Dagur - 02.12.1953, Blaðsíða 2
LAUST OG FAST
D A G U R Miðvikudaginn 2. desember 1953
Dagskrármál landbúnaðarins:
Frá Iiaustmóti danskra búfjárræktar-
tilraunamanna
(Forsögslaboratoriets Efteraarsmöde)
Eftir Árna Jónsson tilraunastjóra
HINN ÁRLEGI fundur danskra
Kemst skriður á sundhallar-
málið?
HINN 7. október í haust var
á þaS bent hér í blaðinu, að
framhaldsskóiar bæjarins hefuð
nú neyðst til þess að tilkynna
réttum yfirvöldum að þeir gætu
ekki framkvæmt sundkennslu
samkvæmt lögum, vegna ófull-
nægjandi aðstöðu til sund-
náms hér í bænum. Var saga
sundhallarmálsins síðan rakin
og bent á, að þetta væri meiri
niðurlæging fyrir skólabæ, en
hægt væri gð una við. Varskorað
á bæjarstjórnina að taka mál
þetta allt til endurskoðunar og
ganga þannig frá því, að sund-
laugarbyggingunni, sem hér er
búin að vera í smíðum í mörg
ár, yrði lokið hið bráðasta. Yrði
að taka lán til þess, ef ekki væri
annar kostur. Nú hefur að vísu
ekkert heyrzt frá þeirri mætu
bæjarstjórn um þetta efni, en
hins vegar hefur það borið til
tíðinda, að einn af borgurum
bæjarins hefur hvatt sér hljóðs
um málið í Alþýðumanninum í
sl. viku og þar bent á nauðsyn
þess, að hafizt verði handa um
að Ijúka mannvirkinu hið bráð-
asta. Bendir hann m. a. á þá leið,
sem hér var stungið upp á í
haust, að ljúka byggingunni fyr-
ir lánsfé, ef bærinn treystist
ekki til þess með öðrum hætti.
Þessa kröfu hljóta bæjarmenn
að geta sameinast um. „F.ngin
önnur úrslit eru viðunandi en að
hafizt verði handa um það nú
þegar að ljúka byggingunni, svo
að unnt verði að hefja sund-
kennslu við sómalegar aðstæður
hið fyrsta." (Dagur 7. okt. sl.).
Barnaskólabygging.
í HAUST var hér vakið máls
á húsnæðisvandræðum Barna-
skólans og bent á, að úrbótum í
því efni yrði ekki frestað annan
vetur. Líklegt er, að málið verði
fremur leyst með því að byggja
nýtt skólahús, t. d. á Oddeyri, en
að bæta enn við gamla skólahús-
ið, sem upphaflega var sniðið
fyrir minni bæ. Akureyri státar
stundum af því að vera skóla-
bær, en nafngiftin fer að verða
vafasöm ef bærinn sér ekki
sóma sinn í því að búa börnum
bæjarmanna viðunandi aðstöðu
til náms í barnaskóla, eða til
sundnáms í viðunandi sundlaug.
Þessi tvö verkefn; þarf að leysa
þegar á næsta ári og að því ber
að keppa án allra undanbragða.
Olaíur og Harry.
VESTUR í Bandaríkjum hefur
nú um sinn verið mikill úlfaþyt-
ur út af svonefndu White-máli
og hafa átzt við Brownell doms-
málaráðherra landsins og Tru-
man fyrrv. forseti. Vilja Repú-
blikanar koma þeim stimpli á
Truman og flokk hans, að þeir
hafi verið helzt til andvaralausir
gagnvart lcommúnistum og
hleypt þeim í trúnaðarstöður,
jafnvel þótt þeir væru grunaðir
um njósnjr fyrir Rússa. Það hef-
d'r verið upplj'st í málinu, að
háttsettur starfsmaður stjórnar-
innar, Harry Dexter White að
nafni, lét sendimönnum Rússa í
té ýmsar upplýsingar um fyrir-
ætlanir Bandaríkjamanna í
efnahagsmálum o. f 1., og var
Truman tilkynnt um grun þann,
er á starfsmanni þessum lá,
snemma árs 1946. Verður Tru-
man nú að standa í stríði ströngu
til þess að hreinsa sig af þeim
áburði, að hann hafi af pólitísk-
um ástæðum tafið lengur en
góðu hófi gegndi að láta til skar-
ar skríða gegn þessum flugu-
mönnum kommúnista. Hefur
Truman þó mörg góð tromp á
hendi, því að enginn stjórnmála-
maður samtímans hefur gengið
rösklegar frarn gegn heimsvaida-
fyrirætlunum kommúnista en
einmitt hann. Mál þessi öll
vekja mikla athygli um heim
allan og hér é Islandi ber þau á
góma, er menn spjalla urn dag-
inn og veginn. Það er lærdóms-
ríkt að minnast þess um leið,
hvernig stjórnmálaástandið var
hér á landi á árinu 1946 og
hvernig aðstaða kommúnista var
hér til þess að koma áformum
í framkvæmd. Ef menn rifja
það upp, er hollast fyrir a. m.
