst
strax, að um æfingu var að
ræða. Lakast var þó, að íbúar
hússins, sem valið var, vissu
almennt ekki um æfinguna og
hefur blaðið verið beðið að
benda hlutaðeigendum á það i
allri vinsemd, að sjálfsagt sé
að láta viðkomandi fólk vita,
hvað í vændum er áður en æf-
ing hefst, t. d. vegna sjúklinga,
sem vera kynnu í húsum þess-
um.
Sjötug varð 7. þ. mán. Sigrún
Sigurðardóttir, ekkja Halldórs
heit. Halldórssonar, fyrrum stýri-
manns á Hjalteyri. Sigrún var
orðlögð dugnaðarkona, en missti
sjónina fyrr nokkrum árum. Hún
dvelst á Hjalteyri hjá sonum sín-
um, Sigurði og Ragnari.
Sjötugsafmæli eiga í dag, 11.
nóv., tvíburasytkinin Albína Pét-
ursdóttir kona Jóns St. Melstað,
bónda á Hallgilsstöðum í Hörg-
árdal, og Randver frá Svertings-
stöðum.
I. O. G. T. Stúkan ísafold-
Fjallkonan heldur fund næstk,
mánudag kl. 8,30 í Skjaldborg. —
Venjuleg aðalfundarstörf. Hag-
nefndaratriði. Nýir félagar vel-
komnir.
Heimilisiðnaðarfélag Norðurl.
byrjar mánaðar bókbandsnám-
skeið á næstunni. Kennari Þór-
arinn Loftsson. Upplýsingar í
símum 1488 og 1026.
Áheit á Grenjaðarstaðakirkju.
Kr 50 frá Á. K. — Kr. 20 frá
ónefndum. — Beztu þakkir. Ásm.
Kristjánsson.
Áheit á nýja sjúkrahúsið. Kr.
10 frá E. H. — Mótt. á afgr. Dags..
Hjúskapur. Laugardaginn 7.
nóv. voru gefin saman í hjóna-
band á Möðruvöllum í Hörgárdal
ungfrú Sigrún Ragnarsdóttir frá
Hjalteyri og Haukur Óli Þor-
bjömsson, bifreiðastjóri, Brekku-
götu 43, Akureyri.
í göngum í haust fékk Jónas
bóndi Sigurðsson á Guðrúnar-
stöðum í Eyjafirði tvílembinga
af fjalli, er vógu við fráfall 23
og 21 kg. hvor. Voru þetta
hvort tveggja hrútlömb. Ærin
var einlembd í fyrra og var
dilkurinn þá 24 kg.
65 ára varð 9. þ. m. Magnús
Vilmundarson, Norðurgötu 30,
Akureyri.
Kanttspyrnufél. Ak.
hefur félagsvist og
dans fyrir unglinga 12
—16 ára kl. 3 e. h. n.k.
sunnudag, þann 15.
nóvember. — Nánar í götuaugl.
Stjómin.
Sjötugur verður á morgun
Jónatan M. Jónatansson, skó-
I smíðameistari, Glerárgötu 6, Ak-
" ureyri.
Fimmtugúr verður 14. þ. m.
Björn Magnússon, Aðalstræti 4,
Akureyri.
Litmyndir frá Róm, Grikklandi
og Kýpur, skýrðár með stuttu
ferðasöguágripi, verða sýndar á
Sjónarhæð frá kl. 5 til 5,30 á und-
an samkomunni n.k. sunnudag.
Ókeypis. Allir velkomnir.
Kvennasamkoma á Sjónarhæð
á miðvikudagskvöldum kl. 8.50.
Samkoma fyrr ungar stúkur kl. 6
á fimmtudagskvöldum, og sam-
koma fyrir drengi á laugardögum
k. 5.30. — Sjónarhæð.
Áheit á Strandarkirkju. N. N.,
Svarfaðardal, kr. 100. — S., Dal-
vík, kr 10. — S., Dalvíli, kr. 5. —
M. H., Dalvík, kr. 20. — Y. H. kr.
100. — B. A. kr. 100. — N. N.,
Dalvík, kr. 50. Mótt. á afgr. Dags.
Frá Karlakór Akureyrar. Æf-
ing í kvöld (miðvikudag) á
venjulegum stað og tíma. Félag-
ar, mætið stundvíslega. Stjórnin.
Beztu þakkir flyt eg eftirtöld-
um bókaútgefendum og einstakl-
ingum, sem gefið hafa bækur í
bókasafn Æskulýðsheimils templ
ara á Akureyri: Barnablaðið
„Æskan“, Reykjavík, Þorsteinn
M. Jónsson bókaútgefandi, Akur-
eyri, Árna Bjarnarson, bóksali,
Akureyri, Bókaúgáfa Máls og
menningar, Reykjavík, Kristján
S. Sigurðsson kirkjuvörður, Ak-
ureyri, Halldór Friðjónsson, fyrr-
verandi ritstjóri, Akureyri.
Akureyri 6. nóv. 1953.
F. h. Æskulýðsheimilis templara.
Eiríkur Sigurðsson.
Skemmtiklúbbur templara held-
ur skemmtikvöld sitt að Varðbqrg
föstudaginn 13. þ. m. kl. 8.30. Til
skemmtunar: Félagsvist og dans.