Dagur - 02.12.1953, Blaðsíða 8

Dagur - 02.12.1953, Blaðsíða 8
8 D AGUR Miðvikudaginn 2. desember 1953 r Ur bænum: Ökuför og leiðsaga um nokkrar götur bæjarins Kristilegt hugarfar. STUNDUM kemur fyrir að hér í blaðinu er deilt á ýmsar fram- kvæmdir bæjarins, og þó oftar á framkvaemdaleysi bæjarráðs- manna í ýmsum verklegum grein- um. Venjulegir borgarar bregðast hart við, þegar á þá er hallað, og skrifa skammargrein í eitthvert bæjarblaðið og vitna þar með um mannlega náttúru, sem er ekki ætíð kristilegs eðlis. En framkvæmdastjórn bæj- arins hefur aðra og mildari aðferð. Hún býður upp á ökuferð. Kostar til benzíni, bíl og dýrmætum tíma. Réttir manni vinstri vangann, þeg- ar komið er við þann hægri. A sl. ári var rætt um götur bæjarins hér í blaðinu og út á það fékkst reisa um brekkur og eyrar og yfirlit um ástand margra gatna, sem var harla lélegt, og nýjar götur og end- urbyggðar, og var þar þó nokkuð að sjá. Nú í vikunni sem leið var á það bent hér í blaðinu, að hægt miðaði að hreinsa burtu bragga- ræksni á væntanlegri aðalleið inn í bæinn við Glerárbrú þá neðri, og vegagerð þar, og það stóð heima: sama daginn er boðið upp á öku- ferð á bæjarins vegum, með ráðs- mönnum í bak og fyrir. Af því að þetta er þó ekki hversdagslegur hlutur, er rétt að segja ferðasög- una. Ekki af því að leiðin sé bæj- armönnum ókunn. Þeir aka hana margir á degi hverjum, eða ferðast fótgangandi og kannast við útsýn- ið. Heldur vegna þess að það er ; ekki víst að allir sjái það sama. jSumir eru skyggnir að því er sagt ler, sjá mannvirki og missmíði á náttúrunni, þar sem aðrir sjá ekk- ert, enn aðrir sjá gegnum holt og hæðir, og svo eru þeir, sem hafa bara þessa venjulegu sjón og sjá hlutina eins og þeir sennilega eru. Með eigin augnm — og annárra. ÞAÐ ER til dæmis, að þegar ekið er norður Hafnarstræti, í milli Kaupvangstorgs og Ráðhústorgs, má ökumaður gá að sér að lenda ekki í stórri og illyrmislegri holu, skammt frá pósthúsinu, en af kunnugleika sínum þræða flestir bílstjórar fram hjá henni. Þeir sjá hana ósköp vel og þeim er sárt um bílana sína. En líklega hefur vega- verkstjórn bæjariris ekki komið auga á hana. A. m. k. er hún búin að vera þarna í allt haust og stend- ur enn. — Þegar komið er norðar- lega í Brekkugötu, er hægt, með lagi, að fara norður úr götúnni og niður nýja götu, sem þar er í smiðum, niður á Gleréreyrarnár. Með því móti er hægt að losna við kaflann frá yzta húsi Brekkugötu að afleggjaranum á Gefjuni, og það er einhver versti végur í gjörvöllu bæjarlandinu og er þó fjölfarinn. Bílstjórar sjá þetta og þekkja vel, en svo er að sjá, sem verkstjórn bæjarins hafi ekki komið auga á þetta enn. Þessi vegarspotti er svona útlítandi viku eftir viku án þess að að sé gert. Þetta sannarlík- lega það, sem áður var sagt um mismunandi hæfileika manna til að sjá. Það er ekki sama hvort maður lítur á hlutina með eigin augum eða annarra. Þegar Akureyri heilsar aðkomufólki. ÞEGAR komið er niður úr nýja afleggjaranum úr Brekkugötunni, er komið að þeirri mannvirkjagerð bæjarins, sem minnst var á hér í blaðinu í sl. viku. Þar er verið áð vinna að því að tengja nýju Gler- árbrúna vegakerfi bæjarins með nýjum vegi og er verkið komið nokkuð áleiðis. Þetta munu ráða- menn bæjarins hafa talið fara fram hjá blaðinu og því sjón sögu ríkari. Þarna er auk heldur búið að rífa þá bragga flesta, sem áður stóðu á sjálfu vegarstæðinu, eða því sem næst, en allir hinir tróna þar enn. Er því verkið raunverulega ekki nema rétt hafið. Ef ekki verður meira að gert í því að koma bröggum þessum burtu, verða það þeir, sem fyrst heilsa aðkomufólki, er það ekur inn í bæinn að norðan og rftunu víst allir sammála um að ekki sé sú kveðja skemmtileg eða uppörvandi. Það er alveg augljóst mál, að bærinn getur ekki látið slíkt viðgangast, enda þarflaust með öllu. Braggar þessir voru aldrei ætlaðir til frambúðar og þeir munu allir standa þarna með bráðabirgðaleyfum bæjarstjórnar, sem eru þegar útrunnin. Auk þess á fallandi fæti, ryðbrunnir og skældir. Og eftir hverju er þá beð- ið? Framkvæmdastjórn bæjarins virðist bíða eftir einhverjum ákvörðunum bæjarstjórnar í mál- inu, en ef bráðabirgðaleyfin eru útrunnin er líklegt að bæjarstjórn- in telji málið í höndum fram- kvæmdastjórnarinnar. En vonandi hafa þessir aðilar a. m. k. diplóma- tískt samband sín í milli — þótt stundum sé ástæða til að efast um það — og ráða þessu til lykta hið fyrsta, því að það er ekki nóg að einblína á vegarspottann, sem ver- ið er að leggja í gegnum bragga- hverfið. Þeir, sem leiðina fara, sjá út fyrir hann. Vonandi rekur að því að bæjaryfirvöldin renna augum þangað líka, þótt þeim sé þessa stundina starsýnt á þær byrjunar- aðgerðir, sem þegar eru hafnar. Skíðasleðar Sldði Skíðabmdingar Skíðastáfir Skíðaáborðnr Skaotar Járn- og glervÖrudeild. Jólákort Járn og glervörudeild Rafmagnsofnar 500 - 1000 - 1500 iv Rafmagnsvöfflujárn Hraðsuðukatlar Hraðsuðukömiur Straujárn Jdrn- og glervörudeild. EIGNIZT gott og fjölbreytt bókasafn með kostakjörum Nýir Æ&J. AFLOKKA gegn afborgim I BÓKAFLOKK YÐAR GETIÐ ÞÉR VALIÐ ÚR YFIR 200 BÓKUM 50 krónur við pöntun og svo ársf jórðungslega krónur 50. Bókaverzlun P. O. B. veitir móttöku pöntunum á bókaflokkum Norðra. NORÐRA BÆKUR til nytsemdar, fróðleiks og skemmtunar Jólaskó HJÁ OKKUR KVENSKOR KARLMANNASKÓR BARNASKÓR allskonar Kaupfélag Eyfirðinga SKÓDEILD Jólavörur: Hanzkar, töskur, slæður, kjólablóm, náttkjólar, nærföt, undirföt, nylonsokkar, perlonsokkar, ísgarnssokkar og ýmsar gjafavörur Anna & Freyja. Þivgeyska úrvals hangikjötið er komið. Reynið þetta ajbragðsgóða kjöt og tryggið yður það í jólamatinn. NÝ SENDING KEMUR FYRIR JÓLIN. KJÖT & FISKUR Sími 1473.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.