k. suma Islendinga að dæma
varlega í málum Trumans. I árs-
byrjun 1946 voru kommúnisíar
ekki aðeins trúnaðarmenn rí'kis-
ins hér á hinum lægri sviðum,
heldur trónuðu þeir beinlinis í
ráðherrastólum, höfðu t. d. gjör-
völl menntamál landsmanna á
sinni hendi og drjúgan þátt at-
vinnumála. Og maðurinn, sem
lyfti þeim til þessara valda var
enginn annar en formaður Sjálf-
stæðisflokksins. Og ekki nóg
með þetta: Eftir kosningarnar
1946 áttu forráðamenn Sjálf-
stæðisflokksins í löngu samn-
ingamakki við kommúnista um
áframhaldandi samstarf. Hefur
sjálfur flokksíormaður Sjálf-
stæðismanna meira að segja ný-
lega birt á Alþingi leyniskjöl,
sem sanna þetta samningamakk
enn betur en blaöaskrif frá
þessum tima. Það er áreiðanlega
einsdæmi, að flokksforusta, sem
þannig er ber að því að lyfta
kommúnistum til áhrifa og
ganga á eftir þeim til lengra
samstarfs, skuli njóta fylgis og
nokkurs trausts í lýðræðisríki.
Og ekki er þess hér að vænta, að
dómsmálaráðherra landsins op-
inberi allt leynimakk stjórnar-
herranna og kommúnista og
bendi á, hvernig þeim hafi verið
leyft að nota aðstöðu sína til
þess að troða flugumönnum sín-
um inn í áhrifastöður, og emb-
ætti, svo að þjóðin býr að því
enn, sér til tjóns og vandræða.
Truman hefur e. t. v. verið and-
varalaus um skeið, en það er
ekki ásetningarsynd heldur van-
gá. Hér gegnir öðru máli. Hér
var kommúnistum lyft til æðstu
valda af ásettu ráði. Völd stjórn-
arherranna hér voru beinlínis
keypt með því að verzla við
kommúnista og fela þeim trún-
aðarembætti. Og það var ekki
vangá eða andvaraleysi, heldur
beinharður „business“.
Leiðrétting vegna
villandi ummæla
r
„Islendings“
Herra ritstjóri!
Eg sé, að í leiðara blaðsins „Is-
lendings", sem út kom 18. nóv., er
vitnað innan „gæsalappa" í tvö
orð, sem eiga að hafa fallið mér af
munni í útvarpsviðtali við séra
Ásgeir Ásgeirsson 18. okt. sl. Það
skiptir út af fyrir sig ekki miklu
máli, að annað þessara tveggja
orða er ekki rétt haft eftir, og
hefði það þó verið skemmtilegra,
að ekki lengri ívitnun fengi stað-
izt. Hitt er verra, að samhengi er
ruglað og frásögnin í heild þess
vegna mjög villandi.Þaðerástæðan
fyrir því, að eg bið yður fyrir þessa
stuttu leiðréttingu til birtingar.
Þegar séra Á. Á. endaði setningu
(sem eg hafði gripið inn í með
orðunum: „Þú segir það, já“) é
eftirfarandi hátt: .. póliiískar
deilur eiga þar (innan samvinnu-
samtakanna) illa heima" — árétt-
aði eg þaö nákvæmlega með þess-
um orðum, sem „íslendingur"
flaskar á: „Já, það er, þa'ö er áreið-
anlega rétt.“
Um hitt, hvort eða að hvað
miklu leyti samvinnufélögin væru
í „tengslum við pólitíska flokka",
lét EC ekki neina skoðun í ljós,
hvorki á einn veg né annan.
Með þökk fyrir birtinguna,
Baldvin Þ. Kristjánsson.
Frá garðyrkjuráðimaut
Akureyrar
Þar sem Áburðarsala ríkisins
hefur nú auglýst, að allar áburðar-
pantanir verði að vera komnar til
hennar fyrir lok þessa árs, vil eg
eindregið mælast til þess, að þeir
bæjarmenn, sem þurfa á áburði að
halda á næsta ári, panti nú þegar
áburð, sem ræktun þeirra krefur,
því að allar pantanir á tilbúnum
áburði þurfa að hafa borizt til
skrifstofu KEA fyrir 20. des. n.k.
Áburðartegundir verða þær sömu
og síðasta ár, og á svipuðu verði.
Áburðarskammtur í 100 m. kar-
töflugarö af áburðarblöndu, sem
inniheldur 10—12 og 15% efna
þarf 20 kg. og samsvarandi af hin-
um tegundunum eftir styrkleika.
Eg mun skrifa niður áburðarpant-
anir, ef menn óska, og gefa allar
nánari upplýsingar.
Þessi tími er sízt af öllu vel fall-
inn til pöntunar á tilbúnum áburði,
og er vonandi að Áburðarsalan sjái
sér fært að láta pöntun hans fara
fram í febrúar framvegis, oins og
hefur verið undanfarin ár, en þar
sem ekki er um annan áburð að
ræða en þennan, þá verða menn,
sem einhverja ræktun hafa að
tryggja sér hann í tíma, því að ekk-
ert verður ræktað án áburðar.
Viðtalstími minn er frá 1 til 3
e. h. alla virka daga nema laugar-
daga. Sími 1497.
Akureyri, 29. nóv. 1953.
Finnur Árnason.
tilraunamanna cg annarra áhuga-
manna í búfjárrækt, var haldinn í
Kaupmananhöfn 22. október sl.
Var þar gerð grein fyrir þeim til-
raunum, sem verið hafa í gangi í
búfjárræktinni og auk þess rædd
ýmis verkefni, sem fyrir liggja.
Verður nú getið nokkurra atriða,
sem fram komu á þessum fundi og
frá hefur verið sagt í dönskum fag-
blöðum.
Kostnaður við allar búfjárrækt-
artilraunir sl. ár er talinn nema
um 3,5 aura á hverjar 100 kr.
framleiðslu hjá búfjárræktinni.
Telja búfjárræktarmenn að þetta
framlag ríkisins sé alltof lágt og
geti valdið því að Danmörk verði
ekki leiðandi þjóð í Evrópu á sviði
búfjárræktarinnar.
Það kom fram á þessum fundi
að samkeppni vex mjög í helztu
markaðsiöndum Dana og leggja
Dar.ir því mikið kapp á að vinna
nýja markaði fyrir landbúnaðaraf-
urðir og gera tilraunir rneð hliðsjón
af því. Sem auglýsing fyrir dönsk
mjólkurkyn (rauðar, danskar kýr)
í Italíii eða í löndunum við Mið-
jarðarhaf hafa samtök nautgripa-
félaganna komiö upp kúabúi í ná-
grenni við Róm, með um 160 kúm.
Kúabú þetta er rekið af dönskum
fyrirmyndarstíl og danskir fóður-
meistarar sjá um alla hirðingu og
fóðrun. Markmið Dana með þessu
er að vinr.a markað í Miðjarðar-
hafslöndum fyrir dönsk kúakyn.
—o—
FITUNAREFNI. Haldið hefur
verið áfram tilraunum með notkun
fitunarefna og voru alls gerðar til-
raunir á 149 dýrum. Efnið, sem
aðallega var notað var „Methylh-
hioúrsil". Var það skoðun flestra
sem við þessar rannsóknir höfðu
fengist, að mestur árangur fengist
með því að gefa þessi efni geld-
um kúm, sem aldar voru til slátr-
unar. Tilraunir sýndu að væri Jcúm
gefið áðurnefnt efni í 5 vikur fyrir
slátrun, juku þær lifandi þunga
sinn um 30—40 kg. fram yfir sam-
anburðarkýr, sem engin fitunarefni
fengu. Kjötþunginn var 15—20 kg.
meiri á sama tímabili. Lifrin varð
einnig 1—2 kg .þyngri. Rannsókn-
ir á bragðgæðum kjöts af gripum
sem fengið höfðu fitunarefni, var
á engan hátt fitunarefnunum í
óhag. Ymsir fundarmenn létu þá
skoðun í ljós. í sambandi við þessi
fóðurefni, að þýðing þeirra væri
mjög takmörkuð og tæplega bund-
in við aðrar búfjártegundir en
nautgripi til slátrunar.
Samanburður á því aö haía kýr
lausar i kaldari íjósum (Lösstald)
og bundnir á bás í venjulegum fjós-
hita. Árangur þessara tilrauna sl.
ár fór í sömu átt og árið áður,
þannig að kýrnar, sem bundnar
voru á bás í venjulegum fjósum,
mjólkuðu að meðaltali 2 kg. meira
af mjólk á dag allt tilraunatímabil-
ið, heldur en hinar, sem gengu laus-
ar í kaldari fjósum.
AFKVÆMARANNSÓKNAR-
STÖÐVAR. Afkvæmarannsóknar-
stöðvarnar eru nú orðinn mjög
stór þáttur í búfjárræktartilraun-
u.m Dana. Á síðasta ári voru af-
kvæmarannsökuð 63 naut og ;und-
an þeim a'Is 833 kvígur. Tilraun-
irnar voru gerðar á 22 stöðum. Til
rannsóknar eru teknar 1. kálfs
kvígur. Kvíguhópurinn, sem beztan
árangur sýndi, var undan Jersey
nauti — alls 18 kvígur. Meðalnyt
þeirra var 3.749 kg. mjólk með
6,11% fitu eða 22.907 fitueiningar.
Meðalmjólkurtíminn var 304 dag-
ar. Meðalnyt allra kvíganna, sem
reyndar voru, var 4.285 kg.
mjólk með 4,54% fitu eða um
19.400 fitueiningar.
Rannsóknir með geymslu á sæði
kynbótanauta. Verið er ao rann-
saka geymsluþol sæðis á margvís-
legan hótt. Skýrt var frá því að
tekizt hefði að geyma sæði við
79 gráða frosti í meira en hálft ár,
án þess að það tapaði lífsmagni
sínu og vitað er að tekizt hefur að
geyrna sæði í 2—3 ár í miklu
frosti. Þá er ennfrernur verið að
rannsaka margvíslegar aðferðir við
þynningu á sæðisvökvar.am með
ýmsum efnum. Þá eru rannsóknir
í gangi viðkomandi smithættu í
sambandi við sæðistöku úr kyn-
bdtanautum. Allar þessar rann-
sóknir miða að því að gera sæðing-
una öruggari í framkvæmd.
RANNSÓKNIR á grísauppeldi.
Svínaræktin er ein af þýðingar-
mestu búgreinum Dana, enda
leggja þeir mikið í kostnað við
margvíslegar tilraunir viðkomandi
svínaræktinni. AIls voru 3468 gris-
ir í tilraunum.
Meginviðfangsefnr voru fóður-
tilraunir á slátutSvíöum, ósamt
kynbótum, méð það fyrir augum
að grísirnir breyti sem mestu af
fóðrinu í afurðir. Skýrt var frá því,
að meðal fóðurrtötlcuií h'éfði verið
sl. tilraúnaár 3,06 fóðureiningar
fyrir hvert kg. í vaxtarauka. Er
þetta minnsta fóðurm, á hvert kg.
vaxtarauka, sem Danir hingað til
hafa fengið og er þessi fóðureyðsla
talin heimsmet. Fóðurfræðingarnir
telja að frá því að grísirnir eru 20
kg. og þar til þeir eru 90 kg. eða
fullvaxnir til slátrunar, þurfi þeir
175 kg. byggs og 257 kg. undan-
rennu. Meðalvaxtarauki á dag var
665 grömm. Margar svínatilraunir
Dana eru svo hárnákvæmar,aðþeir
geta reiknað næstum því í aurum
fóðureyðsluna á hvert kg. svína-
kjöts og bændurnir geta hagnýtt
sér þessar tilraunir þegar í stað og
niðurstöður þeirra eru kunnar, en
búfjárræktarráðunautarnir eru
tengiliður á milli tilraunamanna
og bændanna, eins og jarðræktar-
ráðunautarnir eru tengiliður á milli
bændanna og tilraunastofnana
jarðræktarinnar.
Margt fleira kom fram á þessu
haustmóti í Kaupamnanhöín, sem
ekki verður greint frá að þessu
sinni.
Tapast hefur liestur
frá Hrappsstöðum í Glæsi-
bæjarhr. Moldóttur að lit,
sokkóttur á öllum fótum mcð
stjörnu í enni, hvíta rák á
lcnd og dökkur á tagl og fáx.
Þcir, sem kynnu að verða
hestsins varir vinsamlega geri
aðvart í síma að Ásláksstöð*
, stöðum Gjrcsibæjarhr.;
Gnðm. Jónssov.